Two Wheels Travel

Two Wheels Travel Two Wheels Travel er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í persónulegum mótor- og reiðhjólaferðum

19/03/2025

Reiðhjólaferðin um Kambódíu & Víetnam er ein vinsælasta ferðin sem TWT býður upp á 🫶 Og ekki af ástæðulausu! Magnað ævintýri þar sem hjólað er um þorp og sveitir Kambódíu meðfram Mekong ánni í Víetnam. Frábær matur, hlýtt og sólríkt, ljúffengt kaffi og yndislegt heimafólk sem brosir út í eitt 🇰🇭🇻🇳

Undanfarna 18 mánuði hefur Two Wheels Travel verið að smíða alvöru 14 daga Enduro ferð um sveitir og þorp Kambódíu!Í des...
15/01/2025

Undanfarna 18 mánuði hefur Two Wheels Travel verið að smíða alvöru 14 daga Enduro ferð um sveitir og þorp Kambódíu!

Í desember síðastliðnum var svo komið að því að prufukeyra ferðina.

Þessi ferð er algjörlega sérhönnuð frá A-Ö af Eiríki hjá Two Wheels Travel og teyminu okkar í Kambódíu. Í ferðinni má búast við grjóti, klöppum, þéttum leirvegum og fullt af sandi. Um 95% af leiðinni okkar um Kambódíu er utanvegar.

Þetta er krefjandi ferð og reynsla af utanvegar akstri er skilyrði. Áhersla er á upplifun og ævintýri í þessari einstöku enduro-ferð þar sem mótorhjólin okkar eru kjörin ferðamáti á þessum slóðum sem gerir okkur kleift á að kynnast heimafólki á einstakan hátt á sama tíma og við fáum innsýn í sögu, menningu og næturlíf Kambódíu í Siem Reap og Phnom Penh.

https://twt.is/motorhjolaferd-kambodia-enduro/

https://youtu.be/6wZZEbvDB4s

Ein af vinsælustu ferðum Two Wheels Travel er reiðhjólaferðin um Kambódíu & Víetnam. Og ekki af ástæðulausu, þetta er al...
05/12/2024

Ein af vinsælustu ferðum Two Wheels Travel er reiðhjólaferðin um Kambódíu & Víetnam. Og ekki af ástæðulausu, þetta er algjörlega sérhönnuð ferð þar sem reiðhjólin eru hin fullkomnu farartæki til að fá ómetanlega innsýn í daglegt líf heimafólks.

Í þessari ferð hjólum við meðal annars um hin fornu hof Angkor Wat, um þorp og sveitir Kambódíu og hina frjósömu paradís sem Mekong Delta árfarvegurinn er í Suður Víetnam. Við endum svo ævintýrið í hinni sögufrægu risaborg, Saigon eða Ho Chi Minh borg líkt og hún heitir opinberlega í dag.

Eiríkur fararstjóri fór með yndislegan 15 manna hóp í eina slíka afmælisferð núna í byrjun nóvember þar sem stórum tímamótum var fagnað með kokteil í Saigon í lok ferðar 😀

Frekari upplýsingar um ferðina má finna á

- https://twt.is/reidhjolaferd-kambodia-vietnam/

Síðasta ár hjá Two Wheels Travel hefur verið eytt í undirbúning á virkilega nýjum og spennandi áfangastöðum!Okkar helsti...
13/10/2024

Síðasta ár hjá Two Wheels Travel hefur verið eytt í undirbúning á virkilega nýjum og spennandi áfangastöðum!

Okkar helsti fararstjóri og hugmyndasmiður, Eiríkur Viljar, hefur verið á 13 mánaða flakki víðsvegar um heiminn og kynnt sér aðstæður í Mið- og Suður Ameríku.

Hvernig hljómar reiðhjólaævintýri í Nicaragua & Kosta Ríka þar sem hjólað er um og í kringum eldfjöll og svarta sanda sem minna helst á hálendi Íslands ásamt því að fara um regnskóga og hvítar strendur Kosta Ríka og upplifa allt það einstaka dýralíf sem er að finna þar?

Nú, eða mótorhjólaferð um sveitir og kaffiræktunarsvæði Kólombíu með öllum þeim djúpu dölum og gömlu “Kólóníal borgum” sem má finna í því ótrúlega landi.

Flestar ferðir TWT í vetur eru uppseldar en förinni er heitið til Kambódíu & Víetnam og spenningurinn er mikill enda einstök upplifun að ferðast um þau lönd.

Opnað hefur verið fyrir dagsetningar í apríl næstkomandi í hina einstöku mótorhjólaferð til norður Víetnam og um að gera hafa hraðar hendur því sú ferð seldist upp síðast á skotstundu!

Næstu reiðhjólaferðir TWT eru Kúba í mars 2025 og Kambódía & Víetnam í nóvember 2025.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Two Wheels Travel:

- www.twt.is

Address

Lindarhvammur 4
Hafnarfjörður
220

Telephone

+3548654980

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Two Wheels Travel posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Two Wheels Travel:

Videos

Share

Category