Árið 2023 - Jóhannes
Á aðalfundi fórum við yfir starfsemi MN árið 2023 þar sem starfsmenn sögðu frá sínum verkefnum. Jóhannes Árnason fer hér yfir þróun áfangastaðaáætlunar og sjálfbærni.
Árið 2023 - Rögnvaldur Már
Á aðalfundi fórum við yfir starfsemi MN árið 2023 þar sem starfsmenn sögðu frá sínum verkefnum. Rögnvaldur Már Helgason, verkefnastjóri upplýsingaþjónustu, útgáfu og almannatengsla fer hér yfir blaðamannaferðir árið 2023, framleiðslu og birtingu á efni fyrir samfélagsmiðla og vefi MN og útgáfu á kortum.
Halldór - Árið 2023
Á aðalfundi fórum við yfir starfsemi MN árið 2023 þar sem starfsmenn sögðu frá sínum verkefnum. Halldór Óli Kjartansson verkefnastjóri almannatengsla og markaðssóknar segir hér frá verkefnum á borð við Mannamót, Travel Tech, Ski Iceland og markaðssókn á Bretlandi í samhengi við flug easyJet.
Hjalti - Árið 2023
Á aðalfundi fórum við yfir starfsemi MN árið 2023 þar sem starfsmenn sögðu frá sínum verkefnum. Hjalti Páll Þórarinsson verkefnastjóri Flugklasans Air 66N fer hér yfir árið 2023 hjá Flugklasanum, komu easyJet og fleira.
Katrín - Árið 2023
Á aðalfundi fórum við yfir starfsemi MN árið 2023 þar sem starfsmenn sögðu frá sínum verkefnum. Katrín Harðardóttir verkefnastjóri þróunar og samskipta við ferðaskrifstofur fer hér ýmislegt sem tengist Norðurstrandarleið og Demantshringnum, auk annarra verkefna.
Okkar Auðlind - Freyja Rut hjá 1238; The Battle of Iceland
Aukin áhersla á að hafa opið allan veturinn og alla daga, er meðal þess sem 1238: The Battle of Iceland hefur gert til að taka betur á móti erlendum ferðamönnum sem koma fljúgandi með beinu millilandaflugi til Akureyrar. Framkvæmdastjórinn Freyja Rut Emilsdóttir segir hér frá áhrifum af slíku flugi og tækifærunum sem hún segir að séu svo sannarlega til staðar í vetrarferðaþjónustu í Skagafirði.
Okkar Auðlind - Fjóla á Syðra Skörðugili
Beint millilandaflug um Akureyri mun hafa mikil áhrif á norðlenska ferðaþjónustu segir Fjóla Viktorsdóttir, meðeigandi ferðaþjónustunnar á Syðra Skörðugili í Skagafirði. Aukin eftirspurn allt árið sé mjög mikilvæg. Tækifærin séu til staðar yfir veturinn en til þess að nýta þau þurfi fólk að vera tilbúið að leggja svolítið á sig.
Mannamót 2024
Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2024 voru frábær og á 10 ára afmæli viðburðarins er sérstaklega skemmtilegt að segja frá því að aldrei hafa fleiri komið á hann.
Mannamót hafa vaxið ár frá ári og nú voru hátt í 1500 manns sem sóttu sýninguna, bæði sýnendur og gestir.
Um 60 norðlensk fyrirtæki í ferðaþjónustu tóku þátt og vöktu athygli fyrir fagmennsku og gleði. Tækifærin sem Mannamót skapa eru fjölbreytt og mörg, tengslin við annað fólk í ferðaþjónustu styrkjast og ný verða til. Við hlökkum strax til Mannamóta 2025!
Árný Bergsdóttir hjá Snælandi Grímsson um Mannamót
„Ég sendi allt teymið mitt, alltaf.“ segir Árný Bergsdóttir, hjá ferðaskrifstofunni Snælandi Grímsson um Mannamót Markaðsstofa landshlutanna.
„Við erum að bóka allt landið, þannig að þetta er mjög mikilvægt. Það eru fá önnur platform til að hitta fólk."
Skráning gesta á Mannamót er á www.markadsstofur.is/mannamot
Okkar Auðlind - Arinbjörn á Greifanum
Uppbygging í ferðaþjónustu er þolinmæðisverk, segir Arinbjörn Þórarinsson framkvæmdastjóri Greifans. Beint flug til Akureyrar yfir vetrartímann sé gríðarlega mikilvægt og stór tækifæri séu á Akureyri til að taka á móti fleiri ferðamönnum.
Mannamót - Gunnar hjá Viking Tours
„Mannamót urðu til þess að við erum á þeim stað sem við erum í dag,“ segir Gunnar Ingi Gíslason hjá Viking Tours í Vestmannaeyjum.
Skráning á Mannamót fyrir sýnendur og gesti er opin. Sjá www.markadsstofur.is
Okkar Auðlind - Ragnhildur í Jarðböðunum
Starfsmenn Jarðbaðanna hafa þegar tekið eftir aukningu í komum breskra ferðamanna sem flugu til Akureyrar með easyJet. Fyrirtækið hefur lagt áherslu á að markaðssetja sig á þeim svæðum sem flogið er frá til Akureyrar yfir vetrartímann og vetrarferðaþjónusta á mikið inni, segir Ragnhildur Hólm hjá Jarðböðunum.
Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2024 - skráning er hafin!
Skráning er hafin fyrir bæði gesti og sýnendur á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2024. Kynntu þér allt það helsta sem íslensk ferðaþjónusta býður upp á um allt land í Kórnum í Kópavogi, 18. janúar!
Nánari upplýsingar hér: www.markadsstofur.is
Flugklasinn Air 66N árið 2022
Það var í mörg horn að líta árið 2022 hjá Hjalta Páli, verkefnastjóra Flugklasans Air 66N. Unnið var að því að fá inn beint millilandaflug á ýmsum mörkuðum og einnig var farið vel yfir málin á fundum og ráðstefnum innanlands.
Vefmál og markaðssókn 2022
Vefurinn northiceland.is er hjartað í okkar starfsemi og í stöðugri þróun. Árið 2022 sáum við afrakstur mikillar vinnu við uppfærslu á vefnum eins og Halldór Óli, verkefnastjóri, fer hér yfir. Hann fer einnig yfir vinnustofur og sýningar, sem við gátum aftur sótt á síðasta ári eftir hlé vegna heimsfaraldurs.
Blaðamenn, ferðaskrifstofur og ferðamannaleiðir árið 2022
Þróun ferðamannaleiða, móttaka blaðamanna og samskipti við ferðaskrifstofur eru veigamiklir þættir í starfi MN. Katrín Harðardóttir, verkefnastjóri, fer hér yfir helstu verkefnin árið 2022.
Áfangastaðaáætlun og sérverkefni 2022
Áfangastaðaáætlun Norðurlands er í stöðugri þróun og árið 2022 var unnið að uppfærslu á henni. Jóhannes Árnason, verkefnastjóri, segir hér frá þeirri vinnu og fer einnig yfir sérverkefni.
Útgáfa og samfélagsmiðlar á árinu 2022
Árið 2022 gáfum við í fyrsta sinn út samanbrjótanlegt kort, sem kom í stað bókarinnar sem gefin var út í síðasta sinn árið 2020. Rögnvaldur Már, verkefnastjóri, fer hér yfir útgáfumál og samfélagsmiðla á síðasta ári.
Aðalfundur MN
Aðalfundur MN á Laugarbakka