![Í dag fór fram útför Hendriks Björns Hermannssonar. Hann var einstakur maður, fullur af gleði, elju og dugnaði. Eitt af...](https://img4.travelagents10.com/173/139/1392109961731396.jpg)
07/06/2024
Í dag fór fram útför Hendriks Björns Hermannssonar. Hann var einstakur maður, fullur af gleði, elju og dugnaði. Eitt af verkefnunum framundan var að standa fyrir lífi og fjöri hér í Brúarási með fleiri tónleikum og sumaropnun með veitingasölu, verslun og sveitamarkaði. Því miður ganga þau áform ekki eftir. Við í Brúarási þökkum honum og hans teymi ánægjulegt samstarf og skemmtileg kynni. Við vottum fjölskyldu hans, vinum og samstarfsfólki innilega samúð. Blessuð sé minning Hendriks Hermannssonar.