Hlýlegir og bjartir bústaðir í hjarta Eyjafjarðarsveitar, í 14 km fjarlægð frá miðbæ Akureyrar. Gólfhiti er í öllum herbergjum í húsunum. Frítt WiFi.
Sundlaug Eyjafjarðarsveitar og Jólagarðurinn eru í 2 km fjarlægð. Hvert sem litið er blasir við stórkostleg náttúrufegurð Eyjafjarðarsveitar. Minni bústaðirnir eru útbúnir með einu svefnherbergi með 2 hágæða uppábúnum rúmum og fataskáp, baðherbergi með sturtu, rúmgóðri stofu með flatskjá og svefnsófa sem hægt er að afmarka með rennihurð. Einnig er eldhúskrókur í stofunni með helluborði, ísskáp,
örbylgjuofni, loftsteikingarpotti, ristavél, kaffivél og hraðsuðukatli. Stærri bústaðurinn er með tveimur svefnherbergjum, annað með hjónarúmi og hitt með afar vönduðum kojum. Baðherbergi með sturtu, alrými með eldhúskrók þar sem finna má helluborð ásamt öllum nauðsynlegum eldhústækjum. Þar er svefnsófi, eldhúsborð og stólar ásamt sjónvarpi.
Í kringum húsin er stór verönd með glugga til norðurs, borði og stólum. Sameiginlegur heitur pottur með frábæru útsýni í 50 metra fjarlægð frá húsunum. Greiðfært er til Akureyrar alla daga ársins. Hægt er að óska eftir barnarúmum.
Ókeypis bílastæði við húsin. Móttaka frá kl 15:00 -23:00. Rýma þarf húsin kl. 11:00 yfir sumartímann en sveigjanlegt yfir vetrartímann. Verð eftir samkomulagi hverju sinni.
01/12/2024
Kíkið á þetta. Margir möguleikar í þessum rekstri.
Fasteignasalan Hvammur 466 1600Syðra Laugaland efra í Eyjafjarðarsveit - um 10 km frá AkureyriEignin samastendur af stóru einbýli auk fjögurra frístundahúsa á stórri eignarlóð á fallegum stað í Eyjafjarðarsveit. Íbúðarhúsið er um 460 m² að stærð og frístundahúsin eru 37,7...
29/08/2024
Eigum lausa bústaði um helgina. Upplýsingar eingöngu í síma 8511360
27/08/2024
Nýjar sumarmyndir sem Steinar Ingi tók með drónanum. Búið að vera mikið að gera í sumar og gaman að fá alla þessa fjölbreytni á svæðið.
Með haustinu setjum við eignina aftur á sölu. Frábært tækifæri fyrir eldhuga sem vilja bæta við sig eða breyta til. Margir möguleikar fyrir hendi, leyfi fyrir 4 sumarhúsum í viðbót, auðvelt að gera veitingasal á neðri hæðinni, eða breyta stóra húsinu í hótel.
16/07/2024
16/07/2024
Góða veðrið er í Eyjafjarðarsveit.
Nú ef veðrið breytist þá er gott að geta verið inni.
Þeir sem misstu af helginni, geta bætt sér það upp eftir morgundaginn. Þá eigum við laust. Nánari upplýsingar í síma 851360 eða á [email protected]
11/07/2024
Vegna afbókunar er tveggja herbergja bústaðurinn laus í 2 nætur, frá fimmtudegi til laugardags. Lítill en fullbúinn bústaður með hjónaherbergi og kojuherbergi. Nánari upplýsingar í síma 8511360.
26/06/2024
Góð veðurspá fyrir norðan og lausir bústaðir. Nánari upplýsingar á https://silva.is/ og í síma 8511360.
09/06/2024
Eigum lausar nokkrar nætur í júní í litlum sumarhúsum, 2.-4. manna. Þeir eru með allt sem þarf til að njóta sín í fríinu. Nánari upplýsingar í síma 8511360. Erum í Eyjafjarðarsveit, þar sem stutt er í alls kyns afþreyingu. Nauðsynlegt að vera á bíl.
30/03/2024
Frábært tækifæri og miklir möguleikar.
28/03/2024
Eingöngu upplýsingar í síma 8511360.
Eigum lausa tvo bústaði í Eyjafjarðarsveit. Stutt í Skógarböðin, Jólahúsið, Holtsel og inn á Akureyri. Einn tveggja manna og einn fjögra manna. Upplýsingar í síma 8511360.
Be the first to know and let us send you an email when Silva Holiday Homes posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.
Hlýlegir og bjartir bústaðir í hjarta Eyjafjarðarsveitar, í 14 km fjarlægð frá miðbæ Akureyrar. Sundlaug Eyjafjarðarsveitar og Jólagarðurinn eru í 2 km fjarlægð. Hvert sem litið er blasir við stórkostleg náttúrufegurð Eyjafjarðarsveitar.
Minni bústaðirnir eru útbúnir með einu svefnherbergi með 2 hágæða uppábúnum rúmum og fataskáp, baðherbergi með sturtu, rúmgóðri stofu með flatskjá og svefnsófa og einu rúmi sem hægt er að afmarka með rennihurð. Einnig er eldhúskrókur í stofunni með helluborði, ísskáp, örbylgjuofni, ristavél, kaffivél og hraðsuðukatli. Gólfhiti er í öllum herbergjum í húsunum.
Stærri bústaðurinn er með tveimur svefnherbergjum, annað með hjónarúmi og hitt með afar vönduðum kojum. baðherbergi með sturtu, alrými með eldhúskrók þar sem finna má eldavél með bakaraofni ásamt öllum nauðsynlegum elhústækjum. Þar er svefnsófi, eldhúsborð og stólar ásamt sjónvarpi.
Í kringum húsin er stór verönd með glugga til norðurs, borði og stólum.
Sameiginlegir heitir pottar með frábæru útsýni í 50 metra fjarlægð frá húsunum.
Íbúð á efri hæð í tveggja hæða húsi. Uppgangan er björt og með handriði öðrum megin. Fataskápur fyrir yfirhafnir eru á stigapallinum. Skógrind er á neðri hæðinni þar sem gengið er inn.
Á hæðinni eru þrjú svefnherbergi, öll tveggja manna herbergi með tveimur hágæða uppábúnum rúmum. Herbergin eru misstór og er minnsta herbergið inn af stærsta herberginu. Í einu herbergi er fataskápur en í hinum herbergjunum eru snagar og fatastandur.
Stofan er mjög stór en þar geta gist 5 manns í þremur uppábúnum rúmum, og svefnsófa. Þar er 55 tommu sjónvarp með myndlykli frá Símanum, dvd spilari, borðstofuborð og setukrókur.
Eldhúsið er afar rúmgott með öllum tækjum sem prýðir fullbúið heimili, s.s. eldavél, uppþvottavél, ísskápur, frystiskápur, örbylgjuofn, ristavél, kaffivél, hraðsuðuketill og borðbúnaður fyrir 12 manns.
Baðherbergið er með baðkari með sturtu (og hárþurrku) Ath. aðeins eitt baðherbergi í íbúðinni.
Austan og sunnan við húsið er stór garður og verönd með grilli, borði og stólum og skjólgóðri girðingu að sunnan ásamt heitum potti sem er sameiginlegur með bústöðum sem eru á lóðinni.
Greiðfært er til Akureyrar alla daga ársins.
Hægt er að óska eftir barnarúmum.
Ókeypis bílastæði við húsin.
Hleðslustöð fyrir rafbíla.
Morgunverður í boði. Þarf að bóka fyrirfram.
Frítt WiFi.
Móttaka frá kl 15:00 -23:00.
Rýma þarf húsin kl. 11:00 yfir sumartímann en sveigjanlegt yfir vetrartímann.
Verð eftir fjölda gesta og gistinátta.