10/12/2024
Flandrr ferðamiðstöð varð til sem umgjörð og samnefnari fyrir ferðablætið mitt.
Í hinu alræmda kófi magnaðist ferðaþráin mjög mikið og ég bjó til sýndarferðalög sem send voru út í gegnum Zoom í samstarfi við Heimsferðir. Þegar upp var staðið höfðu orðið til 10 sýndarferðalög og yfir 10.000 manns höfðu tekið þátt.
Í framhaldinu fór ég að útfæra reynsluna og þann fróðleik sem ég hafði aflað mér og pistlaskrifin hófust.
Í kjölfarið fór ég að setja saman ferðir til Ítalíu, Slóveníu og Króatíu. Ferðirnar mótast af áhugasviði mínu sem er hreyfing, menning, tónlist og léttleiki.
Þessa forvinnu legg ég svo í hendurnar á löggildum ferðaskrifstofum með ferðaskrifstofuleyfi. Heimsferðir er sú ferðaskrifstofa sem ég vinn oftast fyrir en Fiðrildi (Fiðrildaferðir) er ný ferðaskrifstofa sem ég vinn fyrir.
Ágústa Sigrún er menntaður leiðsögumaður frá Leiðsöguskóla Íslands og hef alla þessa öld fengist við fararstjórn og leiðsögn í bland við mannauðsstjórnun, markþjálfun og söng.
Ykkur er velkomið að fá ykkur af þessu hlaðborði upplýsinga og skrá ykkur á póstlistann. www.flandrr.is
Hittumst heil !