Útivist

Útivist www.utivist.is | Útivist er ferðafélag sem býður upp á fjölbreyttar ferðir um náttúru Íslands
(8)

🎁Skráning í aðventuferðina í Bása er í fullum gangi. Hér má sjá myndir úr ferðinni síðan í fyrra. Áhugasamir geta skráð ...
04/11/2024

🎁Skráning í aðventuferðina í Bása er í fullum gangi. Hér má sjá myndir úr ferðinni síðan í fyrra. Áhugasamir geta skráð sig á Útivist.

Explore this photo album by Guðrún Hreins on Flickr!

Grill og gaman í Básum stóð undir nafni þetta árið eins og áður. Hópur útivistarfélaga hélt af stað úr Reykjavík seinnip...
21/10/2024

Grill og gaman í Básum stóð undir nafni þetta árið eins og áður.

Hópur útivistarfélaga hélt af stað úr Reykjavík seinnipart föstudagsins 13.september.

Á laugardeginum voru Hestamannagötur gengnar. Regnfötin komu að góðum notum í byrjun ferðar en síðan birti til og gönguveður varð hið ákjósanlegasta.

Útivistarfélagar sem gengið höfðu Laugaveginn bættust í hópinn seinnipart laugardagsins. Allir hjálpuðust að við undirbúning grillveislunnar; grillaðar kartöflur, lambalæri, sósa og salat. Lagt var á borð fyrir rúmlega 40 manns. Að lokinni máltíð var kveikt í brennu og fólk naut kyrrðarinnar.

Á heimfarardegi 15. september var gengið upp að jökullóninu við Steinholtsjökul og haldið niður að Fagraskógi þar sem Birgir bílstjóri beið okkar.

Fararstjórar voru; Jóhanna Benediktsdóttir og Guðrún Frímannsdóttir.

Fjallabrall átti frábæran dag í haustblíðunni á Þingvöllum, þegar hópurinn gekk á Miðfell og Dagmálafell. Við vorum 30 í...
12/10/2024

Fjallabrall átti frábæran dag í haustblíðunni á Þingvöllum, þegar hópurinn gekk á Miðfell og Dagmálafell. Við vorum 30 í ferðinni og fengum að kynnast náttúrunni, dýralífinu og hvert öðru. Myndirnar tala sínu máli. Takk fyrir daginn!

Ágætu Útivistarfélagar,Nú er í fullum gangi vinna við ferðaáætlun næsta árs og við erum farin að huga að útgáfu og prent...
11/10/2024

Ágætu Útivistarfélagar,

Nú er í fullum gangi vinna við ferðaáætlun næsta árs og við erum farin að huga að útgáfu og prentun blaðsins okkar sem kemur út í desember.

Okkur vantar eins og alltaf nokkuð af fallegum og skemmtilegum myndum úr ferðum og landslagi til að prýða ferðablaðið og til að nota á vef og í annað auglýsingaefni.

Útivist verður 50 ára á næsta ári og verður afmælið þema ferðablaðsins okkar. Við erum því einnig að leita að gömlum myndum, bæði úr ferðum en einnig þeim sem segja söguna. Byggingu skála og úr vinnuferðum og fleira gaman.

Við leitum nú til ykkar að athuga myndasafnið ykkar og skoða hvort þar leynist gullmolar sem þið væruð til í að láta okkur fá.

Þið getið hlaðið inn myndum á þennan google link https://photos.app.goo.gl/48Y8NLrzH8eQcqpEA
með einföldum hætti. Nafnið ykkar á að birtast sjálfkrafa við myndirnar þegar þið hlaðið þeim inn. En gott væri að setja í komment við hverja mynd hvaðan þær eru. Eða eins og Tómas sagði: „Landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt“.

Þið megið líka bara setja inn myndir í komment undir þessum pósti og við köllum eftir þeim í fullum gæðum ef þarf.

Gangi ykkur vel að leita og við hlökkum til að sjá!

Útivist fór á Bláfell á Kili laugardaginn 7. september. Bláfell er 1204 m hátt en byrjað er að ganga í tæpum 600 m.  All...
12/09/2024

Útivist fór á Bláfell á Kili laugardaginn 7. september. Bláfell er 1204 m hátt en byrjað er að ganga í tæpum 600 m.

Alltaf svolítið brölt þarna upp enda mikið um grjót á þessu fjalli, ekki síst ofarlega, og enginn snjór á þessum árstíma.

Tíu Útivistarfélagar fóru saman en Birgir bílstjóri keyrði hópinn upp eftir. Spáin hafði verið góð dagana á undan en þoka var á fjallinu í upphafi göngu og var því ákveðið að taka lengri leið upp en vant er í þeirri von að þokunni myndi lyfta áður en við kæmum á toppinn. Allt kom fyrir ekki og var þoka viðloðandi á toppnum þennan dag en eftir að við fórum að lækka okkur aftur fengum við þó gott útsýni, meira að segja sól. Góður dagur á fjöllum!

Address

Katrínartún 4
Reykjavík
105

Opening Hours

Monday 12:00 - 17:00
Tuesday 12:00 - 17:00
Wednesday 12:00 - 17:00
Thursday 12:00 - 17:00
Friday 12:00 - 17:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Útivist posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Útivist:

Videos

Share

Category

Nearby travel agencies


Other Travel Agencies in Reykjavík

Show All