Veiðikortið

Veiðikortið Veiðikortið 2024 veitir nær ótakmarkaðan aðgang að rúmlega 36 vatnasvæðum vítt og breitt
(26)

Veiddir þú fisk í sumar og gleymdir að skrá hann í veiðibók?  Skráðu fiskinn í snatri og þú gætir unnið Veiðikortið 2025...
09/10/2024

Veiddir þú fisk í sumar og gleymdir að skrá hann í veiðibók?
Skráðu fiskinn í snatri og þú gætir unnið Veiðikortið 2025!

Við höfum reynt að gera skráningu afla auðveldari fyrir veiðimenn með því að setja upp rafræna veiðibók á vefnum okkar veidikortid.is/veidiskraning og hvetjum við veiðimenn til að skrá skilmerkilega veidda fiskar þar inn.

Í nóvember munum við draga út 10 heppna aðila sem hafa skráð í veiðibók og eiga möguleika á að vinna Veiðikortið 2025.

Hjálpaðu okkur að safna gögnum fyrir Hafrannsóknarstofu til úrvinnslu eins og til að meta stofnstærðir, hlutfall urriða og bleikju í vötnum, meðalstærð fiska og fleira. Okkar hagur er að geta fengið betri gögn í skýrslur Hafrannsóknarstofnunar auk þess að geta fengið Veiðikortið 2025 í vinning. - Takk fyrir þitt framlag!

Við minnum á viðburðinn Urriðadans sem haldinn verður á Þingvöllum 12. október n.k. (á laugardaginn) kl. 14.00.  Fyrir þ...
08/10/2024

Við minnum á viðburðinn Urriðadans sem haldinn verður á Þingvöllum 12. október n.k. (á laugardaginn) kl. 14.00. Fyrir þá sem ekki hafa mætt áður þá er þetta einstakt tækifæri til að kynnast risaurriðanum í Þingvallavatni undir frásögn Jóhannesar Sturlaugssonar hjá Laxfiskar - Góða skemmtun!

Árlegur urriðadans undir leiðsögn Jóhannesar Sturlaugssonar verður laugardaginn 12. október klukkan 14:00. Allajafna stendur viðburðurinn yfir í 90-120 mínútur. Jóhannes Sturlaugsson hjá rannsóknafyrirtækinu Laxfiskum mun fræða gesti Þjóðgarðsins á Þingvöllum um urriðann í...

Þó svo það sé farið að hausta er ennþá fín veiði í vötnunum. Vífó er jafnan gott í ágúst!
31/08/2024

Þó svo það sé farið að hausta er ennþá fín veiði í vötnunum. Vífó er jafnan gott í ágúst!

Helga Gísla með 47 cm “kusu” úr Þingvallavatni!
27/07/2024

Helga Gísla með 47 cm “kusu” úr Þingvallavatni!

Jón Stefán Hannesson () lenti heldur betur í ævintýri í gær þegar hann kíkti í Úlfljótsvatn, hann var vopnaður 8 punda t...
08/07/2024

Jón Stefán Hannesson () lenti heldur betur í ævintýri í gær þegar hann kíkti í Úlfljótsvatn, hann var vopnaður 8 punda taum og Krók númer 16 þegar rifið var hressilega í! Fiskurinn kláraði línuna á hjólinu tvisvar en á endanum náði Jón að landa þessum höfðingja sem mældist 83cm!! 🏆

Blautulón í Veiðikortið!  Veiðikortshafar á flakki um hálendið geta nú veitt í Blautulónum í sumar.  Góður viðbótarkostu...
27/06/2024

Blautulón í Veiðikortið!

Veiðikortshafar á flakki um hálendið geta nú veitt í Blautulónum í sumar. Góður viðbótarkostur á hálendinu í Veiðikortið. Vinasamlegast sendið okkur myndir frá svæðinu ef þið hafið veitt þar áður ;)

https://veidikortid.is/blautulon-i-veidikortid/

Nú er tíminn sem stóra bleikjan í Úlfljótsvatni fer að sýna sig - Aron Sigurþórsson fékk þessa glæsilegu bleikju í gær á...
10/06/2024

Nú er tíminn sem stóra bleikjan í Úlfljótsvatni fer að sýna sig - Aron Sigurþórsson fékk þessa glæsilegu bleikju í gær á Krókinn #14 🎣

Hítarvatn opnar ekki fyrr en næstu helgi og er vegurinn enn blautur og illfær.Einhverjir veiðimenn hafa verið að laumast...
20/05/2024

Hítarvatn opnar ekki fyrr en næstu helgi og er vegurinn enn blautur og illfær.

Einhverjir veiðimenn hafa verið að laumast inn að vatni og þeir verið að lenda í vandræðum sökum þess að vegurinn er enn mjög blautur. Þegar blautir slóðar eru eknir fer það jafnan mjög illa með slóðana og umhverfisspjöll geta skapast.

Við viljum við minna veiðimenn á að ekki fara upp að Hítarvatni fyrr en búið er að opna veginn um næstu helgi!

Hraunsfjörður kominn í gang. Guðjón Þór Þórarinsson náði þessum fjórum á Mýsluna!
11/05/2024

Hraunsfjörður kominn í gang. Guðjón Þór Þórarinsson náði þessum fjórum á Mýsluna!

Hersir Jón fékk þennan fallega urriða í Elliðavatni í dag á heimagerðan buzzer.. sjá næstu mynd.
09/05/2024

Hersir Jón fékk þennan fallega urriða í Elliðavatni í dag á heimagerðan buzzer.. sjá næstu mynd.

Beint frá bakkanum. Black gnat, toppfluguklak og allt að gerast í Elliðavatni!  í þurrfluguveislu!
09/05/2024

Beint frá bakkanum. Black gnat, toppfluguklak og allt að gerast í Elliðavatni! í þurrfluguveislu!

Magnús Þór Ágústsson með þessa fallegu bleikju sem var 5.24 pund! Bleikjan tók fluguna Burton í Elliðavatni! Sannkölluð ...
30/04/2024

Magnús Þór Ágústsson með þessa fallegu bleikju sem var 5.24 pund! Bleikjan tók fluguna Burton í Elliðavatni! Sannkölluð Elliðavatnskusa!

Elliðavatnið að gefa! Jóhann Kári með eina fallega 40 cm bleikju sem féll fyrir flugunni Langskegg í hádeginu í dag!
29/04/2024

Elliðavatnið að gefa! Jóhann Kári með eina fallega 40 cm bleikju sem féll fyrir flugunni Langskegg í hádeginu í dag!

Bjarki Bóasson kíkti til okkar á veiðisýningunni Flugur og veiði og var hann ánægður með básinn! Sjáumst á sýningunni á ...
27/04/2024

Bjarki Bóasson kíkti til okkar á veiðisýningunni Flugur og veiði og var hann ánægður með básinn! Sjáumst á sýningunni á morgun!

26/04/2024

Það var mikið líf í Helluvatni (Elliðavatni) að morgni sumardagsins fyrsta. Gísli Rúnar Óskarsson fékk þessa vænu bleikju á mýflugulíkingu #18. Gaman að sjá að bleikjan er á vappi. Takk fyrir myndböndin og við hvetjum veiðimenn til að senda okkur fréttir.

Sjáumst á veiðisýningunni Flugur og veiði sem haldin verður undir stúkunni á Laugardalsvelli laugardag og sunnudag um næ...
25/04/2024

Sjáumst á veiðisýningunni Flugur og veiði sem haldin verður undir stúkunni á Laugardalsvelli laugardag og sunnudag um næstu helgi!

Flott yfirferð hjá mbl.is á Veiðigleðinni sem var haldin í dag.
25/04/2024

Flott yfirferð hjá mbl.is á Veiðigleðinni sem var haldin í dag.

Það var góð stemming við Elliðavatn í morgun þegar veiði hófst í vatninu. Fjölmargir tóku fram vöðlur og veiðistöng. Aðrir voru ósparir á góð ráð.

Friðrik Þór Guðmundsson með einn sumarurriða úr Elliðavatni í dag.
25/04/2024

Friðrik Þór Guðmundsson með einn sumarurriða úr Elliðavatni í dag.

Address

Suðurlandsbraut 54
Reykjavík
108

Opening Hours

Monday 08:00 - 16:00
Tuesday 08:00 - 16:00
Wednesday 08:00 - 16:00
Thursday 08:00 - 16:00
Friday 08:00 - 16:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Veiðikortið posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Veiðikortið:

Videos

Share

Category


Other Travel Companies in Reykjavík

Show All