27/02/2024
Grindavík. Tilfinningaríkur íbúafundur Grindavíkur. Flott teymi sérfræðinga leiðir grunninn að uppbyggingu Grindavíkur. Hvað svo? Meðal annars kvartaði íbúi undan ágangi ferðamanna. Það þarf að bregðast við því. Auðvelt er að hafa stjórn á skipulögðum ferðum ferðamanna. En erfiðarar er að hafa stjórn á þeim sem aka um á bílaleigubílum. Það þarf að hugsa þetta strax og Grindvíkingar þurfa að búa sig undir vera heitasti ferðamannastaðurinn á Íslandi næstu árin og til framtíðar. Það á strax að setja upp gjaldtökuhlið inn í bæinn, og íbúar þurfa að stýra umferð í ákveðinn farveg. A. nýtt hraun, B. Löndun á fiski, C. Veitingastaðir. D. verslanir. E. það verður ásók í að skoða tjónað hús. F. Ferðamenn vilja gista eina nótt og taka selfy og dreifa um allan heim. Gjaldtakan á að renna í uppbyggingu á Grindavík og það kæmi mér ekki á óvart að tekjur af slíkir gjaldtöku gæti slagað átt upp í verðmæti sjávarafurða bæjarinns. Fyrir utan að geta selt fiskinn á staðnum til ferðamanna. Grindvíkingar verða núna að taka höndum saman og gera þetta almennilega en ekki láta þetta bara gera sig sjálft. Snúna núna vandræðunum sér í hag eða eins fljótt og hægt er. Gangi ykkur sem best.