Fossavatnsgangan

Fossavatnsgangan Fossavatnsgangan á Ísafirði er elsta og stærsta skíðagangan á Íslandi. Fyrsta Fossavatnsgangan fór fram á annan páskadag árið 1935.
(2)

Fossavatnsgangan er elsta skíðamót sem enn er við lýði á Íslandi, en gangan fór fyrst fram árið 1935. Lengst af var aðeins ein vegalengd á dagskrá Fossavatnsgöngunnar, u.þ.b. 20 km leið frá Vatnahnjúk í nágrenni Fossavatns yfir á Seljalandsdal. Árið 1987 bættist 10 km vegalengdin við og tveimur árum síðar var einnig farið að bjóða upp á 7 km leið sem var mjög létt og hentaði vel allri fjölskyldunn

i. Árið 2004 var svo enn bætt við vegalengdirnar þegar tekin var upp keppni í 50 km göngu. Í dag er boðið upp 50 km, 25 km, 25 km skaut, 12,5 km, 5 km og 1 km, þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Keppendur voru 7 talsins og var brautin mæld 18 km. Sigurvegari varð Magnús Kristjánsson úr Skátafélaginu Einherjum á tímanum 1 klst. og 50 mínútum, annar varð Sigurjón Halldórsson úr Herði á 1:53 klst. og þriðji Sig.Baldvinsson úr Einherjum á 1:54 klst.

Á fimmta og sjötta áratugnum féll Fossavatnsgangan 14 sinnum niður, en frá árinu 1955 hefur hún farið fram á hverju ári. Sigursælasti keppandi í sögu Fossavatnsgöngunnar er Kristján Rafn Guðmundsson frá Ísafirði, sem 12 sinnum kom fyrstur í mark á sjöunda og áttunda áratugnum. Sá sem oftast hefur tekið þátt er hins vegar Sigurður Jónsson (Búbbi prentari) en hann keppti í þriðju göngunni, árið 1938, og var með í flestum Fossavatnsgöngum eftir það, langt fram á níræðisaldur. Eftir að 50 km vegalengdin var tekin upp í Fossavatnsgöngunni hefur mótið vakið sífellt meiri athygli erlendis. Árið 2005 var gangan tekin inn á mótaskrá Alþjóða skíðasambandsins, FIS, og sama ár varð hún stofnaðili að norrænni mótaröð, FIS Nordic Ski Marathon Cup, sem nú hefur lagst af. Frá árinu 2015 hefur Fossavatnsgangan verið aðili að Worldloppet, stærstu mótaröð heims á sviði skíðagöngu fyrir almenning. Eftir að sú aðild gekk í gildi varð alger sprenging í fjölda þátttakenda.

Í hópi þeirra fjölmörgu skíðakappa sem ár hvert heimsækja Ísafjörð til að taka þátt í Fossavatnsgöngunni er magt heimsfrægt skíðafólk. Fyrstur í þeirri röð var Paul Gunnar Mikkelsplass frá Noregi, sem kom hingað á hátindi frægðar sinnar árið 1985. Síðastliðin ár hefur svo bæst mjög í þennan hóp og má þar nefna kempur á borð við Thomas Alsgaard, Hilde G. Pedersen, Suzanne Nyström, Oskar Svärd, Justyna Kowaclzyc, Petter Northug og Ivo Nyskanen - allt saman margfaldir verðlaunahafar af heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum.

26/11/2024

Æfingabúðum Fossavatnsgöngunnar dagana 28/11-1/12 hefur verið aflýst vegna snjóleysis á skíðasvæðinu.

Drífðu þig! Skráningargjald er lægra fram til 30. nóvember. Nú er tíminn til að setja sér markmið fyrir skíðatímabilið. ...
20/11/2024

Drífðu þig! Skráningargjald er lægra fram til 30. nóvember. Nú er tíminn til að setja sér markmið fyrir skíðatímabilið. https://fossavatn.is/verdskra/

Hurry up! Registration fees are cheaper if you register before 30th November. Now is the time to set goals for the coming skiing season.
https://fossavatn.is/en/verdskra/

Aðalfundur Fossavatnsvatnsgöngunnar verður haldin í húsnæði Vestfirskra Verktaka ehf að Æðartanga 12, fimmtudaginn 31.ok...
15/10/2024

Aðalfundur Fossavatnsvatnsgöngunnar verður haldin í húsnæði Vestfirskra Verktaka ehf að Æðartanga 12, fimmtudaginn 31.október 2024.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar
2. Endurskoðaðir reikningar
3. Kosning stjórnar og formanns
4. Önnur mál.

09/10/2024

Nú er komið að því, okkar frábæru æfingabúðir í lok nóvember 2024 eru komnar í sölu. Við eigum von á meiriháttar skíðavetri og það er algjör draumur að byrja í æfingabúðum á einu besta gönguskíðasvæði í heimi😃👏
Skráðu þig núna á www.fossavatn.is
Deilið út um allar grundir😃Hótel Ísafjörður, Icelandair,Hertz

Fossavatnsgangan á Ísafirði er elsta og stærsta skíðagangan á Íslandi.

Fossavatnsgangan verður 90 ára á næsta ári. Af því tilefni viljum við safna ljósmyndum og kvikmyndum af keppninni og skí...
02/10/2024

Fossavatnsgangan verður 90 ára á næsta ári. Af því tilefni viljum við safna ljósmyndum og kvikmyndum af keppninni og skíðagöngu í Skutulsfirði almennt. Átt þú eitthvað í þínum fórum? Láttu okkur vita. Við getum hjálpað til við innskönnun og annað í þeim dúr.

Ísfirðingurinn, Gunnar Torfason (no 38) fremstur í mynd í Ushuai göngunni í Argentínu.
28/08/2024

Ísfirðingurinn, Gunnar Torfason (no 38) fremstur í mynd í Ushuai göngunni í Argentínu.

Worldloppet fundur í Japan með vinum okkar
14/06/2024

Worldloppet fundur í Japan með vinum okkar

Fossavatnsgangan fréttabréf maí  2024 -
31/05/2024

Fossavatnsgangan fréttabréf maí 2024 -

Ágúst Atlason og fjölskylda hans eru hirðljósmyndarar Fossavatnsgöngunnar. Allar myndirnar sem þau tóku eru til á vefnum...
10/05/2024

Ágúst Atlason og fjölskylda hans eru hirðljósmyndarar Fossavatnsgöngunnar. Allar myndirnar sem þau tóku eru til á vefnum Gusti.is (https://www.gusti.is/gallery-collection/Fossavatnsgangan-2024/C0000HSHrYDYhV0k) og þar er hægt að kaupa myndirnar í hárri upplausn.

Ágúst Atlason and his family have been our photographers for many years. You can find all their photos on Gusti.is (https://www.gusti.is/gallery-collection/Fossavatnsgangan-2024/C0000HSHrYDYhV0k) and buy in high definition.

28/04/2024

Fossavatnsgangan took place last Saturday with a 50km long-distance skiing race in classic technique in Ísafjördur, Iceland. Watch the highlights here.

In 2025 the event will happen on April 12th. Mark the date!

Ski Classics

26/04/2024

Flott myndband frá Hauki Sigurðssyni,
A cool video from Haukur Sig

22/04/2024
21/04/2024

Skíðagöngumótið Fossavatnsgangan fór fram í gulri viðvörun í ár fyrir vestan. Mótinu hefur aldrei verið aflýst vegna snjóleysis, ólíkt öðrum alþjóðlegum mótum. 400 keppendur þreyttu brautina í ár.

Takk fyrir komuna. Sjáumst að ári.Thanks for the race. See you again next year!.
21/04/2024

Takk fyrir komuna. Sjáumst að ári.
Thanks for the race. See you again next year!.

Address

Brautarholt 2
Ísafjörður
400

Opening Hours

Monday 09:00 - 17:00
Tuesday 09:00 - 11:00
Wednesday 09:00 - 17:00
Thursday 09:00 - 17:00
Friday 09:00 - 17:00

Telephone

+3548960528

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Fossavatnsgangan posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Fossavatnsgangan:

Videos

Share

Category


Other Travel Companies in Ísafjörður

Show All