Af Stað

Af Stað Af Stað ehf. er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í kennslu og ráðgjöf í útivist ásamt leiðsögn og ferðaskipulagningu á marga af fallegustu stöðum landsins.

Við elskum útivist! Af Stað er vefmiðill sem fjallar um útivist af öllu tagi. Stofnaður í apríl 2018 með það að markmiði að svara þeirri eftirspurn sem hefur verið í gegnum tíðina af fréttum og fróðleik tengdum útivist. Markmið vefsins er akkúrat það og meira til. Fyrirtækið vinnur með lærðum leiðsögumönnum með mikla reynslu af fjallamennsku. Hægt er að senda tölvupóst á [email protected] fyrir allar almennar fyrirspurnir. Vertu í bandi! Kt : 671020-0570 l Vsk : 139311

Skessuhorn var toppað á laugardaginn í frábærum félagsskap! 🥳Magnaður tindur hér á ferð og eflaust sá sem margir hafa ho...
09/09/2024

Skessuhorn var toppað á laugardaginn í frábærum félagsskap! 🥳Magnaður tindur hér á ferð og eflaust sá sem margir hafa horft á í gegnum tíðina og séð fyrir sér standa þarna á toppnum. Hér var flottur hópur á ferð sem lét þann draum rætast, vaknaði snemma, smurði nesti og setti í 6. gír alla leið upp á topp. Snarbrattar hlíðar og mikið klöngur stoppaði ekki þetta fólk! 📸

Gríðarlega flottur dagur og mun hann seint gleymast. Þessi tindur er bara af dýrari gerðinni og okkur hlakkar til að heimsækja hann aftur bráðum! 😍

Það er sunnudagur og við bjóðum góðan daginn úr blíðunni á Grænahrygg! 🥳Þvílíkur dagur sem þessi flotti hópur er að fá í...
08/09/2024

Það er sunnudagur og við bjóðum góðan daginn úr blíðunni á Grænahrygg! 🥳

Þvílíkur dagur sem þessi flotti hópur er að fá í dag! Sól, fallegir litir og útsýni til allra átta. Allt eins og það á að vera! 😍

Góðan daginn frá toppi Skessuhorns! 😍Hér er flottur hópur að toppa þennan tignarlega tind! Sólin skín og skýjin fara hra...
07/09/2024

Góðan daginn frá toppi Skessuhorns! 😍

Hér er flottur hópur að toppa þennan tignarlega tind! Sólin skín og skýjin fara hratt yfir. Þvílíkur dagur og magnað útsýni! 🥳

Þessi hópur á skilið ís í dag! 🍦

September er mættur og haustið að rúlla í hlað! En fjöllin halda áfram að kalla og nú er að hefjast frábær fjallatími, l...
02/09/2024

September er mættur og haustið að rúlla í hlað! En fjöllin halda áfram að kalla og nú er að hefjast frábær fjallatími, litirnir fallegir, veðrið milt og fjörið áfram það sama! 🥳

Næstu helgi bjóðum við upp á þrjár skemmtilegar ferðir.
Á laugardeginum verður farið á Skessuhorn, þetta tignarlega fjall sem marga hefur dreymt um að toppa!
Á sunnudeginum verður svo boðið upp á tvær rútuferðir, annars vegar haustferð yfir Leggjabrjót og hins vegar að Grænahrygg. Leggjabrjótur er einstaklega flottur á þessum árstíma og er gangan þægileg og hentar flestum.
Grænihryggur ætlar að bjóða okkur velkomin í síðasta sinn þetta árið og er nú því loka séns til að sjá þetta fallega fyrirbæri í ár.

Nánar má lesa um ferðirnar á síðunni okkar, afstad.com eða í viðburðum hér á Facebook.

Við bjóðum alla velkomna með - njótum saman og höfum gaman! 😍

Við fórum í frábæra ferð á Jarlhettur síðustu helgi. Eins og svo oft áður var veðrið til fyrirmyndar og gerði upplifunin...
27/08/2024

Við fórum í frábæra ferð á Jarlhettur síðustu helgi. Eins og svo oft áður var veðrið til fyrirmyndar og gerði upplifunina ennþá betri. Þetta svæði er alveg magnað, með sínum oddhvössu tindum og mjög bröttu brekkum. Sannkölluð ævintýraferð á hæsta tindinn á svæðinu, Stóru Jarlhettu (934m) 😍

Félagsskapurinn var æðislegur og þessi flotti hópur rúllaði brekkunum upp með lítillri fyrirhöfn! 🥳

Geggjuð ferð og við hlökkum til þeirrar næstu á svæðið! Margt spennandi framundan og allir velkomnir með! ❤

Á laugardaginn fórum við enn einu skemmtilegu ferðina að Grænahrygg með frábærum hópi fólks 🥳Nú er svæðið smám saman að ...
26/08/2024

Á laugardaginn fórum við enn einu skemmtilegu ferðina að Grænahrygg með frábærum hópi fólks 🥳
Nú er svæðið smám saman að taka breytingum og var fyrsti snjórinn mættur í fjallstoppana. Lítið gerir mikið fyrir landslagið og verður það bara fallegra og fallegra þegar líður á haustið. Þessi staldraði þó ansi stutt við og entist aðeins daginn 😍

Frábær ferð að baki þar sem var ansi mikið hlegið og notið. Beint í minningarbankan með þessa ferð! Og aftur að viku 📷

Hér sitjum við undir Stóru Jarlhettu og njótum útsýnis og veðurs! Hádegismaturinn tekinn snemma í dag enda ekki annað hæ...
25/08/2024

Hér sitjum við undir Stóru Jarlhettu og njótum útsýnis og veðurs! Hádegismaturinn tekinn snemma í dag enda ekki annað hægt í svona umhverfi 😍

Magnaður dagur með geggjuðum hóp! 💪🏼

Góóóðan daginn frá hinum fagra Grænahrygg! Hér er full rúta af fólki að gera sér glaðan dag og "hlaupa* sitt maraþon 🥳Þv...
24/08/2024

Góóóðan daginn frá hinum fagra Grænahrygg! Hér er full rúta af fólki að gera sér glaðan dag og "hlaupa* sitt maraþon 🥳

Þvílík veðurlukka sem fylgir þeim, haust í lofti, sól og blár himinn og fyrsti snjórinn í fjallstoppum. Frábær dagur með yndislegu fólki 😍

Enn ein frábæra útivistarhelgin að baki með besta fólkinu! 🥳Það var mannmergð á Fjallabaki á laugardeginum þegar við hei...
19/08/2024

Enn ein frábæra útivistarhelgin að baki með besta fólkinu! 🥳

Það var mannmergð á Fjallabaki á laugardeginum þegar við heimsóttum Grænahrygg. Aðdráttaraflið sem svæðið hefur er magnað og okkur finnst alltaf gaman að koma þangað. Ekki skemmir svo félagsskapurinn! 😍

Á sunnudeginum var svo farið í bröllt ferð upp á topp Baulu. Frábærar aðstæður og veðrið til fyrirmyndar. Baula er einn af þessum tindum sem nauðsynlegt er að heimsækja einu sinni, þrátt fyrir grýtta og grófa landslagið. Öll erfiðis vinnan var þess virði þegar komið var á toppinn! 📷
Á sama tíma var næsti hópur að setja sig í stellingar fyrir Grænahrygg og fegurðina sem boðið var upp á. Frábært útsýni eins og í fyrri ferðum okkar og enn einn hópurinn sem nýtur dagsins á svæðinu með Af Stað.

Geggjuð helgi með yndislegu fólki! Takk fyrir okkur og ykkur! ❤

Góðan daginn flotti sunnudagur! Okkar fólk er að nýta daginn til fulls þessa stundina. Flottur hópur var rétt í þessu að...
18/08/2024

Góðan daginn flotti sunnudagur! Okkar fólk er að nýta daginn til fulls þessa stundina. Flottur hópur var rétt í þessu að toppa hina bröttu og flottu Baulu. Hér njóta þau nestis í logni og fyrstu snjókomu sumarsins á toppnum 🥳

Annar hópur okkar er síðan að ganga að Grænahrygg í yndislegu veðri og enn betri félagsskap! 😍

Allt upp á 10 þennan daginn! Fulla ferð ❤️

Næsta stopp, Grænihryggur! Góðan daginn frá hálendinu fallega! Við erum á ferðinni eins og fyrri helgar í sumar með full...
17/08/2024

Næsta stopp, Grænihryggur! Góðan daginn frá hálendinu fallega! Við erum á ferðinni eins og fyrri helgar í sumar með fulla rútu af spenntu göngufólki 🥳

Gleðin, brosin, góða kaffið...það er allt til staðar hér í dag. Þvílíkur dagur!

Fulla ferð, sá græni bíður 😍

Sunnudagur til sælu og sá síðasti var akkúrat það! 🥳Við buðum upp á tvær skemmtilegar ferðir eins og síðustu daga, annar...
13/08/2024

Sunnudagur til sælu og sá síðasti var akkúrat það! 🥳

Við buðum upp á tvær skemmtilegar ferðir eins og síðustu daga, annars vegar á Fimmvörðuháls þar sem flottur hópur kláraði verkefni dagsins með stæl og hins vegar á Grænahrygg þar sem annar hópur rúllaði honum upp og skapaði minningar sem munu endast ansi lengi.

Og ekki skemmir fyrir hvað svona flottar ferðir bjóða upp á mörg myndatækifæri. Það er nefnilega skemmtilegra að gefa sér tíma til að njóta frekar en að hlaupa og missa af öllu 😍

Frábær dagur í frábærum félagsskap! Nú bíðum við bara spennt eftir næstu ferðum...er ekki að koma helgi annars!?

Frábær laugardagur að baki þar sem fólkið okkar var á ferðinni um allar trissur! Veðrið var með okkur í liði í öllum fer...
12/08/2024

Frábær laugardagur að baki þar sem fólkið okkar var á ferðinni um allar trissur! Veðrið var með okkur í liði í öllum ferðum dagsins eins og svo oft áður 🥳

Fimmvörðuháls var ljúfur og þar gekk þessi flotti hópur yfir og rúllaði honum upp. Það er ekki að ástæðulausu sem þessi gönguleið hefur verið valin ein sú fallegasta á landinu ár eftir ár.
Á Grænahrygg var síðan mikið fjör eins og svo oft áður í sumar. Sá græni hefur svo sannarlega slegið í gegn í sumar og var þetta enn eini hópurinn af skemmtilegu fólki sem fékk að berja hann augum.
Á Hrútelli á Kili var svo boðið upp á ævintýrabröllt af bestu gerð þegar þessi flotti hópur kleif upp skriðurnar, notaði hendur og fætur og sigraðist á sjálfu sér!

Frábær laugardagur með öllu þessu flotta fólki. Nýjir Af Stað vinir og hellingur af nýjum minningum....og myndum! 📷

Takk fyrir okkur! ❤

Sunnudagur til sælu eins og sagt er og er okkar fólk svo sannarlega að njóta dagsins! Við bjóðum góðan daginn frá Grænah...
11/08/2024

Sunnudagur til sælu eins og sagt er og er okkar fólk svo sannarlega að njóta dagsins! Við bjóðum góðan daginn frá Grænahrygg annars vegar og Fimmvörðuhálsi hins vegar! 🥳

Hér eru flottir hópar að ferðast um fegurstu staði landins, njóta veðurs og frábærs félagsskapar. Allt upp á 10 hjá þeim! Fulla ferð, það er nóg eftir að sjá og upplifa! 😍

Við bjóðum góðan daginn frá....jaaa ansi mörgum stöðum þennan laugardaginn, Af Stað fjölskyldan er út um allt land í dag...
10/08/2024

Við bjóðum góðan daginn frá....jaaa ansi mörgum stöðum þennan laugardaginn, Af Stað fjölskyldan er út um allt land í dag! 🥳
Það er hópur að ganga yfir hinn fagra Fimmvörðuháls, hann klikkar aldrei. Annar hópur er að njóta góða veðursins á Grænahrygg og sá þriðji er að borða brekkur í morgunmat á Hrútafelli á Kili ☀️

Frábær dagur sem allt þetta flotta fólk er að eiga! 😍

Góðan daginn frá hálendinu! Útsýnið til fyrirmyndar eins og vanalega og Grænihryggur bíður handan við hæðina 😍Fulla ferð...
08/08/2024

Góðan daginn frá hálendinu! Útsýnið til fyrirmyndar eins og vanalega og Grænihryggur bíður handan við hæðina 😍

Fulla ferð! 📷

Þó að sumarið er i blóma þá er ennþá hægt að heimsækja jöklana...góðan daginn frá Sólheimajökli! 😍🏔️Hér er stuð og stemm...
07/08/2024

Þó að sumarið er i blóma þá er ennþá hægt að heimsækja jöklana...góðan daginn frá Sólheimajökli! 😍🏔️
Hér er stuð og stemmning eins og alltaf!

Frábær fjalla-laugardagur að baki! Okkar fólk naut veðurblíðunnar um landið allt og hér eru nokkrar skemmtilegar myndir ...
29/07/2024

Frábær fjalla-laugardagur að baki! Okkar fólk naut veðurblíðunnar um landið allt og hér eru nokkrar skemmtilegar myndir frá ferðum að Grænahrygg og á topp Lómagnúps! 📷

Eins og í öllum fyrri ferðum okkar í sumar að Grænahrygg bauð landslagið upp á sínar allra bestu hliðar og fékk þessi stóri og flotti hópur ansi mikið af myndatækifærum. Þessi perla heldur áfram að gleðja og okkur leiðist ekki að sýna spenntum þátttakendum fegurðina sem liggur á Fjallabaki 😍

Á sama tíma var annar hópur að toppa Lómagnúp og ganga um hæstu brúnir hans. Þetta stórkostlega fjall sem margir hafa auga á þegar keyrt er um Skeiðarársand stóð fyrir sínu og útsýnið "alveg tryllt"! Það var hálf óraunverulegt að standa á toppnum í logni og berja jöklana, fjöllin og sandana augum. Hæsti tindur landsins var ekki langt undan heldur 🥳

Frábær dagur á fjöllum og erum við enn í skýjunum. Höldum áfram að skapa minningar og ævintýri saman! ❤

"Það gerist ekki betra en þetta"Góðan daginn frá Lómagnúp 😍Hér var flottur hópur að toppa fjallið í bongó blíðu, hátt í ...
27/07/2024

"Það gerist ekki betra en þetta"
Góðan daginn frá Lómagnúp 😍
Hér var flottur hópur að toppa fjallið í bongó blíðu, hátt í 20°C og hreyfir ekki hár á höfði.
Í nestinu var grínast með að keyra bara austurleiðina aftur til Reykjavíkur...miðað við nýjustu fréttir þá mun það hugsanlega rætast! 🥳

Fulla ferð, ævintýrin bíða.

Frábær helgi að baki á Grænahrygg, tveir flottir hópar og mikil gleði! 🥳Hálendið klikkaði ekki frekar en í fyrri ferðum ...
22/07/2024

Frábær helgi að baki á Grænahrygg, tveir flottir hópar og mikil gleði! 🥳
Hálendið klikkaði ekki frekar en í fyrri ferðum okkar í sumar, það er alltaf hægt að sjá eitthvað nýtt á svæðinu, sömu fjöllin en í nýju ljósi. Og um helgina bauð það upp á sínar allra bestu hliðar 📷

Frábær félagsskapur, fallegt veður og sá græni, betri blöndu er ekki hægt að hugsa sér.

Við þökkum kærlega fyrir okkur og myndirnar og minningarnar sem eftir sitja ❤

(vikulegu brottfarir okkar á hálendið halda áfram, nánar í viðburðum hér og á síðunni okkar)

Nýr dagur, nýr hópur af frábæru fólki, sami flotti Grænihryggur sem bíður þeirra! Geggjaður sunnudagur framundan 🥳
21/07/2024

Nýr dagur, nýr hópur af frábæru fólki, sami flotti Grænihryggur sem bíður þeirra! Geggjaður sunnudagur framundan 🥳

Í blíðunni til fjalla, Grænihryggur bíður þessa stóra og flotta hóps! Enn einn dýrðar dagurinn á hálendinu! 😍Frábært veð...
20/07/2024

Í blíðunni til fjalla, Grænihryggur bíður þessa stóra og flotta hóps! Enn einn dýrðar dagurinn á hálendinu! 😍

Frábært veður og þvílíkt útsýni 📷

Sumar ferðir smella svo vel saman að þær munu endast í minningum þátttakenda um ókomin ár. Og Víknaslóðir voru akkúrat þ...
18/07/2024

Sumar ferðir smella svo vel saman að þær munu endast í minningum þátttakenda um ókomin ár. Og Víknaslóðir voru akkúrat þannig þegar þessi flotti hópur fólks heimsótti þær um helgina 🥳

Víknaslóðir hafa átt stóran sess í ferðaáætlun okkar á hverju ári og í ár voru þær algjör negla. Veðrið var upp á 10, hitinn fór vel yfir 20°C og sólin grillaði konur og menn. Hver dagur á fætur öðrum toppaði sig og gekk yndislega vel 🌞

Það var sofið lengi, hvílt huga frá skjám og amstri dagsins, borðað góðan mat sem var borinn á bakinu á hverjum degi, baðað sig í ám og köldum sturtum, stoppað um leið og kaffiþörfin kallaði á og hlegið mikið á kvöldin. En fyrst og fremst var notið hverjar stundar. Mögnuð ferð á eitt fallegasta svæði landins. Og auðvitað gerði veðrið allt betra 😍

Þetta eru bestu minningarnar - búum þær til saman ❤

Ævintýri okkar á Grænahrygg halda áfram og síðustu helgi fengu nýjir þátttakendur að kynnast svæðinu og fegurðinni sem þ...
17/07/2024

Ævintýri okkar á Grænahrygg halda áfram og síðustu helgi fengu nýjir þátttakendur að kynnast svæðinu og fegurðinni sem því fylgir. Frábær ferð með flottum hóp sem naut hverjar stundar á hálendinu 😍

"Það er of erfitt að taka myndir af þessu landslagi" er oft sagt þegar það blasir við manni, svo magnað er það. En við reynum þó okkar besta 📷

Næstu ferðir eru um helgina og förum við bráðum að vera hálfnuð með ferðir sumarsins á svæðið. Eigum sæti laus, komið með! 🥳

Þessi flotti hópur átti frábæran dag upp í Kerlingarfjöllum þar sem þau hoppuðu á milli toppana sem gnæfa yfir svæðið. Ú...
15/07/2024

Þessi flotti hópur átti frábæran dag upp í Kerlingarfjöllum þar sem þau hoppuðu á milli toppana sem gnæfa yfir svæðið. Útsýnið var magnað þennan dag, 360° yfir landið okkar fagra og myndatækifærin því ansi mörg. Snækollur bauð svo upp á þessa flottu hópmynd 😍

Frábær dagur, einn af þeim betri og mun hann sitja lengi eftir í minnum þeirra 📷

Nýtum alla daga til hins ítrasta vinir og sköpum minningar saman! 🤩

Tímabilið okkar á Grænahrygg hófst formlega um helgina með fullri rútu af skemmtilegu fólki 🥳Þvílík veðurlukka sem elti ...
08/07/2024

Tímabilið okkar á Grænahrygg hófst formlega um helgina með fullri rútu af skemmtilegu fólki 🥳
Þvílík veðurlukka sem elti þennan flotta hóp, sumarið mætti svo sannarlega upp á hálendið þessa helgina. Hópurinn fekk frábæran dag og næg myndatækifæri af þeim græna sem er alltaf í sviðsljósinu 📷

Æðislegur dagur í frábærum félagsskap! Framundan eru vikulegar brottfarir á svæðið og viljum við sýna sem flestum þessa mögnuðu perlu. Höfum gaman og sköpum minningar saman í sumar ❤

Næstu lausu sæti eru á sunnudaginn 14. júlí, aðeins 6 eftir.

Góðan daginn frá Kerlingarfjöllum! 🥳Það eru til góðir dagar og svo eru til GEGGJAÐIR dagar...og hér stefnir allt í enn þ...
07/07/2024

Góðan daginn frá Kerlingarfjöllum! 🥳
Það eru til góðir dagar og svo eru til GEGGJAÐIR dagar...og hér stefnir allt í enn þannig! Þvílík veðurlukka sem heldur áfram að elta okkur. Hér er stór og flottur hópur að hoppa á milli fegurstu tindana í Kerlingarfjöllum og toppa lífið 😍

Þvílíkur dagur, gott nesti og yndislegur félagsskapur ❤️

Address


Opening Hours

Monday 09:00 - 18:00
Tuesday 09:00 - 18:00
Wednesday 09:00 - 18:00
Thursday 09:00 - 18:00
Friday 09:00 - 16:00

Telephone

+3547902800

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Af Stað posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Af Stað:

Videos

Shortcuts

  • Address
  • Telephone
  • Opening Hours
  • Alerts
  • Contact The Business
  • Videos
  • Claim ownership or report listing
  • Want your business to be the top-listed Travel Agency?

Share