– Við sjáum um skráningu eignarinnar á helstu hýsingarsíðum fyrir skammtímaleigu.
– Við veitum ráðgjöf um hvernig sé best að innrétta eignina til útleigu og getum aðstoðað við ýmsa praktíska þætti.
– Við fylgjumst með framboði og eftirspurn á eigninni og endurmetum verð daglega.
– Við sjáum um öll þrif.
– Við sjáum um öll samskipti við ferðamenn og erum við símann allan sólarhringinn, alla dag
a ársins
Hvað kostar þjónustan og hvað færðu fyrir peninginn? Fyrirkomulagið er með þeim hætti að Leiguliðinn Akureyri, tekur 25% af ágóðanum á meðan að eigandi eignarinnar heldur eftir 75%. Leiguliðinn, er ávallt til staðar og ábyrgist að sinna öllum útköllum hratt og örugglega. Ferðamaðurinn getur alltaf náð sambandi við okkur og leysum við allan vanda eins vel og hægt er.
Íbúðin þín mun alltaf vera hrein þegar ferðamaðurinn kemur og mun ferðamaðurinn vera ánægður með dvöl sína hjá þér.
Þetta tryggir eigninni þinni 5 stjörnu ummæli á hýsingarsíðum, sem þýðir að hún mun nýtast betur og hærra verð fæst fyrir hana. Við sjáum til þess að viðskiptavinurinn fái ávallt hámarks verð fyrir eignina sína. Daglegt endurmat á leiguverði, sér til þess að nýtingin sé sem allra best og á samkeppnishæfu verði.