Í tröllahöndum á Tröllaskaga

  • Home
  • Í tröllahöndum á Tröllaskaga

Í tröllahöndum á Tröllaskaga Gönguferðir og ævintýradvöl í Svarfaðardal. Næstu ferðir:


Fararstjóri: Kristján Eldjárn Hjartarson

Í tröllahöndum á Tröllaskaga - Gönguferð og ævintýradvöl í Svarfaðardal

Í samvinnu Ferðafélags Íslands og Kristjáns Eldjárns Hjartarsonar að Tjörn í Svarfaðardal er boðið uppá fimm daga ævintýradvöl í stórbrotinni náttúru Svarfaðardals. Allt í einum pakka; fjölbreyttar gönguleiðir um ægifagran fjallasal, jarðfræði, fuglaskoðun, jurtagreining, örnefnastúdía og þjóðfræði í bland við alþýðukveðskap og innansveitarkróniku.

Skíðagönguferð í Mosa í Böggvisstaðadal 13. apr. 2024.Ferðafélag Akureyrar bauð upp á skíðagönguferð fram í Mosa, skála ...
20/05/2024

Skíðagönguferð í Mosa í Böggvisstaðadal 13. apr. 2024.
Ferðafélag Akureyrar bauð upp á skíðagönguferð fram í Mosa, skála f.f. Svarfdæla í Böggvisstaðadal 13. apr. 2024. Þátttakendur voru 8 talsins auk fararstjóra sem var Kristján Eldjárn Hjartarson.
Þegar mætt var á byrjunarreit var frekar þungbúið og skyggni fremur lítið, hægur andvari að norðan og frost í -2°, alskýjað og þokuslæða á fjöllum. Gott gönguveður og batnaði eftir því sem á daginn leið. Þegar komið var fram að heiði skein upp með sól, sem entist út ferðina.
Lagt upp frá Brekkuseli í Böggvisstaðafjalli um kl. 8:40 og notfærðum okkur lyftuna upp fyrstu brekkurnar. Frá lyftunni var skíðað sem leið liggur upp í Böggvisstaðadal og áfram inn dalinn, fram hjá Dalakofanum sem er áningaskáli og kúrir undir Grímubrekkum. Þegar komið var fram undir fyrstu brekkur var farið vestur yfir ána en þeim megin heitir dalurinn Upsadalur. Áfram var haldið upp heiðarbrekkurnar í áfangastað sem er skáli Ferðafélags Svarfdæla, Mosi. Þangað var komið kl. 12:05. Sest var inn og nesti snætt undir sögum. Eftir um klukkutíma stopp var svo haldið niður sömu slóð til baka og komið að bílum kl 14:55, eftir 6 tíma og 18 mínútna ferð, 15,5 km. göngu og 670 m hækkun.

Skíðagönguferð á Heljardalsheiði 6. apr. 2024Ferðafélag Akureyrar bauð upp á skíðagönguferð  upp á Heljardalsheiði  6. a...
20/05/2024

Skíðagönguferð á Heljardalsheiði 6. apr. 2024
Ferðafélag Akureyrar bauð upp á skíðagönguferð upp á Heljardalsheiði 6. apríl, 2024. Þátttakendur voru 25 talsins auk fararstjóra sem var Kristján Eldjárn Hjartarson. Lagt upp frá hlaðinu í Koti um kl. 9:10 og gengið sem leið liggur fram
Svarfaðardal austan ár, að eyðibýlinu Vífilstöðum um 1,5 km framan við Kot. Þar var gert stutt stopp með sögustund. Áfram gengið inn að Heljarbrekkum og upp heiðarbrekkurnar sunnan ár sem ekki er hin hefðbundna leið en snjóalög sýndust betri þar til uppgöngu. Komið var í Heljuskála á slaginu 12:00 og nestið etið í nokkrum flýti inni, því vindur fór vaxandi með skafrenningi. Það kom þó ekki að sök því niðurferðin gekk vel þó skyggnið væri lítið. Farið var niður hina hefðbundnu leið, norðan ár en komið við aftur á Vífilstöðum og slóðin genginn aftur niður í Kot eftir 5 tíma og 25 mínútna ferðalag kl. 14:35.

Ferðafélag Akureyrar bauð upp á skíðagönguferð fram að eyðibýlinu Sveinsstöðum í Skíðadal 10. feb. 2024. Þátttakendur vo...
13/05/2024

Ferðafélag Akureyrar bauð upp á skíðagönguferð fram að eyðibýlinu Sveinsstöðum í Skíðadal 10. feb. 2024. Þátttakendur voru 24 talsins auk fararstjóra sem var Kristján Eldjárn Hjartarson. Ferðaveður var gott, hægur andvari að norðan og frost í -3°, mugga á fjallatoppum í byrjun ferðar en létti til með deginum og skein upp með sól og sérlega fögru veðri.
Gengið frá hliði u.þ.b. 400 m norðan við Kóngsstaði í Skíðadal með jafnri og þægilegri hækkun fram í Stekkjarhús sem er gangnamannahús Sveinsstaðaafréttar u.þ.b. 3.8 km. framan við Kóngsstaði. Á leiðinni var komið við á eyðibýlunum Hverhóli og Krosshóli. Eftir stutt stopp á hlaðinu á Stekkjarhúsum var stefnan tekin fram í Sveinsstaði sem er um 2,6 km. framan við Stekkjarhús. Öll er þessi leið afar þægileg gönguleið með stórbrotnu útsýni um víðan fjallasal Skíðadals. Eftir gott nestisstopp í tóftum Sveinsstaða var svo látið líða niður dalinn í flottu færi og veðri aftur í Stekkjarhús, þar sem áð var innanhúss og nestið klárað og nöfn rituð í gestabók. Eftir söng og sögustund var haldið af stað undan brekkunni í bílana. Komið niður að bílunum kl. 14:10 eftir um fimm tíma göngu.

Svarfaðardalur.Í tröllahöndum á Tröllaskaga, 4 skór - 8 af hundrað hæstu   Dagana 1. til 7. júlí. 2024, 7 dagar  Fararst...
08/03/2024

Svarfaðardalur.
Í tröllahöndum á Tröllaskaga, 4 skór - 8 af hundrað hæstu
Dagana 1. til 7. júlí. 2024, 7 dagar
Fararstjórn: Kristján Eldjárn Hjartarson.

Mæting: Kl. 20 að kvöldi mánudags 1. júlí 2024 að Tjörn, Svarfaðardal.
Fimm göngudagar um Svarfdælsk háfjöll, þar af átta af hundrað hæstu tindum landsins. Gengið um dali og fjallaskörð með gistingu að Tjörn í Svarfaðardal og í Tungnahryggskála. Fjölbreyttar og mjög krefjandi dagleiðir um ægifagran fjallasal. Jarðfræði, jurtagreining, örnefnastúdía og þjóðfræði, í bland við alþýðukveðskap og innansveitarkróniku.

Verð: 120.000,-kr. pr. mann. Innifalið: 6x gisting, 6x morgunverður, 5x nesti, 5x kvöldmáltíð og fararstjórn.
Í þessari ferð verður gengið á átta af hundrað hæstu tindum landsins.

Ferðalýsingu má sjá undir ljósmyndunum.

Nánari upplýsingar og bókun í ferðina má senda á: [email protected]

Address


Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Í tröllahöndum á Tröllaskaga posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Shortcuts

  • Address
  • Alerts
  • Claim ownership or report listing
  • Want your business to be the top-listed Travel Agency?

Share