Bændaferðir

Bændaferðir Skemmtilegar og fjölbreyttar ferðir fyrir fólk á öllum aldri. Félagsskapurinn í ferðunum skiptir miklu máli og margir vilja hafa samband eftir ferð.
(33)

Hér er flottur vettvangur til þess. Vertu vinur okkar!

Fjallaþorpið Guadalest er undurfagurt og stendur á fjalli með óborganlegu útsýni yfir fjöllin í kring, Guadalest dalinn ...
11/09/2024

Fjallaþorpið Guadalest er undurfagurt og stendur á fjalli með óborganlegu útsýni yfir fjöllin í kring, Guadalest dalinn fyrir neðan og fagurblátt uppistöðulónið sem þar stendur. Efst í þorpinu trónir kastali sem byggður var af Márum á 11. öld, en skipulag þorpsins er í dæmigerðum stíl Mára með sínum mjóu hlykkjóttu götum. Í gamla bænum eru göturnar steini lagðar, húsin kalkborin og lítil torg inn á milli. Í Guadalest eru lítil áhugaverð söfn og verslanir með handverki og matvöru.

Farið verður í þorpið Guadalest í ferðinni Vordagar í Madríd & Valencia.

Sjá nánar: https://bit.ly/3yY4vG0

💥 Töfrar Marokkó - ný sérferð í sölu 💥10. - 20. apríl 2025Fararstjórn: Þóra Björk ValsteinsdóttirÆvintýraleg ferð til ko...
06/09/2024

💥 Töfrar Marokkó - ný sérferð í sölu 💥
10. - 20. apríl 2025
Fararstjórn: Þóra Björk Valsteinsdóttir

Ævintýraleg ferð til konungsríkisins Marokkó, sem kynnir okkur hrífandi sögu og töfrandi menningarheim landsins. Við upplifum miklar andstæður, fagrar strendur, pálmatré, eyðimerkur og stórbrotin fјöll og heimsækjum heillandi borgir og bæi þar sem hægt er að fá innsýn inn í daglegt líf heimamanna, þeirra undursamlega menningararf og húsgerðarlist.

Ævintýraleg ferð til konungsríkisins Marokkó, sem kynnir okkur hrífandi sögu og töfrandi menningarheim landsins. Við upplifum miklar andstæður, fagrar strendur, pálmatré, eyðimerkur og stórbrotin fјöll og heimsækjum heillandi borgir og bæi þar sem hægt...

Japan - ríki sólarinnar ☀Ný sérferð í sölu og strax aðeins örfá sæti laus!Japan er fornfrægt menningarríki þar sem djúpa...
03/09/2024

Japan - ríki sólarinnar ☀

Ný sérferð í sölu og strax aðeins örfá sæti laus!

Japan er fornfrægt menningarríki þar sem djúpar hefðir, nútímalegar uppfinningar, ótrúleg náttúrufegurð og samhljómur þjóðarinnar sameinast í einstakri blöndu. Komdu með!

Japan er fornfrægt menningarríki þar sem djúpar hefðir, nútímalegar uppfinningar, ótrúleg náttúrufegurð og samhljómur þjóðarinnar sameinast í einstakri blöndu. Kurteisi og tillitsemi eru lykilatriði í japanskri menningu, áherslan er á heildina fram yfir...

Aðventutöfranir láta ekki á sér standa í Tíról í Austurríki en héraðið er heill ævintýraheimur út af fyrir sig þar sem i...
03/09/2024

Aðventutöfranir láta ekki á sér standa í Tíról í Austurríki en héraðið er heill ævintýraheimur út af fyrir sig þar sem ilmur af jólaglöggi og smákökubakstri svífur um loftin.

🎄Aðventutöfrar í Innsbruck: https://bit.ly/3AI4kPu 🎄

Hér sjáum við hópmynd úr ferðinni Suðræn sveifla við St. Tropez í júní síðastliðnum. Franska rivíeran í allri sinni dýrð...
28/08/2024

Hér sjáum við hópmynd úr ferðinni Suðræn sveifla við St. Tropez í júní síðastliðnum. Franska rivíeran í allri sinni dýrð! 🌞

Hér sjáum við hópmynd og nokkrar svipmyndir úr ferðinni Suðræn sveifla við St. Tropez í júní síðastliðnum. Franska rivíe...
28/08/2024

Hér sjáum við hópmynd og nokkrar svipmyndir úr ferðinni Suðræn sveifla við St. Tropez í júní síðastliðnum. Franska rivíeran í allri sinni dýrð! ☀️

SÍÐUSTU FORVÖÐ - EINUNGIS 2 SÆTI LAUS!Gardavatn er Íslendingum vel kunnugt enda einn vinsælasti áfangastaður okkar um la...
22/08/2024

SÍÐUSTU FORVÖÐ - EINUNGIS 2 SÆTI LAUS!
Gardavatn er Íslendingum vel kunnugt enda einn vinsælasti áfangastaður okkar um langt skeið. Feneyjar eru á heimsminjaskrá UNESCO af ástæðu og má segja að haustferðin okkar sem sameinar m.a. þessa tvo áfangastaði sé sannkölluð draumaferð. Það voru að losna 2 sæti í ferðina, þannig að þeir sem vilja sannkallaða hausttöfra ættu að drífa siga að bóka!

Gardavatn hefur verið einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga til margra ára, enda meðal allra fegurstu staða á Ítalíu. Sjálfur Goethe líkti staðnum við himnaríki og skal engan undra. Við hefjum ferðina á því að aka suður á bóginn upp í stórbrotin...

Nú erum við hjá Bændaferðum farin að undirbúa komandi vor og kynnum til leiks páska- og vorferðirnar 2025. Það er yndisl...
16/08/2024

Nú erum við hjá Bændaferðum farin að undirbúa komandi vor og kynnum til leiks páska- og vorferðirnar 2025. Það er yndislegt að upplifa nýja og fagra áfangastaði á þessum árstíma þegar gróðurinn er að vakna af dvala, hitastigið fer hækkandi og sólin veitir yl og vellíðan.

Að venju er úrvalið glæsilegt og býðst ykkur nú að njóta páskahátíðarinnar í Alsace & Svartaskógi, í Róm & á Amalfíströndinni, í Lissabon, í Loire dalnum & París og á göngu við Amalfíströndina. Einnig bjóðum við upp á spennandi vorferðir til Toskana & Assisi, Madríd & Valencia, Prag & Brno, Flórens & Gardavatns og Litríkra eyja & stranda Króatíu.

Vertu með í vor!

👉 https://www.baendaferdir.is/

Vegna forfalla eru núna 4 sæti laus til Brasilíu & Argentínu dagana 5. - 21. október 2024. Þessi ævintýraferð er blanda ...
14/08/2024

Vegna forfalla eru núna 4 sæti laus til Brasilíu & Argentínu dagana 5. - 21. október 2024. Þessi ævintýraferð er blanda af stórfenglegri náttúru, mikilfenglegum fossum og tveimur af fallegustu borgum veraldar. Fararstjóri er Eyrún Ingadóttir.

Skoða nánar: https://bit.ly/3AkD4qe

Hér hafa farþegar okkar í ferðinni Íslendingaslóðir í Vesturheimi átt ánægjulegar stundir á Íslendingadegi í Gimli og hi...
09/08/2024

Hér hafa farþegar okkar í ferðinni Íslendingaslóðir í Vesturheimi átt ánægjulegar stundir á Íslendingadegi í Gimli og hitt jafnvel frændfólk og aðra afkomendur vesturfara.

Tugir þúsunda komu saman um síðustu helgi í Gimli í Kanada til að fagna árlegum Íslendingadegi en hátíðin hefur lengi verið mikilvægur viðburður fyrir Íslendinga í Vesturheimi. Um fimmtán þúsund Íslendingar flúðu land á ofanverðri 19. öld og settust að í Kanada og Bandar...

Upplifðu aðventuævintýri sem byrjar í borginni Obernai í Alsace héraði þar sem fallegustu aðventumarkaðir Frakklands fin...
09/08/2024

Upplifðu aðventuævintýri sem byrjar í borginni Obernai í Alsace héraði þar sem fallegustu aðventumarkaðir Frakklands finnast. Borgir og bæir skarta sínu fegursta hvert sem farið er og ilmur frá jólaglöggi og kastaníuhnetum svífur yfir. Seinni hluta ferðar verður dvalið í fallegu borginni Konstanz við Bodensee vatnið sem er afar heillandi á aðventunni. 🎄🌟🎅

Skoða nánar: https://bit.ly/4dhfr03

Það er gaman að kynnast betur okkar frábæru fararstjórum og hér er skemmtilegt viðtal við Ragnhildur Adalsteinsdottir um...
06/08/2024

Það er gaman að kynnast betur okkar frábæru fararstjórum og hér er skemmtilegt viðtal við Ragnhildur Adalsteinsdottir um hennar uppáhaldsstaði á Austurlandi. Ragnhildur er fararstjóri hjá Bændaferðum bæði í rútuferðum og eins í skíðagönguferðum og segir okkur kannski einn daginn frá sínum uppáhalds áfangastöðum utan landsteinanna 😎

Stórurð er í miklu uppáhaldi hjá Ragnhildi Aðalsteinsdóttur. „Ég samgleðst öllum sem eiga eftir að heimsækja staðinn, það jafnast ekkert á við að koma þangað í fyrsta sinn, ég varð alla vega fyrir einhverri andlegri upplifun. Þar fyrir ofan tróna síðan Dyrfjöllin sem er...

Nú eru komnar í sölu tvær ferðir á sólríkar slóðir í febrúar og mars með Hólmfríði Bjarnadóttur fararstjóra. 😎Hér blanda...
01/08/2024

Nú eru komnar í sölu tvær ferðir á sólríkar slóðir í febrúar og mars með Hólmfríði Bjarnadóttur fararstjóra. 😎

Hér blandast saman hefðbundnar skoðunarferðir á áhugaverðar slóðir við afslöppun í sólinni. Annars vegar er það 17 daga ferð til Kanaríeyjanna þriggja Gran Canaria, Fuerteventura & Tenerife þar sem við kynnumst fleiri hliðum á þessum heillandi eyjum. Hins vegar er það 8 daga ferð til blómaeyjunnar fögru Madeira í Portúgal sem bíður upp á stórbrotið landslag, milt loftslag og afar fjölbreytta afþreyingu.

🌞 Sjá nánar Kanaríeyjar: https://bit.ly/4ceRYeB

🌞 Sjá nánar Madeira: https://bit.ly/3YzEDKG

Vegna forfalla eru núna 2 sæti laus í ferðina Gengið & siglt á Mósel dagana 18. - 26. september. Þessi ferð tengir á ein...
31/07/2024

Vegna forfalla eru núna 2 sæti laus í ferðina Gengið & siglt á Mósel dagana 18. - 26. september. Þessi ferð tengir á einstakan hátt saman kosti siglingar og fallega náttúru í gönguferðum um fegurstu fljótadali Þýskalands. Við siglum á fljótunum Saar, Mósel og Rín og förum daglega í 8 - 10 km langar gönguferðir. Komdu með!

Skoða nánar 👉 https://bit.ly/4d6M9l0

Hér má sjá frábæran hóp sem naut lífsins í ferð um Baskaland núna í júní 🌞
30/07/2024

Hér má sjá frábæran hóp sem naut lífsins í ferð um Baskaland núna í júní 🌞

Vegna forfalla eru nú 2 sæti laus í ferðinni Í tröllahöndum í Noregi dagana 2. - 10. ágúst.  Komdu með í þessa stórbrotn...
26/07/2024

Vegna forfalla eru nú 2 sæti laus í ferðinni Í tröllahöndum í Noregi dagana 2. - 10. ágúst.

Komdu með í þessa stórbrotnu söguferð um vogskornar strendur Noregs þar sem við heimsækjum marga af markverðustu stöðum landsins og fáum atburði úr sögu Noregs, og jafnvel Íslands, beint í æð. Fararstjóri er Gísli Einarsson.

Í stórbrotinni söguferð um vogskornar strendur Noregs heimsækjum við marga af markverðustu stöðum landsins og fáum atburði úr sögu Noregs, og jafnvel Íslands, beint í æð. Eftir flug til Bergen munum við skoða okkur um í bænum, virða fyrir okkur...

🌟Aðventuveisla í Washington 🌟4. - 9. desemberSpennandi ferð til Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, þar sem við kynnu...
23/07/2024

🌟Aðventuveisla í Washington 🌟
4. - 9. desember

Spennandi ferð til Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, þar sem við kynnumst áhugaverðri sögu og njótum þess að skoða okkur um í jólaljósum borgarinnar. Við skoðum m.a. þjóðardómkirkjuna sem er sjötta stærsta dómkirkja í heiminum og í elsta hluta borgarinnar, Georgetown, er iðandi mannlíf og mikið úrval verslana. Við erum einstaklega vel staðsett í nágrenni Hvíta hússins og munum skoða helstu mannvirki borgarinnar ásamt því að njóta jólaljósa borgarinnar og þess anda sem þar ríkir í aðdraganda jóla.

🌟 https://bit.ly/3xBTR73

⛷ Á gönguskíðum í Ramsau ⛷⭐️ 1. - 8. febrúar 2025💥 Fararstjórn: Steinunn H. Hannesdóttir & Ragnhildur Aðalsteinsdóttir⭐️...
19/07/2024

⛷ Á gönguskíðum í Ramsau ⛷

⭐️ 1. - 8. febrúar 2025

💥 Fararstjórn: Steinunn H. Hannesdóttir & Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

⭐️Nýuppgert hótel. Vorið 2024 voru herbergin, móttakan og matsalurinn endurnýjuð.

💥Snjóöruggt & sólríkt skíðagöngusvæði í Ölpunum

⭐️ Útivist, hreyfing og skemmtilegur félagsskapur í sannkölluðu ævintýralandslagi

💥 https://bit.ly/4cpZuV1

Núna í júní var gönguhópur frá okkur á Grænlandi með Einari Skúlasyni fararstjóra í samstarfi við gönguhópinn Vesen & ve...
16/07/2024

Núna í júní var gönguhópur frá okkur á Grænlandi með Einari Skúlasyni fararstjóra í samstarfi við gönguhópinn Vesen & vergangur. Hópurinn kynntist stórbrotinni náttúru Grænlands, íbúum þess og menningu að fornu og nýju.

🌟 Upplifðu ítalska jólastemningu 🌟Það er jólalegt í Róm, höfuðborg Ítalíu, í aðdraganda hátíðarinnar þegar ilmurinn af r...
12/07/2024

🌟 Upplifðu ítalska jólastemningu 🌟

Það er jólalegt í Róm, höfuðborg Ítalíu, í aðdraganda hátíðarinnar þegar ilmurinn af ristuðum kastaníuhnetum tekur að berast frá götugrillum borgarinnar. Á fegursta torgi borgarinnar, Piazza Navona, er aðaljólamarkaðurinn en hver gata eða verslunarhverfi bæjarins hafa sínar sérstöku skreytingar. Það er jólalegt í verslunum bæjarins og ljósadýrðin gleður vegfarendur. Í byrjun nóvember kemur ítalska rauðvínið, vino novello á markað og gefur það tóninn fyrir komandi aðventu. Engin borg í heiminum er eins rík af fornminjum og Róm og hér verða margir áhugaverðir staðir skoðaðir, meðal annars Kapítólhæðin, Forum Romanum, Palatínhæðin, Pantheon og Colosseum. Við upplifum iðandi mannlíf Rómarbúa hjá Trevi gosbrunninum sem er eitt af helstu kennileitum borgarinnar en einnig vel þekkt í nútímamenningu vegna kvikmyndar Fellínís, La dolce vita. Við dáumst einnig að öðru kennimerki Rómar, Spænsku tröppunum, þar sem sjá má eitt þekktasta Maríu líkneski Rómar. Við sækjum Péturskirkjuna heim og förum inn á safn Vatíkansins sem er eitt stærsta og mikilvægasta menningar- og listasafn í heiminum.

🌟 Skoða nánar: https://bit.ly/3L3Br2k

Ný föt, sama röddin? Hófi og Norbert eru næstum jafn samofin sögu Bændaferða og bændur... Saman hafa þau lóðsað hópa um ...
10/07/2024

Ný föt, sama röddin? Hófi og Norbert eru næstum jafn samofin sögu Bændaferða og bændur... Saman hafa þau lóðsað hópa um alla Evrópu og eru fyrir löngu orðin goðsagnarkend meðal farþega Bændaferða. Þeir sem eru á leiðinni í ferð með þeim hjónum á næstunni geta hugsað sér gott til glóðarinnar því meistari Norbert er kominn á glænýja rútu og þægindin eftir því. Rómaðir aksturseiginleikar kappans munu vonandi njóta sín enn betur, enda ný hjól, sama höndin...

Komdu með til Sri Lanka - perlu Indlandshafs!⚡️Örfá sæti laus ⚡️Sri Lanka er eyja stórbrotins margbreytileika og menning...
09/07/2024

Komdu með til Sri Lanka - perlu Indlandshafs!

⚡️Örfá sæti laus ⚡️

Sri Lanka er eyja stórbrotins margbreytileika og menningarlegra hápunkta. Fjölmargar strandir, tímalausar rústir, fjölskrúðugt dýralíf, frægt te og bragðmikill matur. Heimamenn eru þekktir fyrir gestrisni og hjartahlýju. Allt þetta gerir Sri Lanka að mögnuðum áfangastað!

Sjá nánar: https://bit.ly/3XDl1VC

2 SÆTI LAUS: Vegna forfalla voru 2 sæti að losna ferðina Tröllahendur í Noregi. Fararstjórnin er ekki af verri endanum e...
09/07/2024

2 SÆTI LAUS: Vegna forfalla voru 2 sæti að losna ferðina Tröllahendur í Noregi. Fararstjórnin er ekki af verri endanum en Gísli Einarsson er líklega með skemmtilegri mönnum og því má búast við óviðjafnanlegu ævintýri í einhverju fallegasta umhverfi sem um getur.

Í stórbrotinni söguferð um vogskornar strendur Noregs heimsækjum við marga af markverðustu stöðum landsins og fáum atburði úr sögu Noregs, og jafnvel Íslands, beint í æð. Eftir flug til Bergen munum við skoða okkur um í bænum, virða fyrir okkur...

Nú eru aðeins 6 sæti laus í ferðina Undraheimar Suður-Marokkó með Ósk Vilhjálmsdóttur fararstjóra. Ósk hefur undanfarinn...
02/07/2024

Nú eru aðeins 6 sæti laus í ferðina Undraheimar Suður-Marokkó með Ósk Vilhjálmsdóttur fararstjóra. Ósk hefur undanfarinn áratug skipulagt ferðir til Marokkó og þekkir því mjög vel til á svæðinu.

Leið okkar liggur til Suður-Marokkó um ávala fjallgarða, ævintýralegt eyðimerkur landslag, leirhúsabyggðir, berbaborgir, aldingarða, sveitir og sólríkar strendur. Í Taroudant, sem oft hefur verið kölluð litla Marrakesh, kynnumst við medínunni og í Ait Mansour förum við í leiðangur um dásamlega pálmalundi og þorp Ait Mansour gljúfranna. Við kynnumst mögnuðum jarðmyndunum í Atlasfjöllunum, fornum búskaparháttum og handverkshefð úr menningarbrunni Berba, Araba og gyðinga. Ævaforn leirhúsahefðin, sem er algeng í Norður Afríku, er mjög merkileg og minnir um sumt á torfhúsahefð okkar Íslendinga. Ferðin endar í litríku Marrakesh sem er sannkölluð veisla fyrir skynfærin og nær hápunkti á hinu fræga torgi Djema El Fna.

👉https://bit.ly/44VLDTB

Upplifðu haustblæ í Aþenu! Gist verður á 5* hóteli í miðborg Aþenu, í göngufjarlægð frá sjarmerandi hverfinu Plaka sem l...
28/06/2024

Upplifðu haustblæ í Aþenu! Gist verður á 5* hóteli í miðborg Aþenu, í göngufjarlægð frá sjarmerandi hverfinu Plaka sem liggur við rætur Akrópólis hæðar. Farið verður í dagsferðir til Delfí, að hofi Poseidons og á Pelópsskagann þar sem við heimsækjum m.a. fornu borgina Mýkenu.

Nú er allra síðasti séns að koma með til Alsace & Bodensee í ágúst! 💥Aðeins 4 sæti laus! 💥Fyrst verður dvalið í yndisleg...
22/06/2024

Nú er allra síðasti séns að koma með til Alsace & Bodensee í ágúst!
💥Aðeins 4 sæti laus! 💥

Fyrst verður dvalið í yndislega bænum Colmar sem er þekktur fyrir bindingsverkshús, kræklóttar, þröngar götur og ekki síst listamannahverfið, litlu Feneyjar, sem er eitt fallegasta hverfi bæjarins. Farið verður í ljúfar og skemmtilegar dagsferðir, m.a. til Strassburg, höfuðborgar Alsace héraðsins, og í hrífandi siglingu á ánni Ill. Við ökum Vínslóðina í Alsace til Riquewihr sem er ein af perlum héraðsins og þræðum falleg smáþorp á leið okkar til bæjarins Obernai sem er við rætur St. Odile fjallsins og er með vinsælustu ferðamannabæjum Alsace héraðsins. Seinni hluta ferðarinnar dveljum við í Konstanz, stærstu borginni við Bodensee vatn en vatnið á landamæri að Sviss, Austurríki og Þýskalandi. Á leiðinni þangað upplifum við borgina Freiburg sem er borg skógarins, gotneskrar listar og víns. Sögulegar miðaldabyggingar setja svip sinn á borgina og margt er að skoða og dást að. Frá Konstanz verður siglt yfir á blómaeyjuna Mainau þar sem við skoðum glæsilegan lystigarð og njótum náttúrufegurðar staðarins.

👉 Skoða nánar: https://bit.ly/45E7AHc

Address

Síðumúli 2
Reykjavík
108

Opening Hours

Monday 09:00 - 16:00
Tuesday 09:00 - 16:00
Wednesday 09:00 - 16:00
Thursday 09:00 - 16:00
Friday 09:00 - 16:00

Telephone

+3545702790

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Bændaferðir posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Bændaferðir:

Videos

Share

Category

Um Bændaferðir

Bændaferðir bjóða innihaldsríkar pakkaferðir með íslenskri fararstjórn um allan heim, þar sem fólk nýtur góðs félagsskapar og kynnist menningu og náttúru merkra áfangastaða.

Ferðaskrifstofan Bændaferðir á rætur sínar að rekja til ársins 1965, en þá hófust hinar hefðbundnu rútuferðir fyrir bændur. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og í dag bjóða Bændaferðir upp á fjölbreyttar ferðir um víða veröld sem einskorðast ekki lengur bara við bændur eins og fyrrum daga. Allir sem hafa áhuga á að ferðast áhyggjulaust og kynnast menningu og öðlast fræðslu með íslenskri fararstjórn geta bókað sig í ferð með Bændaferðum. Við leggjum áherslu á áhugaverðar rútuferðir um Evrópu og Kanada en bjóðum einnig upp á spennandi sérferðir til framandi landa. Hjá okkur er einnig fjölbreytt úrval hreyfiferða þar sem útivist skipar stóran sess. Þess má geta að Bændaferðir eru umboðsaðili Abbott World Marathon Majors maraþonanna, þeirra stærstu í heimi. Loks bjóðum við upp á ferðir með fararstjóra til Evrópu fyrir sérhópa af öllu tagi. Nánari upplýsingar um allar ferðir eru að finna hér á vefsíðunni sem er auðvitað alltaf opin fyrir móttöku bókana, borgunar staðfestingargjalds og innágreiðslna.

Það er líka hægt að hringja í okkur eða líta til okkar að Síðumúla 2 á milli kl. 8:30 til 16 alla virka daga til að bóka, fá upplýsingar um ferðir og hvaðeina. Athugið, að það er ekkert aukagjald tekið fyrir að bóka símleiðis né á vefsíðu Bændaferða. Einnig bendum við á bæklinginn okkar sem kemur út í nóvember ár hvert. Hann má finna hér og einnig er alltaf hægt að nálgast hjá okkur á skrifstofunni eða með því hringja í okkur þangað í síma 570 2790 og fá hann heimsendan.

Upplifðu draumaferðina þína með Bændaferðum. Við tökum vel á móti þér!

Nearby travel agencies


Other Travel Agencies in Reykjavík

Show All

You may also like