23/01/2025
Félagsvist hjá Icalandair VITA á „Græna teppinu“ miðvikudaginn 22. Janúar 2025
Mikið lifandis skelfingar ósköp hvað það er alltaf gaman í félagsvistinni hjá Icelandair VITA á miðvikudögum. Þetta er líka svo góð afþreying og hin besta skemmtan – alla vega fannst okkur og öllu því frábæra fólki sem spilaði með okkur á átján borðum það. Þannig er það nú bara.