Söguferðir í Hveragerði / Hveragerði Sightseeing

Söguferðir í Hveragerði / Hveragerði Sightseeing Söguferðir um Hveragerði með Nirði Sigurðssyni sagnfræðingi. Sightseeing tours in English. Pantanir fyrir hópa í síma 820-3322 og [email protected].
(4)

Sögugöngur og söguferðir um Hveragerði og nágrenni með Nirði Sigurðssyni sagnfræðingi. Sagt er frá sögu Hveragerðis og hvernig íbúar hafa nýtt hverahitann í gegnum tíðina í sínu daglega lífi og til atvinnu. Historical walking tours in English in Hveragerdi, South Iceland. History of Hveragerði is extraordinary due to the geothermal heat. Not many places on earth have a live geothermal area in the

town center, as is the case in Hveragerði. The walking tours tell how the inhabitants of Hveragerdi have lived with the geothermal heat and how they have utilized it and used it in daily lives. Bookings for groups: Tel: +354 8203322. Email: [email protected]

Grýluvöllur í HveragerðiÁ vef RÚV er skemmtileg umfjöllun um flottustu fótboltavelli/vallarstæði landsins og þar er Grýl...
26/04/2024

Grýluvöllur í Hveragerði

Á vef RÚV er skemmtileg umfjöllun um flottustu fótboltavelli/vallarstæði landsins og þar er Grýluvöllur í Hveragerði ofarlega á blaði, sjá hér: https://www.ruv.is/frettir/ithrottir/2024-04-26-thetta-eru-flottustu-vellir-islands-410881

Fyrsti leikur sem var spilaður á Grýluvelli var leikur Ungmennafélags Hveragerðis og Ölfuss (UFHÖ) á móti Létti í 4. deild þann 2. júlí 1988. UFHÖ vann leikinn 9-2. Í umfjöllun um þennan fyrsta leik á Grýluvelli birtist svo í dagblaðinu DV fyrirsögnin „Grýta gaus 9 sinnum“ með vísun í hversu mörg mörk UFHÖ skoraði í leiknum. Í fréttinni sagði m.a.: „Hvergerðingar eru á mikilli siglingu og löbbuðu yfir Léttismenn á hinum glæsilega grasvelli sínum við Grýtuhver. […] Grýta hafði varla undan en Hvergerðingar höfðu lofað því að hún gysi við hvert mark!“

Grýluvöllur dregur nafn sitt af goshvernum Grýlu sem er aðeins 70 metra frá vellinum en sá misskilningur hefur lifað lengi að goshverinn heiti „Grýta“ eins og sjá má í fyrirsögn og umfjöllun DV. Á 20. öld gaus Grýla reglulega á tveggja stunda fresti um 10-12 metra háum gosum en jafnframt var hægt að fá hana til að gjósa með því að hella sápu í hverinn. Grýla hefur ekki gosið í um aldarfjórðung.

Grýluvöllur er heimavöllur Hamars í Hveragerði.

Hér má finna stutta umfjöllun um rangnefni goshversins Grýlu: https://www.facebook.com/photo/?fbid=885872318219266&set=a.508984545908047

Skömmu eftir að Ísland var hernumið af Bretum í síðari heimsstyrjöld tók kanadíska hersveitin Les Fusiliers Mont Royal v...
07/04/2024

Skömmu eftir að Ísland var hernumið af Bretum í síðari heimsstyrjöld tók kanadíska hersveitin Les Fusiliers Mont Royal við vörnum Suðurlands í júlímánuði 1940. Hersveitin setti upp höfuðstöðvar í Hveragerði og voru tjaldbúðir m.a. reistar á flötinni við Varmá þar sem nú er lystigarðurinn Fossflöt. Sjá meðfylgjandi myndir af hersveitinni í Hveragerði. Í lok október sama ár yfirgaf hersveitin Ísland og var send til Bretlands til að sinna vörnum Bretlandseyja. Þann 19. ágúst 1942 tók Les Fusiliers Mont Royal þátt í árásinni á Dieppe í Frakklandi gegn þýska hernum og varð mikið mannfall í herjum bandamanna, en af 6.086 hermönnum bandamanna sem stigu á land í Dieppe voru 3.623 drepnir, særðir eða handteknir. Mannfall kanadískra hersveita var um 68% í árásinni og hafði því mikil áhrif á Les Fusiliers Mont Royal. Mörgum þótti árásin á Dieppe misheppnuð en bandamenn töldu sig hafa lært mikið af henni. Breski lávarðurinn og aðmírállinn Mountbatten, sem var einn af skipuleggjendum árásinar, sagði síðar: „Ég efast ekki um að innrásin í Normandí hafi unnist á ströndum Dieppe. Fyrir hvern mann sem féll í Dieppe hljóta að minnsta kosti tíu lífum hafa verið hlíft í Normandí árið 1944.“ Í byrjun júlí 1944 voru hermenn Les Fusiliers Mont Royal sendir inn í Frakkland sem hluti af öðrum kanadískum hersveitum og börðust í Norðvesturhluta Evrópu til loka stríðsins í maí 1945.

Ljósmyndir: Imperial War Museum í London og vefur Les Fusiliers Mont Royal.

Árið 1938 var stofnað fyrirtækið Þangmjöl hf. sem reisti stórt verksmiðjuhús á stöllum við Hverahvamm á bökkum Varmár í ...
16/03/2024

Árið 1938 var stofnað fyrirtækið Þangmjöl hf. sem reisti stórt verksmiðjuhús á stöllum við Hverahvamm á bökkum Varmár í Hveragerði. Fyrirtækið stofnaði Sveinbjörn Jónsson, jafnan kenndur við Ofnasmiðjuna, ásamt fjórum öðrum og var tilgangur þess að þurrka þang með jarðhita og framleiða úr þvi fóðurmjöl fyrir skepnur. Þangið var sótt til Stokkseyrar og flutt til Hveragerðis til þurrkunar. Þar var þangið sett á grindur og undir það blásið 50-60° heitu lofti sem sogað var með blásara gegnum kerfi af miðstöðvarofnum sem hitaðir voru með hveragufu. Þangið færðist af einni grind yfir á aðra, frá efsta hluta og niður á neðstu grind þar til það var orðið fullþurrt. Þangið var svo malað í kvörn og blásið í geym og úr honum var mjölið sekkjað í poka.

Þangmjöl hf. starfaði þó aðeins fram á árið 1940, eða í um tvö ár. Fóðrið reyndist ekki eins gott og vonast var til í upphafi og seldist illa. Hugmyndir um útflutning á mjölinu urðu að engu. Síðar var húsið selt Jarðhita hf. sem stækkaði verksmiðjuna og fór ýmisleg starfsemi fram í húsinu, þar var þvegið af hernámsliðinu, starfræktar sauma- og prjónastofur og ull þvegin á vegum Kaupfélags Árnesinga til ársins 1950. Húsið var rifið í kjölfarið og var efnið notað í fyrstu þrjú íbúðarhúsin í Þorlákshöfn árið 1951.

Á meðfylgjandi myndum má sjá verksmiðjuhúsið í Hverahvammi um 1950, uppdrátt af húsinu á hönnunarstigi og hlutabréf nr. 2 í Þangmjöli hf.

Ljósmyndir úr bókinni Byggingameistari í stein og stál, frá Héraðsskjalasafni Árnesinga og Þjóðskjalasafni Íslands.

Heimildir:
Björn Pálsson: "Hveragerði og upphaf mannvistar þar." Árnesingur IV (1996), bls. 9-62.
Friðrik G. Olgeirsson, Halldór Reynisson og Magnús Guðmundsson: Bygginameistari í stein og stál. Saga Sveinbjarnar Jónssonar í Ofnasmiðjunni 1896-1982 (Reykjavík 1996).
Þjóðskjalasafn Íslands. Þangmjöl hf. 0/266.

Garðyrkjustöðin Álfafell í júní 1994. Íbúðarhúsið sem var byggt árið 1941 stóð á horni Breiðumarkar og Hverahvamms en sk...
29/02/2024

Garðyrkjustöðin Álfafell í júní 1994. Íbúðarhúsið sem var byggt árið 1941 stóð á horni Breiðumarkar og Hverahvamms en skemmdist mikið í Suðurlandsskjálftanum 2008 og var rifið í kjölfarið. Gróðurhús garðyrkjustöðvarinnar höfðu verið rifin nokkrum árum fyrr. Álfafell var ein af mörgum garðyrkjustöðvum sem voru starfandi í Hveragerði á 20. öld. Þegar mest var voru um 50.000 fermetrar af gróðurhúsum í Hveragerði en þeim hefur fækkað mjög undanfarna áratugi.

Ljósmyndir: Þjóðskjalasafn Íslands. Byggingastofnun landbúnaðarins 2005/44. A/4, örk 21. Bæjaskjöl. Hveragerði, Álfafell.

Árið 1954 var byggður læknisbústaður á horni Hverahlíðar og Gosabrekku/Gossabrekku í Hveragerði (Hverahlíð 24). Húsið va...
21/01/2024

Árið 1954 var byggður læknisbústaður á horni Hverahlíðar og Gosabrekku/Gossabrekku í Hveragerði (Hverahlíð 24). Húsið var síðar skrifstofa fyrir Hveragerðishrepp og þar er nú dagdvöl fyrir eldri borgara á vegum Dvalarheimilisins Áss, kallað Bæjarás. Þegar húsið var byggt þótti það mikil glæsihöll en arkitekt var Guðmundur H. Þorláksson hjá Húsameistara ríkisins. Auk þess að vera bústaður fyrir héraðslækni og fjölskyldu hans var þar læknastofa, biðstofa fyrir sjúklinga, lyfjabúr og annað sem nauðsynlegt var slíkri starfsemi. Merkilegt þótti að á húsinu voru sjö útidyr eins og sjá má á meðfylgjandi uppdrætti. Jóhannes úr Kötlum samdi um þetta skemmtilega vísu en um svipað leyti mun Kristmann Guðmundsson, rithöfundur, hafa kvænst í sjöunda sinn.

Sjö eru hæðir sólarranns.
Sjö eru dalir, líka fjöll.
Sjö eru brúðir sama manns.
Sjö eru dyr á einni höll.

Heimildir:
Björn Pálsson, sagnfræðingur.
Skáldasetur Jóhannesar úr Kötlum, johannes.is.
Þjóðskjalasafn Íslands. Húsameistari ríkisins 1997/72. C/238, örk 3. Læknisbústaður í Hveragerði.
Ljósmynd af ja.is.

Bygging Hveragerðiskirkju hófst í júlí 1967 eftir teikningum Jörundar Pálssonar arkitekts hjá Húsameistara ríkisins. Kir...
09/01/2024

Bygging Hveragerðiskirkju hófst í júlí 1967 eftir teikningum Jörundar Pálssonar arkitekts hjá Húsameistara ríkisins. Kirkjusmiður var Jón Guðmundsson. Byggingin stóð yfir í tæp fimm ár og var unnið eftir því sem fjármagn leyfði hverju sinni. Safnað var fyrir framkvæmdinni meðal Hvergerðinga og fyrirtækja í bænum og einnig bárust kirkjunni peningagjafir. Jafnframt unnu íbúar í sjálfboðavinnu í byggingarstörfum eins og sjá mátti í auglýsingu í Morgunblaðinu 1969: „Í dag og nokkra næstu laugardaga verður unnið í sjálfboðavinnu við kirkjuna undir verkstjórn Guðmundar Jónssonar. Komið með hamar. Margar hendur vinna létt verk.“ Til þess að ljúka kirkjubyggingunni var tekið lán sem var greitt upp með sóknargjöldum og framlagi íbúa og fyrirtækja næstu árin. Hveragerðiskirkja var svo vígð 14. maí 1972 og höfðu þá Hvergerðingar loks eignast sína eigin kirkju. Klukkuport var vígt árið 1983.

Teikning af Hveragerðiskirkju úr skjalasafni Húsameistara ríkisins sem varðveitt er í Þjóðskjalasafni Íslands.

Bráðabirgðahús fyrir Vestmanneyinga árið 1973Í apríl 1973 úthlutaði hreppsnefnd Hveragerðis lóðum undir 60 bráðabirgðahú...
19/11/2023

Bráðabirgðahús fyrir Vestmanneyinga árið 1973

Í apríl 1973 úthlutaði hreppsnefnd Hveragerðis lóðum undir 60 bráðabirgðahús á vegum Viðlagasjóðs en húsin voru fyrir nauðstadda Vestmannaeyinga sem þurftu að yfirgefa hús sín vegna eldgoss í Heimaey í janúar sama ár. Húsin voru flutt inn frá Svíþjóð og voru framleidd þar árin 1967-1969 og notuð sem sumarbústaðir. Húsin voru álhús og voru auðveld í flutningum og uppsetningu. Hvert hús var í raun einn gámur sem var svo dreginn út og var útdreginn samtals 50 fermetrar að stærð og með tveimur svefnherbergjum. Húsin voru sett niður þar sem nú er Heiðarbrún í Hveragerði. Fyrstu íbúar fluttu í húsin 22. júní 1973 og var þessi nýja byggð kölluð Lundabyggð af Vestmannaeyingum. Húsin stóðu þó ekki lengi í Hveragerði því haustið 1974 voru þau tekin niður og flutt til Vestmannaeyja þar sem þau voru sett saman að nýju og notuð sem íbúðarhús til bráðabirgða fyrir Vestmanneyinga sem snúið höfðu til baka og misst höfðu húsin sín í gosinu.

Árið 1973 reisti Viðlagasjóður líka fjölda húsa fyrir Vestmannaeyinga í Hveragerði, svo sem við göturnar Lyngheiði og Borgarheiði, og standa þau hús enn. Þau voru svo seld á almennum markaði árið 1974.

Heimildir:
HérÁrn. Hveragerðishreppur 1999/26. Gjörðabók hreppsnefndar, fundur 4. apríl 1973.
Kristinn Pálsson, Hús-næði og hús-gæði eftir gos. Lífsgæðin í teleskóphúsunum. Ritgerð til BA-prófs í arkitektúr við Listaháskóla Íslands 2014.
Morgunblaðið 14. júlí 1973, bls. 5.
Tíminn 21. júní 1973, bls. 6.
Vísir 27. júní 1973, bls. 7.

Hvar stóðu Ölfusréttir?Ölfusréttir (einnig kallaðar Hveragerðisréttir) í Hveragerði voru hlaðnar fjárréttir sem stóðu vi...
08/09/2023

Hvar stóðu Ölfusréttir?

Ölfusréttir (einnig kallaðar Hveragerðisréttir) í Hveragerði voru hlaðnar fjárréttir sem stóðu við þjóðveginn eins og hann lá þá, nú þar sem eru göturnar Réttarheiði og Bjarkarheiði og garður Hótels Arkar. Ölfusréttir voru hlaðnar árið 1847 og réttað í þeim á hverju ári til ársins 1977 eða í 131 ár. Árið 1984 ákvað Hveragerðishreppur að rífa Ölfusréttir. Á meðfylgjandi mynd er búið að draga útlínur Ölfusrétta á loftmynd af Hveragerði frá árinu 2022. Einnig fylgir með loftmynd af Ölfusréttum frá árinu 1954 og ljósmynd af réttunum frá 1930-1932. Ljósmyndir frá Loftmyndum og Þjóðminjasafni Danmerkur.

Uppdráttur af Hveragerði frá 1965. Þá voru íbúar 739 talsins en eru nú komnir yfir 3.300.Heimild: ÞÍ. Búnaðarfélag Íslan...
15/08/2023

Uppdráttur af Hveragerði frá 1965. Þá voru íbúar 739 talsins en eru nú komnir yfir 3.300.

Heimild: ÞÍ. Búnaðarfélag Íslands 2001/16.

Öll velkomin laugardaginn 19. ágúst á Blómstrandi dögum í Hveragerði.
11/08/2023

Öll velkomin laugardaginn 19. ágúst á Blómstrandi dögum í Hveragerði.

Á laugardaginn mun Njörður Sigurðsson sagnfræðingur rifja upp sögu Hveragerðis eins hefð er fyrir á Blómstrandi dögum. Ekið er í gamalli og glæsilegri rútu í eigu GJ Travel sem áður var Guðmundur Jónasson. Lagt er af stað frá bæjarskrifstofunum við Breiðumörk á klukkutímafresti klukkan 13:00, 14:00, 15:00 og 16:00.

Kvennaskólinn á Hverabökkum var starfræktur í Hveragerði (Breiðamörk 23) frá 1936 til 1955 og var fyrsti húsmæðraskólinn...
28/06/2023

Kvennaskólinn á Hverabökkum var starfræktur í Hveragerði (Breiðamörk 23) frá 1936 til 1955 og var fyrsti húsmæðraskólinn í Árnessýslu. Árný Filippusdóttir (1894-1977) byggði Hverabakka, stofnaði skólann og rak allan starfstíma hans. Nemendur Kvennaskólans á Hverabökkum voru að jafnaði um 20-25 á hverju ári og skólann sóttu stúlkur á aldrinum 16-23 ára alls staðar af landinu þó flestar væru af Suðurlandi. Veturinn 1945-1946 voru 25 stúlkur við nám en þó aðeins þrjár úr Árnessýslu. Á meðfylgjandi mynd má sjá Árnesingana þrjá fyrir framan Hverabakka, frá vinstri Kristrún (1926-2015) og Þórunn Jónsdætur (1924-2010) frá Skipholti í Hrunamannahreppi og Kristín Björg Jóhannesdóttir (1928-2023) frá Ásum í Hveragerði. Ljósmynd frá Kristínu Björg Jóhannesdóttur.

Hveragerði árið 1946, sama ár og íbúar klufu sig úr Ölfushreppi og stofnuðu sérstakt sveitarfélag, Hveragerðishrepp. Ljó...
06/05/2023

Hveragerði árið 1946, sama ár og íbúar klufu sig úr Ölfushreppi og stofnuðu sérstakt sveitarfélag, Hveragerðishrepp. Ljósmynd frá Þjóðminjasafni Danmerkur sem kemur úr skjalasafni Konunglega danska landfræðifélagsins.

Söguganga á Sumardaginn fyrstaHveragerðisbær býður í sögugöngu um Hveragerði með Nirði Sigurðssyni, sagnfræðingi, á Suma...
19/04/2023

Söguganga á Sumardaginn fyrsta

Hveragerðisbær býður í sögugöngu um Hveragerði með Nirði Sigurðssyni, sagnfræðingi, á Sumardaginn fyrsta, 20. apríl. Lagt verður af stað frá Sundlauginni Laugaskarði kl. 13. Öll velkomin og kostar ekkert.

18/04/2023

Söguganga á Sumardaginn fyrsta

Hveragerðisbær býður í sögugöngu um Hveragerði með Nirði Sigurðssyni, sagnfræðingi, á Sumardaginn fyrsta, 20. apríl. Lagt verður af stað frá Sundlauginni Laugaskarði kl. 13. Öll velkomin og kostar ekkert.

Söguferðir um Hveragerði með Nirði Sigurðssyni sagnfræðingi. Sightseeing tours in English.

Blómaböllin í Hveragerði voru lengi fastur liður í menningar- og skemmtanalífi Hveragerðis, og vöktu landsathygli. Hápun...
02/04/2023

Blómaböllin í Hveragerði voru lengi fastur liður í menningar- og skemmtanalífi Hveragerðis, og vöktu landsathygli. Hápunktur hvers blómaballs var val á blómadrottningu. Fyrsta blómaballið fór fram árið 1955 og voru þau árlegur viðburður í áratugi. Síðari ár hefur blómaballið verið hluti af bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum.

Kvenfélag Hveragerðis stóð að hinum árlegu blómaböllum í áratugi. Féð sem kvenfélagskonur öfluðu á blómaböllunum notuðu þær í starfsemi sinni, einkum til að fjármagna byggingu félagsheimilis og síðar rekstur dagheimilis fyrir börn. Undir lok 8. áratugarins tók Ungmennafélag Hveragerðis og Ölfus við dansleikjahaldinu af kvenfélagskonum. Stóð UFHÖ, og einkum knattspyrnudeildin, fyrir blómaböllunum um áraskeið.

Í frétt í Morgunblaðinu árið 1956 er blómaballinu lýst á þennan veg:
"Hvergerðingar kalla það blómaball, Hótel Hveragerði er allt blómum skrýtt og hljómsveitin leikur í rómantísku rjóðri meðal suðrænna pláma og pílviðargreina. Allir herrar ganga með hvítar rósir eða nellikku í barmi sér ,en stúlkur bera rauða rós í hári."

Á myndinni er auglýsing um blómaballið 1965 og frétt um boð knattspyrnudeildar UFHÖ til mótherja á blómaballið 1981.

28/12/2022
Verslunin Blómaborg stendur við Breiðumörk 12 í Hveragerði og er í einu elsta gróðurhúsi Hveragerðis, byggt árið 1950. P...
13/11/2022

Verslunin Blómaborg stendur við Breiðumörk 12 í Hveragerði og er í einu elsta gróðurhúsi Hveragerðis, byggt árið 1950. Paul Michelsen stofnaði garðyrkjustöð í gróðurhúsinu árið 1956 og ræktaði þar blóm og grænmeti. Hann rak þar jafnframt verslun og söluskála sem var vinsæll meðal ferðamanna. Þar var einn af frægustu íbúunum apinn Jobbi sem fékk heimili í Blómaskála Michelsen árið 1960 (nánari upplýsingar um Jobba hér: https://www.facebook.com/HveragerdiSightseeing/posts/pfbid02CQ6Yw4Ag2Y8Am5r3bRJdKHC5zjo1vp6mfVjMKuzPQLsjDAXFpXsioXg5pxUbY7R2l). Árið 1980 fékk söluskálinn heitið Blómaborg.

Skemmtilegar ljósmyndir af Tívolíinu í Hveragerði frá Þjóðskjalasafni Íslands.
02/11/2022

Skemmtilegar ljósmyndir af Tívolíinu í Hveragerði frá Þjóðskjalasafni Íslands.

Þessi kílómetrasteinn er við þjóðveg 1 við Hveragerði og á honum stendur "45 km frá Rvk". Upphaflega hefur hann staðið v...
21/10/2022

Þessi kílómetrasteinn er við þjóðveg 1 við Hveragerði og á honum stendur "45 km frá Rvk". Upphaflega hefur hann staðið við gamla þjóðveginn og verið reistur um það leyti sem hann var lagður eða 1895-1896, en á dönsku herforingjaráðskorti frá 1909 má sjá staðsetningu hans. Steininn hefur svo verið færður á núverandi stað árið 1972 þegar nýr þjóðvegur var lagður.

Kílómetrasteinar voru í upphafi lagðir á fimm kílómetra fresti frá Reykjavík. Á leiðinni austur yfir Hellisheiði virðast þeir hafa verið lagðir allt austur að Hellu. Upphafspunktur mælinga vegalengda frá Reykjavík var og er í Aðalstræti. Fáir af þeim steinum sem voru lagðir á leiðinni austur frá Reykjavík árin 1895-1896 eru eftir.

Kílómetrasteinar eða mílusteinar eiga sér langa sögu erlendis og voru til þess að veita vegfarendum upplýsingar um hversu langt þeir væru frá tilteknum stað. Í enskri tungu eru mílusteinar eða „milestones“ svo rótgróið hugtak að það er notað um hvers kyns áfanga. Á Íslandi er þessi hefð mun yngri og má líklega rekja hana til þess er farið var að leggja vegi umfram troðninga.

Heimild: Viktor Arnar Ingólfsson: „Kílómetrarsteinar.“ Framkvæmdafréttir 6:30 (2022), bls. 14-17.

Á þessu ári kom út grein eftir kanadíska rithöfundinn Steven Bright um kanadíska hermenn á Íslandi í síðari heimsstyrjöl...
15/10/2022

Á þessu ári kom út grein eftir kanadíska rithöfundinn Steven Bright um kanadíska hermenn á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. Í greininni er m.a. fjallað um veru hermannanna í Hveragerði sumarið 1940. Greinin birist í tímaritinu Canadian Military History og er titill hennar "Z Force on the Ground: The Canadian Deployment to Iceland, 1940-41" og má nálgast hana hér: https://scholars.wlu.ca/cgi/viewcontent.cgi?article=2090&context=cmh&fbclid=IwAR2UxNeFvN9uNNsV8FcK-uqvtEWEYjlCkxaIAl6QXnb0rXCpbP2tT3tv4R0.

Í þættinum Sögur af landi, sem fluttur var um helgina, er að finna viðtal við Njörð Sigurðsson, sagnfræðing, frá síðasta...
28/08/2022

Í þættinum Sögur af landi, sem fluttur var um helgina, er að finna viðtal við Njörð Sigurðsson, sagnfræðing, frá síðasta ári þar sem hann segir frá Hveragerðisskáldunum og ýmsu fleiru um sögu bæjarins.

Landsbyggðin, höfuðborgin og allt þar á milli.

Fjöldi gesta skellti sér í sögugöngu á Blómstrandi dögum um helgina.
15/08/2022

Fjöldi gesta skellti sér í sögugöngu á Blómstrandi dögum um helgina.

Á Blómstrandi dögum 2022 býður Hveragerðisbær í söguferðir um Hveragerði. Laugardagurinn 13. ágústKl. 13 - SögugangaKl. ...
09/08/2022

Á Blómstrandi dögum 2022 býður Hveragerðisbær í söguferðir um Hveragerði.

Laugardagurinn 13. ágúst
Kl. 13 - Söguganga
Kl. 15 - Söguferð á rafmagnshlaupahjólum frá Hopp. Einnig er tilvalið að koma með sitt eigið. Munið að taka með hjálma.

Sunnudagurinn 14. ágúst
Kl. 13 – Söguganga

Öll velkomin og kostar ekkert
Lagt af stað frá íþróttahúsinu við Skólamörk

Nýtt söguskilti í Hveragerði Í gær var afhjúpað nýtt söguskilti í Hveragerði og er það um þjóðleiðirnar sem hafa legið u...
30/04/2022

Nýtt söguskilti í Hveragerði

Í gær var afhjúpað nýtt söguskilti í Hveragerði og er það um þjóðleiðirnar sem hafa legið um Hveragerði í þúsund ár. Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur, gerði texta skiltisins og argh; grafísk hönnun hannaði útlit þess. Söguskiltið er staðsett vestast í Hveragerði við gamla þjóðveginn.

Hveragerðisbær býður til sögugöngu með Nirði Sigurðssyni sagnfræðingi á Sumardaginn fyrsta, 21. apríl. Lagt er af stað f...
20/04/2022

Hveragerðisbær býður til sögugöngu með Nirði Sigurðssyni sagnfræðingi á Sumardaginn fyrsta, 21. apríl. Lagt er af stað frá Sundlauginni Laugaskarði kl. 13. Öll velkomin.

Húsið Magni við BröttuhlíðEitt af húsum Dvalarheimilisins Áss í Hveragerði sem stendur við Bröttuhlíð heitir Magni og dr...
13/03/2022

Húsið Magni við Bröttuhlíð

Eitt af húsum Dvalarheimilisins Áss í Hveragerði sem stendur við Bröttuhlíð heitir Magni og dregur nafn sitt af saumaverksmiðju sem þar var rekin í um tvo áratugi. Verksmiðjan Magni hf. framleiddi í áratugi tjöld, svefnpoka, bakpoka og annan útivistarbúnað ásamt vinnufötum svo eitthvað sé nefnt. Fyrirtækið var stofnað árið 1938 af Jóhanni Karlssyni (1903-1979) kaupmanni. Árið 1952 flutti fyrirtækið frá Reykjavík í nýtt hús í Hveragerði, Bröttuhlíð 20, og unnu þá um 20 manns við að hanna og sauma vörur fyrirtækisins. Árið 1972 var húsið í Hveragerði selt Dvalarheimilinu Ás og fyrirtækið flutt til Hafnarfjarðar. Dvalarheimilið á enn húsið og hefur það í gegnum tíðina verið nýtt í starfsemi þess. Síðar var byggt við húsið og nú er eldaður matur þar fyrir Dvalarheimilið Ás og öll Grundarheimilin í Reykjavík.

Ullarverksmiðjan Reykjafoss í Hveragerði Ullarverksmiðja var starfrækt við Reykjafoss í Varmá frá 1902-1914. Verksmiðjan...
05/03/2022

Ullarverksmiðjan Reykjafoss í Hveragerði

Ullarverksmiðja var starfrækt við Reykjafoss í Varmá frá 1902-1914. Verksmiðjan var reist til þess að vinna afurðir úr íslenskri ull og var tilraun til þess að auka arðsemi íslenskrar ullar. Húsið var tveggja hæða timburhús með risi, byggt á steinlímdum grunni. Það var um 110 m² að grunnflatarmáli. Verksmiðjan ásamt vélarsal var á neðri hæð en herbergi fyrir íbúa á hæð og í risi. Lítill hver var við húsið en hann mun þó ekki hafa verið notaður til hitunar. Vatn var leitt í tréstokk úr Varmá að verksmiðjunni og þar var vatnshjól sem snéri öxlum og reimum sem tengdar voru við vélar verksmiðjunnar. Framleiðslan gekk þó ekki eins vel og vonir höfðu staðið til en lopi, sem var aðalframleiðsluvaran, þótti ekki henta nógu vel til tóskapar og varð fyrirtækið gjaldþrota árið 1914. Húsið var rifið í maí 1915 og selt á uppboði ásamt vélum. Enn sjást sökklar hússins.

Ullarverksmiðjan var fyrsta tilraun til búsetu í Hveragerði í samtímanum en þéttbýlismyndun hófst þó ekki fyrr en um 1930. Ýmsar nýjungar bárust með ullarverksmiðjunni, s.s. vatnsaflsrafstöð sem var sú fyrsta í héraðinu og rafmagnsgötulýsing yfir hverasvæðið í Hveragerði.

Deilt um snjómokstur á HellisheiðiÞað er ekki nýtt að skiptar skoðanir séu um snjómokstur á Hellisheiði eins og fréttir ...
21/02/2022

Deilt um snjómokstur á Hellisheiði

Það er ekki nýtt að skiptar skoðanir séu um snjómokstur á Hellisheiði eins og fréttir hafa verið um undanfarið. Ólafur Ketilsson (1903-1999), bifreiðastjóri á Laugarvatni, var landsþekktur maður og lá ekki á skoðunum sínum um vegagerð og samgöngumál, þ.m.t. um snjómokstur. Í viðtali árið 1993 sagði Ólafur frá viðbrögðum sínum er hann fékk nóg af svörum Vegagerðar ríkisins þegar spurt var um snjómokstur á Hellisheiði og svörum sem voru venjulega á þessa leið: „Ja, það er verið að skoða það“. Eitt sinn tók Ólafur með sér fullan poka af snjó til Vegagerðar ríkisins í Reykjavík: „Ég var orðinn þreyttur á þessu svari og sagði þeim að þeir þyrftu ekki að skoða snjóinn neitt. Hann væri alltaf eins. Og upp úr því kom ég með þennan poka og henti honum inn í gangklefann hjá Vegagerðinni og bað þá að skoða í hann […] þeir gerðu náttúrulega ekkert annað en að moka snjónum út og bölva. Já, ég henti snjónum inn á gang hjá þeim.“

Í sama viðtali kom fram að Ólafur hefði stundum þurft að taka sjálfur fram skófluna vegna seinagangs við snjómokstur á Hellisheiði. Á ljósmyndinni eru hann og félagar hans að moka snjó á Hellisheiði veturinn 1930-1931. F.v. eru Guðlaugur og Karl Magnússynir, Ólafur Ketilsson og Stefán Diðriksson. Í bakbrunni er bifreiðin, Nýi-Ford, RE-482 og síðar ÁR-29.

Heimildir: Páll Lýðsson: „Einn vegur í austur – og annar í vestur. Heimildarviðtal við Ólaf Ketilsson sérleyfishafa.“ Árnesingur VII (2006), bls. 117-146.
Ljósmynd: Þjóðminjasafn Íslands/Jón Kaldal, https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=763478

Samkeppni mjólkurbúanna tveggja á Suðurlandi endurspeglast skemmtilega í þessari opnu í tímaritinu Íslenzka vikan frá 19...
23/11/2021

Samkeppni mjólkurbúanna tveggja á Suðurlandi endurspeglast skemmtilega í þessari opnu í tímaritinu Íslenzka vikan frá 1934. Mjólkurbú Ölfusinga í Hveragerði var stofnað af kúabændum í Ölfusi árið 1928, það tók til starfa árið 1930 en varð gjaldþrota 1938.

Flestir kúabændur í Ölfusi lögðu mjólk í Mjólkurbú Ölfusinga, auk bænda úr Grímsnesi, á Skeiðum og úr Rangárvallasýslu. Um kúabændur á Suðurlandi stóð Ölfusbúið í harðvítugri samkeppni við Mjólkurbú Flómanna á Selfossi sem tók til starfa 1929. Stundum réði pólitísk afstaða bænda því hvert þeir beindu viðskiptum sínum, Flóabúið var nefnt framsóknarbú en Ölfusbúið íhaldsbú. Það sem hefur þó skipt mestu máli var verðið sem bændur fengu fyrir hvern mjólkurlítra og þar bauð Flóabúið betur, m.a. vegna hagstæðs samstarfs um mjólkurflutninga við Kaupfélag Árnesinga, sem Ölfusbúið átti ekki kost á.

Address

Borgarhraun 34
Hveragerði
810

Telephone

+3548203322

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Söguferðir í Hveragerði / Hveragerði Sightseeing posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Söguferðir í Hveragerði / Hveragerði Sightseeing:

Videos

Share

Category


Other Hveragerði travel agencies

Show All