Jarðfræðikort af Geldingadölum, 3D
Uppfært þrívíddarkort af hrauninu í Geldingadölum miðað við stöðuna frá 21. apríl 2021.
Kortið má nálgast á slóðinni: http://jardfraedikort.is/ddd/geldingadalir_3D/
Endilega að prófa!
Kortið er unnið í samstarfi við Jarðvísindastofnun Háskólans, Landmælingar Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands. Kortagerð hjá ÍSOR annaðist Albert Þorbergsson.
Iceland and Geothermal Energy
Stærsta jarðvarmasýning heims, World Geothermal Congress, WGC2020+1 verður haldin á Íslandi og í netheimum núna í ár. Við hvetjum ykkur öll til að fylgjast með opnunarviðburðinum í streymi kl. 15 í dag á: www.wgc2020.com
Harnessing geothermal energy has had an incredible impact on the quality of life in Iceland. It was an important part in Iceland‘s complete switch to renewable energy in both house-heating and electricity production. Iceland also pioneered the cascading use of geothermal which has created innovative products. Geothermal energy is an essential part of Iceland‘s sustainability story!
This afternoon, Iceland is proud to welcome the World Geothermal Congress, WGC2020+1, where geothermal experts across the world will show how geothermal energy will help us create a sustainable future together. Tune in at 15:00 GMT today at www.wgc2020.com
Ársfundur ÍSOR 2020
Jarðhitanýting og náttúruvá - Samspil náttúru og nýtingar
Ársfundur ÍSOR 2020 haldinn 4. júní nk. kl. 13-16.
Hlökkum til að vera með ykkur í streymi (hlekkur kemur síðar) eða að Grensásvegi 9 (eftir því sem reglur og húsrúm leyfa).
Skráning í gengum netfangið: [email protected]
Dagskrá:
- Ávarp stjórnarformanns ÍSOR - Þórdís Ingadóttir
- Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra - Guðmundur Ingi Guðbrandsson
- Ávarp fráfarandi forstjóra - Ólafur G. Flóvenz
- Notkun gervitungla við jarðhitarannsóknir og til eftirlits með vinnslu - Ásdís Benediktsdóttir
- Jarðskjálftar og jarðhitavinnsla - Egill Árni Guðnason
- Lághitasvæði og jarðhræringar - Sigurveig Árnadóttir
- Efnaeftirlit á jarðhitasvæðum - Finnbogi Óskarsson
- Breytingar á jarðhitavirkni á yfirborði - Sigurður Garðar Kristinsson
- Ávarp nýs forstjóra - Árni Magnússon (upptaka frá útlöndum)
Ársfundur ÍSOR 2020
Jarðhitanýting og náttúruvá - Samspil náttúru og nýtingar
Ársfundur ÍSOR 2020 haldinn 4. júní nk. kl. 13-16.
Hlökkum til að vera með ykkur í streymi (hlekkur kemur síðar) eða að Grensásvegi 9 (eftir því sem reglur og húsrúm leyfa). Skráning í gengum netfangið: [email protected]
Dagskrá:
- Ávarp stjórnarformanns ÍSOR - Þórdís Ingadóttir
- Ávarp umhverfis- og auðlindaráðherra - Guðmundur Ingi Guðbrandsson
- Ávarp fráfarandi forstjóra - Ólafur G. Flóvenz
- Notkun gervitungla við jarðhitarannsóknir og til eftirlits með vinnslu - Ásdís Benediktsdóttir
- Jarðskjálftar og jarðhitavinnsla - Egill Árni Guðnason
- Lághitasvæði og jarðhræringar - Sigurveig Árnadóttir
- Efnaeftirlit á jarðhitasvæðum - Finnbogi Óskarsson
- Breytingar á jarðhitavirkni á yfirborði - Sigurður Garðar Kristinsson
- Ávarp nýs forstjóra - Árni Magnússon (upptaka frá útlöndum)
Jarðhitanýting og náttúruvá - Ársfundur ÍSOR 2020
Jarðhitanýting og náttúruvá er yfirskrif ársfundar ÍSOR sem haldin verður þann 4. júní nk.
Einiberjahólshraun verður síðasta jólahraunavísan - GLEÐILEG JÓL.
Skammt austur af Sýrfelli á Reykjanesi er lágvaxinn hóll, Einiberjahóll. Hann er að mestu lynggróinn en einnig er þar nokkuð um eini. Hóllinn er gígur eða eldvarp sem veitt hefur frá sér nokkru hrauni. Útbreiðsla þess er óljós þar sem það er umflotið yngra hrauni að stórum hluta, svonefndu Klofningahrauni sem er um 2000 ára gamalt.
Norðan hólsins rennur Einiberjahólshraun saman við hraun frá dyngjunni Sandfellshæð. En dyngjan sú er ein af þeim stærstu á Reykjanesskaga og talin um 14 þúsund ára gömul.
Einiberjahóll ber með sér að vera afar gamall. Í hrauntröð í honum er að finna talsverðan moldarjarðveg sem hefur að geyma allmörg gjóskulög. Við nánari skoðun kom fram að þar er að finna 5-6 öskulög sem urðu til við gos í sjó við strendur Reykjaness á forsögulegum tíma. Yngsta lagið er um 2000 ára gamalt en það elsta ríflega 8000 ára. Samkvæmt því er Einiberjahólshraun að minnsta kosti 8000 ára gamalt en líklega eldra. Mikil líkindi eru með hrauninu og Sandfellshæðarhraunum og torvelt að greina þar á milli. Talið hefur verið að Einiberjahóll sé aukagígur á Sandfellshæðardyngjunni og því jafnaldra henni.
Þó að Einiberjahóll sé ekki mikill á að líta lumar hann á mikilvægum upplýsingum um gossögu Reykjaneskerfisins.
Vísur og texti Árni Hjartarson og Magnús Á. Sigurgeirsson.
GLEÐILEG JÓL
MERRY CHRISTMAS
Á milli Bláfjalls og Fremri-Náma er forn dyngja sem stingur kolli sínum upp úr hraunum Ketildyngju. Hún hefur verið nefnd Skjaldbaka vegna lögunar sinnar. Það sem sést af dyngjunni er vart meira en einn ferkílómetri. Allmikill gígur er í toppi hennar, um 80 m í þvermál og 20 m djúpur. Ketildyngja, sem að mestu hefur kaffært Skjalböku, er talin vera um 4000 ára gömul en hins vegar benda gjóskulög til að Skjaldbaka sé meira en 7000 ára gömul. Segja má að Skjaldbaka sé nú vel utan alfaraleiða en svo hefur þó ekki alltaf verið. Fyrr á öldum var stundað brennisteinsnám í Fremri-Námum og fóru námamenn þá gjarnan um Skjaldböku á leið sinni til og frá námunum.
Vísur og texti Árni Hjartarson og Magnús Á. Sigurgeirsson.
Upptök Tvíbollahrauns eru í Tví-Bollum eða Mið-Bollum, öðru nafni, í Grindarskörðum. Tví-Bollar eru tveir samliggjandi gígar í brúnum Grindarskarða, í um 480 m hæð yfir sjó. Hraunið hefur fossað niður bratta hlíðina niður á láglendið en einnig runnið í lokuðum rásum. Í hrauninu er nokkuð um hella, m.a. svokallaða Dauðadalshella. Hraunið flæmdist síðan til norðurs milli móbergshnúka og klapparholta allt niður undir Hvaleyrarholt við Hafnarfjörð. Tvíbollahraun er runnið eftir landnám og er eitt af nokkrum hraunum sem brunnu í miklum eldum á 10.–11. öld.
Vísur og texti Árni Hjartarson og Magnús Á. Sigurgeirsson.
Skógarmannafjöll eru skuggalegir og tindóttir móbergshryggir á Mývatnsöræfum suður af Búrfellshrauni. Austan undir þeim hefur Skógarmannahraun runnið úr stuttri gossprungu fyrir 3000–4000 árum.
Hraunið er afar lítið og ómerkilegt og það eina sem það hefur að hreykja sér af er nafnið og sá útilegumanna- og ævintýrahljómur sem í því er. Enginn veit þó hvaðan Skógarmennirnir komu né hvert þeir stefna.
Vísur og texti Árni Hjartarson og Magnús Á. Sigurgeirsson.
Í Ódáðahrauni, norður af Herðubreiðarfjöllum, liggja gjár í röðum til norðurs. Eru gjáveggirnir sums staðar 10–20 m háir. Eins og vænta má eru mörg örnefni þarna dregin af veggjunum, s.s. Veggjafell, Veggir, Útigönguveggur, Langiveggur og Veggjabunga. Yngsta örnefnið af þessu tagi er Veggjatunga.
Veggjatunga er hraun í Ódáðahrauni skammt sunnan dyngjunnar Veggjabungu. Hraunið er tungulaga eins og nafnið ber með sér, um 4,5 km langt og 0,5–1 km breitt. Nafnið varð til þegar starfsmenn ÍSOR unnu að kortlagningu í Norðurgosbeltinu sumarið 2012.
Það sem er óvenjulegt við þetta hraun, og telja verður merkilegt, er að engir geinilegir upptakagígar eru sjáanlegir, heldur hefur hraunið ollið eða gubbast upp um gjá. Allnokkur dæmi eru um hraun sem runnið hafa frá gjám í Ódáðahrauni en einnig norðar (sbr. Skinnstakkahraun), án þess að eiginlegir gígar hafi myndast. Hraun af þessari gerð hafa verið kölluð „gjávellur“ á meðal jarðfræðinga hjá ÍSOR. Gjávellurnar eru staðfesting á því að hraun geti hlaupið langar leiðir eftir gjám og komið upp á yfirborðið mjög fjarri upptökum.
Vísur og texti Árni Hjartarson og Magnús Á. Sigurgeirsson.
Yngra-Stampahraun er að finna á Reykjanesi, vestast á Reykjanesskaga. Hraunið er ekki stórt, aðeins um 4 km2 að flatarmáli, en býr þó yfir allmerkilegri sögu ef grannt er skoðað.
Hraunið rann frá gígröð sem liggur frá sjávarhömrum við ströndina og um 4 km til NA. Gígarnir eru flestir lágir klepra- og gjallgígar. Nyrstu tveir gígarnir eru með þeim stærstu og heita Stampar. Aðrir nafngreindir gígar eru Miðahóll, Eldborg dýpri og Eldborg grynnri.
Yngra-Stampahraun er eitt þeirra hrauna sem runnu í Reykjaneseldum á 13. öld, n.t.t. á tímabilinu 1210-1240. Önnur hraun eru Illahraun, Arnarseturshraun og Eldvarpahraun, sem eru austar. Gossprungan sem fæddi Yngra-Stampahraun opnaðist fyrst í sjó við SV-strönd Reykjaness. Þar sem glóandi kvikan komst í snertingu við sjóinn urðu kröftugar gufusprengingar og byggðust upp tveir gjóskugígar af hverfjallsgerð. Eldri gígurinn er í fjöruborðinu en sá yngri hafði gosmiðju um hálfan kílómetra undan landi, þar sem drangurinn Karl stendur. Hluta af gígrimum beggja þessara gíga má sjá á ströndinni enn í dag.
Þegar gosum í sjó linnti hófst hraungos frá gígaröð á landi. Hraun rann þá meðal annars upp að gjóskukeilunum við ströndina og markar nú útlínur þeirra.
Athuganir benda til að gosið á Yngri-Stampagígaröðinni hafi orðið í upphafi Reykjaneselda á 13. öld. Virknin færðist síðan til austurs, í Eldvörp og á Svartsengissvæðið. Í fornum heimildum er getið um a.m.k. sex gos í sjó undan Reykjanesi á 13. öld.
Vísur og texti Árni Hjartarson og Magnús Á. Sigurgeirsson.
Skildingahraun dregur nafn sitt af keilulaga hraunhól, Skildingahól, um 4 km norðvestur af Þeistareykjum. Nafn hólsins er til komið vegna þjófnaðarmáls fyrir um tvö hundruð árum en þá var peningum stolið frá Þorsteini ríka í Reykjahlíð við Mývatn (d. 1828). Skildingahraun er eitt stærsta hraunið á Þeistareykjasvæðinu, en aðeins hið mikla Stóravítishraun er stærra.
Yngri hraun hafa runnið víða inn á Skildingahraun og er útbreiðsla þess því óljós en er þó meiri en 100 ferkílómetrar.
Upptök hraunsins eru í allstórum gíg skammt norðan Skildingahóls. Samkvæmt gjóskutímatali er aldur hraunsins hár, eða á milli 14–15 þúsund ár, sem kemur hrauninu í flokk með elstu hraunum landsins. Þessi hái aldur sýnir að Þeistareykjasvæðið varð íslaust fljótlega eftir að ísaldarjökullinn tók að hörfa. Ein álma úr hrauninu rann norður fyrir Höfuðreiðarmúla og til vesturs eftir Geldingadal niður undir Aðaldal. Þar mætti hraunið jökli sem legið hefur í dalnum á þessum tíma og fór ekki lengra. Myndar hraunkanturinn klettabelti sem heitir Stöplar. Í sandnámu þar má sjá þykkt lag af ljósum, vatnsskoluðum vikri ofan á hrauninu. Um er að ræða kötlugjósku sem nefnd hefur verið Vedde-askan og er um 12 þúsund ára gömul. Þessa gjósku má líka finna sem jafnfallið lag ofan á hrauninu við Þeistareyki.
Vísur og texti Árni Hjartarson og Magnús Á. Sigurgeirsson.