ÍSOR - Iceland GeoSurvey

ÍSOR - Iceland GeoSurvey Jarðhitarannsóknir, ráðgjöf, þjónusta og kennsla í 80 ár

ÍSOR, Íslenskar orkurannsóknir, er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. Hlutverk ÍSOR er að vinna að verkefnum og rannsóknum á sviði náttúrufars, orkumála og annarra auðlindamála. ÍSOR starfar á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði.

23/12/2024
10/12/2024

ÍSOR vinnur með velflestum hitaveitum landsins við margvíslega ráðgjöf m.a. varðandi jarðhitaleit, staðsetningu borholna o.fl. Verulegur árangur hefur náðst á þessu sviði á þessu ári, um allt land, nú síðast á höfuðborgarsvæðinu. 🎯👏

26/11/2024

Hjá ÍSOR starfar öflugur hópur fólks, um 55 starfsmenn, sem á hálfri öld hefur tekið þátt í að byggja upp einstæða þekkingu á jarðhita, eðli hans og aðferðum til að nýta hann.

ÍSOR annaðist ráðgjöf við Veitur í jarðhitaleit á Kjalarnesi og í Geldinganesi, m.a. við staðsetningar jarðhitahola. 👏 Á...
20/11/2024

ÍSOR annaðist ráðgjöf við Veitur í jarðhitaleit á Kjalarnesi og í Geldinganesi, m.a. við staðsetningar jarðhitahola.
👏 Árangurinn er mikill og góður eins og kemur fram í meðfylgjandi frétt.
Raunar hefur hver veigamikill jarðhitafundurinn rekið annan allt þetta ár og við erum mjög stolt af okkar aðkomu að þessum verkum. 🤝🌏

Vinna við að bora eftir heitu vatni á Brimnesi á Kjalarnesi og á Geldinganesi hefur skilað árangri því heitt vatn hefur fundist á báðum stöðum og þar með bætast tvö ný lághitasvæði innan höfuðborgarsvæðisins við þau fjögur sem fyrir voru á svæðinu gangi allt að ósku...

Við hjá ÍSOR erum stoltir handhafar Jafnvægisvogarinnar 2024 ⚖️Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvi...
12/10/2024

Við hjá ÍSOR erum stoltir handhafar Jafnvægisvogarinnar 2024 ⚖️

Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), í samstarfi við hagaðila. Viðurkenningarnar eru veittar til þeirra fyrirtækja og stofnana sem náð hafa árangri í að jafna kynjahlutföll í efsta lagi stjórnunar.

Jafnrétti er ákvörðun!

Jafnvægismerkið 2024 hlutu 130 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar fyrir framlag sitt að settum markmiðum.

Árni Magnússon, forstjóri ÍSOR, tók þátt í viðskiptasendinefnd Forseta Íslands í Kaupmannahöfn, þar sem mikil áhersla va...
10/10/2024

Árni Magnússon, forstjóri ÍSOR, tók þátt í viðskiptasendinefnd Forseta Íslands í Kaupmannahöfn, þar sem mikil áhersla var lögð á græna orku og loftslagsmál og það hvernig Íslendingar og Danir geta aukið samstarf sitt, m.a. á þeim sviðum.
Árni tók af því tilefni þátt í pallborðsumræðum á viðskiptaþingi skipulögðum af Grænvangi og State of Green, sem haldið var í höfuðstöðvum Dansk Industri. Þar lagði hann m.a. áherslu á stórkostlega vannýttar auðlindir jarðvarma í Evrópu og mögulegt samstarf þjóðanna á því sviði, sem og vind- og birtuorku.
Þá ræddi hann kosti þess að nýta sameiginlegan slagkraft Norðurlandanna við fjármögnun grænna verkefna á heimaslóð og kallaði eftir einföldun evrópsks regluverks, sem verður sífellt meira íþyngjandi fyrir atvinnulífið, m.a. við þróun grænna verkefna.
Enn fremur að brýnt væri að fyrirtæki í orkuiðnaði stæðu jafnréttisvaktina innan greinarinnar og gerðu allt sem í þeirra valdi stæði til að laða að henni ungt, vel menntað og hæfileikaríkt fólk.

Áfram berast góðar fréttir af leit að jarðhita og nú úr Skagafirði. ÍSOR starfar sem ráðgjafi Skagafjarðarveitna og boru...
24/09/2024

Áfram berast góðar fréttir af leit að jarðhita og nú úr Skagafirði. ÍSOR starfar sem ráðgjafi Skagafjarðarveitna og borun Ræktunarsambandsins hefur nú leitt til afar jákvæðrar niðurstöðu, raunar enn betri en fréttin gefur til kynna, því nýja borholan mun að líkum anna eftirspurn um 500 meðalheimila.

Sveitarstjóri í Skagafirði telur ólíklegt að þörf verði á að skerða heitt vatn til notenda í vetur líkt og þurfti að gera í kuldaköstum síðasta vetur. Niðurstöður á nýrri borholu sýna að um öfluga borholu er að ræða. 

Árni Magnússon, forstjóri ÍSOR, tók í síðustu viku þátt í evrópskri jarðhitaráðstefnu, Budapest Geothermal Energy Summit...
23/09/2024

Árni Magnússon, forstjóri ÍSOR, tók í síðustu viku þátt í evrópskri jarðhitaráðstefnu, Budapest Geothermal Energy Summit.
Mikil vakning er í álfunni um gildi jarðhita sem orkugjafa, ekki síst út frá öryggissjónarmiði.
Árni lagði áherslu á reynslu Íslendinga í þeim efnum, hvernig nýting jarðhitans hefur stóraukið lífsgæði okkar og hvað við höfum fram að færa á þeim vettvangi sem aðrar þjóðir geta nýtt sér.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Árni Magnússon, forstjóri ÍSOR, kynntu í dag árangur...
09/09/2024

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Árni Magnússon, forstjóri ÍSOR, kynntu í dag árangur af sérstakri jarðhitaleit á Reykjanesi, sem fram hefur farið á síðustu mánuðum.
Sú leit hefur leitt til þeirrar niðurstöðu að hættunni á heitavatnslausum Suðurnesjum er afstýrt, jafnvel þótt svo illa færi að Svartsengis nyti ekki við.
Enn fremur er fjallað um góðan árangur af jarðhitaleit víða um land á undanförnum misserum og vinnu við uppfært jarðvarmamat fyrir landið allt, sem nú hefur verið hrundið af stað.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið stendur fyrir kynningu á stöðu jarðhitamála á Suðurnesjum mánudaginn 9. september kl. 15.30. Staða orkumála á Suðurnesjunum og afhendingaröryggi hefur verið töluvert í sviðsljósinu frá því jarðhræringar hófust í nágrenni Grindaví...

Ráðgjöf ÍSOR skilar góðum árangri við jarðhitaleit á Selfossi
06/09/2024

Ráðgjöf ÍSOR skilar góðum árangri við jarðhitaleit á Selfossi

Jarðhitaleit á Selfossi er að bera árangur en í lok ágúst var staðfest að holan við Sóltún væri með vatn í vinnanlegu magni.

Íslenskar orkurannsóknir og Háskólinn á Akureyri héldu í júní ráðstefnu um rannsóknir sínar með vísindamönnum úr leiðang...
02/09/2024

Íslenskar orkurannsóknir og Háskólinn á Akureyri héldu í júní ráðstefnu um rannsóknir sínar með vísindamönnum úr leiðangri 396 innan "The International Ocean Discovery Program (IODP)" ásamt tveggja daga vettvangsferð á Norðausturlandi. Ráðstefnan fór fram dagana 17-21. júní í Háskólanum á Akureyri.

Á ráðstefnunni var rætt um helstu niðurstöður leiðangursins og nýbirtar rannsóknaafurðir, auk þess sem leitað var tækifæra og samstarfsaðila í þær framhaldsrannsóknir sem eru á teikniborðinu. Í leiðangri 396 voru teknir borkjarnar úr 21 rannsóknaborholu af sjávarbotni á Vøring-sléttunni austur af Jan Mayen-hryggnum, á svæði sem geymir einstök dæmi um eldvirkni á plötuskilum og veitir innsýn í þá ferla sem leiddu til opnunar NA-Atlantshafs og myndunar Íslands.

Megintilgangur leiðangursins var að prófa tilgátuna um að hitahámarkið við mörk paleósen og eósen skeiðanna (the Palaeocene–Eocene Thermal Maximum) hafi orðið vegna losunar kolefnis af völdum jarðvarma sem kom til vegna kvikuinnskota og/eða eldgosa sem höfðu stórfelld áhrif á loftslag jarðar fyrir um það bil 56 milljónum ára.

Á hafsbotninum úti fyrir Norðurlandi er víða að finna stórfengleg ummerki um eldsumbrot og jarðskorpuhreyfingar og úr þeim má meðal annars meta áhrif þeirra á loftslag og vistkerfi. Gögnin sem aflað var í leiðangrinum gefa nýja innsýn í bergfræði svæðisins og gera kleift að marka betur af þau jarðeðlisfræðilíkön sem skýra hraða myndun stórra storkubergsfleka og áhrif þeirra á aðlæg kerfi, sem og á hnattrænum skala. Samanburður á gögnunum undan hafsbotni við landfræðileg form á Íslandi gefur frekari innsýn í myndunarsögu svæðisins. Rannsóknir sem þessar auka skilning okkar á áhrifum stórfelldra eldsumbrota á landmótun, loftslag og lífríki, auk þess að gefa grunn að hagnýtum rannsóknum, svo sem varðandi kolefnisbindingu og jarðvarmanýtingu.

Vísindafólk leiðangurs 396 eru alþjóðlega viðurkenndir sérfræðingar frá 14 þjóðlöndum, meðal annars í hafsbotnsjarðfræði, eldfjallafræði, bergfræði, loftslagsfræði, hafsbotnsborunum og fleira.

Nánar um leiðangur 396: https://iodp.tamu.edu/scienceops/expeditions/norwegian_continental_margin_magmatism.html

Nánar um vettvangsferð á Norðausturlandi: https://storymaps.arcgis.com/stories/e0f0fb7e8cb94428bf44ede6e69c4a74

Þann 1. júlí síðastliðinn tók Bjarni Richter, jarðfræðingur og sviðsstjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá ÍSOR, við...
12/07/2024

Þann 1. júlí síðastliðinn tók Bjarni Richter, jarðfræðingur og sviðsstjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá ÍSOR, við starfi forstöðumanns Jarðhitaskólans – GRÓ-GTP.
Bjarni er jarðhitasérfræðingur með yfir 25 ára reynslu og hefur starfað hjá ÍSOR frá stofnun þess. Þar á undan var hann á Rannsóknarsviði Orkustofnunar. Hann hefur einnig unnið á öðrum sviðum jarðvísinda sem og verið í framkvæmdastjórn ÍSOR til margra ára. Guðni Axelsson jarðeðlisfræðingur, sem gegnt hefur stöðu forstöðumanns GRÓ-GTP frá 2019, hverfur nú til sinna fyrri starfa hjá ÍSOR.

Jarðhitaskólinn hefur starfað frá árinu 1979 og er ein fjögurra þjálfunaráætlana sem reknar eru undir GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu. Hinar áætlanirnar eru Jafnréttisskólinn, Landgræðsluskólinn og Sjávarútvegsskólinn.
GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu starfar undir merkjum UNESCO, Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, og hefur frá upphafi verið ein af helstu stoðum í íslenskri þróunarsamvinnu. Miðstöðin starfar á þeim sviðum þar sem Ísland hefur sérþekkingu sem getur nýst þróunarlöndum við að stuðla að framgangi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Nánari upplýsingar um miðstöðina má finna á vef GRÓ www.grocentre.is

Í síðustu viku tók Árni Magnússon, forstjóri ÍSOR, þátt í ráðstefnunni Colorado-Iceland Clean Energy Summit í Denver, Co...
27/06/2024

Í síðustu viku tók Árni Magnússon, forstjóri ÍSOR, þátt í ráðstefnunni Colorado-Iceland Clean Energy Summit í Denver, Colorado. Ráðstefnan var skipulögð af Íslandsstofu, sendiráðinu í Washington og fylkisstjórn Colorado. Tilgangur ráðstefnunnar var að skapa vettvang til að deila þekkingu og reynslu á sviði jarðvarmanýtingar og kolefnislausna og stofna til tengsla íslenskra og bandarískra aðila, bæði stjórnvalda og einkaaðila á þessum sviðum. Colorado fylki er m.a. ríkt af jarðhita en nýting auðlindarinnar er enn sem komið er mjög takmörkuð. Mikill áhugi er á samstarfi á því sviði, sem og kolefnisföngunar og -förgunar. Fulltrúar helstu leikenda á íslenskum orkumarkaði, bæði orkufyrirtækja og ráðgjafa, auk Orkuklasans, tóku þátt í fjölþættu samtali við þarlenda aðila, þ.á.m. Árni Magnússon.

Árni Magnússon, forstjóri ÍSOR, var í áhugaverðu viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Þar var yfirstandandi jarðhit...
26/06/2024

Árni Magnússon, forstjóri ÍSOR, var í áhugaverðu viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Þar var yfirstandandi jarðhitaleitarátak til umræðu, árangurinn á t.d. Reykjanesi, Ísafirði og Selfossi, þau miklu lífsgæði sem jarðhitanum fylgja og mikilvægi þess að við höldum áfram að rannsaka og nýta okkur þessa dýrmætu auðlind. Viðtalið var ágætis upphitun fyrir ÍSORÐ sem haldið verður á morgun, kl. 13:15 en þar munu sérfræðingar ÍSOR fara enn frekar ofan í málið. Viðtalið byrjar á 30.mínútu.

Árni Magnússon forstjóri Íslenskra orkurannsókna sagði okkur af leit að heitu vatni víða um land, en hún hefur borið góðan árangur t.d. á Miðnesheiði og í Tungudal í Vestfjörðum.

ÍSORÐ – Árangur í jarðhitaleit og gildi heita vatnsinsFimmtudaginn 27. júní kl. 13:15 verður fjallað um árangur í jarðhi...
25/06/2024

ÍSORÐ – Árangur í jarðhitaleit og gildi heita vatnsins

Fimmtudaginn 27. júní kl. 13:15 verður fjallað um árangur í jarðhitaleit og gildi heita vatnsins á næsta ÍSORÐS fundi.
ÍSORÐ er fundaröð um orku og auðlindir jarðar sem ÍSOR hrinti af stað árið 2022 og fara fundirnir fram á netinu. Auður Agla Óladóttir, Daði Þorbjörnsson og Sigurður Garðar Kristinsson jarðfræðingar ÍSOR munu kynna nokkur verkefni þar sem eftirtektarverður árangur hefur náðst í borun eftir heitu vatni. Nánari upplýsingar um viðburðinn: https://isor.is/isord-7-vidburdurinn-sem-isor-bydur-upp-a/
Okkur þætti vænt um að sjá þig á Teams og hlýða á kynningu jarðhitasérfræðinga ÍSOR. Að erindi loknu verður boðið upp á umræður og spurningar.

Að þessu sinni verður fjallað um árangur í jarðhitaleit og gildi heita vatnsins og mun fundurinn fara fram á Teams fimmtudaginn 27. júní, kl. 13:15

Vel heppnuð leit að lághita á Reykjanesi gjörbreytir stöðunni á svæðinu.
21/06/2024

Vel heppnuð leit að lághita á Reykjanesi gjörbreytir stöðunni á svæðinu.

Borun eftir lághita við Rockville á Miðnesheiði hefur skilað góðum árangri. Þar streymir nú upp vatn sem er yfir 70 gráðu heitt. Auður Agla Óladóttir, jarðfræðingur hjá ÍSOR, segir holuna sem var boruð við Rockville vera mjög vel heppnaða. Í vetur var ráðist í neyðarver...

Kvenréttindadagurinn er í dag, 19. júní, og var haldið upp á hann í fyrsta sinn árið 1916, einu ári eftir að konur fengu...
19/06/2024

Kvenréttindadagurinn er í dag, 19. júní, og var haldið upp á hann í fyrsta sinn árið 1916, einu ári eftir að konur fengu fullan kosningarétt til jafns á við karla. Jöfn tækifæri allra kynja eru grundvallarmannréttindi og er það ávallt ofarlega í huga hjá ÍSOR. Markvisst hefur verið unnið að því að jafna kynjahlutföll bæði meðal starfsfólks og stjórnenda. Í lok árs 2013 var hlutfall stöðugilda eftir kyni 30,7% konur og 69,3% karlar samanborið við 38,9% konur og 61,1% karlar í lok árs 2023 og því ljóst að við erum á réttri leið. Framkvæmdastjórn ÍSOR er skipuð forstjóra og s*x sviðsstjórum, þar af eru fjórar konur og þrír karlar, eða 57% konur og 43% karlar. Auk þess sitja fimm í stjórn ÍSOR sem skipuð er af ráðherra, þar af þrjár konur og tveir karlar, eða 60% konur og 40% karlar.

Við óskum öllum konum til hamingju með daginn 🙌
Baráttan heldur áfram 💪

Address

Urðarhvarf 8
Kópavogur
203

Opening Hours

Monday 09:00 - 16:00
Tuesday 09:00 - 16:00
Wednesday 09:00 - 16:00
Thursday 09:00 - 16:00
Friday 09:00 - 16:00

Telephone

+354 528 1500

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when ÍSOR - Iceland GeoSurvey posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to ÍSOR - Iceland GeoSurvey:

Videos

Share