RATSJÁIN - fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu og tengdum greinum

RATSJÁIN - fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu og tengdum greinum Ratsjáin er verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka n?

Við hlökkum til að sjá sem flesta á kynningarfundinum um Ratsjána á morgun! Við munum fara vel yfir fyrirkomulag og næst...
07/01/2025

Við hlökkum til að sjá sem flesta á kynningarfundinum um Ratsjána á morgun! Við munum fara vel yfir fyrirkomulag og næstu skref. Með okkur á fundinum verður reynslubolti í greininni sem mun veita okkur innblástur í sjálfbærnimálum⚡️

👉Ratsjáin 2025 - kynningarfundur #2👈

Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir starfar hjá Midgard Adventure og er meðal annars sjálfbærni sérfræðingur fyrirtækisins. Hún brennur fyrir umhverfinu og samfélaginu sem hún býr í og nýtur þess að sýna ferðamönnum okkar stórbrotnu náttúru. Hildur er með BA í stjórnmálafræði, meistaragráðu í umhverfis- og auðlindafræði ásamt prófi í gönguleiðsögn frá MK og ýmis námskeið sem fylgja leiðsögumanna starfinu. Frá því hún tók til starfa hjá Midgard hefur þjónustan vaxið um hrygg, allt frá því að vera ferðaskipuleggjendur upp í að reka ferðaskrifstofu, veitingastað, viðburðastað og gistiheimili. Að hafa fylgt fyrirtækinu frá upphafi hefur gefið Hildi víðtæka reynslu og þekkingu á ólíkum rekstri innan ferðaþjónustu.

Íslenski ferðaklasinn / Iceland Tourism, Ferðamálastofa / Icelandic Tourist Board, Menningar- og viðskiptaráðuneytið

🚦RATSJÁIN FER AF STAÐ Í JANÚAR 2025🚦Við erum ótrúlega spennt að segja frá því að þetta vinsæla fræðsluverkefni fer aftur...
18/11/2024

🚦RATSJÁIN FER AF STAÐ Í JANÚAR 2025🚦

Við erum ótrúlega spennt að segja frá því að þetta vinsæla fræðsluverkefni fer aftur af stað í upphafi næsta árs! Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka hæfni sína og getu í rekstri💡

🧭 Dagskráin er miðuð að sjálfbærni og nærandi ferðaþjónustu (e. sustainable and regenerative tourism) og samanstendur af 5 lotum. Þátttakendur fá aðgang að fræðslu og verkefnum inni á lokuðu vinnusvæði Ratsjánnar og vinnustofum á netinu þar sem markmiðið er að fá jafningjarýni, endurgjöf og umræður í hópum.

“Tækifæri til sóknar á forsendum samfélaganna sjálfra hafa aldrei verið eins mikil og aðkallandi. Með Ratsjánni munum við styðja við og standa saman að því að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki verði fremst í heimi þegar kemur að sjálfbærni og nærandi viðskiptaháttum þar sem unnið er að sátt og jafnvægi milli tilgangs og tekna. Sameiginlega tökumst við á við áskoranirnar framundan og saman munum við fagna komandi sigrum.”
(Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Íslenski ferðaklasinn).

Kynnið ykkur nánar á 👉 https://www.islenskiferdaklasinn.is/

NÝSKÖPUN OG FJÁRFESTINGAR Í FERÐAÞJÓNUSTU 🚀💸 Dreifum við ferðamönnum eða fjárfestingum? Nýsköpunarvikan // Iceland Innov...
10/05/2024

NÝSKÖPUN OG FJÁRFESTINGAR Í FERÐAÞJÓNUSTU 🚀💸

Dreifum við ferðamönnum eða fjárfestingum?

Nýsköpunarvikan // Iceland Innovation Week er á næsta leyti og ætla Íslenski ferðaklasinn / Iceland Tourism og Ferðamálastofa / Icelandic Tourist Board aldeilis að slást í viðburðaveisluna sem framundan er.

Við bjóðum til ráðstefnu í Grósku þann 14.maí kl 14:30 og er skráning nauðsynleg hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScESkTDr4m1nKMV2YxMNKxQhIsDvOeuNZODA2vv3mvv3pgUmA/viewform

Dagskráin er heldur betur glæsileg en svona lítur hún út:

Dagskrá:
💸 1. Hluti - Fjárfesting í innviðum og opinber sókn
🎤 Opnun - Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri
🎤 Áherslur hins opinbera - Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála
🎤 Erlendar fjárfestingar í ferðaþjónustu - Arnar Gudmundsson Guðmundsson, Íslandsstofa

🚀 2. Hluti - Fjárfesting í tækni og markaðslegir innviðir
🎤 Frumtak og ferðatækni - Andri Heiðar Kristinsson, Frumtak Ventures
🎤 Gagnagull - Stefan Baxter, Snjallgögn
🎤 Englafjárfestingar - Jon I. Bergsteinsson, englafjárfestir og formaður stjórnar IceBAN
🎤 Fjárfesting í sjálfvirknivæðingu - Soffía Kristín Þórðardóttir, PaxFlow

🚗 3. Hluti - Hringferð um landið - hvar liggja tækifærin og hvers vegna?
🎤 Inngangur - Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri
🎤 Vesturland - Helga Margrét Friðriksdóttir, Landnámssetrið
🎤 Vestfirðir - Fridjon Sigurdarson, Hólmavík
🎤 Norðurland - Kjartan Sigurðsson, Skógarböðin
🎤 Austurland - Auður Vala Gunnarsdóttir, Blábjörg
🎤 Suðurland - Brynjólfur Baldursson, Gróðurhúsið og uppbygging við Reykjadal
🎤 Höfuðborgarsvæðið - Helga Maria Albertsdottir, Sky Lagoon
🎤 Reykjanes - Þorsteinn Þorsteinsson, Blue Car Rental

⭕ Hringborðsumræður
🥂 Gleðstund og netagerð með léttum veitingum
🍀 Ráðstefnuslit

Frábær samantekt á Ratsjánni sem Austurbrú tók saman útfrá þátttöku austfiskra fyrirtækja í samtengdri Ratsjá um allt la...
28/04/2021

Frábær samantekt á Ratsjánni sem Austurbrú tók saman útfrá þátttöku austfiskra fyrirtækja í samtengdri Ratsjá um allt land sem lauk nú í byrjun apríl.

„Þetta var frábært tækifæri til að kynnast öðru fólki í landshlutanum sem er í svipuðum rekstri. Við gátum skipst á reynslu og upplýsingum og myndað tengsl. Mér þykir eiginlega vænst um það og ég held að heilmikið muni fæðast í framhaldinu“ – Auður Vala Gunnarsdót...

30/03/2021
29/03/2021

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdarstjóri Íslenska ferðaklasans ræddi við okkur

25/03/2021

Kynningafundur á Ratsjá 25.11.2021

25/03/2021

Kynningafundur á Ratsjá 25.03.2021

Helsti ávinningur sem fyrrum þátttakendur hafa nefnt:

🚀Skerpt á fókus á þeim atriðum sem þarf að huga að núna til skemmri tíma
🚀Gefið þér ný verkfæri til að vinna með inní nýjan veruleika
🚀Hjálpað þér að kafa í kjarnann á þínu fyrirtæki og endurskipulagt ferla
🚀Gefið þér vísbendingar um hvar í rekstri þarf að endurhugsa til framtíðar þegar hjólin snúast á ný
🚀Gefið þér tækifæri á að spegla þig meðal jafningja sem eru í sömu stöðu
🚀Komið auga á ný viðskiptatækifæri með hjálp vörþróunar og nýsköpunar
🚀Þjálfað þig og lykilstjórnendur í breytingastjórnun, aukinni sjálfbærni og nýjum leiðum til stafrænnar vegferðar.
🚀Stóraukið tengslanetið og möguleika til samstarfs.
Kostnaður pr. fyrirtæki er 20.000kr.

Búið er að opna fyrir umsóknir í Ratsjá fyrir höfuðborgarsvæðið. Umsóknarfrestur rennur út 29.mars 🚀
19/03/2021

Búið er að opna fyrir umsóknir í Ratsjá fyrir höfuðborgarsvæðið. Umsóknarfrestur rennur út 29.mars 🚀

Ratsjáin á höfuðborgarsvæðinu 2021 - opið fyrir umsóknir

Hér má fylgjast með ferðalagi fyrirtækjanna í Ratsjánni og hvaða efni er tekið fyrir hverju sinni 🔥Íslandsstofa, Bárður ...
05/03/2021

Hér má fylgjast með ferðalagi fyrirtækjanna í Ratsjánni og hvaða efni er tekið fyrir hverju sinni 🔥

Íslandsstofa, Bárður Örn Gunnarsson, Ása Steinars, KPMG á Íslandi, Jóhann Ingi sálfræðingur, Sköpunargleði, Cognitio, Ferðamálastofa / Icelandic Tourist Board, 1238 : The Battle Of Iceland, JÖKULÁ

Ratsjáin 2021

Ratsjáin er hafin með tæplega 200 þátttakendur af Austurlandi, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Vest...
05/03/2021

Ratsjáin er hafin með tæplega 200 þátttakendur af Austurlandi, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Vesturlandi, Reykjanesi og Suðurlandi 🚀

Tæplega 200 þátttakendur taka flugið saman í Ratsjánni

Nýsköpunarhraðall fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og tengdum greinum - Umsóknarfrestur rennur út í dag 1.desember 🚀Það e...
01/12/2020

Nýsköpunarhraðall fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og tengdum greinum - Umsóknarfrestur rennur út í dag 1.desember 🚀
Það eru umsækjendur og þátttakendur sjálfir sem móta endanlega dagskrá með því að velja þau málefni sem þau brenna helst fyrir.

Dæmi um vinnustofur eru m.a:

🚀Markaðsmál og markhópar
🚀Nýsköpun & vöruþróun
🚀Rekstrargreining (360° yfirsýn)
🚀Heimasíður / Hvernig skarar síðan mín framúr?
🚀Sjálfbærni og ábyrg ferðaþjónusta
🚀Kraftmiklar kynningar og sýnileiki
🚀Stafræn þróun og tæknibylting fyrirtækja
🚀Hönnunarhugsun og upplifun
🚀Virðisaukandi þjónusta
🚀Stefnumótun – rýnt í viðskiptaáætlun
🚀Virði tengslanets og samstarfs
🚀Breyttir tímar & tækifærin - Kaupákvörðunarhringurinn
🚀Endurhugsaðu viðskiptamódelið

Umsóknarfrestur í Ratsjánna er til 1.desember 2020

26/11/2020
17/11/2020

Address

Bjargargata 1
Reykjavík
101

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when RATSJÁIN - fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu og tengdum greinum posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to RATSJÁIN - fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu og tengdum greinum:

Videos

Share