Rally Palli

Rally Palli Rally Palli offers private tours around the highlands of Iceland, both day trips and overnight trips
(11)

Midnight sun
07/07/2024

Midnight sun

Þegar maður fer óvart í búð…Þegar maður á ekki nógu stóran skúr ….Þegar maður tekur þátt í orkuskiptunum…LED væðing klár...
20/03/2024

Þegar maður fer óvart í búð…

Þegar maður á ekki nógu stóran skúr ….

Þegar maður tekur þátt í orkuskiptunum…

LED væðing klár í þeim gamla 👍

Takk elsku Hörður Aðils Vilhelmsson , þið eruð flottir þarna í

19/02/2024
Þegar maður fréttir af 12 ára gömlum 35” Sprinter geymdan í hlöðu vestur á fjörðum, þá er einfaldlega lagt inn á eiganda...
14/02/2024

Þegar maður fréttir af 12 ára gömlum 35” Sprinter geymdan í hlöðu vestur á fjörðum, þá er einfaldlega lagt inn á eigandann og hann beðinn um að kipp’ onum með i næstu kaupstaðarferð

Takk Keran Stueland Ólason , MOLI er bara nokkuð sáttur hér syðra 😀

Jólabréf 2023.Kæru vinir. Það má segja að liðið ár hafi verið með hressasta móti, endalaus verkefni og árskoranir.Byrjað...
31/12/2023

Jólabréf 2023.

Kæru vinir.

Það má segja að liðið ár hafi verið með hressasta móti, endalaus verkefni og árskoranir.

Byrjaði með stæl er Eyþór Máni fékk nafn sitt og sá kappi er nú aldeilis frábær, alltaf svo rólegur og næs, heilsuhraustur, fallegur og lífsglaður með eindæmum.

Það var svo sannarlega nóg að gera í akstrinum hjá mér, túrar voru að venju mjög fljölbreytilegir og fólkið líka. Minnistæð er ferðin með nokkra unga Breta sem komu í nokkra daga og eyddu miklum pening og tíma í allt það sem hér er í boði. Sofið í kofum á ísilögðu jölulsárlóni, þyrlur til taks alla daga, fjöll klifin, kannaðar sprungur í jöklum, kafað í Silfru undir norðurljósadansi svo eitthvað sé nefnt.

Auðvitað var ég að sinna „venjulegu“ ferðafólki líka. Skjótast með fólk í sleða- og jöklaferðir, finna norðurljósin og þh. Verkefnin voru næg, g*t valið bestu verkefnin og hafnað öðrum. Þvílík forréttindi að stunda svona vinnu.

Við fjölskyldan fórum á MOSA vestur á Ísafjörð um páskana, tókum PÁLÍNU með enda mikið af skíðum, sleðum, barnavögnum og þh með í för. Áttum góða daga fyrir vestan. Náði meira að segja að selja eina Sprinter rútu til félaga míns, alltaf tengdur mínum gamla vinnustað.

Vinahópurinn er stór og við notuðum mörg tækifæri á árinu til að hittast, farið var í helgarferð á Akureyri, hittst í heimahúsum og margt skemmtilegt brallað, þar á meðal farið á Þjóðhátið í Eyjum. Og í maí sl ákváðum við að það væri kominn tími á að fara saman í siglingu og við verðum 8 pör sem förum saman næsta vor í 10 daga siglingu um Adriahaf.

Kristín var búin að lofa Auði og fjölskyldu að fara með þeim til Atlanta í maí sl sem barnapía, en þau áttu þar boð í brúðkaup. Það lág beinast við að ég færi með sem lífvörður barnapíunnar og við áttum góða 10 daga saman þarna erlendis. Við komum við í New York á leiðinni heim og hittum þar góða vini sem búa á Manhattan.

Ég hef svo sem alltaf vitað að ég er vinamargur og vinir mínir hafa alltaf gert allt fyrir mig, sama hvað. Hjálpað mér í öllu því sem ég hef tekið mér fyrir hendur, s.s. rallýið, jepparnir, kaupa og standsetja íbúðir, vera til taks í öllu því sem lífið bíður uppá. Það er því mér mjög verðmætt að vita af öllu þessu fólki sem ég get kallað vini mína vera til taks og hafa haft samband eftir að veikindi mín urðu kunngerð um mitt sumar. Að eiga svona bakland er með ólíkindum, takk öll sömul. Og kannski rétt að koma því hér að fyrir þá sem ekki vissu, þá hafa þessi veikindi verið að grassera um árabil og megin ástæða þess að greining kom fram er sú að það var til 7 ára gömul mynd af haus mínum, sem auðvelt var að nota til hliðsjónar við þá nýju sem tekin var í mars sl.

Fólk hefur spurt mig mikið um hvort það hafi ekki verið erfitt að taka þá ákvörðum að selja MOSA og útgerðina alla. Nei er svarið, það er mjög auðvelt að taka ákvörðun sem þessa, er það liggur fyrir hver staðan er. Í raun léttir á margan hátt, þótt jú að það stóð auðvitað til að vera lengur í rekstri bílanna.

Snemmsumars tók ég því þá ákvörðun að hætta síðar á árinu og um leið njóta hvers dags á sem bestan máta. Ég byrjaði td á því í apríl, að undirbúa MOSA á sem bestan hátt, svo hann myndi ekki stoppa eina mínútu að óþarfa. Það er nefnilega ekkert jafnleiðinlegt og bilaður bíll á fjöllum fullur af fólki. MOSI sveik mig ekki og heldur ekki allt fólkið sem ég kynntist í sumar. Margt stendur uppúr, td kveðjustund fjölskyldu við einkaþotu sína í Keflavík, er 6 ára gömul stelpuhnáta horði á mig grátandi augum, er ég sagði við hana að hún yrði að finna mig á ný, er hún kæmi aftur til Íslands sem fullorðin manneskja. Ég amk myndi muna eftir henni allt mitt líf.

Fjallahjólaferðirnar fyrir Ástu og Magne eru alltaf svo frábærar og auðvelt að vera glaður og kátur í þessum ferðum.

Svo komu „fastakúnnar“/vinir þriðja sumarið í röð og þvílíkir fagnaðarfundir. Það má því leka því þessa leiðina, að við Kristín erum á leiðinni til þessa fólks eftir nokkrar vikur.

Við í stjórn Brautarinnar fengum leyfi félagsmanna að færa Landsbjörgu Veltibílinn að gjöf og það var góð stund er við afhentum hann formlega fyrir nokkrum vikum síðan. Veltibíllinn mun því eiga gott líf framundan, þökk sé sjálfboðaliðum Landsbjargar sem taka nú við honum með öllu því sem því fylgir. Við hinir göngum stoltir frá borði, enda orðnir fáir sem gátum sinnt þessari vinnu. Sem dæmi, þá féllu þrír fyrrum formenn félagsins frá nú síð sumars.

Fjallabræður voru á fullri ferð á þessu ári. Tónleikar í Háskólabíói, stórt gigg í Borgarleikhúsinu, ný lög æfð og frábært æfingarhúsnæði til staðar í allan vetur. Þökk sé góðum vinum. Næsta ár verður líka frábært hjá okkur bræðrum.

Við Róbert, Rún, Kristín og mamma fórum til Tenerife í okt sl, áttum góða daga svo sannarlega. Hitinn var reyndar í meiralagi, sló í 46 gráður einn daginn. Vorum í fínu húsi og höfðum bíl á leigu allan tímann. Notuðum bílinn óspart og ókum víða um.

Síðasti túrinn á MOSA var í byrjun nóvember, mánuði eftir að ég seldi hann nýjum eigendum, en túrinn var bókaður mörgum vikum áður og mér lofað sem ökumanni. Það voru allskonar tilfinningar þessa vikuna eins og gengur. Ekki síst vegna þess að við áttum að skila af okkur fólkinu á hóteli við Bláa Lónið og það var ljós að jarðhræringar voru hafnar. Það allt sama slapp nú hjá þessu fólki, fóru af landi brott rétt áður en Grindavík var rýmd.

Og auðvitað var ég mættur þar (með leyfi frú Kristínar) með minni björgunarsveit, heimamönnum til aðstoðar. Ótrúlega skrítið að vera þarna þessa daga og sjá breytingarnar á þorpinu. En aðalmálið er þó það, enginn slasaðist í þessu öllu saman, né tapaði lífi sínu. Það má alltaf laga hluti, eða byggja upp nýtt þorp ef þarf.

Fjölskyldan dafnar og von er á lítilli afastelpu um og eftir miðjan janúar. Ég er svo ríkur að eiga konu sem tekur mér alveg eins og ég er, dætur sem vilja og nenna að umgangast mig, afabörn sem vonandi finnst afi bara ágætur.

Ég tek því nýju ári fagnandi, algjörlega opinn fyrir hverju því sem koma skal. Lífið er akkúrat núna og ég hlakka til að eyða því með ykkur öllum.

Gleðilega hátíð öllsömul. 

Palli og fjölskylda.

https://livefromiceland.is/webcams/fagradalsfjallFinally started...
18/12/2023

https://livefromiceland.is/webcams/fagradalsfjall

Finally started...

Looking towards Grindavík from Mt. Þorbjörn. Watch live feeds from our webcams with spectacular views of Iceland. Our streaming cameras are placed all around Iceland and broadcast 24/7. The ultimate slow TV!

Básar
02/11/2023

Básar

15/09/2023
Því miður næst ekki í farsímann, hann utan þjónustusvæðis, eða allar línur uppteknar.  😜
11/08/2023

Því miður næst ekki í farsímann, hann utan þjónustusvæðis, eða allar línur uppteknar. 😜

Great one 👍
05/07/2023

Great one 👍

Á fjöllum
28/06/2023

Á fjöllum

https://www.youtube.com/watch?v=KFtuTOhDrwA     :)
20/06/2023

https://www.youtube.com/watch?v=KFtuTOhDrwA
:)

Meet the man behind this off road Mercedes-Benz Sprinter - Páll Halldór Halldórsson! We're on Iceland to drive this incredible vehicle in beautiful Icelandic...

3 trukkar á Langjökli
13/06/2023

3 trukkar á Langjökli

Ok.  Summer again 👍
10/06/2023

Ok. Summer again 👍

Its winter up here...
09/06/2023

Its winter up here...

My favorite place on earth
06/06/2023

My favorite place on earth

Gígjökull
03/06/2023

Gígjökull

Fjöruferð
02/06/2023

Fjöruferð

Góðan daginn
21/04/2023

Góðan daginn

Address

Reykjavík
109

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Rally Palli posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Rally Palli:

Videos

Share

Category