Markaðsstofa Norðurlands

Markaðsstofa Norðurlands Helsta hlutverk MN er að samræma markaðs- og kynningarmál norðlenskrar ferðaþjónustu gagnvart innlendum og erlendum ferðamönnum.

14/06/2024

Á aðalfundi fórum við yfir starfsemi MN árið 2023 þar sem starfsmenn sögðu frá sínum verkefnum. Jóhannes Árnason fer hér yfir þróun áfangastaðaáætlunar og sjálfbærni.

13/06/2024

Á aðalfundi fórum við yfir starfsemi MN árið 2023 þar sem starfsmenn sögðu frá sínum verkefnum. Rögnvaldur Már Helgason, verkefnastjóri upplýsingaþjónustu, útgáfu og almannatengsla fer hér yfir blaðamannaferðir árið 2023, framleiðslu og birtingu á efni fyrir samfélagsmiðla og vefi MN og útgáfu á kortum.

12/06/2024

Á aðalfundi fórum við yfir starfsemi MN árið 2023 þar sem starfsmenn sögðu frá sínum verkefnum. Halldór Óli Kjartansson verkefnastjóri almannatengsla og markaðssóknar segir hér frá verkefnum á borð við Mannamót, Travel Tech, Ski Iceland og markaðssókn á Bretlandi í samhengi við flug easyJet.

Stórar fréttir frá Bretlandi! easyJet flýgur frá bæði Manchester og London næsta vetur. Opnað hefur verið fyrir bókanir ...
11/06/2024

Stórar fréttir frá Bretlandi! easyJet flýgur frá bæði Manchester og London næsta vetur. Opnað hefur verið fyrir bókanir á vef easyJet.

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í dag að það muni bjóða upp á flug frá bæði London Gatwick og Manchester til Akureyrar næsta vetur. Tilkynningin kemur

Markaðsstofa Norðurlands leitar að drífandi og skipulagðri markaðsmanneskju í starf verkefnastjóra markaðs- og áfangasta...
10/06/2024

Markaðsstofa Norðurlands leitar að drífandi og skipulagðri markaðsmanneskju í starf verkefnastjóra markaðs- og áfangastaðaþróunar.

Verkefnastjóri vinnur í nánu samstarfi við ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög á öllu Norðurlandi að þróun og markaðssetningu áfangastaðarins og þarf að hafa brennandi áhuga og góða þekkingu á markaðsmálum og ferðaþjónustu.

Markaðsstofa Norðurlands leitar að drífandi og skipulagðri markaðsmanneskju í starf verkefnastjóra markaðs- og áfangastaðaþróunar. Verkefnastjóri vinnur í nánu samstarfi við ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög á öllu Norðurlandi að þróun og markaðssetningu áfangastaðar...

Hér má sjá glærur og upptöku af Ársæli Harðarsyni þar sem hann fór yfir stöðuna á Asíumarkaði og þróun undanfarin ár á a...
07/06/2024

Hér má sjá glærur og upptöku af Ársæli Harðarsyni þar sem hann fór yfir stöðuna á Asíumarkaði og þróun undanfarin ár á aðalfundi MN í síðustu viku.

Á aðalfundi MN sem haldinn var í Hrísey fimmtudaginn 30. maí hélt Ársæll Harðarson erindi um Asíu og fjarmarkaði í íslenskri ferðaþjónustu.

"Við megum aldrei missa sjónar á aðalverkefni MN, að markaðssetja Norðurland sem áfangastað. Með öflugri Markaðsstofu er...
06/06/2024

"Við megum aldrei missa sjónar á aðalverkefni MN, að markaðssetja Norðurland sem áfangastað. Með öflugri Markaðsstofu er hægt að halda því starfi áfram og bæta í. Þörfin er til staðar nú þegar útlit er fyrir samdrátt og ekki bara á Norðurlandi heldur landinu öllu.

Bæta þarf verulega í markaðssetningu á Íslandi í heild, nú þegar áskoranir blasa við á borð við eldsumbrot á Reykjanesi og hækkandi verðlag. Ísland hefur áður náð árangri með slíkum aðgerðum og nú er ekki tíminn til að slá slöku við.“

Formaður stjórnar Markaðsstofu Norðurlands, Viggó Jónsson, setti aðalfund MN sem haldinn var í Hrísey fimmtudaginn 30. maí. Hann fór þar með stutta ræðu, s

Hér má sjá glærur og upptöku af Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdastjóra SAF, þar sem hann fór yfir tekjur sveitarfélag...
05/06/2024

Hér má sjá glærur og upptöku af Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdastjóra SAF, þar sem hann fór yfir tekjur sveitarfélaga á Norðurlandi af ferðaþjónustu á aðalfundi MN í síðustu viku.

Á aðalfundi MN sem haldinn var í Hrísey fimmtudaginn 30. maí, hélt Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar erindi um tekjur sveita

05/06/2024

Á aðalfundi fórum við yfir starfsemi MN árið 2023 þar sem starfsmenn sögðu frá sínum verkefnum. Hjalti Páll Þórarinsson verkefnastjóri Flugklasans Air 66N fer hér yfir árið 2023 hjá Flugklasanum, komu easyJet og fleira.

03/06/2024

Á aðalfundi fórum við yfir starfsemi MN árið 2023 þar sem starfsmenn sögðu frá sínum verkefnum. Katrín Harðardóttir verkefnastjóri þróunar og samskipta við ferðaskrifstofur fer hér ýmislegt sem tengist Norðurstrandarleið og Demantshringnum, auk annarra verkefna.

Ný stjórn er eftirfarandi: Viggó Jónsson -Drangeyjarferðir, Sara Sigmundsdóttir - Elding Hvalaskoðun, Ármann Örn Gunnlau...
31/05/2024

Ný stjórn er eftirfarandi: Viggó Jónsson -Drangeyjarferðir, Sara Sigmundsdóttir - Elding Hvalaskoðun, Ármann Örn Gunnlaugsson - GeoSea, Örn Arnarson - Hótel Laugarbakki, Edda Hrund Skagfield Guðmundsdóttir - Berjaya hótel. Fulltrúi SSNE er Hilda Jana Gísladóttir og fulltrúi SSNV er Katrín M. Guðjónsdóttir. Varamenn: Tómas Árdal - Arctic Hotels og Þorbjörg Jóhannsdóttir - Höldur.

Sigrún Huld Sigmundsdóttir frá Berjaya hótelum lauk þar með setu sinni í stjórn MN til fjögurra ára. Henni eru færðar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi.

Fimmtudaginn 30. maí var aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands haldinn á Verbúðinni 66 í Hrísey

MN óskar eftir þátttöku samstarfsfyrirtækja í verkefninu og býður til kynningar á verkefninu kl. 14:00 miðvikudaginn 29....
23/05/2024

MN óskar eftir þátttöku samstarfsfyrirtækja í verkefninu og býður til kynningar á verkefninu kl. 14:00 miðvikudaginn 29. maí á Teams.

Markaðsstofa Norðurlands vinnur nú með Visit Faroe Islands að verkefni sem snýst um að deila þekkingu um sjálfbærni á milli norðlenskra og færeyskra ferðaþ

Hér að neðan má fylgjast með beinu streymi, útsending hefst kl. 14:30 og stendur í tvær klukkustundir.Ferðamálastofa og ...
14/05/2024

Hér að neðan má fylgjast með beinu streymi, útsending hefst kl. 14:30 og stendur í tvær klukkustundir.

Ferðamálastofa og Íslenski ferðaklasinn bjóða til ráðstefnu með metnaðarfullri dagskrá um nýsköpun og fjárfestingar í ferðaþjónustu 14. maí. Viðburðurinn er hluti af nýsköpunarvikunni 2024.

Ferðamálastofa og Íslenski ferðaklasinn bjóða til ráðstefnu með metnaðarfullri dagskrá um nýsköpun og fjárfestingar í ferðaþjónustu 14. maí. Viðburðurinn er hluti af nýsköpunarvikunni 2024. Hér að neðan má fylgjast með beinu streymi. Útsending hefst kl. 14:30 og stendur ...

Ferðamálastofa og Íslenski ferðaklasinn / Iceland Tourism bjóða til ráðstefnu með metnaðarfullri dagskrá um nýsköpun og ...
07/05/2024

Ferðamálastofa og Íslenski ferðaklasinn / Iceland Tourism bjóða til ráðstefnu með metnaðarfullri dagskrá um nýsköpun og fjárfestingar í ferðaþjónustu. Viðburðurinn er hluti af nýsköpunarvikunni 2024. Við skorum á alla sem tengjast ferðaþjónustu með einum eða öðrum hætti að mæta.

DREIFUM VIÐ FÓLKI EÐA FJÁRFESTINGUM? Hvenær: 14.maí, kl 14:30 – 17:00 (gleðistund og netagerð að fundi loknum) Hvar: Gróska - Stóri salur Fyrir hverja: Fyrirtæki í ferðaþjónustu, tæknifyrirtæki í ferðaþjónustu, stuðningsumhverfi ferðaþjónustu, opinbera aðila, fjárfestar...

Þriðjudaginn 30.apríl, kl.13:00-15:30 á Greifanum Akureyri, verður haldin vinnustofa fyrir öll samstarfsfyrirtæki MN, þa...
22/04/2024

Þriðjudaginn 30.apríl, kl.13:00-15:30 á Greifanum Akureyri, verður haldin vinnustofa fyrir öll samstarfsfyrirtæki MN, þar sem við lærum að finna sögurnar sem leynast alls staðar í kringum okkur, vinna með þær og miðla þeim til viðskiptavina. Við skyggnumst aðeins inn í af hverju sögur virka í markaðsstarfi, sögur á mismunandi miðlum og fáum hagnýt ráð og tól til að vinna eigin sögur áfram.

Skráningu á fundinn má finna í fréttinni.

Þriðjudaginn 30.apríl, kl.13:00-15:30 á Greifanum Akureyri, verður haldin vinnustofa þar sem við lærum að finna sögurnar sem leynast alls staðar í kringum

Í dag var farið í árlega ferð með starfsfólk ferðaskrifstofa og í ferðaþjónustu, þar sem fjögur skíðasvæði voru heimsótt...
11/04/2024

Í dag var farið í árlega ferð með starfsfólk ferðaskrifstofa og í ferðaþjónustu, þar sem fjögur skíðasvæði voru heimsótt. Flest koma frá Reykjavík og mörg höfðu ekki farið á þessi svæði áður.

Ferðin var skipulögð af skíðasvæðunum og MN, og gekk frábærlega. Takk fyrir góðan dag!

Hlíðarfjall Akureyri
Skíðasvæði Dalvíkur
Skíðasvæðið Skarðsdal Siglufirði
Skíðasvæði Tindastóls

Þriðjudaginn 30.apríl, kl.13:00-15:30 á Greifanum Akureyri, verður haldin vinnustofa þar sem við lærum að finna sögurnar...
02/04/2024

Þriðjudaginn 30.apríl, kl.13:00-15:30 á Greifanum Akureyri, verður haldin vinnustofa þar sem við lærum að finna sögurnar sem leynast alls staðar í kringum okkur, vinna með þær og miðla þeim til viðskiptavina. Þátttökugjald er 3.500 krónur og er vinnustofan ætluð meðlimum Norðurstrandarleiðar.

Þriðjudaginn 30.apríl, kl.13:00-15:30 á Greifanum Akureyri, verður haldin vinnustofa þar sem við lærum að finna sögurnar sem leynast alls staðar í kringum

28/03/2024

Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands óttast að áhrifin af fækkun erlendra ferðamanna til Íslands geti skaðað beint flug til Akureyrar. Það yrði mikið áfall ef flugið legðist af og afar erfitt yrði að fara af stað aftur.

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í morgun flugáætlun sína fyrir tímabilið desember 2024- febrúar 2025. Nú er hægt að...
21/03/2024

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í morgun flugáætlun sína fyrir tímabilið desember 2024- febrúar 2025. Nú er hægt að bóka ferðir með flugfélaginu til og frá Akureyri á þessu tímabili, sem bætist við október og nóvember sem áður hafði verið tilkynnt um.

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í morgun flugáætlun sína fyrir tímabilið desember 2024- febrúar 2025. Nú er hægt að bóka ferðir með flugfélaginu til o

Í vetur kom Eva zu Beck í heimsókn, þar sem hún kynnti sér Skógarböð sem eru á lista National Geographic yfir bestu vell...
15/03/2024

Í vetur kom Eva zu Beck í heimsókn, þar sem hún kynnti sér Skógarböð sem eru á lista National Geographic yfir bestu vellíðunarstaði heims. Hér má sjá þátt um heimsóknina, sem var framleiddur í samstarfi við Kraumar frá Akureyri.

Þátturinn hefur verið í loftinu í sólarhring á YouTube og hefur nú þegar fengið yfir 100 þúsund áhorf.

Join Eva Zu Beck in experiencing Forest Lagoon, a wellness oasis nestled in Vaðlaskógur Forest in northern Iceland. Find out what earns Forrest Lagoon a top ...

Í vetur fór MN aftur af stað með verkefnið Okkar Auðlind, þar sem tekin voru viðtöl við fólk í ferðaþjónustu um áhrifin ...
13/03/2024

Í vetur fór MN aftur af stað með verkefnið Okkar Auðlind, þar sem tekin voru viðtöl við fólk í ferðaþjónustu um áhrifin sem ferðaþjónusta hefur haft á þeirra nærsamfélag, áhrif af millilandaflugi og markaðssetningu tengdu því og fleira.

Á vefnum okkar má bæði lesa viðtölin og skoða myndböndin, sem einnig er að finna hér á Facebook.

Þau sem starfa í ferðaþjónustu þekkja vel hversu öflug atvinnugreinin er, hversu miklu hún skilar til samfélagsins, hvernig hún stuðlar að aukinni þekkingu á náttúrunni og bættu aðgengi að henni. Þau vita hversu stóran þátt ferðaþjónustan á í því að atvinnulífið á ....

Súpufundir MN hefjast í næstu viku á Húsavík og Akureyri. Dagsetningar fundanna eru svona:12.mars - Húsavík, Gamli Bauku...
08/03/2024

Súpufundir MN hefjast í næstu viku á Húsavík og Akureyri. Dagsetningar fundanna eru svona:

12.mars - Húsavík, Gamli Baukur
13.mars - Akureyri, Múlaberg
18.mars - Sauðárkrókur, 1238: Battle of Iceland
19.mar - Dalvík, Gísli, Eiríkur, Helgi
25.mar, Blönduós, B&S
9.apríl - Mývatnssveit, Sel Hótel
15.apríl - Norðurhjari, Grásteinn
16.apríl - Hvammstangi, Hótel Laugarbakki

Markaðsstofa Norðurlands býður upp á súpufundi víðsvegar um Norðurland frá 12. mars - 16. apríl.

Næstu mánuði verður hægt að bóka 30-45 mínútna fjarfundi með Rögnvaldi Má Helgasyni, verkefnastjóra útgáfu og almannaten...
04/03/2024

Næstu mánuði verður hægt að bóka 30-45 mínútna fjarfundi með Rögnvaldi Má Helgasyni, verkefnastjóra útgáfu og almannatengsla, þar sem samstarfsfyrirtæki geta sótt sér þekkingu á gagnagrunni Ferðamálastofu, fræðst um mikilvægi upplýsinga á heimasíðum og samspili þeirra við samfélagsmiðla.

Næstu mánuði verður hægt að bóka 30-45 mínútna fjarfundi með Rögnvaldi Má Helgasyni, verkefnastjóra útgáfu og almannatengsla, þar sem samstarfsfyrirtæki ge

Tölur um nýtingu á gistingu í janúar 2024 ná aðeins yfir heilsárshótel, en vitað er að Bretar hafa nýtt fjölbreytta mögu...
01/03/2024

Tölur um nýtingu á gistingu í janúar 2024 ná aðeins yfir heilsárshótel, en vitað er að Bretar hafa nýtt fjölbreytta möguleika í gistingu á Norðurlandi.

„Til að byrja með var mikill meirihluti í fluginu Norðlendingar en nú er hlutfallið að breytast og Bretum að fjölga, komið í um helming í vélunum og góður vöxtur í bókunum að utan sem auðvitað er ástæðan fyrir að búið er að taka ákvörðun um að halda fluginu áfram næsta vetur,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan

Farið verður yfir ýmis verkefni MN og boðið upp á umræður um þau, og eins um stöðu ferðaþjónustu á nærsvæði fundarstaðan...
01/03/2024

Farið verður yfir ýmis verkefni MN og boðið upp á umræður um þau, og eins um stöðu ferðaþjónustu á nærsvæði fundarstaðanna. Einnig verður skerpt á mikilvægustu áherslum norðlenskrar ferðaþjónustu.

Hittumst, ræðum það sem helst brennur á í norðlenskri ferðaþjónustu og stillum saman strengi.

Markaðsstofa Norðurlands býður upp á súpufundi víðsvegar um Norðurland frá 12. mars - 16. apríl.

21/02/2024

Aukin áhersla á að hafa opið allan veturinn og alla daga, er meðal þess sem 1238: The Battle of Iceland hefur gert til að taka betur á móti erlendum ferðamönnum sem koma fljúgandi með beinu millilandaflugi til Akureyrar. Framkvæmdastjórinn Freyja Rut Emilsdóttir segir hér frá áhrifum af slíku flugi og tækifærunum sem hún segir að séu svo sannarlega til staðar í vetrarferðaþjónustu í Skagafirði.

“Norðurland er frábær vetraráfangastaður og þessi beinu flug eru grundvöllur þess að hægt sé að nýta framtíðar tækifæri ...
15/02/2024

“Norðurland er frábær vetraráfangastaður og þessi beinu flug eru grundvöllur þess að hægt sé að nýta framtíðar tækifæri í ferðaþjónustu að vetrarlagi," segir Hjalti Páll Þórarinsson verkefnastjóri Flugklasans Air 66N.

„Það er frábært að sjá afrakstur af vinnu margra síðustu ára skila sér í auknum umsvifum í ferðaþjónustu á Norðurlandi yfir veturinn.,“ segir Hjalti Páll Þ

Um miðjan janúar komu blaðamenn og fulltrúar frá easyJet og easyJet Holidays í ferðalag um Norðurland. Markmiðið var að ...
14/02/2024

Um miðjan janúar komu blaðamenn og fulltrúar frá easyJet og easyJet Holidays í ferðalag um Norðurland. Markmiðið var að kynna áfangastaðinn í samvinnu við easyJet, Íslandsstofu og samstarfsfyrirtæki MN.

Um miðjan janúar komu blaðamenn og fulltrúar frá easyJet og easyJet Holidays í ferðalag um Norðurland. Markmiðið var að kynna áfangastaðinn í samvinnu við

Address

Hafnarstræti 91
Akureyri
600

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Markaðsstofa Norðurlands posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Markaðsstofa Norðurlands:

Videos

Share

Nearby travel agencies


Other Akureyri travel agencies

Show All

You may also like