✨ Jólaferð til Wiesbaden. ✨
Wiesbaden stendur á bökkum Rínar, rétt vestur af Frankfurt. Í Wiesbaden er mikil aðventustemning og í miðbænum er fallegur jólamarkaður þar sem upplýstar stjörnur svífa yfir litríkum jólahúsum.
Bændaferðir
Einstök ferðaupplifun - Spennandi áfangastaðir - Minningar í frábærum félagsskap
Útivist í Serfaus
Útivistarferðir Bændaferða eru fullkomin blanda af gönguferðum, hjólaferðum og næringu líkama og sálar í fallegu og heilsusamlegu umhverfi.
Á slóðir síðustu aftökunnar
Hér segir Eyrún Ingadóttir okkur söguna af honum Fjárdráps-Pétri sem mögulega er einn af óheppnustu mönnum Íslandssögunnar.
Þessar sögur, og fleiri til, verða sagðar í ferðinni Á slóðir síðustu aftökunnar þar sem við kynnumst bæði svæðinu og sögunni af Illugastaðamorðunum undir dyggri handleiðslu Eyrúnar fararstjóra.
Á slóðir Sigríðar í Brattholti
Í febrúar verður Eyrún Ingadóttir með ferð á slóðir Sigríðar í Brattholti en Sigríður var mikil baráttukona og er hún oft kölluð fyrsti umhverfissinni Íslands. Frægt er að hún hótaði að fleygja sér í Gullfoss þegar til stóð að taka fyrstu skóflustunguna vegna virkjunarframkvæmda. Eyrún þekkir sögu Sigríðar betur en margir en hún er höfundur bókarinnar Konan sem elskaði fossinn sem kom út nýverið. Hér má hlusta á Eyrúnu segja stuttlega frá þessari spennandi ferð.
Gleddu þína nánustu um jólin með gjafabréfi í ferðina og sögulegu skáldsögunni Konan sem elskaði fossinn!
Bjarni Torfi sendir kveðju
Bjarni Torfi hjólafararstjóri er ekki af baki dottinn þrátt fyrir að hafa í raun átt að vera að hjóla í Toskana í dag. Hann sendir hérna „skeggjaðar“ kveðjur og í athugasemd má sjá kort og myndir úr hjólatúr dagsins hjá Bjarna Torfa.
Kveðja frá Þórhalli fararstjóra
Kveðja frá Þórhalli fararstjóra úr góða veðrinu í miðbæ Reykjavíkur og afsláttur fyrir Bændaferðafarþega á kaffihúsinu hans! :)
Jón Árni Sigfússon spilar á harmonikku
Við urðum þess heiðurs aðnjótandi að fá sent myndband af Jóni Árna Sigfússyni spila af sinni alkunnu snilld á harmonikkuna frá stofu sinni í Víkurnesi við Mývatn.
Jón Árni er búinn að fara í u.þ.b. 70 Bændaferðir en hann byrjaði að fara með Agnari Guðnasyni, sem var stofnandi Bændaferða, og síðar með Hófý sem naut hans ljúfu viðveru í minnst tveimur ferðum á ári. Það eru því margir sem hafa átt gleðistundir með Jóni Árna og það var alltaf glatt á hjalla í Bændaferð þegar hann var með í för, bæði sungið og dansað.
Íris og Nonni syngja Bændaferðir í stofunni heima
Íris og Nonni fararstjórar sitja alls ekki auðum höndum heima þessa dagana þrátt fyrir að vera ekki að ferðast um heiminn. Þau ferðast í huganum og ekki nóg með það heldur semja þau um það lag! Stórskemmtilegt Bændaferðalag og allir geta sönglað með!