12/11/2022
Penthouse íbúðin okkar er í Villamartin Gardens í Villamartin hverfinu, rétt hjá Zenia boulevard verslunarmiðstöðinni. Við erum staðsett um 45 mín suður af Alicante flugvelli og um 15 mín suður af Torrevieja.
Um er að ræða tveggja svefnherbergja og tveggja baðhergja, rúmlega 70 fermetra íbúð á efstu hæð í fjölbýli með lyftu. Íbúðin snýr í suður og henni fylgja um 20 fermetra svalir og einka þakaðstaða sem er yfir allri íbúðinni eða rúmir 70 fermetrar. Á þakinu er sófi, borð, sólbekkir, eldhúsaðstaða, ísskápur, grill og sturta svo eitthvað sé nefnt.
Í kjallara er lokaður bílakjallari og fylgir íbúðinni þar merkt stæði.
Í garðinum sem húsið stendur í (og er hann læstur) eru þrjár sundlaugar, þ.a. ein yfirbyggð og er hún upphituð yfir vetrartímann. Einnig eru þar æfingatæki, leiktæki fyrir börn og bocchiavöllur.
Íbúðin er mjög vel búin og hugsað fyrir smáatriðum svo hægt sé að njóta lífsins sem best hér á Spáni. Gistiaðstaða er fyrir fjóra.
Með íbúðinni fylgja reiðhjól fyrir tvo og gasgrill. Hægt er að leigja tvö rafmagnshjól ef þess er óskað.
500 metrar er í næstu matvöruverslun og veitingastaði. Fjöldi veitingastaða af alls kyns gerðum eru í göngufæri. Zenia Boulevard er í 2 km fjarlægð og 3 km eru á næstu strönd.
Fjöldi golfvalla er í innan við 20 mín akstursfjarlægð. Einnig er alls kyns önnur afþreying í nærumhverfinu.
Frekari upplýsingar er hægt að fá með einkaskilaboðum. Myndir má sjá í póstum hér neðar á síðunni.