22/11/2024
Silfursmári 2 er fjölnota bygging þar sem jarðhæðin hýsir verslunarhúsnæði, en ofan hennar rísa 13 íbúðahæðir með samtals 73 íbúðum.
Byggingin er hluti af heildstæðri randbyggð sem liggur meðfram Silfursmára og Sunnusmára og tengist beint við sameiginlegan bílakjallara, sem tryggir skilvirka bílastæðalausn og samnýtingu innviða.
Hönnun hússins er áhugaverð með óreglulegri ásýnd þar sem byggingarhlutar snúast um miðlægan lóðréttan ás, sem skapar fjölbreytni í sjónarhornum. Jarðhæðin liggur samhliða götu fyrir samhengi við borgarumhverfið, miðhlutinn tekur stefnu í átt að Keili, og efri hlutinn snýr í átt að Snæfellsjökli, sem gefur byggingunni kraftmikla tengingu við umlykjandi náttúrufegurð. Á efstu hæðinni er sérlega glæsileg íbúð með 270 gráðu útsýni sem fangar stórbrotið landslag í allar áttir.
Lóðin býður upp á sérafnotareiti fyrir íbúðir á annarri hæð, 81 bílastæði, og sameiginlegt útisvæði sem stuðlar að samfélagslegri upplifun.