Laxá á Keldum

Laxá á Keldum Laxá á Keldum er mikilfengleg lindá / jökulá með bergvatnsám sem renna í stórbrotnu umhverfi.

Laxá á Keldum is a magnificent spring / glacial river with rock water streams

30/11/2024

Efsti hluti Laxár á Keldum

Í sumar tókumst við á við stórt verkefni við Laxá á Keldum sem markar mikilvægt skref í því að skapa ný og bætt búsvæði ...
17/11/2024

Í sumar tókumst við á við stórt verkefni við Laxá á Keldum sem markar mikilvægt skref í því að skapa ný og bætt búsvæði fyrir Norður-Atlantshafslaxinn. Verkefnið snýr að endurheimt gamla árfarvegarins, sem hætti að renna fyrir um 57 árum, en nú rennur vatnið þar á ný – og með því hefur nýtt líf sprottið fram.

Gamli árfarvegurinn Milli Keldnalækjar og Haldfossa rann áin þar til varnargarður var settur upp árið 1968. Áin hafði rutt sér yfir um 60 hektara s

06/10/2024

Enn eru hlutirnir að raungerast. Við hófum fiskirækt í efri hluta Eystri Rangár fyrir fjórum árum. Grófum þá yfir 120.000 hrögn í 22 holum og slepptum í fyrra um 60.000 seiðum í ána með hjálp góðra vina. Skilyrði fyrir ofan Tungufoss eru mjög góð, hitastig og möl til hrygninga með besta móti. Settum niður hita-sírita frá Star Odda í fyrra og eigum núna hitamælingar sem sýna það að hér eru kjöraðstæður. Við rafveiddum í fyrra með Jóhannes Sturlaugsson og þá kom í ljós að þetta hefur heppnast mjög vel. Fundum klakseiði og seiðin sem var sleppt í fyrra eru komin í þá stærð að ganga til sjávar. Seiðin voru mjög vel haldin og sum hver þegar gengin til sjávar.

Lesa nánar: https://laxakeldum.is/2024/10/05/seidasleppingar-juli-2024/

Það er mikill varnarsigur að finna vatnakerfi sem er með sömu lengd og þrefaldar Elliðaárnar eða Laxá í Leirársveiit að ...
26/09/2024

Það er mikill varnarsigur að finna vatnakerfi sem er með sömu lengd og þrefaldar Elliðaárnar eða Laxá í Leirársveiit að lengd.

Þegar fiskvegurinn verður kominn þá mun lax geta gengið með sjálfbærum hætti upp ána og nýtt svæðið til búsvæða og hrygninga. Hér er verið að horfa til langs tíma, skilgreind markmið og búið að vinna í þeim frá árinu 2021 segir Björn Theodórsson fiskeldisfræðingur.

Jóhannes Sturlaugsson Björn Theodórsson Forathuganir 2021-2023 vísa til þess að ársvæðið ofan Tungufoss í Eystri-Rangá henti laxi þegar komið e

Guðmundur Ingi Hjartarson & Lydur Skulasonhttps://youtu.be/duK4dbzkNls?feature=sharedUppbygging Laxár á Keldum heldur áf...
21/07/2024

Guðmundur Ingi Hjartarson & Lydur Skulason

https://youtu.be/duK4dbzkNls?feature=shared

Uppbygging Laxár á Keldum heldur áfram, núna um helgina var sleppt nokkrum tug þúsunda seiða í efri hluta árinnar.

Seiðin koma úr klaki laxa sem teknir eru úr Eystri Rangá og alinn frá því í fyrra.

Veiðifélag Eystri Rangár útvegar öll seiðin, þetta væri ekki framkvæmanlegt nema með þeirra stuðningi.

Viðtöl við Jóhannes Sturlaugsson, Björn Theodórsson, Lýð Skúlason og Guðmund Inga Hjartarson. Sagt er frá hrognagreftri,...
13/06/2024

Viðtöl við Jóhannes Sturlaugsson, Björn Theodórsson, Lýð Skúlason og Guðmund Inga Hjartarson. Sagt er frá hrognagreftri, seiða og laxasleppingum og afrakstri síðustu ára. Við rafveiðar fundust mikill fjöldi seiða og það sem var jákvæðast var það að stærstu seiðin voru vel haldin og um 12cm að stærð. Það segir okkur að seiðin eru að ganga til hafs og von á þeim tilbaka næsta sumar.

Heimildarmynd Kára G. Schram sem er í vinnslu um þá uppbyggingu á Laxá á Keldum þar sem fylgst er með frá byrjum nýjum búsvæðum laxa á Íslandi.Sagt er frá hr...

Stækkun laxveiðiár með áherslu á náttúrulega hrygningu táknar framsýna og sjálfbæra nálgun til að efla laxastofninn í No...
13/06/2024

Stækkun laxveiðiár með áherslu á náttúrulega hrygningu táknar framsýna og sjálfbæra nálgun til að efla laxastofninn í Norður-Atlantshafi. Leiðarljós verkefnisins er að stuðla að endurreisn laxastofnsins og að tryggja ómetanlegu náttúruauðlind Norður Atlandshafslaxins fyrir komandi kynslóðir.

Heimildarmynd Kára G. Schram sem er í vinnslu um þá uppbyggingu á Laxá á Keldum þar sem fylgst er með frá byrjum nýjum búsvæðum laxa á Íslandi.. Rætt er við þá Lýð Skúlason og Guðmund Inga Hjartarson um verkefni þeirra og sýnt frá hrognagreftri og seiðasleppingum 2022. Hér er um að ræða eitt stærsta verkefni síðustu ára í fiskirækt og eflingu norður atlantshafslaxins.

Heimildarmynd Kára G. Schram sem er í vinnslu um þá uppbyggingu á Laxá á Keldum þar sem fylgst er með frá byrjum nýjum búsvæðum laxa á Íslandi.Kynning á heim...

Fiskirækt, rannsóknir, verndun og veiði. Hvað er verið að gera í efri hluta Eystri Rangár fyrir ofan Tungufoss, sem nefn...
22/05/2024

Fiskirækt, rannsóknir, verndun og veiði.

Hvað er verið að gera í efri hluta Eystri Rangár fyrir ofan Tungufoss, sem nefnd hefur verið Laxá á Keldum, til að halda henni aðskilinni frá vöruheitinu Eystri Rangá, einni gjöfulustu laxveiði á landsins?
Eystri Rangá, fyrir neðan Tungufoss er sendin og köld á vegna kaldavermsla sem í hana renna frá Keldnalæk og Teitsvötnum, sem er helmingur vatnsmagns árinnar við Tungufoss.
Vegna þessara aðstæðna er náttúrulegt klak laxfiska árinnar ekki mikið og helsta klakið er að finna neðan fossins í neðri hluta Fiskár, sem rennur í Eystri Rangá.

Frá árinu 2021 hefur hópur manna stundað rannsóknir með fiskifræðingum í ánni frá Tungufossi upp að þeim stað er Valá rennur út í Eystri Rangá (Laxá á Keldum).
Það sem rannsakað hefur verið eru síritamælingar á hitastigi, botngerð, leiðni, efnisinnihald árvatnsins ásamt lífríki árinnar. Allar mælingar benda til þess að áin geti orðið að náttúrulegu klaksvæði þar sem hitastig, botngerð og ætisframboð laxfiska er ákjósanlegt. Einnig hafa verið gerðar rannsóknir á hvernig seiði og frjóvguð hrogn gera sig í ánni.

Frá því 2021 hefur í samvinnu við veiðifélag Eystri Rangár, mörgum tugum af seiðum verið sleppt sem koma úr laxastofni Eystri Rangár, einnig hafa verið grafin nokkur hundruð frjóvguð hrogn af sama stofni. Einnig hafa tugum af hrygnum og hængum sem komin voru nálægt hrygningu verið sleppt ofarlega í ánni til náttúrulegrar hrygningar.

Sumarið 2023 voru framkvæmdar ýtarlegar rafveiðar til að rannsaka lífríki árinnar og árangur rannsóknarstarfs af sleppingum síðustu ára mæld.
Árangur rafveiðanna var árangursríkur og fannst mikið magn af laxaseiðum sem klakist höfðu út í ánni og seiðum sem sleppt hafði verið. Seiðin voru vel haldin og magafull sem sýnir að fæðuframboð laxaseiðanna eru góð í ánni.

Að sögn fiskifræðinga er einstaklega vel staðið að þessu rannsóknarstarfi og mikið magn af hrognum, seiðum og laxfisk sleppt í ána. Þetta væri ekki hægt nema með framsýni og stuðningi veiðifélags Eystri Rangár með því að styðja rannsóknarverkefnið svo dyggilega með þeim fiskum sem lagðir eru til á hverju ári til stuðnings verkefnisins.

Hvers vegna er verið að þessu?

Villti Norður Atlantshafslaxinn er í útrýmingarhættu og á brattan að sækja vegna breytinga í hafinu, ánum og fiskeldi í fjörðum landsins. Ekki er mikið eftir af svæðum til að auka viðgangi laxfiska. Eystri Rangá er einungis fiskgeng fyrstu 20 km frá sjó þegar hún mætir ófiskgengnum Tungufossi. Fyrir ofan Tungufoss eru um 40 km að upptökum í um 600 metra hæð yfir sjávarmáli, en 20 km af þessum 40 km eru með mjög góð skilyrði til náttúrulegs klaks og uppvaxtar skilyrði laxfiska.

Nú þegar rannsóknir hafa sýnt að seiði lifa vel í ánni, hrogn klekjast vel út og fæðuframboð gott þá er næsta verkefni að opna leiðina með fiskvegi fram hjá Tungufossi. Það er vel mögulegt að gera látlausan fiskveg til hliðar við fossinn og verður því ekki hróflað við fossinum sjálfum. Allar framkvæmdir verða gerðar með sem minnstu raski og á eins náttúrulegan hátt og kostur er.

Ef verkefnið tekst þá er þetta veruleg viðbót við búsvæði laxfiska og verulegt skref til að auka við stofn sem er í útrýmingarhættu. Samhliða því að styrkja Norður Atlantshafslaxinn þá er verið að búa til mikilfenglega laxveiðiá sem skila mun tekjum til landeigenda, nærumhverfisins og gjaldeyristekna til þjóðarbúsins.

Frekari upplýsingar um verkefnið https://laxakeldum.is/

Laxá á Keldum við Fossdali.Við fossinn er forn fjárrétt sem kallast Fossdalsrétt, þar fyrir ofan koma fossarnir Skúli og...
20/04/2024

Laxá á Keldum við Fossdali.
Við fossinn er forn fjárrétt sem kallast Fossdalsrétt, þar fyrir ofan koma fossarnir Skúli og Drífa svo liggur áin að klettabelti sem heitir Vígi svo þar fyrir ofan er kletturinn Dvergur.
Magnaðir veiðistaðir sem bíða eftir að fyllist af laxi.

Eggert Skúlason fjölmiðlamaður og stjórnandi Sporðakasta á MBL tók viðtal við Guðmund Inga um verkefnið og framtíðarplön...
23/02/2024

Eggert Skúlason fjölmiðlamaður og stjórnandi Sporðakasta á MBL tók viðtal við Guðmund Inga um verkefnið og framtíðarplön þeirra Lýðs og félaga.

Ný laxveiðiá er „í smíðum“ ef svo má taka til orða. Stórhuga veiðiáhugamenn hafa undanfarin ár verið að sleppa löxum og laxaseiðum ofan við Tungufoss í Eystri–Rangá. Sá foss er ekki laxgengur en þar fyrir ofan tekur við 23 kílómetra langt svæði.

Við rafveiddum með Jóhannesi Sturlaugssyni í fyrra og þá kom í ljós að hrognagröftur og seiðasleppingar gengu vel. Fundu...
21/02/2024

Við rafveiddum með Jóhannesi Sturlaugssyni í fyrra og þá kom í ljós að hrognagröftur og seiðasleppingar gengu vel. Fundum klakseiði og seiðin sem var sleppt í fyrra eru komin í þá stærð að ganga til sjávar.

Við rafveiddum með Jóhannesi Sturlaugssyni í fyrra og þá kom í ljós að hrognagröftur og seiðasleppingar gengu vel. Fundum klakseiði og seiðin sem v

Það má segja að hlutirnir séu loks að raungerast. Við Lýður Skúlason frændi hófum fiskirækt í efri hluta Eystri Rangár f...
18/02/2024

Það má segja að hlutirnir séu loks að raungerast. Við Lýður Skúlason frændi hófum fiskirækt í efri hluta Eystri Rangár fyrir tveimur árum. Grófum yfir 120.000 hrögn í 22 holum og slepptum í fyrra um 60.000 seiðum í ána með hjálp góðra vina. Skilyrði fyrir ofan Tungufoss eru mjög góð, hitastig og möl til hrygninga með besta móti.

Það má segja að hlutirnir séu loks að raungerast. Grófum yfir 120.000 hrögn í 22 holum og slepptum í fyrra um 60.000 seiðum í ána með hjálp góðra vina.

Áin í vetrarbúningi
18/02/2024

Áin í vetrarbúningi

Við hrognagröft voru nokkrir laxar rétt hjá okkur.  Spakir og rólegir.
18/02/2024

Við hrognagröft voru nokkrir laxar rétt hjá okkur. Spakir og rólegir.

Rætt er við þá Lýð Skúlason og Guðmund Inga Hjartarson um verkefnið og sýnt frá hrognagreftri og seiðasleppingum 2022.
18/02/2024

Rætt er við þá Lýð Skúlason og Guðmund Inga Hjartarson um verkefnið og sýnt frá hrognagreftri og seiðasleppingum 2022.

Heimildarmynd Kára G. Schram þar sem fylgst er með nýjum búsvæðum laxa á Íslandi. Hér er um að ræða eitt stærsta verkefni síðustu ára í fiskir

Norður-Atlantshafslaxinn, hefur staðið frammi fyrir hnignun á undanförnum áratugum vegna ýmissa umhverfisáskorana og man...
17/02/2024

Norður-Atlantshafslaxinn, hefur staðið frammi fyrir hnignun á undanförnum áratugum vegna ýmissa umhverfisáskorana og mannlegra athafna. Í viðleitni til að endurlífga og stækka laxastofninn er athyglisvert verkefni í gangi við að stækka eina gjöfulustu laxveiðiá landsins og efla náttúrulega hrygningu.

Norður-Atlantshafslaxinn, hefur staðið frammi fyrir hnignun á undanförnum áratugum vegna ýmissa umhverfisáskorana og mannlegra athafna.

Verkefnið okkar felur í sér að opna fleiri búsvæði, sem gerir laxi kleift að komast inn á ný hrygningarsvæði. Með því að...
17/02/2024

Verkefnið okkar felur í sér að opna fleiri búsvæði, sem gerir laxi kleift að komast inn á ný hrygningarsvæði. Með því að auka möguleika svæðisins til náttúrulegrar æxlunar tekur verkefnið á helstu takmörkunum sem laxastofnar standa frammi fyrir í lífsgöngu sinni.

Jóhannes Sturlaugsson og Björn Theódórsson Það má segja að þetta verkefni sé nánast ekki með fordæmum en umsögn fiskifræðinganna sem sögðu

Address

Keldum 1
Hella
851

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Laxá á Keldum posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Laxá á Keldum:

Videos

Share

Category