13/01/2025
Kæru vinir. Eins og mörg ykkar vita erum við Sjana Kjartansdóttir að selja minningarrit um sr. Sigurð B. Sívertsen og er það liður í fjármögnun göngustígs að Prestsvörðunni í Leiru.
Í ritinu sem var gefið út eftir útför sr. Sigurðar 1887 eru æviágrip, útfararminningar og ræður sem gefa góða sýn á persónu hans og líf.
Ítarlegar upplýsingar um þetta mál koma fram í jólablaði Víkurfrétta þann 18. desember sl.
Ritið kostar 3.500 krónur og leggja má inn á reikning í Landsbankanum:
R. 0123-05-004577
Kt. 200743-4319
Við þökkum kærlega þeim sem hafa nú þegar styrkt þetta verkefni.
Bókunum verður komið til ykkar.