12/11/2024
Áætlunarflug frá Reykjavík til Vestmannaeyja mun hefjast 1.desember næstkomandi. Nú höfum við opnað fyrir bókanir í desember og á næstu dögum verða sett í sölu flug í janúar og febrúar.
Í þessa þrjá mánuði hið minnsta verða fjögur flug í viku, eitt í hádeginu á föstudögum, eitt seinni part sunnudags og tvö á fimmtudögum, kvölds og morgna.
Við hvetjum sem flesta landsbyggðarbúa til þess að nýta sér Loftbrúarafslátt áður en hann endurnýjast um áramót.
Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu okkar, www.myflug.is
Hlökkum til að sjá sem flesta um borð!
Mýflug Air
Reykjavíkurflugvelli