20/08/2017
It's not a common thing to see puffins in Reykjavik, but you never know . . . . :)
English below -
Pysjur í Reykjavík!
Okkur hefur borist til eyrna að fólk er að finna pysjur í bænum. Ekki bara það heldur eru tvær slíkar komnar í heimsókn til Munda lunda þar sem þær fá góða umönnun, hvíld og gott í gogginn.
Aðra fann ég á bak við Melabúðina, hin fannst á Miklubraut og hef ég heyrt af fleirum.
Það er alls ekki algengt að þær finnist á þessum slóðum en við skulum endilega hjálpa þeim.
Það sem þarf að gera er að ná þeim, gott að koma þeim í góðan pappakassa. Þær geta ekki flogið og það er alveg eðlilegt.
Ef þær eru með dún þá er gott að leyfa þeim að gista í örfáa daga eða þar til þær missa dúninn því hann dregur í sig vatn og þyngir þær á sundinu.
Þær eru eflaust sársvangar og gott er að gefa þeim hráan, þiðinn fisk. Skera ýsubita í litlar ræmur t.d. of sjá hvort þær taki við því.
Það er samt mikilvægt að meðhöndla þær sem minnst því þegar við höldum á þeim og strjúkum þá tapar fiðrið sínum náttúrulegu olíum sem gerir pysjurnar vatnsheldar.
Ef þær eru dúnlausar þá má bara henda þeim aftur í sjóinn. Og ég meina virkilega henda þeim, kasta upp og áfram eins langt og þú getur til þess að straumurinn bera þær ekki bara aftur uppá strönd.
Ef þú ert óörugg/ur eða óviss eða treystir þér ekki til að hafa pysjuna þá tökum við Mundi glöð á móti þeim 💜🐧
Endilega deilið!
-
We've heard that people are finding pufflings in Reykjavík!
Not only that but two are staying at casa Mundi at the moment, resting up and getting some yummy capelin.
It is very uncommon to find pufflings in Reykjavík but there are a couple of islands off the coast where they're probably coming from. They're just starting to test their sealegs out, get attracted to the lights of Reykjavík and then get lost and are stuck in town. So it is important that we help them.
It's good to get cardboardbox and keep them in that. They don't fly and that is totally normal. They may try to bite but they don't bite hard (not yet).
If they have down on their feathers it is a good idea to keep them for a few days until that falls off because the down only weighs them down in the water since it isn't waterproof.
They're probably very hungry and like to eat raw, thawed fish, it can be a good idea to cut some haddock into slim strings and see if they take that.
It is important not to hold them a lot or pet them because then the feathers may lose their natural oils which make the puffins waterproof.
If they are fully feathered and have no down they can be taken to the seaside and released. Just remember that it is important to throw them as far as you can so that the current won't just bring them back to the shore. They are good swimmers and will be just fine.
If you are uncertain or unable to do these things Mundi will happily allow other pufflings to stay for a while and assist them 💜🐧
Please share!