Presthvammur - Laxá í Aðaldal

Presthvammur - Laxá í Aðaldal Silungsveiði fyrir landi Presthvamms í Laxá í Aðaldal. Upplýsingar í síma 6601642 Presthvammur-Laxá í Aðaldal. Tímabilið hefst þann 1. júní og því lýkur 20.
(2)

Veiðisvæðið fyrir landi Presthvamms er rétt neðan virkjunar. Það er á austurbakka árinnar, frá hitaveituröri, niður að merki við girðingu. september. Veiðitíminn er hefðbundinn eða 07:00 – 13:00 og 16:00 – 22:00 en 15:00 – 21:00 eftir 15. ágúst. Veitt er á eina stöng og er gisting ekki innifalin. Hins vegar er veiðikofi á svæðinu með rennandi vatni og salerni. Í kofanum er gaskynding, einnig er ko

lagrill og áhöld þess að hita og neyta matar. Þar eru tvö rúm og hægt er að tjalda eða setja upp tjaldvagn innan girðingar við veiðikofann. Í kofanum er einnig veiðibók og eru veiðimenn beðnir um að skrá allan afla í hana, bæði því sem sleppt er og hirt.

05/05/2020
05/05/2020
27/05/2019

Veiðin í Presthvammi fer gríðarlega vel af stað, og veiddist meðal annars glæsilegur 71 sm urriði þar fyrir nokkrum dögum. Veiðin hefur verið í bland á púpur, staumflugur ásamt emerger eftirlýkingum og hafa tökurnar á emergera verið alveg stórkostlegar. Vatnsh*tinn hefur sveiflast lítið við lofthitabreytingar og hefur veiðin bæði verið góð á köldu dögunum í Norðanáttinni og blíðunni sem var í byrjun hjá okkur.

22/05/2018
11/04/2018
Presthvammur

Þá er ný heimasíða fyrir Presthvamm komin í loftið, en þar er einnig hægt að sjá lausa daga í ánni í sumar.

Presthvammur er austurbakki efsta hluta urriðasvæðanna neðan virkjunnar í Laxá í Aðaldal. Mjög skemmtilegt fjölskyldusvæði með mikilli náttúrufegurð og hreint frábært þurrflugusvæði þegar veður leyfir.

25/06/2017

Fín fyrri vakt í hjá okkur núna. 7 fiskum landað, mjög mikið af tökum og þeir rjúka á allt í dag.

06/06/2017

Veiðin í Presthvammi er heldur betur góð þessa dagana, en hver hópurinn á fætur öðrum er að landa tugum fiska.

21/05/2017

Þá er veiðin hafin í Presthvammi. Opnunardagurinn var vægast sagt frábær. Sól og blíða og talsverður hiti, stundum var óskað eftir nokkrum skýjum til að fá smá kælingu. Það hjálpaði reyndar til að áin er enn talsvert köld og því ágætt að vaða út í til að fá kælingu. Vatnsmagnið er bara nokkuð passlegt, í raun svipað og jafnan er seinnipartinn í júní. Veiðihöllin var tekin í gegn og er klár fyrir veiðimenn. Þessi fyrsti veiðidagur var eiginlega hraðferð yfir flesta veiðistaði og ekki stoppað lengi við hvern stað. Stuttur tími fór því í eiginlega veiði. Þrátt fyrir það veiddust 8 vænir urriðar, flestir 50-60cm, feitir og greinilega mjög vel haldnir eftir mildan vetur. Þeir voru tregir að taka við púpum en stukku flestir á þungan streamer, og gerðu það með látum. Mjög sprækir og skemmtilegir að fást við. Gleðilegt veiðisumar.

12/05/2017
Iceland Fishing Guide

Iceland Fishing Guide

A fun video from our Laxá beat last summer of a fight with a big trout!

12/05/2017

Presthvammur - Laxá í Aðaldal's cover photo

12/05/2017

Presthvammur - Laxá í Aðaldal

12/05/2017
02/05/2017

Skruppum til að kanna aðstæður í dag og mér sýnist urriðin koma ágætlega undan vetri.

16/08/2016

Stundum nást svona " golden moments " þegar menn eru í myndatöku 😊

16/08/2016

Nokkrar myndir úr Presthvamminum. Þeir eru vel vænir urriðarnir sem veiðast þetta sumarið og þrátt fyrir neikvæðar fréttir af ástandi Mývatns hefur vatnið verið mjög tært í ánni í sumar og mikið betra ástand á því miðað við síðustu 2-3 ár. Það er varla hægt að nefna hvaða flugur hafa virkað best, það fer bara eftir því hverjir eru að veiða. Þetta er allt frá litlum þurrflugum, kúluhausum stórum og smáum og upp í stóra keilu streamera, þrátt fyrir slírek núna í ágúst.

15/07/2015

Photos from Presthvammur - Laxá í Aðaldal's post

15/07/2015

Krían í æti í yfirborðinu á svæði 4. Tern feeding on nymphs in the surface in area 4.

15/07/2015

Síðasta hálfa mánuðinn hefur verið nóg um að vera í hvamminum. Vel hefur gengið hjá veiðimönnum þrátt fyrir mótbárur frá veðurguðunum. Menn hafa haldið sig við svæði nr.3- 4 og 5 og veitt vel þar, frá 1 og upp í 15 fiska á dag. 46-58 cm eru algengar tölur sem að við fáum að heyra og 60 cm+ eru farnir að sýna sig. Það eru ekki slæmar fréttir fyrir komandi veiðimenn. Það hefur minnkað töluvert í ánni og hún orðin betri yfirferðar fyrir þá sem að vilja vaða, annars hafa menn verið duglegir að nota bátinn og róa upp að grjótinu á svæði 4 og "upstreama" það svæði. Fiskurinn hefur lítið verið í yfirborðinu en hann virðist hafa tekið jafnt, þurrflugur, kúluhausa og streamer miðað við þær fréttir sem við fáum, en líklega ætti frekar að stóla á púpur og streamer, bæði þyngdar og óþyngdar, miðað við að áin er farin að sýna grænan lit í meira mæli og fiskurinn er ekki uppi. Krókurinn, Hrafna, Pheasant Tail 8-12 og Keilu Rektor, Black Ghost og Golden Ghost 4-8 hafa sannað sig á þessu svæði. Það er gaman að frétta að menn eru að setja í stóra urriða uppi á svæði 5, það getur verið barátta að landa fiski þar.

Despite poor weather conditions, fishing has been quite good for anglers in Presthvammur. In the last two weeks we have heard numbers from 1 to 15 trout per rod. 46-58cm "in average". 60+cm have been caught as well. Bead head nymphs and streamers have been the preferred flies as well as dry flies. Areas 3-4and 5 have been most successful for the last two weeks. The river is turning more and more green in color and the trout is not showing as much in the surface as before, so we recomend "heavy" streamers and nymphs, such as Krókur, Pheasant tail, Hrafna nr 8-12 and Rektor, Black Ghost, Golden Ghost nr. 4-8.
It is also nice to hear that anglers are finding big trout up in area 5, it can be quite a challange to catch and "land" a fish there.

28/06/2015

Seinni vakt í hvamminum. Þvílík veðurblíða og hiti. Hraðferð yfir svæðin og besta útkoman var á svæði nr.1 . Þar var fiskurinn að sýna sig í yfirborðinu og tók eingöngu parachute þurrflugu, svarta og hvíta nr.16.

A quick afternoon run in Presthvammur. Beautiful warm weather and the trout preferred a black/white parachute dry fly nr.16 than any other fly.

24/06/2015

Ágætar fréttir af veiði í Presthvamminum. Svipaða sögu að segja af flestum sem við höfum haft samband við. Menn veiða á streamer og fiskurinn er feitur og flottur 45-55cm. Mönnum gengur eðlilega misjafnlega en allir eru að fá fiska, frá tveimur og upp í sextán á vakt. Miðað við þetta hlýtur að vera spennadi að sjá hvað gerist þegar skilyrði fyrir þurrfluguna eru orðin upp á það besta, það er fátt skemmtilegra en að eiga við þessa fiska á breiðunni þegar þeir taka þurrfluguna.

13/06/2015

Það hefur verið kalt og hvasst í Aðaldalnum síðustu daga en það er farið að hlýna og minnka í ánni. Ekki eru komnar lokatölur úr síðasta "holli" sem var viku holl en við höfum fengið þær fréttir að menn voru að veiða ágætlega í suddanum og fá fiska að 60cm og 2-2,6kg. Keilu "strímerar" eru sterkastir.

09/06/2015

Það er rétt að minna veiðimenn á að endurnar vilja gjarnan gera sín hreiður við bakkann og gönguleiðirnar. Reynum að gefa þeim eins mikið næði og kostur er 👍😊

05/06/2015

Jæja þá er veiðin komin af stað og þetta lítur bara vel út. Það er mikið í ánni en það virðist ekki hamla veiðum. Fyrstu fréttir eru af svæði nr.1, þar veiddust 14 urriðar fyrsta daginn, spikfeitir og sprækir 48-54cm. Svipaða sögu er að segja af svæðum 3-4 og einn lax kom á svæði 6, sá var 82cm grindhoraður niðurgöngulax. Keilu Rektor og Black Ghost nr.2-6 virðast virka best við skilyrðin þessa dagana.

03/12/2014

Smá sýnishorn af umhverfinu í Presthvammi.

01/09/2014

Við eigum eftir að fá nýjustu veiðifréttir helgarinnar og síðustu daga. Þó er vitað að einn lax veiddist á laugardaginn, 75 cm hængur á svæði 5. og nokkrir vænir urriðar á svæðum 1-4.

28/08/2014

Einum gefið frelsi í "pottinum" neðan við Rörið, svæði 6.

28/08/2014

Fín veiði í Presthvammi helgina 22-24 ágúst. ca. 25 urriðum landað. Stærðin 47-56 cm, flestir 50+cm. Rauð og svört Frances túpa 1/2", hvítur Nobbler, Green Butt..... þetta vildu þeir þá helgina. Fimm fiskar veiddust svo á mánudeginum, seinnipart, þeir tóku svartar og rauðar straumflugur. Þetta eru sprækir og pattaralegir fiskar og skemmtilegir að slást við.

20/08/2014

Fengum senda eftirfarandi frásögn frá Gylfa Jóni Gylfasyni sem var við veiðar í Presthvammi nú fyrir skemmstu:

"Var staddur í Aðaldalnum 18 ágúst og fékk að skreppa í Presthvamm í rúma tvo tíma. Komum rétt fyrir kl 20 og veiddum til kl 22. Óðum út fyrir strenginn fyrir neðan Koll og svo upp á milli strengjanna upp að neðsta steininum sem stendur upp úr. Var að lengja kastið þegar fyrsti urriðinn tók 52 cm albrjálaður þegar hann fann fyrir rektornum landaði honum án erfiðleika. Við félagarnir Baldur Guðmundsson sem var með mér á stönginni urðum ásáttir um að ég fengi að klára strenginn og hann tæki svo við. Þrem köstum síðar tók næsti fiskur hjá mér og þvílík læti. Hann tók strikið langleiðina til Húsavíkur og reif út helminginn af undirlínunni. Ég tók á rás á eftir honum með makker grenjandi af hlátri á eftir mér. Eftir hálftíma streð kom fiskurinn loksins upp í yfirborðið og var ekki risalax sem ég var orðinn handviss um miðað við lætin heldur 53 cm urriði sem var húkkaður í eyruggann. Ég landaði honum loksins eftir 35 mínútur alsæll með þennan frábæra fisk. Baldur tók svo við og ævintýrið hélt áfram. Við enduðum á að taka sjö fiska alla á rektor á bilinu 47-53 cm hvern öðrum glæsilegri, allir spikfeitir og ekki spillti fyrir að Presthvammur skartaði sínu fegursta í kvöldsólinni og lygnunni sem brast á með kvöldinu. Endurnar veltu sér yfir okkur í kvöldsólinni og rétt þegar við vorum að hætta hreinsaði sig risaurriði í kvöldsólinni. Hef oft veitt í Hvamminum áður en alltaf að vorlagi, grunaði ekki að hægt væri að setja í svona fantaveiði á þessum tíma líka.

23/07/2014

20 júlí veiddust 14 urriðar í Presthvammi. 7 stk. voru yfir 46 cm. Þessir fiskar veiddust á svæðum 1,2 og 4. Þeir tóku óþyngdar púpur (án kúlu), Watson´s Fancy og Black Pennell voru hlutskarpastar. Stærsti fiskurinn var 56 cm hængur, sá tók Watson´s. á svæði 1.

23/07/2014

Svo virðist sem veiðimenn hafi ekki verið nógu duglegir að skrá afla í dagbókina í veiðihúsinu. Við höfðum samband við nokkra þeirra til að hafa einhverja hugmynd um það sem að hefur veiðst síðustu vikur og miðað við þær upplýsingar má gera ráð fyrir að um 180-200 urriðar hafi veiðst á svæðinu. Meðalstærð er 45 cm.

23/07/2014

Kristín Kjartansdóttir náði einum 49 cm á Ferjubreiðu neðri 20 júlí.

23/07/2014

Mikið slýrek hefur verið í Laxá frá því snemma í júlí og hafa menn kvartað yfir því að þurfa að hreinsa af flugunni eftir hvert kast. Þetta slýreks-tímabil virðist vera afstaðið a.m.k. í bili. Gera má ráð fyrir því að þarna hafi óvenju gott veður í maí og júní átt einhvern þátt í því að slýrek var 3-4 vikum fyrr á ferðinni en venjulegt getur talist. Jafnvel gætu bjartsýnustu menn leyft sér að vona að mesta gusan sé e.t.v. afstaðin í sumar.

23/06/2014

Veitt úr bátnum á ferjubreiðu. Sigurður Vilmundarson með stöngina.

Address

Hrafnagilsstræti 38
Akureyri
IS-600

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Presthvammur - Laxá í Aðaldal posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Presthvammur - Laxá í Aðaldal:

Videos

Share

Category

Nearby travel agencies


Other Travel Companies in Akureyri

Show All