25/11/2024
Ratleikur Vatnajökulsþjóðgarðs, Kötlu Jarðvangs og Kirkjubæjarstofu var haldinn dagana 12. til 28. október síðastliðinn. Góð þátttaka var í leiknum í ár og fóru þátttakendur vítt og breitt um hreppinn og kynntu sér vörður og þær ferðaleiðir sem þær tilheyrðu. Dregið var úr réttum innsendum svörum mánudaginn 18. nóvember og eru vinningshafar eftirfarandi:
Litli -latur:
1.sæti - Dagbjört Þóra Harðardóttir og fjölskylda
2.sæti - Rúnar Þorri Guðnason
3.sæti - Ragnheiður Guðrún Júlíusdóttir
Mið-latur:
1.sæti – Guðrún Lóa Örvarsdóttir
2.sæti – Rúnar Smári Ragnarsson
3.sæti - Jóhannes Gissurarson
Stóri-latur:
1.sæti – Heiður Ósk Pétursdóttir
2.sæti – Egill Þór Þórðarson
3.sæti – Brynja Dögg Guðjónsdóttir
Þau fyrirtæki sem styrktu ratleikinn í ár voru: Íþróttamiðstöðin Klaustri, Hótel Klaustur, Kjarr Restaurant, Geitabúið Háafelli, Icelandia, Atlantsflug, VOX, Ferðafélag Íslands, Keiluhöllin, Sagnheimar, Artic Adventures, Hótel Örk, Íslands Hótel, Íshúsið Pizzeria, Bogfimisetrið, Elding, Laugarvatn Fontana, Friðheimar, Skógasafn, Gentle Giants, Norðursigling, Midgard, SOUTHCOAST, Jarðhitasýning, LAVA, Húsdýragarðurinn, ARTIC FUN, Kaffi Vatnajökull og Listasafn Árnesinga.
Við þökkum þeim fyrirtækjum sem sáu sér fært að styrkja kærlega fyrir því án þeirra væri þessi ratleikur ekki möguleiki. Einnig þökkum við þátttakendum kærlega fyrir þátttökuna og vonum að allir hafi haft gaman að og þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þessar fornu ferðaleiðir sem hafa verið kortlagðar geta komið á Skaftárstofu og lesið um þær með kaffibollanum.