Obeo Afríka

Obeo Afríka Obeo Afríka er íslenskt fjölskyldufyrirtæki með mikla þekkingu og ástríðu á afrískum áfangastöðum

TANZANÍA - SAFARI & ZANZIBAR ATH að einbýli er uppselt.Tanzanía er þekkt fyrir stórfenglega þjóðgarða, fjölbreytt mannlí...
13/05/2024

TANZANÍA - SAFARI & ZANZIBAR
ATH að einbýli er uppselt.

Tanzanía er þekkt fyrir stórfenglega þjóðgarða, fjölbreytt mannlíf og ekki síst eyjuna Zanzibar.
Við ferðumst um nokkra af frægustu safarí þjóðgörðum heims, gistum í færanlegum búðum sem eru staðsettar inni í Serengeti og fylgja hinum frægu hjarðflutningum þjóðgarðsins, förum í leit að trjáklifrandi ljónum, heimsækjum innfædda og endum ferðina á himneskum ströndum Zanzibar eyjunnar.

Hægt að skoða og bóka ferðina hér:

Tanzanía er þekkt fyrir stórfenglega þjóðgarða, fjölbreytt mannlíf og ekki síst eyjuna Zanzibar. Við ferðumst um nokkra af frægustu safarí þjóðgörðum heims, gistum í færanlegum búðum sem eru staðsettar inni í Serengeti og fylgja hinum frægu hjarðflutningum þjóðgarðsins...

05/05/2024

Namibía febrúar 2025
Hver vill ekki fara í Afríkuleiðangur, spennandi safari, láta dekra við sig í mat og þjónustu, geta svifið yfir elstu eyðimörk í heimi og upplifa einstakt dýralíf, náttúru og menningu Afríku.
Okkar rómaða Namibíuferð verður farin í febrúar 2025. Eldri ferðir hafa fengið einróma lof ferðafélaga okkar og margir koma með okkur aftur í aðrar Afríkuferðir.
Þetta er stórglæsileg 20 daga ferð með ólýsanlegu safari, hágæða gististöðum, stórfenglegu landslagi, spennandi afþreyingum og fjölbreyttri menningu. Namibía er land andstæðna, dulúðugt, spennandi og framandi og alltaf eitthvað nýtt að sjá og upplifa á hverjum degi.

Hægt að skoða og bóka ferðina hér: https://obeoafrika.is/tours/aevintyri-namibiu-februar-2024/

Ferðir okkar milli janúar - mars 2025 eru komnar í sölu! 10 - 26 janúar | Tanzanía - Safari & Zanzibar09 - 28 febrúar | ...
20/04/2024

Ferðir okkar milli janúar - mars 2025 eru komnar í sölu!

10 - 26 janúar | Tanzanía - Safari & Zanzibar
09 - 28 febrúar | Ævintýri Namibíu
02 - 19 mars | 4 Landa Ferð - Suður Afríka, Botswana, Namibía og Zimbabwe

Kynnið ykkur úrval ferða hér, allar okkar ferðir eru litlir hópar og því takmarkað framboð:

Suður Afríka – Golf, Safari & Vínekrur Uppselt Verð á mann 1.749.000 Lengd ferðar 16 dagar Dagsetning 27 september - 12 október 2024 Suður Afríka. Upplifðu suma af bestu golf völlum heims í ævintýralegu umhverfi. Í þessari ferð verður notið margra golfdaga, vínekruferða, Höf....

TANZANÍA - SAFARI & ZANZIBAR ATH að einbýli er uppselt.Það gleður okkur að tilkynna að Tanzaníuferð okkar í janúar 2025 ...
11/04/2024

TANZANÍA - SAFARI & ZANZIBAR
ATH að einbýli er uppselt.

Það gleður okkur að tilkynna að Tanzaníuferð okkar í janúar 2025 er komin í sölu. Hægt að skoða og bóka ferðina hér: https://obeoafrika.is/tours/tanzania-safari-zanzibar-2/

Tanzanía er þekkt fyrir stórfenglega þjóðgarða, fjölbreytt mannlíf og ekki síst eyjuna Zanzibar.
Við ferðumst um nokkra af frægustu safarí þjóðgörðum heims, gistum í færanlegum búðum sem eru staðsettar inni í Serengeti og fylgja hinum frægu hjarðflutningum þjóðgarðsins, förum í leit að trjáklifrandi ljónum, heimsækjum innfædda og endum ferðina á himneskum ströndum Zanzibar eyjunnar.

Tanzanía er þekkt fyrir stórfenglega þjóðgarða, fjölbreytt mannlíf og ekki síst eyjuna Zanzibar. Við ferðumst um nokkra af frægustu safarí þjóðgörðum heims, gistum í færanlegum búðum sem eru staðsettar inni í Serengeti og fylgja hinum frægu hjarðflutningum þjóðgarðsins...

TANZANÍA - SAFARI & ZANZIBAR AÐEINS 4 SÆTI LAUS, og einbýli er uppselt.Það gleður okkur að tilkynna að Tanzaníuferð okka...
27/02/2024

TANZANÍA - SAFARI & ZANZIBAR
AÐEINS 4 SÆTI LAUS, og einbýli er uppselt.

Það gleður okkur að tilkynna að Tanzaníuferð okkar í janúar 2025 er komin í sölu. Hægt að skoða og bóka ferðina hér: https://obeoafrika.is/tours/tanzania-safari-zanzibar-2/
ATH að það eru einungis 10 sæti í boði vegna fjölda Bush Rovera sem við höfum og því búumst við við að selja upp fljótt.
Tanzanía er þekkt fyrir stórfenglega þjóðgarða, fjölbreytt mannlíf og ekki síst eyjuna Zanzibar.
Við ferðumst um nokkra af frægustu safarí þjóðgörðum heims, gistum í færanlegum búðum sem eru staðsettar inni í Serengeti og fylgja hinum frægu hjarðflutningum þjóðgarðsins, förum í leit að trjáklifrandi ljónum, heimsækjum innfædda og endum ferðina á himneskum ströndum Zanzibar eyjunnar.

Kalahari eyðimörkin 😍
20/02/2024

Kalahari eyðimörkin 😍

Þvílík fegurð 😍
19/02/2024

Þvílík fegurð 😍

Nokkrar myndir frá okkar frabæra Tanzaníu ferðalagi í janúar síðastliðinn. Safari Serengeti, magnaði Ngorongoro gígurinn...
11/02/2024

Nokkrar myndir frá okkar frabæra Tanzaníu ferðalagi í janúar síðastliðinn. Safari Serengeti, magnaði Ngorongoro gígurinn, Masai fólkið, ævintýri við Viktoríuvatn og ekki síst himmneskar strendur Zanzibar, frábær matur og menning 😍

Suður Afríka - Golf, Safari & VínekrurVið kynnum með stolti glænýja ferð hjá okkur. Þessi ferð er ofboðslega spennandi þ...
09/01/2024

Suður Afríka - Golf, Safari & Vínekrur
Við kynnum með stolti glænýja ferð hjá okkur. Þessi ferð er ofboðslega spennandi þar sem við bjóðum upp á lúxus golf, Höfðaborg, Garden Route, vínekrur og að sjálfsögðu Safari.
Að venju er næstum allt innifalið og dagskráin búin til með allt það besta í huga.
Suður Afríku golfferð okkar verður farin 27 september til 12 október 2024.
Einungis 10 sæti í boði svo fyrstur kemur fyrstur fær!
Hægt að skoða og bóka ferðina hér:

Suður Afríka. Upplifðu suma af bestu golf völlum heims í ævintýralegu umhverfi. Í þessari ferð verður notið margra golfdaga, vínekruferða, Höfðaborgar, Garden Route og ekki síst magnað safari í hinu fræga Kruger svæði.

Við óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári 🌲
24/12/2023

Við óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári 🌲

31/10/2023

Namibía febrúar 2024
Hver vill ekki fara í Afríkuleiðangur, spennandi safari, láta dekra við sig í mat og þjónustu, geta svifið yfir elstu eyðimörk í heimi og upplifa einstakt dýralíf, náttúru og menningu Afríku.
Okkar rómaða Namibíuferð verður farin í febrúar 2024. Eldri ferðir hafa fengið einróma lof ferðafélaga okkar og margir koma með okkur aftur í aðrar Afríkuferðir.
Þetta er stórglæsileg ferð með ólýsanlegu safari, hágæða gististöðum, stórfenglegu landslagi, spennandi afþreyingum og fjölbreyttri menningu. Namibía er land andstæðna, dulúðugt, spennandi og framandi og alltaf eitthvað nýtt að sjá og upplifa á hverjum degi.
Strjálbýlt landið ásamt litlum hágæða gististöðum gerir það að verkum að upplifunin verður einstök og persónuleg án mannmergðar í kringum okkur sem svo oft er á þekktum ferðamannastöðum. Þjónusta, gæði gististaða, matur, og þægindi eru einstök í Namibíu og ekki síst fjölbreytt og spennandi upplifun. Það er ástæða fyrir því að allir sem þangað koma, heillast af landinu.
Hægt að skoða og bóka ferðina hér: https://obeoafrika.is/tours/aevintyri-namibiu-februar-2024/

Okkar frábæri ljósmyndari í Obeo Afríku teyminu að gera góða hluti :) . Til hamingju Throstur Eiriksson 😃. Þröstur hélt ...
31/10/2023

Okkar frábæri ljósmyndari í Obeo Afríku teyminu að gera góða hluti :) . Til hamingju Throstur Eiriksson 😃. Þröstur hélt rómaða ljósmyndasýningu í Hannesarholt í júní síðastliðnum, https://www.facebook.com/Hannesarholt/posts/740402158092788?mibextid=zDhOQc, Andlit Afríku . Hér er linkur á ljósmyndasíðu Þrastar, https://www.the-photos.net , Afríkumyndirnar hefur hann tekið á ferðalögum með Obeo Afríka .
Þröstur heldur ör-ljósmyndanámskeið fyrir alla okkar ferðahópa, myndir eru jú ein af bestu aðferðunum til að varðveita minningar.

Golden Photo! 👑

This week, we acknowledge Throstur Eiriksson on this image being selected as a Golden Photo!

A Golden Photo is the highest and most valued award inside the Cameralla Community and is given out only to exceptional photos uploaded to our platform!

Well done on capturing this shot - the team at Cameralla acknowledge your talent & look forward to seeing more of your photos in the future! 



20/10/2023

Namibía febrúar 2024
SAFARI
Að upplifa safari í Afríku er eitthvað sem þú munt aldrei gleyma. Í ferð okkar um Namibíu munum við fara í mörg, fjölbreytt og spennandi safari sem eru öll innifalin. Hefur þig alltaf dreymt um upplifa hið magnaða dýralíf Afríku, í sínu náttúrulega umhverfi? Skelltu þér með okkur til Namibíu!
Hægt að skoða og bóka ferðina hér: https://obeoafrika.is/tours/aevintyri-namibiu-februar-2024/

Namibía febrúar 2024 - aðeins 4 sæti laus! Hver man ekki eftir Tímon í Lion King. Bagatelle, okkar sérstaki gististaður ...
14/10/2023

Namibía febrúar 2024 - aðeins 4 sæti laus!
Hver man ekki eftir Tímon í Lion King. Bagatelle, okkar sérstaki gististaður í Kalahari eyðimörkinni er umkringdur hinum rauðgulu lágu sandöldum, gróðri, dýralífi og ekki síst fullt af forvitnum, kvikum jarðköttum. Þar er einnig verndarsvæði fyrir blettatígurinn og nashyrningar reika um þetta risastóra svæði. Þvílík dýrð að sitja með morgunkaffið og sjá háreista strúta, hinn harðgera Oryx (sverðantilópu) þjóðardýr Namibíu og aðrar tegundir antilópa rölta í nálægð. Jafnvel fá heimsókn af nokkrum sebrahestum.
Fara á röltið með San Bushmönnum og fræðast á skemmtilegan og lifandi hátt um hvernig Sanfólkið hefur lifað af í harðgerri eyðimörkinni í þúsundir ára. Njóta sólsetursins, drykkja og snakks innan um hinar rauðgylltu sandöldur eftir ævintýralega ferð til blettatígranna.
Hægt að skoða og bóka ferðina hér: https://obeoafrika.is/tours/aevintyri-namibiu-februar-2024/

Namibía febrúar 2024 - aðeins 4 sæti laus! Kastali í miðri eyðimörk, elstu eyðimörk í heimi með hið einstaka Deadvlei.Le...
11/10/2023

Namibía febrúar 2024 - aðeins 4 sæti laus!
Kastali í miðri eyðimörk, elstu eyðimörk í heimi með hið einstaka Deadvlei.
Le Mirage er einn af okkar uppáhalds gististöðum í Namibíu og er af mörgum að taka. Það er ótrúleg upplifun að keyra í víðáttu eyðimerkurinnar og allt í einu rís upp kastali við sjóndeildarhringinn.
Hvernig er hægt að lýsa tilfinningunni við að sofna undir himinsæng í kastalaherbergi og vakna við sólarupprás með útsýni yfir fegurð eyðimerkurinnar. Þjónusta og matur er í hæsta gæðaflokki, sundlaug til að kæla sig í hitanum og ekki verra að panta sér himneskt nudd til að ná úr sér hristing eyðimerkurveganna.
Hið fræga Deadvlei með hvítri saltpönnu og svörtum sólþurrkuðum trjám sem eru búin að standa stolt í saltpönnunni í um 1000 ár er eitthvað sem verður að upplifast. Það er ekki verra ef lagt er í að klifra hæstu sandöldu heims, Big Daddy, verðlaunin eru ótrúlegt útsýni yfir eyðimörkina og Deadvlei.
Það er ástæða fyrir því að margir telja að Deadvlei sé eitt af undrum veraldar.
Eftir góðan dag í Deadvlei og Sossusvlei, miðdegishvíld og frábæran kvöldmat er sest út með gin og tónik í hönd og horft á hið fræga rauða eyðimerkursólarlag og notið kyrrðar eyðimerkurinnar.
Hægt að skoða og bóka ferðina hér: https://obeoafrika.is/tours/aevintyri-namibiu-februar-2024/

Fallega Namibía
10/10/2023

Fallega Namibía

Namibía febrúar 2024Hver vill ekki njóta hágæða gististaðar með útsýni yfir sléttur Afríku með fjölbreyttu dýralífi, þjó...
08/10/2023

Namibía febrúar 2024
Hver vill ekki njóta hágæða gististaðar með útsýni yfir sléttur Afríku með fjölbreyttu dýralífi, þjónustu og matar í sérflokki og ekki síst að sitja á kvöldin með gin og tónik í hönd, njóta hins óviðjafnanlega sólseturs og kvöldkyrrðar Afríku.
Safarihoek er einn af okkar bestu gististöðum með aðeins ellefu smáhýsi. Safarihoek er staðsettur á hæð í næsta nágrenni við hinn fræga Etosha þjóðgarð með óheftu útsýni yfir hinar víðfeðmu og hrjóstugu sléttur norðvestur Namibíu þar sem villt dýralífið reikar um frjálst og óhindrað.
Safarihoek er einstök upplifun, næstum eins og ferðalag í sjálfu sér. Í ævintýri okkar höfum við einnig skipulagt einstaka upplifun þar sem við stillum upp morgunverði við sólarupprás við vatnsbólið.
Hægt að skoða og bóka ferðina hér: https://obeoafrika.is/tours/aevintyri-namibiu-februar-2024/

Ævintýraferð til Namibíu febrúar 2024Okkar vinsæla Namibíuferð verður farin í febrúar 2024. Safari, stórfenglegt landsla...
26/09/2023

Ævintýraferð til Namibíu febrúar 2024
Okkar vinsæla Namibíuferð verður farin í febrúar 2024. Safari, stórfenglegt landslag og náttúra, fjölbreytt mannlíf, ævintýrabærinn Swakopmund og hæstu sandöldur heims í Sossusvlei, hvað er hægt að biðja um meira. Þetta er einstök ferð sem hefur hefur vakið mikla lukku hjá þeim sem hafa farið með okkur.
Ummæli:
”Hvað get ég sagt? Ógleymanleg ferð til Namibíu, skemmtilegur hópur og leiðsögnin og skipulagningin algerlega frábær. Þessari ferð mun ég aldrei gleyma. 7 stjörnur af 5.”
“Erum í skýjunum að hafa uppgötvað og upplifað Afríku”
“Ég veit ekki alveg hvar skal byrjað en ég er í 7unda himni með þessa ferð”
“Okkur langar aftur!”
“Það er margt hægt að segja um Namibíu. Dularfull, aðlaðandi, ógnvekjandi, spennandi, draumkennd, seiðmögnuð, tröllsleg, en umfram allt stórkostleg.”
Hægt að skoða og bóka ferðina hér:

Namibíuferð okkar hefur vakið mikla lukku. Hér færðu að upplifa það besta sem Namibía hefur að bjóða. Þjóðgarðar, stórfenglegt landslag og náttúra, ótrúlegt dýralíf, fjölbreytt mannlíf, strandarbærinn Swakopmund og hæstu sandöldur heims í Sossusvlei

15/08/2023

NAMIBÍA - febrúar 2024 - aðeins 6 sæti laus
Ógleymanlegt ævintýri
Upplifðu hinar stórfenglegu eyðimerkur, Namib og Kalahari. Fallega strandabæinn Swakopmund, menningu Damaralands og fjölbreytt safari.
Þessi ferð hefur vakið gríðarlega lukku, og öll þessi myndbönd hafa verið tekin í ferðunum okkar.
Hægt að skoða og bóka ferðina hér: https://obeoafrika.is/tours/aevintyri-namibiu-februar-2024/
Ekki hika við að hafa samband við okkur á [email protected]

19/07/2023

4 Landa Ferð - mars 2024 - 5 sæti laus
Upplifðu ógleymanlegt ævintýri um 4 lönd sunnanverðrar Afríku.
Höfðaborg í Suður Afríku, stórfengleg safari í Botswana & Namibíu og að lokum hina mögnuðu Viktoríufossa í Zimbabwe.
Þessi ferð vekur alltaf mikla lukku enda mikið að upplifa.
Hægt að skoða og bóka hér: https://obeoafrika.is/tours/fjogurra-landa-ferd/
Ekki hika við að hafa samband við okkur á [email protected]

04/07/2023

NAMIBÍA - febrúar 2024
Ógleymanlegt ævintýri
Upplifðu hinar stórfenglegu eyðimerkur, Namib og Kalahari. Fallega strandabæinn Swakopmund, menningu Damaralands og fjölbreytt safari.
Þessi ferð hefur vakið gríðarlega lukku, og öll þessi myndbönd hafa verið tekin í ferðunum okkar.
Hægt að skoða og bóka ferðina hér: https://obeoafrika.is/tours/aevintyri-namibiu-februar-2024/
Ekki hika við að hafa samband við okkur á [email protected]

01/05/2023

NAMIBÍA - október 2023
Ógleymanlegt ævintýri
Upplifðu hinar stórfenglegu eyðimerkur, Namib og Kalahari. Fallega strandabæinn Swakopmund, menningu í Damaralandi og fjölbreytt safari.
Þessi ferð hefur vakið gríðarlega lukku, og öll þessi myndbönd hafa verið tekin í ferðunum okkar.

Hægt að skoða og bóka ferðina hér: https://obeoafrika.is/tours/aevintyri-namibiu-3/

Ekki hika við að hafa samband við okkur á [email protected]

27/04/2023

Ævintýraferð til Namibíu október 2023
Okkar vinsæla Namibíuferð verður farin í október 2023. Safari, stórfenglegt landslag og náttúra, fjölbreytt mannlíf, ævintýrabærinn Swakopmund og hæstu sandöldur heims í Sossusvlei, hvað er hægt að biðja um meira. Þetta er einstök ferð sem hefur hefur vakið mikla lukku hjá þeim sem hafa farið með okkur.

Ummæli:
”Hvað get ég sagt? Ógleymanleg ferð til Namibíu, skemmtilegur hópur og leiðsögnin og skipulagningin algerlega frábær. Þessari ferð mun ég aldrei gleyma. 7 stjörnur af 5.”
“Erum í skýjunum að hafa uppgötvað og upplifað Afríku”
“Ég veit ekki alveg hvar skal byrjað en ég er í 7unda himni með þessa ferð”
“Okkur langar aftur!”
“Það er margt hægt að segja um Namibíu. Dularfull, aðlaðandi, ógnvekjandi, spennandi, draumkennd, seiðmögnuð, tröllsleg, en umfram allt stórkostleg.”

Hægt að skoða og bóka ferðina hér: https://obeoafrika.is/tours/aevintyri-namibiu-3/

Tanzanía - Safari og Zanzibar - aðeins 4 sæti lausSerengeti, Ngorongoro, Manyara, Viktoríuvatn, Zanzibar. Þvílíkt ævintý...
21/04/2023

Tanzanía - Safari og Zanzibar - aðeins 4 sæti laus
Serengeti, Ngorongoro, Manyara, Viktoríuvatn, Zanzibar. Þvílíkt ævintýri.
Í ferð okkar munum við einnig eyða 2 nóttum í ævintýralegum tjaldbúðum á Land Roverum, inní hjarta Serengeti þjóðgarðar með dýraflutningana beint fyrir framan okkur.
Eftir ógleymanleg og einstök safari ævintýri er notið slökunar á hinni mögnuðu Zanzibar eyju.

Hægt að skoða ferðina hér: https://obeoafrika.is/tours/tanzania-safari-zanzibar/

15/04/2023

4 landa ferð - södd og sæl í ljósaskiptunum - safari Zimbabwe

Ævintýri Botswana
15/04/2023

Ævintýri Botswana

Address


Opening Hours

Monday 09:00 - 17:00
Tuesday 09:00 - 17:00
Wednesday 09:00 - 17:00
Thursday 09:00 - 17:00
Friday 09:00 - 17:00

Telephone

+3545550836

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Obeo Afríka posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Obeo Afríka:

Videos

Shortcuts

  • Address
  • Telephone
  • Opening Hours
  • Alerts
  • Contact The Business
  • Videos
  • Claim ownership or report listing
  • Want your business to be the top-listed Travel Agency?

Share