Útivist

Útivist www.utivist.is | Útivist er ferðafélag sem býður upp á fjölbreyttar ferðir um náttúru Íslands
(8)

Útivist fór á Bláfell á Kili laugardaginn 7. september. Bláfell er 1204 m hátt en byrjað er að ganga í tæpum 600 m.  All...
12/09/2024

Útivist fór á Bláfell á Kili laugardaginn 7. september. Bláfell er 1204 m hátt en byrjað er að ganga í tæpum 600 m.

Alltaf svolítið brölt þarna upp enda mikið um grjót á þessu fjalli, ekki síst ofarlega, og enginn snjór á þessum árstíma.

Tíu Útivistarfélagar fóru saman en Birgir bílstjóri keyrði hópinn upp eftir. Spáin hafði verið góð dagana á undan en þoka var á fjallinu í upphafi göngu og var því ákveðið að taka lengri leið upp en vant er í þeirri von að þokunni myndi lyfta áður en við kæmum á toppinn. Allt kom fyrir ekki og var þoka viðloðandi á toppnum þennan dag en eftir að við fórum að lækka okkur aftur fengum við þó gott útsýni, meira að segja sól. Góður dagur á fjöllum!

Útivist fór á Grænahrygg og augað við Rauðufossafjöll dagana 28 og 29 ágúst. Það voru 20 útivistarfélagar sem fóru  frá ...
29/08/2024

Útivist fór á Grænahrygg og augað við Rauðufossafjöll dagana 28 og 29 ágúst. Það voru 20 útivistarfélagar sem fóru frá Kýlingarvatni upp Halldórsgil með Sveinsgili og að Grænahrygg hann skoðaður og myndaður og sama leið genginn til baka, gist var í Landmannalaugum. Fólk skelti sér í heitu laugina og lét sér líða vel. Daginn eftir var vaknað snemma og stefnan tekin á Rauðufossafjöll. Gengið var frá bílaplaninu og stefnan tekin á Rauðfossa, gengið var með Rauðfossakvísl að auganu. Þegar þangað var komið drak mannskapurinn fegurð svæðinsins í sig og eftir gott stopp var farið til baka. Næsta stopp var við Fossabrekkur þær skoðaðar og því næst haldið heim á leið takk kærlega fyrir okkur Páll og Björgólfur 😊

Enn halda 60+ ferðir Útivistar áfram að slá í gegn, seljast upp á skömmum tíma og bæði farþegar og fararstjórar fara sát...
29/08/2024

Enn halda 60+ ferðir Útivistar áfram að slá í gegn, seljast upp á skömmum tíma og bæði farþegar og fararstjórar fara sáttir og glaðir heim.

Tæplega tuttugu manna hópur kom nýverið heim úr þriggja daga ferð í Dalakofann, þar sem veðrið lék við ferðalanga fyrstu tvo dagana á meðan rigning, slydda og snjór í fjöll blasti við á heimfarardegi. Sveigjanleiki og skortur á vandræðagangi einkennir farþega 60+ ferðanna, svo var einnig með hópinn sem fór í Dalakofann. Í stað þess að fara í stutta göngu á heimleiðinni kom uppástunga um að koma við á byggðasafninu á Keldum, sem var vel þess virði.

Það er af nægu að taka hvað varðar gönguleiðir í nágrenni Dalakofans; Nafnlausi fossinn var skoðaður fyrsta daginn og síðan var farin ganga þar sem fleiri háhitasvæði voru skoðuð og búin til góður hringur áður en haldið var heim í skála á ný.

Eins og áður er boðið upp á göngur við allra hæfi og sumir sem velja að dvelja í skála og njóta kyrrðarinnar með bók, krossgátublað, spil eða prjóna.

Næsta sumar verða farnar tvær 60+ ferðir; önnur þeirra er tveggja nátta ferð í Bása á Goðalandi, 15. – 17. júlí á meðan hin er þriggja nátta ferð í Strút að Syðra Fjallabaki, dagana 11. - 14 ágúst 2025.

Fararstjórar;
Guðbjartur Guðbjartsson,
Guðrún Frímannsdóttir,
Jóhanna Benediktsdóttir

Fjallabrall útivistar gekk um Eldborg og Stóra Kóngsfell í síðsumarblíðu í gærkvöldi. 38 útivistarfélagar áttu góða stun...
29/08/2024

Fjallabrall útivistar gekk um Eldborg og Stóra Kóngsfell í síðsumarblíðu í gærkvöldi. 38 útivistarfélagar áttu góða stund saman í náttúrunni.

Fjallabrall útivistar fór í gang í kvöld þar sem 38 útivistarfélagar gengu á Sandsfjall í Kjós. Uppselt er í hópinn, við...
14/08/2024

Fjallabrall útivistar fór í gang í kvöld þar sem 38 útivistarfélagar gengu á Sandsfjall í Kjós. Uppselt er í hópinn, við þökkum kærlega fyrir góðar móttökur og bendum á að enn er hægt að skrá sig í hóp Fjallfara útivistar.

09/08/2024

☀️Nú er sumarið í fullum skrúða hér hjá okkur í Útivist. Við minnum á að ekki þarf að panta tjaldsvæði í Básum, bara mæta og gefa sig fram í móttöku. Fyrir upplýsingar um færð á vegum hringið í 1777.

Í Básabita bjóðum við upp á Bása pie og súpur, tilvalið í hádeginu.

Starfsfólk Bása tekur vel á móti ykkur í sumar ☀️

Sjáumst í sumar 😀

www.utivist.is | Útivist er ferðafélag sem býður upp á fjölbreyttar ferðir um náttúru Íslands

Fæ aldrei leið á að ganga þessa leið og enn ein ævintýra ferðin fyrir Útivist farinn. vorum 13 sem fórum frá Landmannala...
24/07/2024

Fæ aldrei leið á að ganga þessa leið og enn ein ævintýra ferðin fyrir Útivist farinn. vorum 13 sem fórum frá Landmannalaugum í Bása 20 júlí til 24 júlí. Komið var við í Fossabrekkum við Rjúpnavelli á leið okkar í Landmannalaugar. Þegar búið var að koma sér fyrir í Landmannalaugum var tekinn léttur göngutúr upp á Bláhnúk þar sem útsýnið klikkar ekki ef skilyrðin eru góð eins og nú var Hvanadalshnjúkur í austri og Hekla í vestri og allir tindarnir og jöklarnir þar á milli. Daginn eftir var vaknað snemma og stefnan tekin á Álftavatn með viðkomu í Hrafntinnuskeri. Gengið var yfir Laugahraun sem talið er að hafi orðið til í kringum 1480, Brennisteinsöldu og stórihver skoðaður og þar tekið kaffi stopp. Fórum yfir Hrafntinnusker Stoppuðum í Höskuldarskála og fengum okkur smá næringu. Áfram var haldið meðfram Reykjarfjöllum, Kaldaklofsfjöllum upp Jökultungur niður að Grashagakvísl hún vöðuð haldið áfram meðfram Torfatindum og í skála FÍ við Álftavatn. Eftir góðan nætursvefn var stefnan tekin á Botna í Emstrum. Byrjuðum að vaða Bratthálskvísl fórum um Tunnuöldu og í Hvanngil þar tekið smá kaffi stopp. Farið yfir brúnna á kölduklofskvísl vaðið yfir Bláfjallakvísl og gengið niður Mælifellssand. Kaffi stopp við innri Emstruá og gljúfrið þar skoða. Haldið áfram með Stórkonufell á vinstri hönd áfram yfir Útgönguhöfða með Hattfelli á hægri hönd niður Emstrur og í skála FÍ . Þegar mannskapurinn var búinn að koma sér fyrir í skálanum var farið að hinum stórfenglegu Markafljótsgljúfrum og þau skoðuð. Þá var síðasti dagurinn í þessari göngu ferð, stefnan tekin á Bása í Goðalandi. Farið yfir fremri Emstruá og hið stlórbrotna gljúfur þar skoðað. Áfram var haldið yfir Sandar og einnig kíkt ofaní gljúfrið sem fremri Emstruá rennur um . Áfram haldið um Slippugil og Bjórgil með Fauskatorfum stoppað við Úthólma. Áfram var haldið yfir Kápurana, óðum Þröngá gengið um Hamraskóg og stefnan tekin á Langadal því næst farið yfir Krossá á hjólabrú því næst inn í Bása. Þegar mannskapurinn var búinn að koma sér fyrir voru lambalæri sett á grillið, salat í skál og hraustlega tekið til matar. Daginn eftir var reynt að skoða Stakkholtsgjá en vegna vatnavexta urðum við frá að hverfa. Takk fyrir annars frábæra ferð 🙂

23/07/2024

☀️Nú er sumarið svo sannarlega gengið í garð hér hjá okkur í Útivist. Við minnum á að ekki þarf að panta tjaldsvæði í Básum, bara mæta og gefa sig fram í móttöku. Fyrir upplýsingar um færð á vegum hringið í 1777.
Í Básabita bjóðum við upp á Bása pie og súpur, tilvalið í hádeginu.
Starfsfólk Bása tekur vel á móti ykkur í sumar ☀️
Sjáumst í sumar 😀

www.utivist.is | Útivist er ferðafélag sem býður upp á fjölbreyttar ferðir um náttúru Íslands

Rétt um fjörutíu manna hópur 60+ útivistarfélaga fór nýverið í þriggja daga bækistöðvaferð í Bása. Reyndar slæddust tvei...
23/07/2024

Rétt um fjörutíu manna hópur 60+ útivistarfélaga fór nýverið í þriggja daga bækistöðvaferð í Bása. Reyndar slæddust tveir „unglingar“ með í hópinn sem höfðu ekki náð tilskildum aldri. Eftir að hafa komið okkur fyrir í skála var gengin Básahringur með viðkomu í hinum ýmsu hellum og skúmaskotum Fjósafuðar áður en haldið var að Bólhöfði og loks tröppurnar niður að skála taldar. Nokkrir úr hópnum völdu að fara skemmri hring á meðan enn aðrir nutu kyrrðarinnar við skálann. Veður var dásamlegt og því eitthvað við allra hæfi.

Á degi tvö var engu líkara en helt væri úr fötu, næstum eins og að vera komin til Bergen á góðum rigningar degi. Fararstjórar breyttu því áætlun með tilliti til veðurs.
Boðið var uppá göngur við allra hæfi.
Stór hópur fólks hélt frá Básum upp í Básaskarð. Þar var ákveðið að bjóða þeim sem það vildu að halda áfram göngunni niður Hvannárgilið og taka forystuna á meðan hinir héldu upp á Réttarfellið. Ferðin hjá forystuhópnum gekk vonum framar og brátt þurfti að huga að kaffistoppi. Leitaði hópurinn skjóls fyrir rigningunni í helli og var komin þangað á undan þeim sem fóru á Réttarfellið. Í hellinum var ákveðið að taka sameiginlegt nestis stopp. Áfram var haldið niður í Álfakirkju og síðan skógarstíginn heim að Básum.

Þriðji hópurinn gekk gegnum skóginn fram og tilbaka frá Básum að Álfakirkju. Að því loknu var ákveðið að fá bílstjóra rútunnar sem við komum með deginum áður til að ferja hópinn yfir Hvanná. Ætlunin var að skoða Gunnufuð. Rútan festi sig hins vegar í ánni og eftir nokkuð hark og aðstoð úr Langadal komust ferðalangar á land og ákváðu að sleppa göngunni í Gunnufuð og fara þess í stað strax til baka yfir Hvanná meðan traktorinn úr Langadal var til staðar ef rútan skyldi festast aftur. Allt gekk vel og hópurinn komst klakklaust til baka í Bása.

Það freistaði einhverra að sleppa útiveru þennan dag og halda kyrru fyrir í skálanum; með góða bók, prjóna, krossgátublað eða spilastokk.

Brennu sem vera átti um kvöldið var aflýst vegna rigningarinnar.

Sú hefð hefur skapast í 60+ ferðum Útivistar að hafa sameiginlegan kvöldmat sem er einstakleg notalegt og gaman. Þetta árið var einnig stemning fyrir því að hafa sameiginlegan hafragraut báða dagana, praktískt og ódýrt. Það þéttir hópinn og skapar skemmtilega stemningu að undirbúa málatíðir, punta og leggja á borð. Meira að segja uppvask og frágangur er til þess fallin að þétta hópinn.

Að lokinni kvöldmáltíð á degi tvö komu upp veikindi hjá bílstjóra rútunnar, það skal þó tekið fram að sá bílstjóri sem öllu jafna keyrir inn í Bása fyrir Útivist var ekki með að þessu sinni. Kalla þurfti eftir læknisaðstoð og viðkomandi fékk nauðsynlega aðhlynningu, manninum heilsast vel. Svo heppilega vildi til að einn út hópi farþeganna hafði tilskilin réttindi og ók rútunni af miklu öryggi til byggða næsta dag.

Rigning og áframhaldandi rigningarspá varð til þess að fyrirhugaðri göngu síðasta daginn var aflýst og þess í stað ekið á Hvolsvöll og Eldfjallasetrið heimsótt.

Fararstjórar þakka þátttakendum ferðarinnar fyrir frábæra samveru og skilning á sí endurteknum breytingum dagskrár.

19. – 21. ágúst n.k. verður Útivist á ný með 60+ ferð, þá í Dalakofann

Guðbjartur Guðbjartsson
Guðrún Frímannsdóttir
Jóhanna Benediktsdóttir

22/07/2024

☀️Nú er sumarið svo sannarlega gengið í garð hér hjá okkur í Útivist. Við minnum á að ekki þarf að panta tjaldsvæði í Básum, bara mæta og gefa sig fram í móttöku. Fyrir upplýsingar um færð á vegum hringið í 1777.

Í Básabita bjóðum við upp á Bása pie og súpur, tilvalið í hádeginu.

Starfsfólk Bása tekur vel á móti ykkur í sumar ☀️

Sjáumst í sumar 😀

www.utivist.is | Útivist er ferðafélag sem býður upp á fjölbreyttar ferðir um náttúru Íslands

19/07/2024

Nefhjól af tjaldvagni datt af á leið inn í Þórsmörk nýverið. Finnandi má hafa samband við okkur hér með svari í commenti.

15/07/2024

☀️Nú er sumarið svo sannarlega gengið í garð hér hjá okkur í Útivist. Við minnum á að ekki þarf að panta tjaldsvæði í Básum, bara mæta og gefa sig fram í móttöku. Fyrir upplýsingar um færð á vegum hringið í 1777.

Í Básabita bjóðum við upp á Bása pie og súpur, tilvalið í hádeginu.

Starfsfólk Bása tekur vel á móti ykkur í sumar ☀️
Sjáumst í sumar 😀

www.utivist.is | Útivist er ferðafélag sem býður upp á fjölbreyttar ferðir um náttúru Íslands

12/07/2024

Veðurspáin lítur vel út fyrir helgina í Básum.. hlökkum til að njóta með ykkur 🌞

Vorum 8 Útivistar félagar sem fórum frá Sveinstindi niður í Hólaskjól dagana 04 til 07 júlí. Ekið var frá Reykjavík um S...
08/07/2024

Vorum 8 Útivistar félagar sem fórum frá Sveinstindi niður í Hólaskjól dagana 04 til 07 júlí. Ekið var frá Reykjavík um Suðurland upp skaftatungu og stoppað í Hólaskjóli þar sem hópurinn sem fer Strútsstíg fer úr rútunni. Næst var ekið í átt að Sveinstindi, rúmlega klukkustund síðar var komið að bílaplaninu við Sveinstind. Þar var lagt á brattan og Sveinstindur heimsóttur(1089) þegar toppnum var náð í líka þessu blíðskaparveðri og menn orðnir uppfullir af þeirri fegurð sem við þeim blasti var haldið niður á leið um Bjarnartind og hlíðar Mosahnjúks og í skálann þar sem mannskapurinn kom sér fyrir. Daginn eftir var gengið frá skálanum um ægifagurt landslag sem þetta svæði bíður upp á, niður með Skaftá fossinn sem virðist ekki hafa nafn skoðaður ásamt mörgum öðrum stöðum á leið okkar. Því næst var farið um Hvanngil þar sem göngumenn þurftu að vaða. Áfram var haldið um Uxatindargljúfur með Gretti og Skessupung vestan við okkur og Uxatinda að austanverðu, smá nestis pása efst í Uxatindargljúfri. Því næst komið upp á Biðil, gengið um Stóragil þar sem skáli Útivistar stendur í Skjælingum og þar gist. Daginn eftir var haldið sem leið liggur um miðbotna gengið á Gjátind og útsýnið af þessu ægifagra fjalli skoðað . Því næst gengið með Eldgjá að ofan verðu og svo farið niður á móts við Ófærufoss og hann skoðaður. Áfram hélt leið okkar um Kvíslarhólma meðfram lambaskarðshólum að Hólaskjóli þar sem við gistum síðustu nóttina, ( þess má geta að gista í Hólaskjóli er alveg stórkostlegt klassa aðstæður) þar var göngumönnum boðið upp á grillveislu.Síðasti dagurinn fór svo í að skoða hið stórbrotna gil sem náttúran með hjálp syðri Ófæru hafa búið til við Hólaskjól og í þessu gljúfri byrjar Srútsstígur sem endar í Hvanngili. Að endingu fengum við hálendis bíltúr þar sem við sóttum göngumenn í Hvanngil sem gengu Strútsstíg. ( ekið um Álftavatnskróka, Mælifellssand og inn að Hvanngili þaðan niður Emstrur og Markarfljóts aurana til byggða ) Takk fyrir 🥰


Þ

08/07/2024

Það var mikið um að vera um helgina hjá Útivist. Gengið var með hópa yfir Fimmvörðuháls, á Sveinstind og í Skælinga og loks var fullbókað í ferð á Strútsstíg en þar lögðu 18 þátttakendur af stað ásamt fararstjórunum Hönnu og Eddu Sól frá Hólaskjóli eftir hádegi á fimmtudeginum.

Fyrsti dagurinn var nýttur í létta göngu í Álftavatnskrók þar sem hópurinn gisti eina nótt. Það var heldur blaut ganga en stytti þó upp svo allir komu hér um bil með þurr regnföt í skálann. Daginn eftir gekk hópurinn af stað í Strútsskála þar sem hópurinn gisti í tvær nætur. Í skálanum tóku skálaverðir Árni og Ása vel á móti okkur en þar voru líka fræknir félagar Útivistar, þeir Gunnar Hólm og Kristinn, í vinnuferð í skálum Útivistar. Kvöldið var nýtt í spjall og að koma sér vel fyrir í þessu flotta skála.

Á þriðja degi gekk hópurinn í nágrenni skálans en ákveðið var að fara með hópinn inn í Strútsgil og þaðan upp á Strút. Það var ótrúleg veðursæld þennan dag og útsýnið af Strút yfir á Mælifellið alveg eins og best er á kosið. Hópurinn sá langt í allar áttir og naut dagsgöngurnar í botn. Þegar niður í skálann var komið var slegið upp grillveislu í boði Útivistar og auðvitað hjálpuðust allir að við að undirbúning og frágang. Einn þátttakandinn hafði síðan undirbúið skemmtilega spurningakeppni fyrir kvöldið þar sem var mikið hlegið en einnig heyrðist smá brak í einhverjum heilum þegar þeir reyndu að leita að svörum.

Seinasta daginn lagði hópurinn svo af stað í sól og blíðu í Hvanngil þar sem rútan sótti hópinn. Veðrið hafði verið alveg ótrúlega gott alla ferðina þrátt fyrir smá vætu fyrsta daginn en geymdi greinilega það best fyrir lokinn. Því að minnsta kosti báðir fararstjórarnir brunnu eilítið þrátt fyrir sólarvörnina.

Þetta var í alla staði frábær ferð, með einstaklega skemmtilegum þátttakendum og hálendið alveg upp á sitt besta!

Tvær aðrar ferðir verða farnar á Strútsstíginn í sumar, önnur 24.-27.júlí og hin 7.-10.ágúst sem Hanna fararstýrir einnig, en það eru enn laus pláss í þær báðar og hægt að lesa meira um þær og skrá sig á síðu Útivistar hér: https://www.utivist.is/frodleikur/leidarlysingar/strutsstigur

Hópur Útivistarfélaga gekk yfir Fimmvörðuháls helgina 5. – 7. júlí með viðkomu næturlangt í skála félagsins á Hálsinum. ...
07/07/2024

Hópur Útivistarfélaga gekk yfir Fimmvörðuháls helgina 5. – 7. júlí með viðkomu næturlangt í skála félagsins á Hálsinum. Uppselt var í þessa ferð í febrúar sl. en því miður forfölluðust fimm ferðalangar á síðustu stundu, vorum við því tólf sem hófum göngu við Skógarfoss, en enduðum fjórtán, þar sem okkur barst liðsauki traustra félaga sem gengu á móti hópnum.

Á laugardeginum var farið uppá bæði Magna og Móða þar sem útsýni er stórbrotið til allra átta, nesti borðað á Heiðarhorni og farið yfir örnefni jökla og fjalla sem fyrir augu bar í dásamlegu veðri. Heimfarardaginn var Básahringurinn gengin með viðkomu í Fjósafuð og við Bólhöfuð.

Það er gaman að segja frá því að sextíu ára aldursmunur var á yngsta og elsta göngufélaganum í þessari ferð. Því óhætt að taka tvær systur í hópnum sér til fyrirmyndar, önnur sjötug, hin sjötíu og þriggja.

Ferð okkar gekk mjög vel, engin vandamál, allir glaðir og veðurguðirnir að mestu okkur hliðhollir. Smá rigningarskúr kom um miðjan dag á föstudeginum en síðan rjóma blíða og gott útsýni.

30/06/2024

Stórkostlegir tónleikar með Ásgeiri Trausta í Básum í dag. Það eru varla til orð sem geta lýst töfrunum sem voru í loftinu, þetta var alveg einstakt.

Það voru 9 Útivistarfélagar sem gengu yfir Fimmvörðuháls  28 til 30 júní í björtu veðri. Lögðum af stað frá Skógum uppúr...
30/06/2024

Það voru 9 Útivistarfélagar sem gengu yfir Fimmvörðuháls 28 til 30 júní í björtu veðri. Lögðum af stað frá Skógum uppúr kl 12 , gengið upp með fossaröðinni og þeir skoðaðir og myndaðir. Gangan frá vaðinu að Baldvinsskála var vindasöm og voru göngumenn fegnir að komast í skálan fyrir síðustu lotuna að Fimmvörðuhálsskála þegar þangað var komið komum við okkur fyrir. eftir góðan nætursvefn skelti mannskapurinn í sig orku og var lagt af stað og veðrið orðið gott. Goðahraun var á sínum stað, Magni og Móði heimsóttir. Áfram niður Bröttufönn og að sjálfsögðu öll sú fegurð fönguð sem fyrir augum bar. þá var haldið yfir Heljarkamb, eftir Morrinsheiði og niður á flatirnar. Eftir það lá leiðin yfir Kattahryggi niður með Þvergili og Fálkahöfða og inn í Bása þar sem sleginn var upp veisla grilluð lambalæri. Salat kartöflur og Bernaise sósa sem meðlæti. Gengnir alls 26 km. Daginn eftir var haldið heim á leið og að sjálfsögðu stoppað við í Stakkholtsgjá hún skoðuð við mikla hrifningu. Frábær ferð með flottum ferðafélögum
Takk fyrir 🙂

🥾Myndir frá Sólstöðugöngu á Snæfellsjökul síðastliðin föstudag.
24/06/2024

🥾Myndir frá Sólstöðugöngu á Snæfellsjökul síðastliðin föstudag.

🥳 Laugardaginn 22. júní n.k. verður Sænskt „Midsommarafton“ í tilefni af Jónsmessuhátíð þeirra Svíja. Gleðisveitin Plús ...
21/06/2024

🥳 Laugardaginn 22. júní n.k. verður Sænskt „Midsommarafton“ í tilefni af Jónsmessuhátíð þeirra Svíja. Gleðisveitin Plús mun stíga á stokk með sænsku lögin kl. 18:00 í stóra skálanum í Básum. Við vekjum athygli á því að það er hægt að bóka gistingu í skálanum í Básum um helgina á vefsíðu Útivistar. Síminn í Básum er 893-2910. Starfsfólk Bása tekur vel á móti ykkur, láttu sjá þig🌞

28 Útivistarfélagar lögðu af stað yfir Leggjabrjót klukkan rúmlega 8 i gærkveldi. Veðrið lék við hópinn og var hann komi...
17/06/2024

28 Útivistarfélagar lögðu af stað yfir Leggjabrjót klukkan rúmlega 8 i gærkveldi. Veðrið lék við hópinn og var hann kominn niður í Botnsdal rétt fyrir kl 3 í nótt. Yndislegt að byrja þjóðhátíðardaginn á næturgöngu.
Til hamingju með 80 ára afmæli lýðveldisins 🇮🇸

14/06/2024

Starfsfólk Bása tekur vel á móti ykkur í Þórsmörk í sumar, verið velkomin☀️

www.utivist.is | Útivist er ferðafélag sem býður upp á fjölbreyttar ferðir um náttúru Íslands

Lokaganga Útivistargírsins var farin sl. þriðjudag.18 Utivistarfelagar gengu á Lyklafell í þoku og á leiðinni til baka r...
31/05/2024

Lokaganga Útivistargírsins var farin sl. þriðjudag.
18 Utivistarfelagar gengu á Lyklafell í þoku og á leiðinni til baka rigndi einnig á okkur svo útsýnið var lítið sem ekkert.
Takk allir sem gengu með okkur í vor, það er aldrei að vita nema við skellum í nokkrar göngur í haust.

30/05/2024

Hrönn fer yfir Kerlingarfjallaferð í sumar og Hörður fer yfir ferðir sumarsins

Við minnum á spennandi þemaferð næsta laugardag - Jarðfræði á Reykjanesskaga. Það verður nægur tími til að kjósa eftir a...
27/05/2024

Við minnum á spennandi þemaferð næsta laugardag - Jarðfræði á Reykjanesskaga. Það verður nægur tími til að kjósa eftir að heim er komið :)

Farið verður út á Reykjanes og Reykjanestá. Ummerki um síðustu goshrinu (sem lauk á þrettándu öld) skoðuð og sett í samhengi við þau umbrot sem nú eru í gangi.

Ef hægt er og aðstæður leyfa verður farið nær Grindavík til að átta sig betur á nýjustu tíðindum.

Félagsverð - 8.800 kr.

Skráning hér;

Ferðafélagið Útivist stendur fyrir fjölbreyttum ferðum árið um kring. Tilgangur félagsins er að stuðla að útivist fólks í hollu og óspilltu umhverfi.

21/05/2024

Fríða og Steinar spjalla um ferðir

21/05/2024

Fríða og Steinar segja frá þessum skemmtilegu ferðum.

Address

Katrínartún 4
Reykjavík
105

Opening Hours

Monday 12:00 - 17:00
Tuesday 12:00 - 17:00
Wednesday 12:00 - 17:00
Thursday 12:00 - 17:00
Friday 12:00 - 17:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Útivist posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Útivist:

Videos

Share

Category

Nearby travel agencies


Other Travel Agencies in Reykjavík

Show All