07/01/2025
Við hlökkum til að sjá sem flesta á kynningarfundinum um Ratsjána á morgun! Við munum fara vel yfir fyrirkomulag og næstu skref. Með okkur á fundinum verður reynslubolti í greininni sem mun veita okkur innblástur í sjálfbærnimálum⚡️
👉Ratsjáin 2025 - kynningarfundur #2👈
Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir starfar hjá Midgard Adventure og er meðal annars sjálfbærni sérfræðingur fyrirtækisins. Hún brennur fyrir umhverfinu og samfélaginu sem hún býr í og nýtur þess að sýna ferðamönnum okkar stórbrotnu náttúru. Hildur er með BA í stjórnmálafræði, meistaragráðu í umhverfis- og auðlindafræði ásamt prófi í gönguleiðsögn frá MK og ýmis námskeið sem fylgja leiðsögumanna starfinu. Frá því hún tók til starfa hjá Midgard hefur þjónustan vaxið um hrygg, allt frá því að vera ferðaskipuleggjendur upp í að reka ferðaskrifstofu, veitingastað, viðburðastað og gistiheimili. Að hafa fylgt fyrirtækinu frá upphafi hefur gefið Hildi víðtæka reynslu og þekkingu á ólíkum rekstri innan ferðaþjónustu.
Íslenski ferðaklasinn / Iceland Tourism, Ferðamálastofa / Icelandic Tourist Board, Menningar- og viðskiptaráðuneytið