Snæfellsstofa - Vatnajökulsþjóðgarður

Snæfellsstofa - Vatnajökulsþjóðgarður Snæfellsstofa er gestastofa og upplýsingamiðstöð fyrir austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. / Visitor centre for Vatnajökull National Park.

Hefurðu leeeengi dreymt um að verða landvörður 👇👇
16/12/2024

Hefurðu leeeengi dreymt um að verða landvörður 👇👇

Landvarðarnámskeið Náttúruverndarstofnunar fer fram 30. janúar - 2. mars 2025. Námskeiðið er kennt í fjarnámi, fyrir utan eina staðlotu sem jafnframt er vettvangsferð. Skráning hefst 2. janúar kl. 10.

Þá er síðasta aðventustundin í Snæfellsstofu þennan veturinn hafin! Kakóið er heitt, eldur inni og úti, föndrið klárt og...
08/12/2024

Þá er síðasta aðventustundin í Snæfellsstofu þennan veturinn hafin! Kakóið er heitt, eldur inni og úti, föndrið klárt og búið að setja jólahúfur hreindýrið, refinn og landvörðinn!

Kjörið að koma í Fljótsdalinn, hlusta á Veru lesa Aðventu á Skriðuklaustri og stoppa í Snæfellsstofu fyrir, eftir eða bæði!

Opið til kl 16:00!

Það er bjart og fallegt í Fljótsdalnum og kjörið að mæta í aðventustund í Snæfellsstofu ❄️Jólaföndur, jólamyndataka með ...
01/12/2024

Það er bjart og fallegt í Fljótsdalnum og kjörið að mæta í aðventustund í Snæfellsstofu ❄️

Jólaföndur, jólamyndataka með Agnari hreindýri og kakó og staðgrillaðir sykurpúðar!

Opið til kl 16 í dag!

Þrátt fyrir veðrið erum við mætt í Snæfellsstofu, búin að gera kakó og verðum með opið til 17:00! Það er vetrarfærð inni...
30/11/2024

Þrátt fyrir veðrið erum við mætt í Snæfellsstofu, búin að gera kakó og verðum með opið til 17:00! Það er vetrarfærð inni í Fljótsdal og mælum við því ekki með að fólk geri sér ferð nema á fjórhjóladrifnum og vetrarfærum bílum...

En ef þið eruð búin að kjósa og langar í kósí föndur í roki og skafrenningi þá eruð þið meira en velkomin!

Næstu tvær helgar verður áfram boðið upp á aðventustundir í Snæfellsstofu. Fyrstu stundirnar voru um núliðna helgi og tókust vel.

Það er ýmislegt að gerast á Skriðuklaustri næstu helgar!Klausturkaffi ætlar að bjóða upp á hádegis- og kaffihlaðborð í j...
21/11/2024

Það er ýmislegt að gerast á Skriðuklaustri næstu helgar!
Klausturkaffi ætlar að bjóða upp á hádegis- og kaffihlaðborð í jólabúningi og Skriðuklaustur er með fjölda viðburða🎄
Við mælum með ferð í Fljótsdalinn!❄️

Snæfellsstofa er opin alla daga í nóvember!🌿Virka daga: 10-16Helgar: 12-17Í gjafavöruversluninni okkar má finna ýmsar vö...
07/11/2024

Snæfellsstofa er opin alla daga í nóvember!🌿
Virka daga: 10-16
Helgar: 12-17
Í gjafavöruversluninni okkar má finna ýmsar vörur af Héraði, tilvaldar í jólapakkann🎄

11/10/2024

Snæfellsstofa verður lokuð á morgun, laugardaginn 12. október, vegna árshátíðar starfsfólks Vatnajökulsþjóðgarðs.

Nú er farið að hausta og landverðir komnir af fjöllum🍂Vetraraðstæður geta verið á fjallvegum en Snæfellsskáli verður þó ...
01/10/2024

Nú er farið að hausta og landverðir komnir af fjöllum🍂
Vetraraðstæður geta verið á fjallvegum en Snæfellsskáli verður þó opinn í allan vetur fyrir vetrargistingu❄️
Snæfellsstofa verður opin alla daga í október og nóvember, virka daga kl. 10-16 og helgardaga kl. 12-17. Verið velkomin!🌿
-------------------------------------
The autumn is here and ranger have left the highlands🍂
Winter conditions can be on highland roads but Snæfellsskáli will be open all winter for winter stay❄️
Snæfellsstofa Visitor Centre will be open every day in October and November, weekdays from 10-16 and weekends from 12-17. Welcome!🌿

Starfamessa var haldin s.l. fimmtudag í íþróttahúsinu á Egilsstöðum þar sem um 400 ungmenni (14-16 ára) af Austurlandi k...
20/09/2024

Starfamessa var haldin s.l. fimmtudag í íþróttahúsinu á Egilsstöðum þar sem um 400 ungmenni (14-16 ára) af Austurlandi kynntu sér fjölbreytt störf í fjórðungnum. Megin markmiðið var að kynna störf og starfsgreinar í heimabyggð fyrir ungu fólki í landshlutanum, gefa nemendum tækifæri til þess að koma saman og efla samstarf á milli skóla og atvinnulífs.

Vatnajökulsþjóðgarður tók að sjálfsögðu þátt og lagði áherslu á starfið landvörður því það starf er kjarnastarf í þjóðgarðinum og á friðlýstum svæðum. Vissulega eru önnur störf í þjóðgarði eins og bókari, mannvirkjafulltrúi, þjóðgarðsvörður, fræðslufulltrúi, mannauðsstjóri, launafulltrúi, fjármálastjóri og fl. Óhætt er að segja að framtíðin sé björt eftir að hitta svona mörg ungmenni úr fjórðungnum.

Landverðirnir Ásmundur Máni og Martína ásamt Agnesi Brá þjóðgarðsverði tóku á móti unga fólkinu og veittu upplýsingar um störf í þjóðgarði. Þau veittu upplýsingar um t.d. hvaða menntun þau höfðu, hvað væri hæsta fjall Íslands, utan Vatnajökuls og hver megin verkefni landvarða væru? Það er skemmtilegt að segja frá því að landverðir í Vatnajökulsþjóðgarði hafa mjög fjölbreyttan bakgrunn hvað varðar menntun og reynslu, en eiga það sameiginlegt að hafa tekið landvarðanámskeið. Hæsta fjall Íslands utan Vatnajökuls er að sjálfsögðu okkar kæra Snæfell, silfri krýnda Héraðsdís, og útvörður hálendisins í austri (1833 m.y.h.). Helstu verkefni landvarða eru fræðsla, upplýsingagjöf, eftirlit, vöktun, viðhald og fl.

Gestum á starfamessunni var boðið að taka þátt í getraun um þjóðgarðinn og voru verðlaunin gisting í Snæfellsskála. Óliver Snær Stefánsson og Lára Ingvarsdóttir unnu verðlaun í ungmennaflokki og Sigfús Guttormsson vann verðlaun í fullorðinsflokki. Starfsfólk þjóðgarðsins óskar þeim til hamingju og býður þau hjartanlega velkomin í þjóðgarðinn og í gistingu í Snæfellsskála. Snæfell - Vatnajökulsþjóðgarður

Nú hefur snjóað aftur á Snæfellsöræfum og þungir skaflar hafa lokað veginum. Landverðir reyndu að komast upp fyrr í dag ...
11/09/2024

Nú hefur snjóað aftur á Snæfellsöræfum og þungir skaflar hafa lokað veginum. Landverðir reyndu að komast upp fyrr í dag en snéru fljótlega til baka. Gerum ekki ráð fyrir að opna alveg á næstunni en fylgjumst að sjálfsögðu vel með næstu daga! ❄️

Its has snowed again in Snæfellsöræfi and big piles of snow have closed the road. The rangers tried to get to the hut earlier today but turned around and went back down. We will keep watching the weather forecast in hope that we can open again before the winter and will keep you updated! ❄️

❗️Ferðafólk athugið // Attention travelers (English below)❗️Snæfellsleið F909 er ófær vegna vatnavaxta síðustu daga. Von...
02/09/2024

❗️Ferðafólk athugið // Attention travelers (English below)❗️

Snæfellsleið F909 er ófær vegna vatnavaxta síðustu daga. Vonir standa til þess að hægt sé að laga veginn á morgun.
Frekari upplýsingar veita landverðir í Snæfelli +354 8424366.

Road F909 to Snæfell is impassable due to floods the last days. Hopefully it will be fixed tomorrow.
Contact the rangers in Snæfell for further information: +354 8424357

Snæfell - Vatnajökulsþjóðgarður

28/08/2024

Landverðir í Snæfelli könnuðu aðstæður á vegi F909 í dag. Enn er snjór á veginum en hann er nú fær jeppum á 30" dekkjum eða stærri🚙
------------------------------------
Rangers in Snæfell drove road F909 today. There is still snow on the road but it is now passable by jeeps with tires 30" and bigger🚙

Landverðir eru komnir upp í Snæfellsskála á ný🗻 Þrátt fyrir það er ennþá þungfært á vegi F909 og er hann aðeins fær stær...
27/08/2024

Landverðir eru komnir upp í Snæfellsskála á ný🗻 Þrátt fyrir það er ennþá þungfært á vegi F909 og er hann aðeins fær stærri jeppum🚙
--------------------------
Rangers arrived in Snæfellsskáli Hut yesterday after a few days of snowfall🗻There is still snow and sludge on road F909 and only passable by bigger jeeps🚙

Landverðir eru komnir aftur inn í Snæfellsskála en leiðin þangað er enn þungfær eftir snjókomu í lok síðustu viku.

❗️Ferðafólk athugið // Attention travellers (English bellow)❗️Það hefur snjóað hressilega á Snæfellsöræfum síðustu daga,...
25/08/2024

❗️Ferðafólk athugið // Attention travellers (English bellow)❗️

Það hefur snjóað hressilega á Snæfellsöræfum síðustu daga, vegurinn F909 að Snæfellsskála er ófær vegna snjós og krapa og landverðir EKKI á svæðinu nú sem stendur. Veðrið á að skána á morgun (26. ágúst) en þá ætlum við að fara og kanna aðstæður. Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við landverði í Snæfelli í síma 842 4367.
--------------------------------------------------------------------------
It has been snowing a lot in the area around the Mt. Snæfell for the past few days, the road nr. F909 to Snæfell Hut is closed due to snow and slush and the rangers are NOT in the area at the moment. The weather should get better tomorrow, Aug 26, and we'll go and check the conditions then. For more information, you can contact the rangers in Snæfell, phone number +354 842 4367.

Sumarið er komið í Snæfellsstofu☀️ Opið alla daga í maí - september frá 10 - 17🌿----------------------------------------...
01/05/2024

Sumarið er komið í Snæfellsstofu☀️
Opið alla daga í maí - september frá 10 - 17🌿
------------------------------------------------
The summer season has started in Snæfellsstofa Visitor Centre☀️
Opening hours are every day from 10 am to 5 pm in May - September🌿

Agnar hreindýrstarfur🫎 býður kátum krökkum í náttúrubingó🌿 á Sumardaginn fyrsta í Snæfellsstofu🌞Opið frá kl. 12-17. Veri...
24/04/2024

Agnar hreindýrstarfur🫎 býður kátum krökkum í náttúrubingó🌿 á Sumardaginn fyrsta í Snæfellsstofu🌞

Opið frá kl. 12-17. Verið velkomin!🤠

Address

Fljótsdalsvegur 933
Hallormsstaður
701

Opening Hours

Monday 10:00 - 16:00
Tuesday 10:00 - 16:00
Wednesday 10:00 - 16:00
Thursday 10:00 - 16:00
Friday 10:00 - 16:00
Saturday 12:00 - 17:00
Sunday 12:00 - 17:00

Telephone

003544700840

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Snæfellsstofa - Vatnajökulsþjóðgarður posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Snæfellsstofa - Vatnajökulsþjóðgarður:

Share