Kortasjá / Samgöngunefnd LH

Kortasjá / Samgöngunefnd LH Reiðleiðir í Kortasjá LH Reiðleiðir í kortasjá LH. Hestaferðamennska, myndir og sögur frá hestamönnum af ferðum þeirra um landið.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Opið er fyrir umsóknir til kl 13:00 þriðjudaginn 15. ...
14/09/2024

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Opið er fyrir umsóknir til kl 13:00 þriðjudaginn 15. október nk.

Breytingar í Kortasjá:Komnar eru inn í Kortasjána ýmsar breytingar sem hafa borist stjórnendum samkvæmt innsendum athuga...
02/07/2024

Breytingar í Kortasjá:
Komnar eru inn í Kortasjána ýmsar breytingar sem hafa borist stjórnendum samkvæmt innsendum athugasemdum frá seinni hluta árs 2023 til dagsins í dag. Hér má nefna aths. m.a. frá hmf. Geysi, áningarhólf og reiðleiðir, hmf. Spretti reiðleiðir á Sprettssvæðinu, hmf. Fáki reiðleiðir á Fákssvæðinu, hmf. Neista reiðleiðir í Húnaþingi, Lækjarskógur í Dalabyggð reiðleið, Borgarfjörður-Eystri reiðleið (Kækjuskörð), Múlakot í Borgarbyggð rekstur lausra hrossa bannaður um skógræktarland.
Einnig eru komnar inn gamlar þjóðleiðir í Skaftárhreppi; þjóðleiðir / reiðleiðir um Síðuheiðar. Vera Roth hefur haft veg og vanda af að safna upplýsingum um þessar leiðir.
Hér má nefna, leiðin „út Síðuheiðar“ heimildir um hana eru takmarkaðar og helst munnlegar frá staðkunnugum. Ferðaleiðin hefur eitthvað breyst á seinni árum, aðallega vegna notkunnarleysis en einnig vegna tilkomu línuvegar. Leiðin liggur á milli Skaftárdals og Eintúnaháls og liggur að litlum hluta í gamla sýsluveginum og að hluta til á línuvegi og fjórhjólaslóða. Reiðleiðin sjálf, þar sem henni er fylgt, liggur um hálsa, dali, gróðurtorfur og giljadrög. Hún er á köflum óljós en víða þó enn glögg og einkar gaman er að ríða þessa leið á góðum sumardegi. Betra er að hafa hnitin af reiðleiðinni með sér þar sem símasamband er stopult í Síðuheiðum og villugjarnt ef þannig atvikast.
Fyrir þau sem kjósa frekar að fara gamla slóða og götur, en harðan, misgrófan og holóttan Lakaveg (206) eða Hunkubakkaleið (R221.08) inn til Blágils þá eru hér nokkrir áfangar á þeirri leið.
1. Frá Heiðarseli eftir Hunkubakkaleið R221.08 (Lakavegi) norður fyrir Flangháls.
2. Smalaleið inn með Flanghálsi norðanverðum (til austurs) R 221.22, um Flangir (grasbrekkur og mýrardrög norðan við Flangháls) uns komið er á línuveg undir Stórhóli sunnanverðum. Línuveginum fylgt til austurs uns hann kemur að Stjórn, en þá er farið austur yfir ána. Þar er komið á fornar götur; gamla þjóðleiðin inn í Eintúnaháls sem er að finna á gömlu Herforingjaráðskortunum (Atlaskortunum 68).
3. Gamla Þjóðleiðin R221.21 inn í Eintúnaháls liggur um svonefndar Hleypiflatir sem eru á bökkum Stjórnar. Á Hleypiflötum eru margir samliggjandi götutroðningar þar sem ferða- og afréttamenn á leið í Blágil hafa sprett úr spori og tekið margan gæðinginn til kosta.
4. Leiðin frá Eintúnahálsi inn að Blágiljum liggur um reiðleið R221.08, sem var kortlögð 1937-38 og birt á Herforingjaráðskortunum, er öll utan marka Vatnajökulsþjóðgarðar þó svo hún sé merkt inn á sérkort þjóðgarðsins. Ekki er ætlast til að menn fari ríðandi alla leið inn í Laka þar sem gróðurþekjan er afar viðkvæm. En ráðlegt er ríða Lakaveg frá norðurenda Galta inn fyrir Varmárfell og í Miklafell, síðan frá Miklafelli fram afréttinn til byggða. Gamla þjóðleiðin (hestagatan) R 220.20 vestan undir Galta er frábært tilbrigði við Lakaveg á þessum kafla og ekkert nema gott um það að segja að fara ríðandi þá leið fremur en akveginn. Fyrrverandi yfirlandvörður Vatnajökulsþjóðgarðar á svæðinu mæltist til að hestamenn nýttu gömlu þjóðleiðina fremur en akveginn.
Fleiri áfangar sem tengjast þessari leið hafa borist stjórnendum Kortasjárinnar, gerð verður grein fyrir þeim þegar þeir birtast í Kortasjánni
Besta leiðin til að viðhalda gömlum þjóðleiðum / reiðleiðum er hæfileg notkun þeirra.
Kærar þakkir fyrir þitt framlag Vera Roth.
Heildarlengd reiðleiða í Kortasjánni er nú 14920 km.
HHH.

01/05/2024

Gluggað í Hesturinn okkar 6. árg 2.tbl

Sumarferð á hestum

Á sumri því, sem nú er að líða, munu líklega hafa verið farnar fleiri langferðir á hestum um landið en nokkru sinni fyrr, eftir að samgöngur hérlendis komust í nútímahorf.
Þetta sumar hefir líka tjaldað því bezta sem íslenzk veðrátta hefir að bjóða. Úrkoma var lítil og langvarandi stillur léttu mönnum ferðir jafnt um byggðir sem öræfi.

Hestamenn í sveitum og bæjum notuðu sumarið óspart til ferðalaga og þjálfuðu gæðinga sína og tömdu fola á þann hátt sem beztur er: í ferðalögum.

Formaður Hestamannafélagsins Freyfaxa, Pétur Jónsson bóndi á Egilsstöðum á Héraði, fór um mitt sumar suður Vatnajökulsveg við fimmtamann og fjölda hesta. Þræddu þeir að nokkuru leið þá er Árni Oddsson er talinn hafa farið forðum, en brugðu lykkju á leið sína af Kili. Fóru þeir norður fyrir Langjökul og komu til byggða í Kalmanstungu.
En þeir sem fóru lengst á hestum í sumar voru þeir Örn Johnson, forstjóri og Þorlákur G. Ottesen og förunautar þeirra, sem voru kona Arnar, frú Margrét, sonur þeirra Ólafur Haukur 13 ára og Pétur Hafstein 16 ára.

Hér í riti þykir hlýða að skýra frá ferð þeirra félaga að nokkuru og fylgjast með þeim austur um land, sunnan Vatnajökuls, um byggðir norð-anlands og síðan suður Sprengisandsleið.

Þeir Örn og Þorlákur hófu ferð sína 3. júlí og fóru austur sveitir upp á Land, en síðan Landmannaleið (Fjallabaksleið nyrðri) að Búlandi í Skaftártungu, en þaðan var farið um Holtsdal og Síðu. Þangað austur voru þeim samferða tvenn hjón úr Reykjavík, þau Inga og Sveinn K. Sveinsson og Ragnheiður og Bergur Magnússon. Allt eru þetta ferðafélagar sem haldið hafa hópinn í fjallaferðum undanfarin sumur, en að þessu sinni áttu þeir Sveinn og Bergur ekki heimangengt í lengri ferð og sneru því til Reykjavíkur. Fóru þau byggðir heim og riðu Kúðafljót undan Melhól í Meðallandi.

Meðan þau voru öll saman voru 43 hestar í hópnum og má nærri geta að kembt hafi af svo föngulegum flokki á hinum skínandi reiðslóðum Landmannaleiðar.

Frá Kirkjubæjarklaustri hélt svo hópur þeirra Þorláks og Arnar á 23 hestum austur um Fljótshverfi yfir Núpsvötn og Skeiðarársand. Þannig hittist á að vatnadrekinn mikli var á leið austur í Öræfi um sama leyti. Flutti hann farangur þeirra félaga yfir Skeiðará og fóru þau einnig með honum, Margrét og drengirnir, en þeir Örn og Þorlákur riðu ána og fengu hana alldjúpa.

Hestarnir voru sundlagðir yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi, en þau ferjuð eins og nú tíðkast þar. Nú mun víst vera hætt með öllu að fara með hesta á jökli þarna eins og áður var vani. Þá var stundum teflt á það tæpasta þegar farið var á svokölluðu undirvarpi rétt yfir útfalli árinnar úr jöklinum.

Í Öræfin komu til móts við þau hornfirskir hestamenn, þeir Ingimar bóndi á Jaðri og Guðmundur Jónsson í Höfn í Hornafirði og konur þeirra, sem fylgdu þeim austur um hinar svipmiklu sveitir sunnan Vatnajökuls.

Frá Hornafirði var farið sem leið liggur um Lón og í Álftafjörð, en þaðan var haldið vestur á bóginn um Geithellnadal og í Víðidal hinn afskekkta. Þar hélt Örn upp á fimmtugsafmæli sitt í glöðum hópi góðra félaga. Á leiðinni norður úr Víðidal hrepptu þau versta veginn á leiðinni í svarta þoku og dimmviðri. Þau komu niður að Glúmsstaðaseli í Norðurdal. Nú var haldið norður á bóginn um Fljótsdalsheiði að Brú á Jökuldal, en þaðan um Möðrudal og í Grímsstaði, yfir Jökulsá á Fjöllum og niður með henni að vestan að Dettifossi, um Hólmatungur í Ásbyrgi og vestur Bláskógaveg í Þeistareyki.

Á Einarsstöðum í Reykjadal var staldrað við um stund hjá fjörugum Þingeyingum á hestamannamóti. Síðar var haldið suður Bárðardal og riðin Sprengisandsleið suður á miðjan Sand, en þaðan haldið vestur Arnarfellsveg yfir Þjórsárkvíslar í Arnarfell um Arnarfellsmúla, Nauthaga og vestur Fjórðungssand og komið að nýju á Sprengisandsleið við Eyfafen. Þá var haldið sem leið liggur um Gljúfurleit, Skúmstungur og Hólaskóg og komið til byggða í Þjórsárdal. Að Gröf í Hrunamannahreppi var komið 1. ágúst.

Þessi ferð tókst öll með ágætum. Ekkert óhapp henti hestana utan þess að einn þeirra heltist í Álftafirði og var hann sendur sjóleiðis heim frá Hornafirði.

Þarna var samstilltur hópur á ferð. Frú Margrét sá um alla matseld og réði fyrir öllu er þau mál varðaði. Hestasveinar voru á léttasta skeiði og snarir í snúningum. Farangur var all mikill eins og nærri má geta og voru 4 hestar undir töskum. Það er því jafnan mikið starf að búa ofan í töskur á hverjum morgni og reisa tjöld að kvöldi. Þau gistu flestar nætur í tjöldum, en voru þó 4 nætur í leitarmanna- og fjallakofum og sváfu eina nótt í hlöðu. Nokkurar nætur nutu þau hvíldar í uppbúnum rúmum heima á bæjum.

Þegar við inntum Örn eftir því hvað væri hon-um minnistæðast úr ferðinni, taldi hann að erfitt væri að taka þar eitt atvik fram yfir annað. Öll var ferðin óslitið ævintýri að dómi hans og taldi hann engin ferðalög jafnast á við slíkar ferðir á hestum á Íslandi. Sífellt bæri eitthvað nýtt fyrir augu, jafnvel á þeim leiðum, sem eru mönnum gagnkunnugar áður. Samskipti manna og hesta á svo langri ferð veita hverjum þeim er slíkt kann að meta unað, sem endist um langan aldur. En þann þáttinn skilja hestamenn einir.

En Örn bætti því líka við að samfylgd Þorláks hefði verið þeim öllum og þá ekki hvað sízt yngstu mönnunum, þeim Pétri og Ólafi Hauki hollur skóli. Þar fór allt saman, reynsla í ferðalögum, árvekni og dugnaður.

Á þessum síðum og víðar í heftinu eru myndir úr þessu ferðalagi. Kann Hesturinn okkar Erni Johnson beztu þakkir fyrir að fá að birta þær.
E. G. E. S.

Bætt hefur verið inn í Kortasjána reiðleiðum á suður- og austurlandi ásamt austfjörðum. Heildarlengd reiðleiða í kortasj...
29/01/2024

Bætt hefur verið inn í Kortasjána reiðleiðum á suður- og austurlandi ásamt austfjörðum. Heildarlengd reiðleiða í kortasjánni er nú 14.900 km.

FRAMKVÆMDASJÓÐUR FERÐAMANNASTAÐA;  opnað er fyrir styrkumsóknir í dag til fimmtudags 19. október nk. kl.13.
11/09/2023

FRAMKVÆMDASJÓÐUR FERÐAMANNASTAÐA; opnað er fyrir styrkumsóknir í dag til fimmtudags 19. október nk. kl.13.

09/07/2023

Viðtal um reiðvegamál í Bændablaðinu þann 6 júlí:

Hestamennska/reiðvegir:
Það gerir þetta enginn fyrir okkur.
Rætt við Halldór H. Halldórsson um reiðvegamál fyrr og nú, hann er vongóður um aukið fjármagn til reiðvegaframkvæmda.
Reiðvegir eru nauðsynlegir þeim sem vilja geta stundað útreiðar og ferðast um á hestbaki, þeir eru mikilvægur hluti af hestamennskunni segir Halldór H. Halldórsson, hestamaður og nefndarmaður til fjölda ára í reiðvega-, ferða og samgöngunefndum. Eftir rúmlega tveggja áratuga störf í sjálfboðaliðavinnu hefur Halldór nú, að mestu leyti, stigið til hliðar í nefndarstörfum reiðvegamála. Bændablaðið ræddi við Halldór um reiðvegamál fyrr og nú.
Í samantekt Halldórs um “Reiðvegi” er greint frá því að árið 1965 hafi fyrst verið veitt fjármagn frá Alþingi af vegfé til reiðvega. “Hestamenn hafa alla tíð síðan talið að of litlu af opinberu fjármagni sé varið í þann málaflokk sem reiðvegir eru, að undanskilinni gerð “Konungsvegarins” sem gerður var fyrir konungskomuna 1907 og kostaði þá tvenn fjárlög íslenska ríkisins. Gífurlegt álag og aukning umferðar hefur gætt á reiðvegum landsins síðustu áratugi vegna aukinnar hestaferðaþjónustu og ferðalaga hestamanna um landið. Reiðvegirnir fá ekki það viðhald né uppbyggingu sem þeir þurfa, þeir drabbast niður sem m.a. leiðir af sér stór aukna slysahættu.”
Reiðgötur voru fáar
Halldór Helgi Halldórsson fór ungur í sveit, fyrst að Hvammi í Landssveit og svo að Skarðshömrum í Norðurárdal í Borgarfirði þar sem hann kynntist m.a. hrossum og smalamennsku. Hann fann að hrossin áttu vel við sig og áhuginn varð það mikill að áfram fetaði hann menntaveginn og útskrifaðist sem búfræðingur frá Hvanneyri árið 1969. Hestamennska hans í höfuðborginni hófst svo árið 1983 þegar hann fékk úthlutað hesthúsalóð á Kjóavöllum, þá á félagssvæði hestamannafélagsins Andvara í Garðabæ (nú Sprettur) og byggði þar fyrsta hesthúsið við Dreyravelli. Þar stundaði Halldór sína hestamennsku í tæp 40 ár, en veturinn 2021 var síðasti vetur hans með hross á húsi.
“Þá voru reiðgötur hér á Andvarasvæðinu engar, það var bara flóttamannavegurinn svokallaði og svo línuvegurinn hér uppfrá sem var rudd slóð og ekkert efni í hana borið. Hestamönnum blöskraði framganga sveitarfélagsins eftir að hafa úthlutað hér hesthúsalóðum á Kjóavöllum, en svo voru hér engir reiðvegir, við það vorum við hestamenn ekki sáttir. En Andvaramenn nutu velvildar þeirra Vatnsendafeðga, Magnúsar og Þorsteins heitinna. Eftir setu í nefndum og í stjórn Andvara, þá óskaði Elísabet Þóra Þórólfsdóttir, þá verandi formaður reiðveganefndar Andvara, eftir því fá mig með sér í reiðveganefnd Andvara, sem ég gerði árið 1996. Þá var einnig starfandi sameiginleg reiðveganefnd allra hestamannafélaga á suðvesturlandi “Reiðveganefnd í Kjalarnesþingi hinu forna” öðru nafni reiðveganefnd suðvestursvæðis, sem stofnuð var árið 1990.
Reiðveganefndir um land allt
Halldór hefur alla tíð verið liðtækur félagsmaður og sinnt ýmiskonar nefndar- og stjórnarstörfum í sjálfboðaliðavinnu sem sennilega hleypur á þúsundum klukkustunda. Má þar helst nefna setu hans í stjórn og nefndum Andvara, stjórn Landsmóts 2000 ehf., sameiningarnefnd Gusts og Andvara og í fyrstu stjórn sameinaðs félags, auk setu í varastjórn Landsambands hestamannafélaga (LH). Mestur tími Halldórs hefur þó verið varið í reiðvegamál þar sem hann hefur setið í reiðveganefnd Andvara í um 15 ár, þar til félagið sameinaðist Gusti og úr varð hestamannafélagið Sprettur. Þá hélt hann áfram störfum í reiðveganefnd Spretts sem formaður til ársins 2021. Hann var einnig formaður Reiðveganefndar LH 2004 til 2021 – og starfar enn með báðum nefndum eftir þörfum.

“Það tókst það vel til með reiðvegamál hjá reiðveganefnd Kjalarnesþings hins forna að úr varð að koma á laggirnar svæðisbundnum reiðveganefndunum víðsvegar um landið. Það ferli hófst árið 2006 og í dag eru nefndirnar sjö talsins vítt og breitt um landið þær njóta stuðnings hver af annarri.” Halldór, sem var þá formaður reiðveganefndar LH, ferðaðist um landið, fundaði með hestamönnum hvers svæðis fyrir sig og var við stofnun allra reiðveganefndanna. Saman mynda formenn hverrar nefndar fyrir sig reiðveganefnd LH. Sú nefnd ráðstafar reiðvegafé hvers árs, en reiðvegir eru fjármagnaðir með reiðvegafé af vegaáætlun samgönguáætlunar, auk framlaga frá sveitarfélögunum sem standa sig þó misjafnlega vel.
Fjölmörg verkefni og uppákomur
Verkefnin sem Halldór hefur komið að eru fjölmörg. Reiðvegahandbókin er eitt af þessum verkefnum. “Ég kom lítillega að þessu verkefni í upphafi, í kringum árið 2005, en svo höfum við Sæmundur Eiríksson ásamt Haraldi Sigursteinssyni fyrir hönd Vegagerðarinnar endurunnið handbókina, lagfært hana og komið í rafrænt form. Þetta er samstarfsverkefni LH og Vegagerðarinnar og fjallar í stuttu máli um framkvæmd og gerð reiðstíga með það að markmiði að samræma reiðstígagerð á landinu og reyna að tryggja sem kostur er öryggi ríðandi umferðar og annarrar.” Handbókin er veglegt rit sem telur um 65 bls. Þar má m.a. finna upplýsingar um flokkun hestaumferðar, hönnun reiðstíga, flokkun jarðefna, skráningu reiðleiða í kortasjána, reiðgöng og brýr, áningarhólf og merkingar þeirra, lagaákvæði og gátlista svo fátt eitt sé nefnt.
Verkefnin hafa ekki alltaf gengið snuðrulaust fyrir sig og rifjar Halldór upp þá tíma þegar sameiginleg reiðveganefnd suðvestursvæðis var í reiðvegaframkvæmdum í Heiðmörk þegar sveitarfélagið Garðabær stoppaði framkvæmdir vegna hættu á mengun vatnsbóla við Dýjakróka. “Hestamenn boðuðu til fundar með sveitarstjórn og fleiri aðilum. Við höfðum undirbúið okkur vel og sýndum fram á að mengunaráhætta stafaði ekki af hestum í Heiðmörk, könnunarholur milli vatnsbóla og hesthúsasvæðis voru hreinni heldur en í vatnsbólunum sjálfum, þ.e. minna magn nítrata sem voru þó fjarri öllum hættustöðlum. Auk þess bentum við á þá staðreynd að Heiðmörkin öll var ræktuð upp með hrossataði. Í stuttu máli sagt þá fengum við að halda áfram reiðvegagerð.”
15 þúsund kílómetrar af reiðleiðum
Þegar litið er tilbaka á þau verkefni sem Halldór hefur unnið að telur hann Kortasjána vera þeirra stærst. Árið 1997 skipaði samgönguráðherra nefnd um reiðvegamál, nefnd undir stjórn Jóns Rögnvaldssonar þá aðstoðarvegamálastjóri, þar var m.a. lagt til að reiðleiðir skildu flokkaðar og skráðar. Úr varð að Reiðveganefnd LH fékk þetta verkefni í fangið og er það upphafið að Kortasjánni. Reynt var samstarf við Landmælingar Íslands, þar sem hestamenn voru fengnir til að bera með sér gps tæki í hestaferðir. Það gekk lítið því, menn gleymdu að slökkva á tækjunum, batteríin kláruðust og það voru allskonar uppákomur. Árið 2007 sá ég svo frétt í blaðinu frá Loftmyndum og ég hugsaði með mér að þetta væri málið. Í þetta verkefni þurfti ég að finna með mér hestamann sem er væri tæknimenntaður t.d. verkfræðingur og skömmu síðar hnaut ég um Sæmund Eiríksson. Hann var til í að koma með mér í málið, hann hefur reynst okkur hestamönnum betri en enginn. Kortasjáin væri ekki til í þeirri mynd sem hún er í dag ef hans liðsinnis hefði ekki notið við.”
Kortasjánna má finna á heimasíðu LH, www.lhhestar.is eða bein leið sem er www.map.is/lh úr kortasjánni má taka út gps hnit, hlaða inn í eigið tæki og ríða af stað eftir þeim hnitum. Gerður hefur verið samningur við Neyðarlínuna, 112, sem hefur afnot af öllum reiðleiðaferlum úr Kortasjánni, sem er öryggisatriði fyrir ríðandi umferð.
“Ég sé ekki fyrir mér að hestamenn verði án kortasjárinnar í framtíðinni. Umsóknir hestamannafélaga um reiðvegafé berast um kortasjána, þar sem m.a. er hægt að teikna inn reiðleiðir, skila inn greinagerð um það sem búið er að gera. Þar eru allir skálar á landinu, áningarhólf og auðvitað allar þær reiðleiðir sem telja um 14.650 km sem búið er að skrá í dag.” o.fl. o.fl.

15 milljarða þarf til
Drög að nýrri samgönguáætlun, fyrir árin 2024 til 2038, var kynnt 13. júní sl. og er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda þar sem opið er fyrir athugasemdir til og með 31. júlí. Á haustmánuðum verður endanleg áætlun lögð fram sem er gerð fyrir 15 ár í senn, en skipt niður í þrjú fimm ára tímabil. “Við erum búin að berjast fyrir því lengi að fá aukið fjármagn í reiðvegagerð og ég er vongóður um að hugsanlega verði bætt úr því við afgreiðslu næstu samgönguáætlunar. Innviðaráðherra skipaði starfshóp um stöðu reiðvegamála á Íslandi. Niðurstaða starfshópsins var sú að það þarf 15 milljarða til að koma öllum reiðvegum landsins í gott ástand. Við gerum okkur þó grein fyrir því að það sé langsótt að það fáist. Starfshópurinn leggur til að úthlutun reiðvegafjár verði 1,5 milljarðar á fyrsta tímabili, 1,4 milljarðar á öðru tímabili og 1,45 milljarðar á þriðja tímabili. Samtals um 4,35 milljarðar á 15 ára tímabili. Það eru þá um 300 milljónir til úthlutunar á hverju ári á fyrsta tímablilinu, en er nú um 75 milljónir á ári. Þetta er tillaga nefndarinnar til ráðuneytisins og yrði heilmikil lyftistöng fyrir hestamennskuna.” Mjög svo hófleg tillaga að mínu mati.

Halldór telur að í gegnum tíðina hafi hestamenn verið of undanlátssamir, og í sumum tilvikum hafa breytingar á reiðvegum ekki alltaf verið borin undir hestamenn heldur hafa sveitarfélögin framkvæmt án samráðs. “Reiðvegamál eru stanslaus vinna, þetta eru verkefni sem enginn gerir fyrir okkur – við verðum að gera þetta sjálf.”

16/03/2023

Gott viðtal við Guðna Halldórsson formann LH í Morgunblaðinu í dag um framlög ríkisins til reiðvega.

Fjárveitingar verði auknar:
• Þörf fyrir milljarða í reiðvegi
Fimmtudagur, 16. mars 2023
Í hest­hús­inu Guðni Hall­dórs­son seg­ir að reiðveg­ir séu hluti af þjóðar­arfi Íslend­inga og ekki síður mik­il­vægt ör­yggis­atriði í um­ferðinni. — Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi
„Hesta­fólk tel­ur brýnt að stjórn­völd bregðist nú skjótt við og komi reiðvega­mál­um í rétt­an far­veg og auki fjár­veit­ing­ar til mála­flokks­ins til sam­ræm­is við til­lög­ur starfs­hóps ráðuneyt­is­ins,“ seg­ir Guðni Hall­dórs­son, formaður Lands­sam­bands hesta­manna­fé­laga. Hann vís­ar til minn­is­blaðs starfs­hóps innviðaráðuneyt­is­ins um stöðu reiðvega­mála á Íslandi vegna und­ir­bún­ings nýrr­ar sam­göngu­áætlun­ar.

Starfs­hóp­ur­inn tel­ur ljóst að það að koma öll­um reiðveg­um lands­ins í viðun­andi horf sé um­fangs­mikið verk. Áætl­ar að heild­ar­kostnaður, miðað við stöðuna í dag, sé 13,6 millj­arðar króna. Lagt er til að stofn­leiðir verði sett­ar í for­gang og einnig lögð áhersla á að gerð verði reiðfær slóð meðfram slit­lagi þar sem því er ábóta­vant. Eft­ir því sem reiðvega­kerfið stækk­ar þurfi að gera ráð fyr­ir auknu fé til viðhalds. Legg­ur starfs­hóp­ur­inn til að fjár­veit­ing­ar til upp­bygg­ing­ar og viðhalds reiðvega­kerf­is­ins verði aukn­ar til muna, verði 1400 til 1500 millj­ón­ir á hverju fimm ára tíma­bili sam­göngu­áætlun­ar sem þýðir tæp­lega 300 millj­ón­ir á ári, að meðaltali.

Seg­ir Guðni að hóp­ur­inn hafi viljað fara hóf­lega fram í til­lögu­gerð og tel­ur það skyn­sam­legt, þótt þörf­in sé mik­il. Í því sam­bandi nefn­ir hann að hesta­manna­fé­lög­in hafi í ár sótt um styrki að fjár­hæð 550 millj­ón­ir kr. til reiðvega­gerðar en að óbreyttu verði 75 millj­ón­ir til út­hlut­un­ar. Fjár­veit­ing­ar rík­is­ins séu því eins og dropi í hafið. Fyr­ir­komu­lagið hef­ur verið þannig að hesta­manna­fé­lög­in sækja um styrki í reiðvega­fé Vega­gerðar­inn­ar og sveit­ar­fé­lög­in leggja gjarn­an fé á móti þannig að fram­kvæmda­féð eykst veru­lega, tvö­fald­ast oft.

Bend­ir Guðni á að reiðveg­ir séu verðmæt­ur hluti af þjóðar­arf­in­um og mik­il­væg­ur þátt­ur í því að hægt sé að ferðast um landið á hest­um. Íslend­ing­ar ættu að vera stolt­ir af því og stuðla að því með öll­um til­tæk­um ráðum að Íslend­ing­ar jafnt og er­lend­ir ferðamenn geti áfram ferðast frjáls­ir um landið á hest­baki. Þá séu reiðveg­ir mik­il­vægt ör­ygg­is­mál. Færa þurfi um­ferð ríðandi fólks frá þjóðveg­um sem ætlaðir eru um­ferð vél­knú­inna öku­tækja enda fari þess­ir ferðamát­ar ekki sam­an. [email protected]

Góður pistill hjá Hákoni á heimasíðu LH.09.03.2023Fjárþörf til reiðvegamálaReiðvegamálÍ apríl 2022 var gert nýtt samkomu...
09/03/2023

Góður pistill hjá Hákoni á heimasíðu LH.

09.03.2023
Fjárþörf til reiðvegamála
Reiðvegamál

Í apríl 2022 var gert nýtt samkomulag við Vegagerðina um gerð og lagningu reiðstíga með stofn- og tengivegum sem lagðir eru bundnu slitlagi og skal kostnaðurinn greiddur af framkvæmdafé viðkomandi vegar. Ágreiningi sem upp kunna að koma, er heimilt að visa til forstjóra Vegagerðarinnar og stjórnar LH.

Á sama tíma var endurútgefin Reiðvegahandbók Vegagerðarinnar og LH. Í henni er að finna mjög gagnlegar leiðbeiningar um gerð reiðstíga, sem gagnast reiðveganefndum, sveitarfélögum o.fl. Samkomulagið og Reiðvegahandbókina má finna m.a. á vef LH.

Reiðveganefndir

Landinu er skipt í 7 svæði og situr formaður hvers svæðis jafnframt í stjórn Reiðveganefndar LH.

Í gegnum Vegagerðina hefur verið veitt árlega 75 milljónum kr., sem úthlutað hefur verið til hestmannnafélaganna til viðhalds á reiðvegum. Árin 2021 og 2022 fékkst 50 milljónir kr. aukaúthlutun hvort ár og því 125 milljónir kr. til úthlutunar hvort ár. Munaði miklu um það. Flest sveitarfélögin veita síðan framlag til reiðvegagerðar og er meðalframlag þeirra um 67 milljónir kr. á ári.

Starfshópur ráðherra um stöðu reiðvegamála á Íslandi

Innviðaráðherra skipaði sl. haust starfshóp til að greina þörfina á fjármagni til reiðvegaframkvæmda til lengri tíma og vinna tillögur fyrir samgönguáætlun 2023-2037. Starfshópinn skipa Pálmi Þór Sævarsson frá Vegagerðinni, sem jafnframt er formaður hópsins, Sigtryggur Magnason frá Innviðaráðuneytinu, Berglind Karlsdóttir og Hákon Hákonarson frá LH, auk þess sem Halldór H. Halldórsson var starfshópnum til ráðgjafar.

Leitað var til allra reiðveganefnda landins um að meta ástand reiðvega á hverju svæði fyrir sig. Upplýsingar um lengd reiðvega voru sóttar í Kortasjá LH og voru reiðvegir flokkaðir eftir svæðum.

Aðgerðum var skipt í 6 flokka eftir ástandi:
1. Grjóthreinsa, hreinsa burt fyrirstöður og grafa vatnsrásir á stofnleiðum
2. Mölun á reiðleiðum með steinbrjót, 3. Þörf á yfirborðsefni, 10 sm útlagt
4. Burðarlag ofan á eldri veg 20 sm og yfirborðsefni 10 sm
5. Nýr reiðvegur, ryðja vegstæði, burðarlag 30 sm og yfirborðsefni 10 sm
6. Reiðfær slóð meðfram akvegi sem þegar hefur verið lagður bundnu slitlagi

Starfshópurinn hefur skilað inn tillögu til ráðherra um forgangsröðun verkefna og þörf á fjármagni fyrir samgönguáætlun 2023-2027. Tillagan gerir ráð fyrir umtalsverðri hækkun framlaga, sem skiptist í viðhaldsfé, lagfæringu stofnleiða og í að gera reiðfæra slóð meðfram þegar bundnu slitlagi.

Það er mat starfshópsins að reiðvegamál á Íslandi sé málaflokkur sem hafi verið vanfjármagnaður til lengri tíma og því sé uppsöfnuð þörf fyrir auknar fjárveitingar til að koma þessum málum í viðunandi horf.

Framlag hestamennsku og hestatengdrar ferðaþjónustu er mælt í tugum milljarða króna á ársgrundvelli, sé litið til gjaldeyristekna og afleiddra tekna. (Heimildir unnar frá mælaborði Ferðamálastofu).

Alls bárust umsóknir um 550 milljónir kr í reiðvegastyrki frá hestamannafélgögunum fyrir árið 2023 og vonir eru bundnar við að vinna starfshópsins um þörf á reiðvegafé skili verulega auknum fjárframlögum til reiðvegamála til lengri tíma.

Hákon Hákonarson
ritari stjórnar LH og formaður reiðvega- og samgöngunefndar LH

02/02/2023

Til fróðleiks; frá fyrri tíð.

,,Í 17. gr. vegalaga, nr. 45/1994, segir að í vegáætlun skuli veita fé til reiðvega samkvæmt sérstakri áætlun sem gerð er að höfðu samráði við samtök hestamanna og sveitarfélög. Hins vegar eru reiðvegir ekki teknir upp í ákveðinn vegflokk og því ljóst að ekki er um þjó...

Óskum öllum hestamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
23/12/2022

Óskum öllum hestamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Nokkrar breytingar og viðbætur eru komnar í Kortasjána undanfarið. Lagfærðar hafa verið reiðleiðir eftir nýjum loftmyndu...
12/12/2022

Nokkrar breytingar og viðbætur eru komnar í Kortasjána undanfarið. Lagfærðar hafa verið reiðleiðir eftir nýjum loftmyndum frá 2022 í Hornafirði, hjá hmf. Herði, Fáki, Sörla og á Sprettssvæðinu. Bætt hefur verið inn reiðleiðum í friðlandinu að Fjallabaki sem og tíu nýjum áningarhólfum. Þá er hægt að skoða reiðvegaframkvæmdir frá 2011 til og með 2018.
Reiðveganefndir hestamannafélaganna eru þessa dagana að vinna að áætlunum um þarfir á reiðvegafé til viðhalds og nýframkvæmda til næstu fimmtán ára.

05/10/2022

Komið er í Kortasjánna uppfærsla og viðbætur á reiðvegum á austurlandi. Heildarlengd skráðra reiðleiða í Kortasjánni er nú 14.650 km.

Komin er inn ný uppfærsla í Kortasjá og er þá búið aðsetja inn allar innsendar reiðleiðir og ábendingar sem borist hafa ...
08/09/2022

Komin er inn ný uppfærsla í Kortasjá og er þá búið aðsetja inn allar innsendar reiðleiðir og ábendingar sem borist hafa 2022.
Fjallabaksleið; bætt inn reiðleiðum og breytt út frá korti Umhverfisstofnunar.
Sprettur; reiðleiðir teknar út og nýjum bætt við.
Hringur Dalvík; bætt inn reiðleiðum og aðrar leiðréttar.
Hornfirðingur Hornafirði; settar inn reiðleiðir á og út frá Höfn.

Frá og með 24 ágúst verður opnað fyrir umsóknir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, umsóknarfrestur er til kl. 13:00 mið...
20/08/2022

Frá og með 24 ágúst verður opnað fyrir umsóknir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, umsóknarfrestur er til kl. 13:00 miðvikudaginn 13. október.
Hestamenn eru hvattir til að sækja um til verkefna er tengjast t.d. hestaferðamennsku s.s. reiðleiða, áningarhólfa o.þ.h. mannvirkja.
Umsóknum skal skila rafrænt í gegnum island.is en hlekkur á umsókn er á vefsíðu Ferðamálastofu www.ferdamalastofa.is/umsoknir

Enn ein sönnun þess að hestamennska og hestatengd ferðaþjónusta er að skapa þjóðarbúinu milljarða tekna á ársgrundvelli.
30/07/2022

Enn ein sönnun þess að hestamennska og hestatengd ferðaþjónusta er að skapa þjóðarbúinu milljarða tekna á ársgrundvelli.

Á leið í Skarfanes.
04/07/2022

Á leið í Skarfanes.

Address

Kópavogur
203

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Kortasjá / Samgöngunefnd LH posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Kortasjá / Samgöngunefnd LH:

Share

Category


Other Travel Companies in Kópavogur

Show All