ARKÍS arkitektar

ARKÍS arkitektar ARKÍS architects ARKÍS is an awarded, progressive architecture firm that has been in operation since 1997.
(4)

ARKÍS’s works and projects span all levels of architecture, planning and design. In addition, ARKÍS offers consulting on sustainable design, BREEAM assessments, real estate management and building information systems. ARKÍS has extensive experience with projects in planning and architecture, but from the firm’s founding, ARKÍS has executed numerous large and complex projects, both in Iceland and i

nternationally. That experience, in addition to cross-disciplinary specializations, international high level education and experience of the office’s employees make the firm well equipped to address all projects in architecture, planning and design.

Við erum stolt af því að tilheyra flokki framúrskarandi fyrirtækja tíunda árið í röð hjá Creditinfo, en aðeins 2% íslens...
30/10/2024

Við erum stolt af því að tilheyra flokki framúrskarandi fyrirtækja tíunda árið í röð hjá Creditinfo, en aðeins 2% íslenskra fyrirtækja komust á listann í ár.

ARKÍS er einnig á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar yfir Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri. ARKÍS hefur verið á þeim lista samfellt frá árinu 2017, en einungis 2,9% fyrirtækja á Íslandi ná að þessu sinni inn á þann lista.

Til þess að komast á þessa lista þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði sem snúa að rekstri og afkomu síðustu ára. Það er því einstaklega ánægjulegt að vera í úrvalshóp sterkra fyrirtækja enn eitt árið. Árangurinn þökkum við góðu starfsfólki og traustum viðskiptavinum. En viðurkenningin er okkur hvatning til að halda áfram með stöðugum umbótum sem tryggja enn frekari gæði og fagmennsku í okkar starfsemi.

Vatnshellishús er þjónustuhús við Vatnshelli á Snæfellsnesi byggt árið 2018.Húsið er um 33 fermetrar auk yfirbyggðs pall...
27/06/2024

Vatnshellishús er þjónustuhús við Vatnshelli á Snæfellsnesi byggt árið 2018.

Húsið er um 33 fermetrar auk yfirbyggðs palls og þjónar sem móttöku -og upplýsingamiðstöð um náttúru Vatnshelli og Snæfellsþjóðgarðs.

Húsið er timburhús, klætt með lerki borðum með gróðurþaki úr lyngþökum. Við húsið er ný aðkoma og bílastæði hönnuð af

Við hvetjum alla til þess að kíkja við í sumar og kanna þetta fallega svæði.

Innanhúshönnun fyrir félag vélstjóra og málmtæknimanna. Innra skipulag rýmisins var endurhannað þar sem áhersla var lögð...
18/04/2024

Innanhúshönnun fyrir félag vélstjóra og málmtæknimanna. Innra skipulag rýmisins var endurhannað þar sem áhersla var lögð á betra flæði og góð sameiginleg rými.

Litapalletta félagsins var innblástur á efnis -og litavali í rýminu. Notast var við dökkbæsaða eik til þess að draga fram hlýju á móti bláa litnum. Hannaðar voru gluggafilmur á glerveggi sem veita næði í skrifstofurými og fundarherbergi.

Architizer setur upp árlegan lista og er gaman að sjá að Arkís situr þar á toppnum þetta árið.
12/04/2024

Architizer setur upp árlegan lista og er gaman að sjá að Arkís situr þar á toppnum þetta árið.

Iceland is famous for its rugged landscapes, and the country's architects are pioneering new ways for buildings to relate to this environment.

Fangelsið á Hólmsheiði hóf starfsemi sína árið 2016. Byggingin er klædd viðhaldsfrírri málmklæðingu sem fellur vel að ná...
04/04/2024

Fangelsið á Hólmsheiði hóf starfsemi sína árið 2016. Byggingin er klædd viðhaldsfrírri málmklæðingu sem fellur vel að náttúrulegum litum Hólmsheiðar. Hluti byggingarinnar er með sjónsteypuyfirborð, eins og innigarðar og afmarkaðir veggfletir á útisvæðum. Við útfærslu fangelsisins var horft sérstaklega til reynslu nágrannaþjóða okkar hvað varðar fyrirkomulag, stærðir fangaklefa og fangadeilda.

Fangelsið hýsir þrenns konar deildir: gæsluvarðhaldsdeild, kvennadeild, móttöku- og skammtímadeild. Alls er um 56 fangaklefar, allir með eigin snyrtingu og sturtu en klefarnir eru skiptir upp í 4-8 klefa íbúðaeiningar. Hver íbúðaeining er með sameiginlegu eldhúsi og þvottahúsi þar sem fangar elda og þvo sjálfir. Útivistagarðar eru einnig við hverja íbúðareiningu, auk þess að hægt er að nota innigarða til útivistar.

Fangelsið er BREEAM vottað og fellur vel að öllum 10 meginreglum Nordic Built sáttmála. En byggingin var valin eitt af 30 fyrirmyndaverkefna Nordic Built. Með þeirri hugmyndafræði að skapa umhverfi þar sem leitast er við að auka lífsgæði, nýta sjálfbærar lausnir með staðbundnum auðlindum og byggja á norrænni hönnunarhefð eins og hún gerist best.

Listaverkum eftir Önnu Hallin og Olgu S. Bergmann var fræst á nokkra sjónsteypta veggi en þetta eru teikningar af flugmynstri fugla sem sækja þessar lendur. Hönnun fangelsisins var tilnefnd til Mies van der Rohe verðlaunanna í byggingalist.

Myndir: Hreinn
Landslagsarkitekt: Landhönnun slf.
Samstarf: Verkís Verkfræðistofa
Samstarf: Mannvit

Skaftárstofa opnaði nýlega í Vatnajökulsþjóðgarði á Kirkjubæjarklaustri. Byggingin er starfsstöð Vatnajökulsþjóðgarðs á ...
08/03/2024

Skaftárstofa opnaði nýlega í Vatnajökulsþjóðgarði á Kirkjubæjarklaustri. Byggingin er starfsstöð Vatnajökulsþjóðgarðs á vestursvæði garðsins með aðstöðu á aðalhæð fyrir upplýsingagjöf, sýningarhald, verslun, kaffihús, skrifstofu-og starfsmannaaðstöðu.

Byggingin er 1 hæðar bygging með kjallara undir hluta hennar. Hún er hönnuð þannig að hún falli vel að og inn í landið og verði hluti af hólóttu landslagi lóðarinnar við Sönghól. Þak byggingarinnar er lagt með úthagatorfi af lóðinni. Hægt er að ganga uppá þak byggingarinnar og horfa yfir Kirkjubæjarklaustur, Landbrotið, Systrastapa, Skaftá, Síðuna, Núpana og yfir á Öræfajökul og ná þannig sjónrænni tengingu við þjóðgarðinn.

Aðal aðkoma akandi er frá þjóðvegi 1, einnig er gert ráð fyrir góðri tengingu við þorpið um núverandi göngu- og hjólastíga og til framtíðar um göngubrú yfir Skaftá, ásamt aðlægu náttúru- og útivistarsvæðum.

Framkvæmdir á Skaftárstofu hófust í júní 2020, framkvæmdum við bygginguna lauk með lagningu hornsteins í október 2023.

Húsið er BREEAM umhverfisvottað.

Villa Lola er íbúðarhús staðsett í Vaðlabrekku gegnt Akureyri. Það samanstendur af þremur íbúðum með fallegu útsýni yfir...
22/02/2024

Villa Lola er íbúðarhús staðsett í Vaðlabrekku gegnt Akureyri. Það samanstendur af þremur íbúðum með fallegu útsýni yfir fjörðinn. Hönnun hússins er innblásin af fjallarskarði í Eyjarfirði og samanstendur af þremur einingum sem vísa upp til himins og mynda nokkurskonar dali á milli þakeininganna. Stórir gluggar tengja íbúa við stórbrotið landslag umhverfis bygginguna.

Náið samstarf arkitekts og viðskiptavinar endurspeglast í hönnun hússins þar sem efnisnotkun, sjálfbærar lausnir og góð nýting á rýmum var í fararbroddi. Hver íbúð er með stóran stofuglugga sem snýr að firðinum, eldhús, baðherbergi og svefnloft.

Við byggingu hússins var mikil áhersla lögð á að vernda svæðið og er húsið því umlukið ósnortinni náttúru sem er síbreytileg eftir árstíðum. Húsið er klætt lerkivið og því er lítil þörf á viðhaldi.

Vegna aukinna verkefna leitum við að arkitektum og byggingafræðingum til þess að verða hluti af þverfaglegu teymi ARKÍS ...
08/02/2024

Vegna aukinna verkefna leitum við að arkitektum og byggingafræðingum til þess að verða hluti af þverfaglegu teymi ARKÍS arkitekta.

Framundan eru mörg spennandi verkefni jafnt á Íslandi sem erlendis og því um skemmtileg og gefandi atvinnutækifæri að ræða.

Við leitum að starfsmönnum með nokkurra ára reynslu og gott vald á flestum þáttum arkitektahönnunar. Rík áhersla er lögð á frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð en jafnframt áhersla á að geta unnið vel í teymi. Þá er góð reynsla af Revit mikill kostur.

Umsóknum skal skilað til ARKÍS arkitekta ehf. með tölvupósti á [email protected]. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.

Umsóknir skulu berast fyrir 19.febrúar.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.

Enn eitt árið eru ARKÍS arkitektar meðal 2% íslenskra fyrirtækja sem teljast til Framúrskarandi fyrirtækja.  ARKÍS arkit...
25/10/2023

Enn eitt árið eru ARKÍS arkitektar meðal 2% íslenskra fyrirtækja sem teljast til Framúrskarandi fyrirtækja.
ARKÍS arkitektar hefur verið Framúrskarandi fyrirtæki frá árinu 2015 og við stefnum á að halda því áfram 🙂

Teymi ARKÍS arkitekta, Landslags og Mannvits á eina þeirra 5 tillagna sem valdar voru til frekari útfærslu í samkeppni u...
26/09/2023

Teymi ARKÍS arkitekta, Landslags og Mannvits á eina þeirra 5 tillagna sem valdar voru til frekari útfærslu í samkeppni um þróun Keldnalands.
Alls bárust 36 tillögur í fyrra þrepi samkeppninnar og erum við afar stolt af okkar framlagi.
Við óskum okkar sænsku kollegum til hamingju með sigurinn og erum spennt að sjá Keldnaland þróast.

Nýtt hverfi sem áætlað er að rísi að Keldum við Grafarvog mun verða grænt, fjölbreytt og þétt. Hverfið er hannað út frá tilkomu Borgarlínu og byggir á vistvænum samgöngum. Verðlaunaafhending hönnunarsamkeppninnar fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.

27/05/2023

Öll grunngögn deiliskipulagsins hafa verið samþykkt og hefur Korputún því fengið „Interim Assessment“ eða bráðabirgða BREEAM vottun.

https://www.ark.is/frettir/breytingar-a-eigendahopErna Þráinsdóttir arkitekt hefur bæst í eigendahóp ARKÍS arkitekta.  E...
02/04/2023

https://www.ark.is/frettir/breytingar-a-eigendahop

Erna Þráinsdóttir arkitekt hefur bæst í eigendahóp ARKÍS arkitekta. Erna hefur starfað hjá ARKÍS frá 2018, en starfaði áður sem arkitekt hjá Norconsult í Noregi.

Erna er með MA gráðu í arkitektúr frá Arkitektaskólanum í Árósum og BA í arkitektúr frá Listaháskóla Íslands.

Á sama tíma hefur Aðalsteinn Snorrason, arkitekt og einn stofnenda ARKÍS, stigið út úr eigendahópnum. Aðalsteinn starfar hjá ARKÍS fram á vorið, en mun í framhaldinu færa sig til nýrra starfa.

Aðalsteinn hefur stýrt fjölmörgum ARKÍS verkum af mikilli fagmennsku og myndarskap á liðnum árum. Við þökkum Aðalsteini afar ánægjulegt og farsælt samstarf í gegnum tíðina og óskum honum velfarnaðar við ný viðfangsefni.

Breytingar á eigendahóp ARKÍS

29/03/2023

Deiliskipulag fyrir Korputún, 90 þús. fm. atvinnukjarna á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, hefur tekið gildi. Um er að ræða byggð fyrir verslunar-, þjónustu- og athafnasvæði, þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni og samnýtingu, náttúru og aðlaðandi umhverfi. Borgarlín...

23/02/2023

Ölgerðin fær LEED Gold umhverfisvottun

Ölgerðin hefur hlotið LEED Gold umhverfisvottun (e. Operations & Maintenance) fyrir viðhald og rekstur atvinnuhúsnæðis en slíka vottun fá aðeins fyrirtæki sem nota bestu mögulegu aðferðir og eru með virkt umbótastarf á þessu sviði.

Þegar hafist var handa við nýja framleiðslulínu og nýbyggingu Ölgerðarinnar á síðasta ári var eitt af markmiðunum að gera það á eins umhverfisvænan hátt og hægt var, t.d. með því að nota límtré í stað hefðbundinnar steypu. Notast var við leiðbeiningar um þá fjölmörgu þætti er varða umhverfi og sjálfbærni í tengslum við byggingar. Unnið var að því að fá vottun fyrir allar fasteignir Ölgerðarinnar eða 23 þúsund fermetra, með það að markmiði að gera rekstur og viðhald þeirra eins umhverfisvæn og hægt væri. Grænustu byggingarnar eru þær sem hafa nú þegar við byggðar ef umhverfisvænum aðferðum er fylgt við viðhald og rekstur.

LEED er vottunarkerfi sem tekur á fjölmörgum þáttum er varða umhverfi og sjálfbærni og ýtir þannig undir að viðhald og rekstur verði umhverfisvænni og hagkvæmari. Vottunarkerfið er leiðarvísir að því hvernig hægt er að draga úr orkunoktun, vatnsnotkun og sóun og fara sparlega með aðrar náttúruauðlindir.

Ávinningur slíkrar vottunar er að hún hjálpar þeim sem sjá um rekstur og viðhald fasteigna og starfsfólki fyrirtækja að bæta afköst, draga úr kostnaði og sóun í ferlum. Vottunin veitir einnig fyrirtækjum ákveðna viðurkenningu á því að þau séu í forystu í sjálfbærni.

Hugheilar og ljúfar jóla og áramótakveðjur kæru öll 🎄
23/12/2022

Hugheilar og ljúfar jóla og áramótakveðjur kæru öll 🎄

Ekki bara framúrskarandi.  Líka til fyrirmyndar.Við gerum okkar besta 🙂
22/10/2022

Ekki bara framúrskarandi. Líka til fyrirmyndar.
Við gerum okkar besta 🙂

Hjá okkur er unnið markvisst með þrívíddartæknina, verkkaupar og notendur eiga möguleika á að “ganga” í gegn um byggingu...
20/10/2022

Hjá okkur er unnið markvisst með þrívíddartæknina, verkkaupar og notendur eiga möguleika á að “ganga” í gegn um bygginguna á meðan hún er enn í hönnun.

Enn eitt árið eru ARKÍS arkitektar á meðal þeirra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo á Framúr...
19/10/2022

Enn eitt árið eru ARKÍS arkitektar á meðal þeirra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum.

Kærkomin viðurkenning fyrir vel heppnaðan umhverfisvænana leikskóla.
30/09/2022

Kærkomin viðurkenning fyrir vel heppnaðan umhverfisvænana leikskóla.

Brákarborg, sem er eitt af nýjustu verkum ARKÍS arkitekta, er tilnefnd til Grænu skóflunnar.  https://reykjavik.is/frett...
13/09/2022

Brákarborg, sem er eitt af nýjustu verkum ARKÍS arkitekta, er tilnefnd til Grænu skóflunnar. https://reykjavik.is/frettir/bygging-brakarborgar-tilnefnd-til-graenu-skoflunnar?fbclid=IwAR0RSVFBliFVS_Htf-6YEN6Wg9CQfG-iHdhoruZXXpNbi5THUr8c4nCiIGU

Þriðjudagur, 13. september 2022 Ritstjórn Bygging Brákarborgar tilnefnd til Grænu skóflunnar Ásýnd svæðisins við Kleppsveg 150-152 er gjörbreytt í kjölfar endurgerðar bygginga á lóðinni og hefur leikskólinn Brákarborg þegar hafið starfsemi sína í húsnæði sem uppfyllir alla...

22/06/2022

Mánu­dag­inn 27. júní nk. kl. 17:00 til 18:30 í sal fram­halds­skól­ans í Mos­fells­bæ, Há­holti 35.

https://www.vb.is/frettir/stokkur-tryggi-betra-flaedi/173688/
31/03/2022

https://www.vb.is/frettir/stokkur-tryggi-betra-flaedi/173688/

Stefnt er á að á hluti Sæbrautar verði lagður í stokk svo að betra flæði náist á milli Vogahverfis og nýs hverfis sem stendur hinum megin við Sæbrautina og er kallað Vogabyggð. Samkvæmt Græna plani Reykjavíkurborgar er um 2,2 milljarða króna fjárfestingu að ræða.

Address

Vesturvör 7
Reykjavík
200

Opening Hours

Monday 09:00 - 17:00
Tuesday 09:00 - 17:00
Wednesday 09:00 - 17:00
Thursday 09:00 - 17:00
Friday 09:00 - 17:00

Telephone

+3545112060

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when ARKÍS arkitektar posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to ARKÍS arkitektar:

Videos

Share


Other Reykjavík travel agencies

Show All