Penthouse íbúð Villamartin Gardens til leigu

Penthouse íbúð Villamartin Gardens til leigu Penthouse íbúð til leigu í Villamartin á Spáni

12/11/2022

Penthouse íbúðin okkar er í Villamartin Gardens í Villamartin hverfinu, rétt hjá Zenia boulevard verslunarmiðstöðinni. Við erum staðsett um 45 mín suður af Alicante flugvelli og um 15 mín suður af Torrevieja.

Um er að ræða tveggja svefnherbergja og tveggja baðhergja, rúmlega 70 fermetra íbúð á efstu hæð í fjölbýli með lyftu. Íbúðin snýr í suður og henni fylgja um 20 fermetra svalir og einka þakaðstaða sem er yfir allri íbúðinni eða rúmir 70 fermetrar. Á þakinu er sófi, borð, sólbekkir, eldhúsaðstaða, ísskápur, grill og sturta svo eitthvað sé nefnt.

Í kjallara er lokaður bílakjallari og fylgir íbúðinni þar merkt stæði.

Í garðinum sem húsið stendur í (og er hann læstur) eru þrjár sundlaugar, þ.a. ein yfirbyggð og er hún upphituð yfir vetrartímann. Einnig eru þar æfingatæki, leiktæki fyrir börn og bocchiavöllur.

Íbúðin er mjög vel búin og hugsað fyrir smáatriðum svo hægt sé að njóta lífsins sem best hér á Spáni. Gistiaðstaða er fyrir fjóra.

Með íbúðinni fylgja reiðhjól fyrir tvo og gasgrill. Hægt er að leigja tvö rafmagnshjól ef þess er óskað.

500 metrar er í næstu matvöruverslun og veitingastaði. Fjöldi veitingastaða af alls kyns gerðum eru í göngufæri. Zenia Boulevard er í 2 km fjarlægð og 3 km eru á næstu strönd.

Fjöldi golfvalla er í innan við 20 mín akstursfjarlægð. Einnig er alls kyns önnur afþreying í nærumhverfinu.

Frekari upplýsingar er hægt að fá með einkaskilaboðum. Myndir má sjá í póstum hér neðar á síðunni.

Golfvellir Fjöldi golfvalla er í næsta nágrenni eða í innan við 30 mínútna akstursfjarlægð. Hér er farið yfir nokkra.Vil...
12/11/2022

Golfvellir

Fjöldi golfvalla er í næsta nágrenni eða í innan við 30 mínútna akstursfjarlægð. Hér er farið yfir nokkra.

Villamartin golfvöllurinn er í um 1 km fjarlægð frá íbúðinni. Völlurinn er mjög gróinn og ágætis áskorun fyrir flesta kylfinga. Hann er nokkuð vinsæll og því gott að bóka rástíma með góðum fyrirvara. Við hliðina á vellinum er Villamartin Plaza með fjölda veitingastaða. Hér er slóð á heimasíðu vallarins: https://www.villamartingolfclub.com/index.php?lang=en . Hér er slóð á bókunarsíðu fyrir rástíma: https://lafincaresort.golfmanager.com/consumer/ebookings/10

Las Ramblas golfvöllurinn er örlítið lengra frá en Villamartin, tekur ca 7 mín að keyra þangað. Á þessum velli er ágætis æfingasvæði. Völlurinn sjálfur er mjög krefjandi, mikill halli á brautunum, tré og gil. Hér er slóð á völlinn: https://lasramblasgolf.com/en/

Campoamor golfvöllurinn liggur nánast við hlið Las Ramblas. Þar er líka golfhótel og veitingastaður með fallegu útsýni út á Miðjarðarhafið og suður til La Manga. Ágætis völlur en ástand hans hefur verið nokkuð misjafnt. Hér er slóð á Campoamor: http://lomasdecampoamor.es/en

Las Colinas svæðið er í um 10-15 akstursfjarlægð frá Villamartin Gardens. Golfvöllurinn og æfinga aðstaðan þarna er fyrsta flokks en verðið er líka í hærri kantinum. Hér er slóð á Las Colinas: https://lascolinasgolf.com/en/

La Finca golf er í u.þ.b 20 mín akstursfjarlægð. Skemmtilegur völlur með góðri aðstöðu til æfinga, góðum veitingastöðum og golfhóteli. Sömu eigendur eiga La Finca og Villamartin golf og er því hægt að kaupa golfpakka sem gildir á báðum völlunum. Hér er slóð á La Finca golf: https://www.lafincaresort.com/en

Lo Romero er í u.þ.b 25 akstursfjarlægð í suður. Sérstaklega skemmtilegur og fallegur völlur sem við mælum með að prófa allavega einu sinni. Einn af okkar uppáhaldsvöllum. Hér er slóð á hann: https://www.loromerogolf.com/?lang=en

Vistabella völlurinn er í u.þ.b 20 mín fjarlægð. Opinn og skemmtilegur völlur og vel þekktur meðal Íslendinga. Vinsæll völlur og þarf oft að bóka rástíma með góðum fyrirvara. Hér er slóð á hann: https://vistabellagolf.com/en/

Hér eru alls ekki upptaldir allir vellirnir en þeir eru ótal margir. Hér er t.d slóð sem hægt er að lesa sér til um marga fleiri góða og skemmtilega velli: http://www.costablancagolfcourses.com

Villamartin Golf Club located in the beautiful Orihuela Costa on the Costa Blanca, 18 holes, Club house/ Bar / Restaurant

Útsýni yfir garðin og til miðjarðarhafsins er af þakinu 😎
11/11/2022

Útsýni yfir garðin og til miðjarðarhafsins er af þakinu 😎

Sér bílastæði fylgir íbúðinni í læstum bílakjallara undir húsinu. Einnig fylgir aðgangur að tveimur reiðhjólum og tveimu...
11/11/2022

Sér bílastæði fylgir íbúðinni í læstum bílakjallara undir húsinu. Einnig fylgir aðgangur að tveimur reiðhjólum og tveimur reiðhjólahjálmum 🚴‍♂️ Geymsla er inni af bílastæðinu þar sem pláss er fyrir hjól, golfsett o.fl.

Sundlaugar í garðinum eru þrjár. Þ.a. er ein yfirbyggð og upphituð yfir vetrartímann. Gestir hafa aðgang að öllum sundla...
11/11/2022

Sundlaugar í garðinum eru þrjár. Þ.a. er ein yfirbyggð og upphituð yfir vetrartímann. Gestir hafa aðgang að öllum sundlaugunum.

Villamartin Gardens garðurinn. Í garðinum eru þrjár sundlaugar, æfingatæki, leiktæki fyrir börn og bocchia völlur. Einni...
11/11/2022

Villamartin Gardens garðurinn. Í garðinum eru þrjár sundlaugar, æfingatæki, leiktæki fyrir börn og bocchia völlur. Einnig eru göngustígar um allan garðinn þar sem t.d. er hægt að fá sér notalega kvöldgöngu í rökkrinu 🥰

Herbergi 2 og baðherbergi 2
11/11/2022

Herbergi 2 og baðherbergi 2

Hjónasvíta og baðherbergi. Í hjónasvítunni er gott skápapláss og sjónvarp. Í henni er einnig sér baðherbergi.
11/11/2022

Hjónasvíta og baðherbergi. Í hjónasvítunni er gott skápapláss og sjónvarp. Í henni er einnig sér baðherbergi.

Eldhús og þvottahús. Rúmgott og vel útbúið eldhús. Innangengt er í sér þvottahús úr eldhúsi þar sem eru þvottavél og hit...
11/11/2022

Eldhús og þvottahús. Rúmgott og vel útbúið eldhús. Innangengt er í sér þvottahús úr eldhúsi þar sem eru þvottavél og hitakútur. Úr þvottahúsi er útgengt út á svalir.

Stofa
11/11/2022

Stofa

Svalirnar. Út á svalirnar er hægt að ganga beint út úr stofunni eða úr þvottahúsinu. Svalirnar sem snúa í suður eru um 2...
11/11/2022

Svalirnar. Út á svalirnar er hægt að ganga beint út úr stofunni eða úr þvottahúsinu. Svalirnar sem snúa í suður eru um 20 fermetrar og þaðan er gengið upp á þakið. Á svölunum er borðstofuborð og sæti fyrir s*x manns.

Þakaðstaðan er rúmir 70 fermertrar og er yfir allri íbúðinni. Þar má finna sófa, borð og sólbekki. Á þakinu er vaskur, í...
11/11/2022

Þakaðstaðan er rúmir 70 fermertrar og er yfir allri íbúðinni. Þar má finna sófa, borð og sólbekki. Á þakinu er vaskur, ísskápur og Weber grill. Svo er auðvitað sturta til að kæla sig niður á heitum dögum .

Dirección

Villamartin
Alicante
03189

Página web

Notificaciones

Sé el primero en enterarse y déjanos enviarle un correo electrónico cuando Penthouse íbúð Villamartin Gardens til leigu publique noticias y promociones. Su dirección de correo electrónico no se utilizará para ningún otro fin, y puede darse de baja en cualquier momento.

Compartir

Agencias De Viajes cercanos


Otros Alquiler de casas vacacionales en Alicante

Mostrar Todas