Snæfellsjökull um páskana
Nú styttist í páskana og eru árlegu páskaferðir 🐣 okkar á Snæfellsjökul á næsta leiti. Fyrsta ferð er á sunnudaginn næsta, Pálmasunnudag og mikil eftirvænting eftir henni! Veðrið lofar góðu og stór og flottur hópur að gera sig kláran. Við eigum nokkur sæti eftir laus fyrir þá sem vilja koma með 🥳
Hér kemur samantekt á lausum sætum um páskana á jöklinum. Við höfum stækkað hópana að þessu sinni og eru þetta því allra síðustu sætin laus um páskana.
24. mars (Pálmasunnudagur) - 5 sæti laus
28. mars (Skírdagur) - Auka brottför
29. mars (Föstudagurinn langi) - 3 sæti laus
30. mars (laugardagur) - 5 sæti laus
1. apríl (annar í páskum) - 5 sæti laus
Nú styttist óðum í þetta brakandi tímabil þegar við förum að heimsækja jöklana. Það er alveg komin smá spenna í mannskapinn hér að hitta nýtt fólk, kenna því grunntökin í útivistinni og á útbúnað...og halda svo á leið á toppana! 🥳
Góða helgi vinir og njótið hennar sem best!
Snæfellsjökull hefur verið okkur góður í ár og skilið eftir mörg brosandi andlit og helling af toppa myndum.
Nú fer tímabili okkar þar að ljúka en áður en við pökkum saman á jöklinum förum við í eina lokaferð á sumarsólstöðum, 21. júní. Fögnum saman sumrinu á toppi þessa fallega jökuls!
Nánar í viðburðinum hér að neðan.
Góðan daginn frá toppi Hrútsfjallstinda! 🤩
2022 er hafið af krafti hjá okkur og fyrstu hópar farnir af stað! "Loksins" heyrði maður marga segja 🥳
Öll okkar gönguverkefni sem hefjast í janúar eru nú uppseld (skráning á biðlista er í fullum gangi) og stórir og flottir hópar eru að hefja vegferð sína inn í árið. Markmiðin eru mismunandi hjá hverjum og einum en allir eru sammála um að 2022 verður frábært fjallaár! 🤩
Við fengum þetta flotta myndband lánað frá einum af göngugörpum helgarinnar. Laugardagurinn skartaði sínu allra fegursta á Skálatindi Esju þegar þessi flotti hópur lagði fjallið undir sig! Takk Ólafur Þórisson 😍
Að ganga á Hrútsfjallstinda er ævintýri frá fyrsta skrefi. Ekki nóg með að toppurinn sjálfur er magnaður með útsýni til allra átta þá er ferðalagið/gangan upp mögnuð skemmtun. Leiðin er fjölbreytt, krefjandi og verðlaunar með miklu útsýni í hverju skrefi.
Með réttum undirbúningi verður lokatakmarkið ánægjulegt og eftirminnilegt.
Um HrútsÁskorun okkar má lesa hér - https://www.afstad.com/product/hrutsaskorun-2022/
Gerðu 2022 að ÞÍNU ævintýraári!