Skaftárstofa - Vatnajökulsþjóðgarður

Skaftárstofa - Vatnajökulsþjóðgarður Skaftárstofa er gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs við Sönghól á Kirkjubæjarklaustri.
(1)

Ratleikur Vatnajökulsþjóðgarðs, Kötlu Jarðvangs og Kirkjubæjarstofu var haldinn dagana 12. til 28. október síðastliðinn....
25/11/2024

Ratleikur Vatnajökulsþjóðgarðs, Kötlu Jarðvangs og Kirkjubæjarstofu var haldinn dagana 12. til 28. október síðastliðinn. Góð þátttaka var í leiknum í ár og fóru þátttakendur vítt og breitt um hreppinn og kynntu sér vörður og þær ferðaleiðir sem þær tilheyrðu. Dregið var úr réttum innsendum svörum mánudaginn 18. nóvember og eru vinningshafar eftirfarandi:

Litli -latur:
1.sæti - Dagbjört Þóra Harðardóttir og fjölskylda
2.sæti - Rúnar Þorri Guðnason
3.sæti - Ragnheiður Guðrún Júlíusdóttir

Mið-latur:
1.sæti – Guðrún Lóa Örvarsdóttir
2.sæti – Rúnar Smári Ragnarsson
3.sæti - Jóhannes Gissurarson

Stóri-latur:
1.sæti – Heiður Ósk Pétursdóttir
2.sæti – Egill Þór Þórðarson
3.sæti – Brynja Dögg Guðjónsdóttir

Þau fyrirtæki sem styrktu ratleikinn í ár voru: Íþróttamiðstöðin Klaustri, Hótel Klaustur, Kjarr Restaurant, Geitabúið Háafelli, Icelandia, Atlantsflug, VOX, Ferðafélag Íslands, Keiluhöllin, Sagnheimar, Artic Adventures, Hótel Örk, Íslands Hótel, Íshúsið Pizzeria, Bogfimisetrið, Elding, Laugarvatn Fontana, Friðheimar, Skógasafn, Gentle Giants, Norðursigling, Midgard, SOUTHCOAST, Jarðhitasýning, LAVA, Húsdýragarðurinn, ARTIC FUN, Kaffi Vatnajökull og Listasafn Árnesinga.

Við þökkum þeim fyrirtækjum sem sáu sér fært að styrkja kærlega fyrir því án þeirra væri þessi ratleikur ekki möguleiki. Einnig þökkum við þátttakendum kærlega fyrir þátttökuna og vonum að allir hafi haft gaman að og þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þessar fornu ferðaleiðir sem hafa verið kortlagðar geta komið á Skaftárstofu og lesið um þær með kaffibollanum.

Það styttist sko í jólin :)
04/11/2024

Það styttist sko í jólin :)

Nú er komið að lokum ratleik Vatnajökulsþjóðgarðs, Kötlu jarðvangs og Kirkjubæjarstofu. Ef einhverjir eiga eftir að finn...
28/10/2024

Nú er komið að lokum ratleik Vatnajökulsþjóðgarðs, Kötlu jarðvangs og Kirkjubæjarstofu. Ef einhverjir eiga eftir að finna eina vörðu enn þá gefum við séns á að skila inn svarblöðum til miðvikudags ;)

Uppskeruhátíð SkaftárhreppsVið minnum á Kökubasar kvenfélaga í Skaftárstofu í dag frá 14:00 - 17:00. Á sama tíma er opið...
19/10/2024

Uppskeruhátíð Skaftárhrepps

Við minnum á Kökubasar kvenfélaga í Skaftárstofu í dag frá 14:00 - 17:00. Á sama tíma er opið hús á gestastofunni og kaffi á könnunni fyrir gesti.

Ratleikurinn er svo í fullum gangi, og gaman væri að sjá myndir af þátttakendum úti á svæðunum með því að merkja þær

Nú styttist í https://www.facebook.com/uppskeruhatid uppskeruhátíð Skaftárhrepps og höfum við hjá Vatnajökulsþjóðgarði s...
11/10/2024

Nú styttist í https://www.facebook.com/uppskeruhatid uppskeruhátíð Skaftárhrepps og höfum við hjá Vatnajökulsþjóðgarði skellt í nýjan ratleik. Ratleikurinn hefst á morgun laugardaginn 12. október og stendur til 28. október. Þetta árið sóttum við liðstyrk til Kirkjubæjarstofu og völdum vörður sem þema. En Vera Roth hefur undanfarin sumur unnið að hnitsetningu á fornum ferðaleiðum og vörðum á vegum Kirkjubæjarstofu og hafa nú verið hnitsettar tæplega 1000 vörður. Okkur fannst þetta kjörið tækifæri til að kynna þetta verkefni frekar fyrir ykkur og á hverjum stað leynist nú kassi með upplýsingum um vörður og ferðaleiðir á því svæði ásamt lykilorði. Þátttökuseðlar og leiðarlýsingar hafa verið sendar á alla bæi í sveitarfélaginu en auka svarseðla er hægt að nálgast á Skaftárstofu og í Gvendarkjör - matvöruverslun Kirkjubæjarklaustri. Á sömu stöðum verður hægt að skila útfylltum seðlum en þeir verða að hafa borist fyrir 29. október til að eiga möguleika á vinning. Við minnum svo á að þetta er ratleikur og leiðarlýsingarnar eru viðmið og stundum eru mælingar ekki upp á hárrétta metra en vonandi skeikar engum kílómetrum. En það er líka alltaf hægt að hafa samband á Skaftárstofu í síma 4700409 ef það er einhver í vafa og á erfitt með að finna réttan stað, þar er opið alla daga frá 09:00 – 17:00. Njótum þess að ferðast um sveitarfélagið okkar og kanna nýjar/gamlar slóðir í haustlitunum. Förum varlega og góða skemmtun.


Now the harvest festival of Skaftárhreppur is coming up, https://www.facebook.com/uppskeruhatid and we at Vatnajökull National Park have started a new wayfinding game. The game starts tomorrow, Saturday, October 12 and lasts until October 28. This year we had a help from our friends at Kirkjubæjarstofa and chose cairn as the theme. But Vera Roth has worked for the past few summers on coordinating ancient travel routes and cairn on behalf of Kirkjubæjarstofa, and almost 1000 guards have now been coordinated. We thought this was a good opportunity to introduce this project to you, and at each location there is now a hidden box with information about the cairn and travel routes in that area along with a password. Participation forms and directions have been sent to all homes in the municipality, but if you need extra you can get one at Skaftárstofu or in Gvendarkjör - matvöruverslun Kirkjubæjarklaustri. In the same places it will be possible to return completed tickets, but they must be there before October 29 to have a chance of winning. We would like to remind you that this is a navigation game and the directions are guidelines and sometimes the measurements are not exactly accurate, but hopefully no kilometers are wrong. But you can also always contact Skaftárstofa on phone 4700409 if there is anyone in doubt and having trouble finding the right place, it is open every day from 09:00 - 17:00. Enjoy traveling around our municipality and exploring new/old trails in the autumn colors. Be careful and have fun.

❄️ Tími kamranna er runninn upp. Þótt að vegir á hálendinu séu enn opnir er farið að frysta á nóttunni og höfum við því ...
11/09/2024

❄️ Tími kamranna er runninn upp. Þótt að vegir á hálendinu séu enn opnir er farið að frysta á nóttunni og höfum við því tekið vatnið af í Laka og Langasjó. En þessi fíni kamar er í Laka og salernin í Eldgjá verða opin eitthvað áfram 🗻

❄️ It is starting to be cold in the highlands so we have closed the toilettes in Laki and Langisjór. But we have this nice winter toilet in Laki and the toilets in Eldgjá will be open a few more days 🗻

Bændur og búalið streymir til fjalla þessa dagana í smalamennskur 🐏🐑The farmers are gathering the sheeps those days. 🐏🐑
06/09/2024

Bændur og búalið streymir til fjalla þessa dagana í smalamennskur 🐏🐑

The farmers are gathering the sheeps those days. 🐏🐑

Sunnudaginn 1. september breytist opnunartíminn á gestastofunni og verður þá opið alla daga frá klukkan 9-17. ---On Sund...
27/08/2024

Sunnudaginn 1. september breytist opnunartíminn á gestastofunni og verður þá opið alla daga frá klukkan 9-17.

---
On Sunday, the 1st of September, the opening hours of the visitor center will change and it will be open every day from 9 am to 5 pm.

❗️❗️❗️ Veturinn ætlar að vera snemma á ferðinni þetta árið, en vetrar aðstæður eru nú í Nýjadal og Sprengisandi. Snjór o...
23/08/2024

❗️❗️❗️ Veturinn ætlar að vera snemma á ferðinni þetta árið, en vetrar aðstæður eru nú í Nýjadal og Sprengisandi. Snjór og hálka er á veginum og gæti orðið allavega næstu tvo daga skv. veðurspá. Svo vonum við nú að haustið taki við í einhvern tíma. Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við landverði í Nýjadal í síma: 842 4377 eða 842 4351.

❗️❗️❗️ The winter is a little bit early this year and the road F26 - Sprengisandur is covered in snow, and not suitable for smaller jeeps. The weather forecast for the nest two days is the same. For further information's you can call the rangers in Nýidalur in: +354 842 4377 or +354 842 4351.

https://umferdin.is/en
https://safetravel.is/

21/08/2024

Fréttatilkynning vegna Skaftárhlaups
Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað hægt og rólegt síðan í gær kvöld og vatnshæð og rennsli árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Ekki er talið að leysing á jökli eða úrkoma valdi þessum breytingum heldur benda þessar athuganir til þess að Skaftárhlaup sé að hefjast. Gögn gefa mögulega til kynna að upptök hlaupsins séu í Vestari-Skaftárkatli. Síðast hljóp úr katlinum í september 2021 en hlaupin úr vestari katlinum eru að jafnaði minni en hlaupin úr þeim eystri.
Rennsli við Sveinstind var um 149 m3/s kl. 20:30 en búist er við að hámarksrennsli í þessu hlaupi fari ekki yfir 750 m3/s. Þó er ekki útilokað að vatn hlaupi úr Eystri-Skaftárkatli í kjölfarið.


Möguleg vá:
Það er mikilvægt að íbúar og allir þeir sem leið eiga um flóðasvæðið séu meðvitaðir um þær aðstæður sem upp geta komið og aðferðamenn séu upplýstir um mögulega náttúruvá:
• Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaftár. Mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum.
• Brennisteinsvetni berst með hlaupvatninu þegar það kemur undan jökli. Styrkur þess er þá svo mikill að það getur skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Ferðafólki er því eindregið ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals svo og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir.
• Sprungur munu myndast mjög hratt í kringum ketilinn, því ætti ferðafólk á Vatnajökli að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls þar sem hlaupvatn gæti brotið sér leið upp á yfirborðið.

Bakgrunnsupplýsingar og upptök Skaftárhlaupa
Skaftárkatlarnir eru tveir, eystri og vestari, og eru í vestanverðum Vatnajökli. Þeir myndast þar vegna jarðhita sem bræðir jökulbotninn og vatns sem safnast þar saman. Þegar vatnsþrýstingur er orðinn það hár að farg jökulsins nær ekki að halda aftur af því hleypur það undan kötlunum. Hlaup úr Eystri-Skaftárkatli eru að jafnaði stærri en hlaupin úr Vestari katlinum. Skaftárhlaup eins og þau koma fram í dag hófust árið 1955 en síðan þá er vitað um 58 jökulhlaup í Skaftá. Að jafnaði hleypur úr hvorum katli fyrir sig á tveggja ára fresti.

Gul veðurviðvörun í kortunum fyrir suðausturland. Förum varlega.Yellow weather warning in south east Iceland. Drive care...
12/08/2024

Gul veðurviðvörun í kortunum fyrir suðausturland. Förum varlega.

Yellow weather warning in south east Iceland. Drive carefully.

03/08/2024

EN: Our weekend weather does include some wind and rain for the South, Southeast and the Central highlands.
August 3, 2024:
🌪 Strong winds 15-20 m/s (54-72 km/h) with stronger wind gusts from Hvolsvöllur to Höfn and in the Central highland.
Difficult driving conditions for vehicles sensitive to wind ❗
Adjust travel plans ❗

🌧 Rainy weather in part of the area and some rain for the next few days.
👉This weather makes hiking and other outdoor activity very difficult and unpleasant.
👉Use precaution when crossing unbridged rivers ❗
👉Adjust or cancel hiking plans, specially multiday ones including staying in a tent in the highlands, since it is normally not possible to take a bus or escape from the middle of multiday hiking ❗

IS: Það mun blása á Miðhálendinu, Suður- og Suðausturlandi á morgunn og það verður vætusamt næstu daga.
3. ágúst 2024:
🌪 Hvassviðri, 15-20 m/s. og snarpar vindkviður
Erfið akstursskilyrði fyrir bíla sem taka á sig vind ❗
Erfið skilyrði fyrir útivist og tjaldferðalög ❗
Gæta ber varúðar við að ganga eða keyra yfir óbrúaðar ár ❗
👉 Skoða ætti aðstæður vel og mögulega endurskoða plönin ef fólk hyggur á lengri gönguferðir eða aðra útivist, sér í lagi ef gista á í tjaldi á hálendi ❗

Vegna mikillar rigningar og vatnavaxta eru árnar upp í Laka ófærar.Due to heavy rain the rivers to Laki area are impossi...
01/08/2024

Vegna mikillar rigningar og vatnavaxta eru árnar upp í Laka ófærar.
Due to heavy rain the rivers to Laki area are impossible to cross.

Alþjóðadagur landvarða er haldinn hátíðlegur um allan heim 31. júlí ár hvert til að styðja við ómetanleg störf landvarða...
31/07/2024

Alþjóðadagur landvarða er haldinn hátíðlegur um allan heim 31. júlí ár hvert til að styðja við ómetanleg störf landvarða við að vernda villta náttúru og dýralíf sem á undir höggi að sækja allsstaðar í heiminum. Í tilefni dagsins er heitt á könnunni á gestastofunni og við minnum á að landverðir verða með göngu frá Skaftárstofu í Landbrotshóla í dag kl. 14:00 :)

27/07/2024

**Attention! More roads in that area are now closed. Check https://umferdin.is/en for updates.**
July 27: Floods from Mýrdalsjökull glacier! Until further notice: Road 1 is closed between Vík and road 211, F232 is closed. Respect closures. Travelers are asked to leave the area east of Mýrdalsjökull. Possible dangerous gasses around glacial rivers in the area.

Address

Við Sönghól
Kirkjubæjarklaustur
880

Opening Hours

Monday 09:00 - 17:00
Tuesday 09:00 - 17:00
Wednesday 09:00 - 17:00
Thursday 09:00 - 17:00
Friday 09:00 - 17:00
Saturday 09:00 - 17:00
Sunday 09:00 - 17:00

Telephone

4874620

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Skaftárstofa - Vatnajökulsþjóðgarður posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Skaftárstofa - Vatnajökulsþjóðgarður:

Videos

Share


Other Tourist Information Centers in Kirkjubæjarklaustur

Show All