19/12/2023
Berlínur bjóða upp á ferðir í München þegar Ísland keppir þar í EM í handbolta.
11. jan - fimmtudagur
10:00 Brot af því besta
10:00 Sælkeraferð
16:00 Brot af því besta
12. jan - föstudagur - leikdagur
10:00 Brot af því besta
13. jan - laugardagur
10:00 - Brot af því besta
13:00 - Sælkeraferð
14. jan - sunnudagur - leikdagur
10:00 Brot af því besta
13:00 Brot af því besta
15. jan - mánudagur
10:00 - Sælkeraferð
16:00 - Brot af því besta
16. jan - þriðjudagur - leikdagur
10:00 Brot af því besta
13:00 Brot af því besta
17. jan - miðvikudagur
10:00 Brot af því besta
13:00 Sælkeraferð
Brot af því besta - í hjarta München; 2-2 ½ klst gönguferð. Ferðin hefst við hina gylltu Maríusúlu á Marienplatz, aðaltorgi borgarinnar, en þaðan er gengið um miðbæinn og helstu kennileiti hans skoðuð. Hoppað verður á milli tímabila eftir því sem gengið er á milli auk þess sem sagt verður frá daglegu lífi þessarar „nyrstu borgar Ítalíu.“ Gönguleiðin liggur um torg, breiðar og mjóar hliðargötur, blómagarða og ýmsa króka og kima sem fáir vita af.
Verð: 50€ á mann
Sælkeraferð - í maga München; Um 4 klst sælkeraferð. Ferðin hefst við hina gylltu Maríusúlu á Marienplatz, aðaltorgi borgarinnar, en þaðan liggur leiðin að Viktualienmarkt, hinum sögufræga matarmarkaði borgarinnar en rekja má rætur hans til ársins 1158. Markaðurinn er þræddur og boðið verður upp á alls kyns kræsingar og drykki sem Berlínur hafa valið úr framboðinu. Ferðinni lýkur í einni elstu byggingu bæjarins, falinni perlu sem fáir vita af, þar sem gestum gefst kostur á að væta kverkar sínar enn frekar.
Verð: 100€ á mann (allt smakk innifalið)
Pantað er í ferðirnar með því að senda tölvupóst á [email protected]. Þar þarf að koma fram hver margir vilja fara í ferðina sem og símanúmer eins úr hópnum.