Veðurspáin lítur vel út fyrir helgina í Básum.. hlökkum til að njóta með ykkur 🌞
Veðurspáin lítur vel út fyrir helgina í Básum.. hlökkum til að njóta með ykkur 🌞
Það var mikið um að vera um helgina hjá Útivist. Gengið var með hópa yfir Fimmvörðuháls, á Sveinstind og í Skælinga og loks var fullbókað í ferð á Strútsstíg en þar lögðu 18 þátttakendur af stað ásamt fararstjórunum Hönnu og Eddu Sól frá Hólaskjóli eftir hádegi á fimmtudeginum.
Fyrsti dagurinn var nýttur í létta göngu í Álftavatnskrók þar sem hópurinn gisti eina nótt. Það var heldur blaut ganga en stytti þó upp svo allir komu hér um bil með þurr regnföt í skálann. Daginn eftir gekk hópurinn af stað í Strútsskála þar sem hópurinn gisti í tvær nætur. Í skálanum tóku skálaverðir Árni og Ása vel á móti okkur en þar voru líka fræknir félagar Útivistar, þeir Gunnar Hólm og Kristinn, í vinnuferð í skálum Útivistar. Kvöldið var nýtt í spjall og að koma sér vel fyrir í þessu flotta skála.
Á þriðja degi gekk hópurinn í nágrenni skálans en ákveðið var að fara með hópinn inn í Strútsgil og þaðan upp á Strút. Það var ótrúleg veðursæld þennan dag og útsýnið af Strút yfir á Mælifellið alveg eins og best er á kosið. Hópurinn sá langt í allar áttir og naut dagsgöngurnar í botn. Þegar niður í skálann var komið var slegið upp grillveislu í boði Útivistar og auðvitað hjálpuðust allir að við að undirbúning og frágang. Einn þátttakandinn hafði síðan undirbúið skemmtilega spurningakeppni fyrir kvöldið þar sem var mikið hlegið en einnig heyrðist smá brak í einhverjum heilum þegar þeir reyndu að leita að svörum.
Seinasta daginn lagði hópurinn svo af stað í sól og blíðu í Hvanngil þar sem rútan sótti hópinn. Veðrið hafði verið alveg ótrúlega gott alla ferðina þrátt fyrir smá vætu fyrsta daginn en geymdi greinilega það best fyrir lokinn. Því að minnsta kosti báðir fararstjórarnir brunnu eilítið þrátt fyrir sólarvörnina.
Þetta var í alla staði frábær ferð, með einstakle
Stórkostlegir tónleikar með Ásgeiri Trausta í Básum í dag. Það eru varla til orð sem geta lýst töfrunum sem voru í loftinu, þetta var alveg einstakt.
Kynning á ferðum sumarsins
Hrönn fer yfir Kerlingarfjallaferð í sumar og Hörður fer yfir ferðir sumarsins
útivist
Fríða og Steinar spjalla um ferðir
Ferðir útivistar í sveinstind, skælinga og um strútsstíg
Fríða og Steinar segja frá þessum skemmtilegu ferðum.
Síðasti dagur til skráningar til að fá 4 klst. skyndihjálparnámskeið í kaupbæti er 5. des.
Kynning Fjallfara og Fjallabralls
Kynning Fjallfara og Fjallabralls á göngum haustins
Svona var stemmingin á Jónsmessunni í Básum í fyrra!. Ætlar þú með okkur í sumar?.
Það var mikil jólastemming í lokaferð Fjallabralls Útivistar í Heiðmörk í gær. Þátttakendur komu með kræsingar á veisluborðið og boðið var uppá kakó, jólatónlist og jólaljós. Yndisleg samvera í frostinu þar sem Heiðmörk skartaði sínu fegursta.
Skráning í Fjallabrall á vorönn 2023 er nú í fullum gangi. Nánar um það á utivist.is
Það var góð stemmning í Jónsmessuhátíð Útivistar í Básum um helgina.
Leggjabrjótur, næturganga með Útivist
24 útivistarfélagar áttu frábæra þjóðhátiðargöngunótt yfir Leggjabrjót. Veðrið var allskonar sól og logn og rok og rigning í undrabirtu íslenskrar sumarnætur.