Ein af vinsælustu ferðum Two Wheels Travel er reiðhjólaferðin um Kambódíu & Víetnam. Og ekki af ástæðulausu, þetta er algjörlega sérhönnuð ferð þar sem reiðhjólin eru hin fullkomnu farartæki til að fá ómetanlega innsýn í daglegt líf heimafólks.
Í þessari ferð hjólum við meðal annars um hin fornu hof Angkor Wat, um þorp og sveitir Kambódíu og hina frjósömu paradís sem Mekong Delta árfarvegurinn er í Suður Víetnam. Við endum svo ævintýrið í hinni sögufrægu risaborg, Saigon eða Ho Chi Minh borg líkt og hún heitir opinberlega í dag.
Eiríkur fararstjóri fór með yndislegan 15 manna hóp í eina slíka afmælisferð núna í byrjun nóvember þar sem stórum tímamótum var fagnað með koktel í Saigon í lok ferðar 😀
Frekari upplýsingar um ferðina má finna á
- https://twt.is/reidhjolaferd-kambodia-vietnam/
Two Wheels Travel fór með einstaklega góðan hóp í mótorhjólaferð um Víetnam núna í október síðastliðnum 😀 Hópurinn hjólaði meðal annars frá Hanoi norður að landamærum Kína, heimsótti og styrkti leikskóla um leiktæki og ýmsan varning, smakkaði dýrindis mat & kaffi og fékk einstska innsýn í daglegt líf í Víetnam 🇻🇳