Gönguferðir um Reykjavík og nágrenni

  • Home
  • Gönguferðir um Reykjavík og nágrenni

Gönguferðir um Reykjavík og nágrenni Tilgangur þessarar grúppu er að koma á framfæri skipulögðum gönguferðum um nágrenni höfu? Allar ábendingar eru vel þegnar. for bus ride.

Tilgangur þessarar grúppu er að koma á framfæri skipulögðum gönguferðum um nágrenni höfuðborgarsvæðisins, einna helst göngum sem allir geta tekið þátt í með lítilli fyrirhöfn og litlum eða engum tilkostnaði.

Þetta geta verið gönguferðir á vegum ferðafélaga, stofnana eða sveitarfélaga. Tengiliður: Magnús Hákon Axelsson Kvaran
gsm: 6690564
netfang: [email protected]

--------------

In

fo on hiking tours from, or around, Reykjavik city. Often free tours, sometimes a minimal charge f.e. Info in Icelandic, use Google Translate for translation, or contact me at [email protected].

08/06/2022

Ókeypis kvöldgöngur yfir sumartímann.

Ókeypis og allir velkomnir
13/10/2021

Ókeypis og allir velkomnir

Laugardaginn 16. október efnir Ferðafélag Íslands til jarðfræðiferðar í Búrfellsgjá í samstarfi við Háskóla Íslands.

Það er frítt í allar 20 göngurnar á gönguhátíðinni i Reykjavík 12. - 15. ágúst
11/08/2021

Það er frítt í allar 20 göngurnar á gönguhátíðinni i Reykjavík 12. - 15. ágúst

Gönguhátíð í Reykjavík 12.-15. ágúst 2021 Gönguhátíðin í Reykjavík er haldin í tilefni tíu ára afmælis Vesens og vergangs og í samvinnu við Sumarborgina, ÍTR, SÍBS, Orku náttúrunnar, Hlaupar, Reykjavík Outventure og Suðurnesjabæ. Þar verður boðið er upp á fjölmargar ...

01/10/2020
11/10/2019
Sunnudaginn 29. september stendur Hið Íslenska Náttúrufræðifélag fyrir fræðslugöngu um Blikastaðakró. Blikastaðakró er n...
22/09/2019

Sunnudaginn 29. september stendur Hið Íslenska Náttúrufræðifélag fyrir fræðslugöngu um Blikastaðakró. Blikastaðakró er nafn yfir um 2 km langa strandlengju frá ósi Úlfarsár vestur að Eiðinu út í Geldingarnes. Strandlínan er náttúruleg og lítið röskuð og skiptast á grunnar víkur með sandi og malarfjörum og klettanef sem ganga í sjó fram. Gorvík er dýpsta víkin í Blikastaðakró og þar er töluverð þangfjara. Dýralíf er auðugt, sérstaklega fuglalíf – einkum er mikið um æðarfugl, máfa og vaðfugla sem sækja á leirusvæði. Margæsir sjást þar í stórum hópum á fartíma. Algengt er að sjá seli liggja á skerjum. Ýmis fjörudýr er þar að finna og m.a. hefur risaskeri, stórvaxinn burstaormur, fundist í nokkrum mæli en hann grefur sig í sandinn á leirunum“ Áhersla verður á fuglalíf á svæðinu og munu Snorri Sigurðsson, líffræðingur, ásamt fleirum leiða gönguna. Mæting er kl. 13.00 við ósa Úlfarsá. Frá Korpúlfsstaðarvegi er beygt niður Barðastaði og veginum fylgt beint niður að sjó.Gengið verður í átt að Geldingarnesi og endað við Gorvík. Við enda vegarins eru bílastæði á vinstri hönd.Klæðið ykkur eftir veðri og takið með sjónauka. Gangan er ekki erfið. Miðað er við að hún taki um 2 klst. Ferðin er ókeypis.

https://hin.is/2019/09/21/fraedsluganga-i-blikastadakro/

Sunnudaginn 29. september stendur Hið Íslenska Náttúrufræðifélag fyrir fræðslugöngu um Blikastaðakró. Blikastaðakró er nafn yfir um 2 km langa strandlengju frá ósi Úlfarsár vestur að Eiðinu út í Ge…

26/07/2018

Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur leiðir gesti inn í aftökur á Íslandi í síðustu fimmtudagskvöldgöngu sumarsins þann 26. júlí.

20/06/2018

Ratsjárstöð á Þingvöllum
Á morgun, fimmtudaginn 21. júní, leiðir Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður gesti um Þingvelli. Viðfangsefnið verður viðvera setuliðs Bandaríkjahers á Þingvöllum í seinna striði.

Einar komst í samband við Charlie nokkurn fyrrum hermann á Íslandi. Í gegnum bréfaskipti fékk Einar einstaka sýn á veru hermanna á Þingvöllum og samskipti við heimamenn.

Gangan hefst klukkan 20:00 frá Gestastofunni við Hakið. Endilega takið fimmtudagskvöld frá og skundið á Þingvöll.

Leiðsögn sjálfboðaliðaSjálfboðaliðar fyrir hönd Fuglaverndar bjóða uppá leiðsögn um Friðlandið í Flóa, á laugardögum í j...
01/06/2018

Leiðsögn sjálfboðaliða
Sjálfboðaliðar fyrir hönd Fuglaverndar bjóða uppá leiðsögn um Friðlandið í Flóa, á laugardögum í júní. Einnig verður boðið uppá leiðsögn á ensku því Louise Muir frá Loch Gruinart í Scotlandi verður í Friðlandinu í júní.

Laugardaginn 2. júní kl. 17:00 - Jóhann Óli Hilmarsson.
Þriðjudaginn 12. júní kl. 17:00 - Louise Muir

https://www.facebook.com/Fuglavernd/events/

5,096 followers

Allir velkomnir
31/05/2018

Allir velkomnir

Vorganga um Skerjafjörð Nánar um viðburð Date: 2018.06.02 11:00 – 16:00 Venue: Ægissíða Flokkar: Gönguferðir Gömlu varirnar við Ægissíðuna, Móholt, Grímsstaðaholt, Melavegur, Illakelda, Þormóðsstaðir, Lambhóll, Garðar, Camp Thorhill, Brenneríið, Alliance, Aðalból, Túns...

02/10/2017

Fjölbreyttar ferðir við allra hæfi. Gönguferðir. Hjólaferðir. Skíðaferðir. Göngur á hundrað hæstu fjöll landsins og fjallaverkefni

Fimmtudaginn 31. ágúst mun Byggðasafnið í samvinnu við Golfklúbbinn Keili standa fyrir sögu- og minjagöngu um Hvaleyrina...
30/08/2017

Fimmtudaginn 31. ágúst mun Byggðasafnið í samvinnu við Golfklúbbinn Keili standa fyrir sögu- og minjagöngu um Hvaleyrina. Gangan hefst við Golfskálann kl. 20:00.

20/07/2017

Fimmtudaginn 27. júlí býður Byggðasafn Hafnarfjarðar í skemmtilega sögugöngu um Kinnahverfið og nágrenni undir leiðsögn Halldórs Árna Sveinssonar. Gengið verður frá horni Lækjargötu og Hringbrautar. Gangan hefst kl. 20:00 og er áætlað að hún taki um eina og hálfa klukkustund.

25/06/2017

Fjölbreyttar ferðir við allra hæfi. Gönguferðir. Hjólaferðir. Skíðaferðir. Göngur á hundrað hæstu fjöll landsins og fjallaverkefni

08/06/2017

Hvað eru kvöldgöngur í Reykjavík? Borgarbókasafnið, Borgarsögusafn Reykjavíkur og Listasafn Reykjavíkur bjóða upp á kvöldgöngur með leiðsögn alla fimmtudaga frá 15. júní til 17. ágúst. Lagt er af stað úr Grófinni, milli Tryggvagötu 15 og 17 (sjá hér), nema annað sé tekið fram. Þátttaka er ókeypis, v...

02/05/2017

"Bújörðin Bessastaðir, búskapur á Álftanesi og nytjar af æðarvarpi í Bessastaðanesi"

Fræðsluerindi og gönguferð á Álftanesi laugardaginn 6. maí n.k. kl. 14-16.30

Mæting: Bjarnastaðir, Álftanesi kl. 14-15

Erindi: Dr. Ólafur Dýrmundsson, búfræðingur: „Bújörðin Bessastaðir, búskapur þar og þróun landbúnaðar á Álftanesi“

Kynnisferð um Bessastaðanes: Umsjónarmenn æðarvarps í Bessastaðanesi kynna varpið.

Mæting: Bílastæðið við Bessastaðakirkju kl. 15.15

Gert er ráð fyrir að gönguferðin taki ekki meiri tíma en 1 1/2 klst.

Að lokinni gönguferð býður Álftanes Kaffi upp á veitingar með 15% afslætti.

Allir velkomnir.

20/04/2017

Laugardaginn 29. apríl verður boðið upp á gönguferð með leiðsögn um stórbrotið umhverfi Bláa Lónsins. Gangan hefst kl. 11.00 við bílastæði Bláa lónsins og er áætlað að hún taki rúmlega 3 klukkustundir. Hægt er að fara rúmlega hálfan hring og fá akstur til baka. Gangan er í boði Bláa Lónsins og Grindavíkurbæjar og enginn þátttökukostnaður er í gönguna.
Gengið verður m.a. um mosagróið Illahraun, framhjá Rauðhól
(gígnum sem hraunið kom úr á sögulegum tíma), farið með
Skipstíg, fornri þjóðleið, haldið austur með norðurhlíðum
Þorbjarnarfells og inn á Baðsvelli. Þar er ætlunin m.a. að
kíkja á þjófaslóðir og hin gömlu sel Grindvíkinga. Þá verður gengið um hið litskrúðuga lónssvæði að lækningalindinni og endað í heilsulind. Þátttakendum í göngunni sem hafa hug á að fara í Bláa Lónið að göngu lokinni er vinsamlegast bent á að ganga tímanlega frá bókun á heimasíðu Bláa Lónsins.
Góður skófatnaður er æskilegur og gott er að taka með sér smá nesti. Allir þátttakendur eru á eigin ábyrgð. Sigrún Franklín verður leiðsögumaður í göngu.

07/10/2016

Óvissuganga innan höfuðborgarsvæðisins tileinkuð sögulegum, lítt þekktum minjum.

13/09/2016
16/08/2016

KAUPSTAÐURINN

Síðasta kvöldganga sumarsins verður næstkomandi fimmtudag, þann 18. ágúst. Þá fagnar Reykjavík stórafmæli, og verða 230 ár frá því bærinn fékk kaupstaðarréttindi.

Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, leiðir gönguna og fjallar um kaupstaðinn Reykjavík.

Lagt verður upp frá Grófinni við Tryggvagötu kl. 20.

Verið velkomin!

26/07/2016

Í fornleifarannsókn sem fram hefur farið á Árbæjarsafni í sumar hafa komið í ljós mannvirki sem byggð voru fyrir árið 1226 en það má sjá á gjóskulögum í...

20/07/2016

Náttúruleiðsögn og þjóðsögur / Guided Walk in Icelandic
Viðey / Viðey Island
Sunnudagur 24. júlí / Sunday July 24
13:30-15:00

Sunnudaginn 24. júlí verður áhugaverð náttúruganga um Viðey þar sem fjallað verður um jurtir, fugla og menn, huldufólk og álfa undir leiðsögn Bjarkar Bjarnadóttur, umhverfis- og þjóðfræðings.
Spáð verður í jurtirnar, nöfn þeirra, athugað verður hvort það fylgi þeim einhver þjóðtrú, nytjar þeirra skoðaðar og fjallað um lækningamátt þeirra ásamt því sem fylgst verður með fuglalífi á eynni. Horft verður á hafið og sagðar þjóðsögur af marbendli, margýjum, hafmönnum, hafströmbum og öðrum verum sem búa í hafinu. Spáð verður í uppruna huldufólks og sögð saga sem tengist Skúla Magnússyni og huldukonu einni. Saga eyjunnar mun fléttast inn í gönguferðina.

Gangan er jafnt fyrir fullorðna sem börn og ef fólk vill getur verið gaman að koma með jurta- og fuglabækur.

Siglt verður frá Skarfabakka kl. 13:15 en gangan hefst 13:30. Þeir sem vilja fá sér léttan hádegisverð í Viðeyjarstofu fyrir göngu ættu að taka ferjuna kl. 12:15.

Það er frítt í sjálfa gönguna en greiða þarf fyrir ferjuna.

Verðskrá fyrir ferjuna fram og til baka:
Fullorðnir kr. 1.200.
Börn 0 - 6 ára frítt.
Börn 7 - 15 ára kr. 600.
Eldri borgarar og öryrkjar kr. 1000.
Menningarkortshafar fá 10% afslátt.

Allir velkomnir!

***
Viðey Island
Sunday July 24
13:00-15:00

Guided nature and folklore walk in Icelandic
On Sunday July 24 there will be an interesting walk on Viðey Island with the topic: nature and folklore. The guide will talk about the nature, flora and birdlife of the island but also tell stories of all kinds of folklore creatures, such as elves and hidden habitants of the sea.

The ferry sails from Skarfabakka at 13:15 but the walk starts at 13:30 and takes about one and a half hour. It‘s a good idea for those who want to enjoy a lunch at Viðeyjarstofa to take the 12:15 ferry.

All guidance is free of charge and spoken language is Icelandic.

Ferry cost:
Adults pay ISK 1,200 for a round trip with the ferry, children 7–15 years old pay ISK 600 but the youngest sail for free. Owners of Reykjavík Guest Card also get a free boat ride!

07/06/2016

Garðabær hefur að tilefni 40 ára afmælis bæjarins boðað til gönguferðar fimmtudaginn 9. júní yfir Gálgahraun.

Söguganga undir leiðsögn Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings. Gengið um Fógetastíg nyrðri í Gálgahrauni að Garðastekk og göngunni lýkur við Grástein á Álftanesi.

Sjá nánar á gardabaer.is.

Garðabær er sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu. Heimilisfang: Garðatorg 7, sími: 525 8500, netfang: [email protected]

03/06/2016
02/06/2016

Laugardaginn 4.júní kl. 13:30 verður fjölskyldum boðið í gönguferð sem hefst fyrir utan Gerðarsafn í Kópavogi. Farið verður á milli staða í hjarta Kópavogs en á leiðinni verða ýmsar skemmtilegar up…

Address


Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Gönguferðir um Reykjavík og nágrenni posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Gönguferðir um Reykjavík og nágrenni:

Shortcuts

  • Address
  • Alerts
  • Contact The Business
  • Claim ownership or report listing
  • Want your business to be the top-listed Travel Agency?

Share