02/11/2022
Til að fyrirbyggja rangan skilning fannst mér ég verða að koma á framfæri leiðréttingu á því sem blaðamaður hafði orðrétt eftir Íslendingi á Costa Blanca-svæðinu...
„Spænska ríkið krefst þess að við gerum erfðaskrá ef við eigum eign hér. Annars gengur eignin bara til spænska ríkisins.“
Þar sem mér virtist orka mjög tvímælis að birta slíka staðhæfingu taldi ég rétt að kanna málið. Fyrir utan eigin vitneskju um hið gagnstæða ákvað ég að styðjast m.a. við grein á vefnum Lögfræðingar og erfðamál, https://www.abogadosyherencias.com/herencia-sin-testamento/ sem sérhver getur lesið í gegnum þýðingaforrit. Í stuttu máli er inntakið að hvort sem hefur verið gerð erfðaskrá eða ekki kemur vöntun á henni ekki í veg fyrir að fólkið, sem kallað er til arfs, fái eignirnar.
Með öðrum orðum, jafnvel þótt erfðaskrá sé ekki fyrir hendi, hafa erfingjarnir áfram rétt til að taka á móti erfðaeignunum.
Áður en ég ákvað að beina málinu á þennan vettvang hér, hafði ég samband við Félag húseigenda á Spáni til að gera viðvart, væri vilji þar til að koma hinu rétta á framfæri. Þar á bæ reyndist hins vegar enginn áhugi vera fyrir hendi að gera neitt í málinu, enda kannski ekki skylda þess félags.
Til að vera endanlega alveg viss um réttmæti ábendinga minna sendi ég staðhæfinguna úr blaðagreininni til Sheilu García lögfræðings hér á svæðinu. Svar hennar er eftirfarandi...
"La verdad es que me sorprende leer ese artículo.
Por supuesto que no es correcto, tú tienes toda la razón.
El gobierno español no se queda las propiedades de las personas que no han hecho un testamento.
El testamento simplemente se hace para facilitar la situación a los herederos, pero en ningún caso se realiza porque de lo contrario el Estado vaya a quedarse con esa vivienda.
Saludos."
Lauslega þýtt er svar hennar á þessa leið...
Í sannleika sagt þá varð ég hissa við að lesa þessa tilvitnun.
Auðvitað er þetta ekki rétt, þú hefur alveg rétt fyrir þér með það.
Spænsk stjórnvöld halda ekki eftir eignum fólks, sem hefur ekki gert erfðaskrá.
Erfðaskráin er einfaldlega gerð til þess að auðvelda erfingjunum málin, en í engu tilviki er það gert vegna þess að annars muni ríkið gera eignina upptæka.
Kveðja.
Að lokum vona ég að fólk hafi ekki hlaupið upp til handa og fóta í flýti til að fá gerða erfðaskrá, þótt ég mæli eindregið með því að slíkur gerningur sé gerður, en þó að vel undirbúnu máli, hjá notaria með aðstoð lögfræðings...
Höfundur: Sveinn Arnar Nikulásson
¿Qué ocurre cuando una persona fallece sin haber hecho testamento? En esta guía actualizada te explicamos todo lo que debes saber.