Tvö einstök og heillandi hús til skammtímaleigu á Flateyri, í hinum ægifagra Önundarfirði.
Address
Flateyri
425
Telephone
Website
Alerts
Be the first to know and let us send you an email when Gisting á Flateyri - rúmgóð hús til leigu posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.
Contact The Business
Send a message to Gisting á Flateyri - rúmgóð hús til leigu:
Shortcuts
Category
Gisting á Flateyri – rúmgóð hús til leigu
Einstakt útsýni – sál og saga
Tvö einstök hús til leigu á Flateyri, í hinum ægifagra Önundarfirði. Annað er Hafnarstræti 1, Bergshús, virðulegt timburhús byggt 1905, staðsett við höfnina á Flateyri. Hitt er Sólbakki 6 sem stendur á Sólbakka rétt utan Flateyrar, með útsýni yfir Flateyri og Önundarfjörð. Bæði húsin eru rúmgóð (ca 200fm rými) og vel útbúin, með svefnpláss fyrir a.m.k .8 manns hvort. Hafið samband til að fá frekari upplýsingar: [email protected], 861-6360 (Þórunn), s. 699-6345 (Dýrleif). Um Bergshús: Hafnarstræti 1 var byggt 1905 af Bergi Rósinkransyni og var því upphaflega kallað Bergshús. Húsið hefur líka borið önnur nöfn sem lýsa notkun þess og eignarhaldi; Læknishúsið, Forstjórahúsið, Rafnshús og Ástralía – ekki af því að Ástralía hafi átt það, heldur vegna þess að húsið var á tíma verbúð, full af áströlskum verkakonum. Svo ætti það kannski bara að heita Vilhelmínuhús eftir konu Bergs, það var hún sem lét byggja þetta hús. Núverandi eigendur - nokkrar samhentar fjölskyldur sem búa fyrir sunnan en elska að vera á Flateyri - hafa endurnýjað tvær aðalhæðir hússins, og endurheimt sjarma þessa virðulega húss. Framundan eru endurbætur í risi og á ytra byrði. Húsið er rúmgott, neðri hæðin að mestu opið rými fyrir eldhús/stofu/borðstofu með mikill lofthæð og uppi eru fjögur svefnherbergi, tvö þeirra stór. Baðherbergi eru á báðum hæðum. Garður umlykur húsið á tvo vegu, og það er heitur pottur í palli bakvið hús, þar er einnig gasgrill. Og fjaran og höfnin, hjarta Flateyrar, er bara 30 metra í burtu. Um Sólbakka: Sólbakki 6 er á Sólbakka nokkur hundruð metra utan við Flateyri. Staðsetning hússins er einstaklega vel heppnuð þar sem nýtur stórfengslegs útsýnis yfir þorpið og yfir allan fjallasal Önundarfjarðar, með fjallið Þorfinn í öndvegi. Á neðri hæð hússins er eldhús, borðstofa og stofa í opnu rými, auk þvottahúss og baðherbergis. Svalir eru út frá borðstofu. Á efri hæð eru þrjú svefnherbergi (tvö þeirra stór með 3 rúmum) og baðherbergi. Gróinn garður umlykur húsið, þar er garðskýli með gasgrilli. Lítill lækur leggur leið sína meðfram húsinu vestanmegin.