Kanarí með Icelandair VITA

Kanarí með Icelandair VITA Fyrir farþega VITA á Kanarí. Hér setjum við inn myndir af skemmtikvöldunum okkar og tilkynning Síða fyrir farþega VITA á Kanarí
(14)

Minigolfmót Icelandair VITA 5. Apríl.Undanfarna vetur þá höfum við hjá Icelandair VITA sem og aðrir landar okkar átt mar...
06/04/2024

Minigolfmót Icelandair VITA 5. Apríl.
Undanfarna vetur þá höfum við hjá Icelandair VITA sem og aðrir landar okkar átt margar gæðastundirnar á “Minigolfvellinum við Yumbo”. Minigolfvöllurinn sá á fáa sína líka enda hefur hann um árabil verið einn af vinsælustu samkomustöðum Íslendinga hér á Gran Canaria. Þar hittast menn seint og snemma, spila minigolf, ræða málin og næra sál og líkama. Það er oft sagt að enginn staður sé betri en það starfsfólk sem þar vinnur. Á minigolfvellinum vinnur frábært starfsfólk sem lætur sér annt um þá gesti sem þangað sækja, þau eru sífellt að stjana við okkur með bros á vör og alltaf boðin og búin til að gera allt sem þau geta til að gera okkur til hæfis og sjá til þess að öllum líði vel. Það er því ekki að furða þó fólk heimsæki minigolfvöllinn aftur og aftur sér til skemmtunar og ánægju.
Í gær héldum við síðasta minigolfmót Icelandair VITA þetta kjörtímabilið og að venju var feikna góð þátttaka. Þar mættust allir í góðu stuði og glaðir í lund, slógu vart feilhögg og skemmtu sér frábærlega. En þar sem þetta var síðasta minigolfmót vetrarins þá segjum bið bara.
Takk og takk öll sem hafa mætt og verið með okkur í vetur. Það er búið að vera feikna gaman saman svo ekki sé fastar að orði kveðið - og svo tökum við þráðinn upp aftur á haustdögum. Þannig er það nú bara.

Félagsvist hjá Icelandair VITA 3. Apríl. Það var aldeilis flottur hópur sem mætti í félagsvistina okkar hjá Icelandair V...
04/04/2024

Félagsvist hjá Icelandair VITA 3. Apríl.

Það var aldeilis flottur hópur sem mætti í félagsvistina okkar hjá Icelandair VITA í gær. Allir þátttakendur voru laufléttir og tígullegir, héldu vel á spöðunum, rökuðu inn slögunum alveg hægri vinstri og spiluðu hver í kapp við annan af hjartans list. Þetta var síðasta félagsvistin okkar á þessu kjörtímabili og því segum við bara:
Takk öll þið sem mættuð og tókuð þátt í þessu spilaævintýri með okkur vetur og vonandi sjáumst við fljótlega aftur.
Þannig er það nú bara.

Spilabingó á "Græna teppinu" 1. Apríl. Síðasta en ekki sísta spilabingó þessa kjörtímabils hjá Icelandair VITA var í gær...
02/04/2024

Spilabingó á "Græna teppinu" 1. Apríl.
Síðasta en ekki sísta spilabingó þessa kjörtímabils hjá Icelandair VITA var í gær 1. Apríl. Það hefur verið ótrúlega gaman og gefandi að vera með ykkur í öllum í þessu ferðalagi í “Mánudagsspilabingóunum” í vetur og takk öll sem mættuð og gerðu þetta svona skemmtilegt. Það er magnað hvað þessi létti og einfaldi leikur getur skapað margar og ógleymanlegar minningar sem nú verða settar í minningarbankann og rifjaðar upp aftur og aftur síðar okkur og öllum öðrum til gleði og ánægju. En – nú fara spilin í geymslu og leirkeraverkstæðið og súkkulaðiverksmiðjan í sumarfrí og svo sjáumst við bara síðar. Þannig er það nú bara.

Í dag – Föstudaginn langa – var komið að „Minigolfimótinu“ hjá okkur Icelandair VITA fólki og þar var nú sko aldeilis ek...
29/03/2024

Í dag – Föstudaginn langa – var komið að „Minigolfimótinu“ hjá okkur Icelandair VITA fólki og þar var nú sko aldeilis ekki spilað neitt „minigolf“ nema síður sé. Þátttakan aldeilis flott, gamanið og fjörið í algeru fyrirrúmi enda allir blístrandi kátir og slógu hvert draumahöggið á fætur öðru út um allan völl.
Takk öll þið sem komuð fyrir samveruna og svo hittumst við vonandi sem flest aftur á sama tíma næsta föstudag og tökum þátt í síðasta minigolfmóti þessa kjörtímabils. Þannig er það nú bara.

Það er fátt betra ef þarf að stytta sér stundir en að grípa í spil í góðra vina hópi enda nýttu margir tækifærið í gær o...
28/03/2024

Það er fátt betra ef þarf að stytta sér stundir en að grípa í spil í góðra vina hópi enda nýttu margir tækifærið í gær og tóku þátt í félagsvistinni með okkur hjá Icelandai VITA og höfðu gaman af. Okkar síðasta félagsvist á þessu kjörtímabili er miðvikudaginn næsta þann 3. Apríl og eru allir velkomnir eins og alltaf og ævinlega. Þannig er það nú bara.

Spilabingó hjá Icelandair VITA mánudaginn 25. Mars. Það er alltaf jafn ótrúlega gaman og gefandi að vera með í Spilabing...
27/03/2024

Spilabingó hjá Icelandair VITA mánudaginn 25. Mars.
Það er alltaf jafn ótrúlega gaman og gefandi að vera með í Spilabingóinu á því “Græna” og magnað hvað þessi létti og einfaldi leikur getur skapað jákvætt andrúmsloft og margar og ógleymanlegar minningar. Þannig er það nú bara

Minigolfmót hjá Icelandair VITA föstudaginn 22. Mars. Aldeilis voru þau nú tilþrifin og snildarhöggin út um allan völl á...
23/03/2024

Minigolfmót hjá Icelandair VITA föstudaginn 22. Mars.
Aldeilis voru þau nú tilþrifin og snildarhöggin út um allan völl á minigolfmótinu hjá Icelandair VITA í dag. Svo var líka svo gaman - enda allir upp á sitt besta og í rífandi góðu skapi.
Hittumst svo á næsta minigolfmóti sem verður á “Föstudaginn langa” í næstu viku. Það verður örugglega dagur í lengra lagi og því upplagt að stytta hann með því að mæta. Þannig er það nú bara .

Morgunleikfimi hjá Icelandair VITA fimmtudaginn 21. MarsÞað vantaði ekkert upp á hressleikann hjá Icelandair VITA fólki ...
22/03/2024

Morgunleikfimi hjá Icelandair VITA fimmtudaginn 21. Mars
Það vantaði ekkert upp á hressleikann hjá Icelandair VITA fólki og fleirum í síðasta morgunleikfimitímanum á þessu kjörtímabili. ´Það var óhemju létt var yfir mannskapnum og rífandi kátina réð ríkjum eins og alltaf áður. Allir tóku vel á því, teygðu og toguðu á alla kanta, sveifluðu sér og tóku dansspor eins og enginn væri morgundagurinn. Takk fyrir veturinn og hittumst svo vonandi hress og kát á komandi hausti og tökum þá upp þráðinn á nýjan leik. Hlökkum til. Þannig er það nú bara.

Félagsvist hjá Icelandair VITA miðvikudainn 20. Mars. Það er ekki að spyrja að því. Alltaf sami léttleikinn, stuðið og r...
21/03/2024

Félagsvist hjá Icelandair VITA miðvikudainn 20. Mars.
Það er ekki að spyrja að því. Alltaf sami léttleikinn, stuðið og rífandi stemmning hjá spilafólkinu í félagsvistinni hjá Icelandair VITA.
Hittumst svo í félagsvist á því “Græna” næsta miðvikudag – daginn fyrir “Skírdag”. Síðasta vistin hjá okkur á þessu kjörtímabili verður svo miðvikudaginn 3. Apríl. Hlökkumt til að hitta ykkur. Þannig er það nú bara.

Kvöldferð á Akurinn 18. Mars. Nú á dögunum fórum við - Kalli, Svana og Signý í aldeilis þrælskemmtilega kvöldferð með fa...
20/03/2024

Kvöldferð á Akurinn 18. Mars.
Nú á dögunum fórum við - Kalli, Svana og Signý í aldeilis þrælskemmtilega kvöldferð með farþega Icelandair VITA og fleiri út á Akurinn. Þetta var þriðja ferðin okkar á þessu kjörtímabili og þessi var gríðar vel heppnuð, mikið fjör og mikið gaman þar sem allir skemmtu sér hver í kapp við annan í söng, dansi og alls konar sprelli auk þess sem prýðis grillmatur og nóg af söngvatni var í boði. Staðurinn sjálfur á sér fáa líka, er skemmtilega innréttaður og þar er margt að skoða og sjá. Þannig er það nú bara.

Stemmingin var alveg “sipp og hoj” og alveg lifandis, skelfingar ósköp gaman í spilabingóinu hjá Icelandair VITA á “Gæna...
19/03/2024

Stemmingin var alveg “sipp og hoj” og alveg lifandis, skelfingar ósköp gaman í spilabingóinu hjá Icelandair VITA á “Gæna teppinu” í gær. Kemur ekki á óvart því þegar salurinn er alveg fleytifullur af lífsglöðu og kátu fólki sem taka þatt í leiknum þá verður alltaf og ævinlega mikið stuð. Sjáumst svo á sama stað mánudaginn næsta klukkan fimmtán hundruð. Þannig er það nú bara.

Keila með Icelandair VITA í Holiday World mánudaginn 18. Mars. Allt hefur sitt upphaf og endir og í gær héldum við síðas...
19/03/2024

Keila með Icelandair VITA í Holiday World mánudaginn 18. Mars.

Allt hefur sitt upphaf og endir og í gær héldum við síðasta “keilumótið” með Icelandair VITA farþegum og fleirum á þessu kjörtímabili. Að vanda var fjörið með eindæmum út um allan sal, allir þátttakendur í feikna formi og sýndu listirsínar í hverju skoti. Allir sáttir í mótslok enda ekki annað hægt – því það er alltaf svo gaman að njóta stundarinnar saman. Þannig er það nú bara.

Hér á Kanarí rjúka menn og konur  fram úr bælum  sínum ekki seinna en við næst fyrsta hanagal og drífa sig í morgunleikf...
16/03/2024

Hér á Kanarí rjúka menn og konur fram úr bælum sínum ekki seinna en við næst fyrsta hanagal og drífa sig í morgunleikfimina hennar Svönu hjá Icelandair VITA. Árangurinn lætur ekki á sér standa því samkvæmt síðustu mælingum þá eru allir orðin liprir, liðugir og léttir í spori Þannig er það nú bara.

Minigolfmót Icelandair VITA 16. Mars 2024Enn erum við að og sláum ekki slöku við enda kjörtímabilið ekki búið. Í gær hél...
16/03/2024

Minigolfmót Icelandair VITA 16. Mars 2024
Enn erum við að og sláum ekki slöku við enda kjörtímabilið ekki búið. Í gær héldum við flott minigolfmót Icelandair VITA þar sem tilþrifin voru aldeilis mögnuð hjá öllum eins og alltaf, allir rífandi kátir og í urrandi stuði. Svo fengu allmargir verðlaun – enda ekki annað sanngjarnt þegar svona margir flottir „minigolfleikarar“ mæta. Þannig er það nú bara.

Alltaf sami léttleikinn, stuðið og stemmning hjá spilafólkinu í félagsvistinni hjá Icelandair VITA á því “GRÆNA”. Í dag ...
13/03/2024

Alltaf sami léttleikinn, stuðið og stemmning hjá spilafólkinu í félagsvistinni hjá Icelandair VITA á því “GRÆNA”.
Í dag var spilað á átján borðum – sem er náttla bara frábært og rúmlega það - allir jákvæðir og með bros á vör. Hittumst svo kátog hress næsta miðvikudag klukkan fimmtán hundruð, rífum fram fram spilin og rökum saman slögunum alveg hægri vinstri og höfum gaman af. Þannig er það nú bara

Líkt og endranær þá var feikna fjöldi kvenna og karla sem mætti í morgunleikfimina hjá Svönu hjá Icelandair VITA í gær e...
13/03/2024

Líkt og endranær þá var feikna fjöldi kvenna og karla sem mætti í morgunleikfimina hjá Svönu hjá Icelandair VITA í gær enda er það magnað og rúmlega það að vera með og sprikla þar svolítið og styrkja og næra um leið líkama og sál. Þannig er það nú bara.

Spilabingó hjá Icelandair VITA á “Græna teppinu” mánudaginn 11. Mars. .Það var rífandi stemming, troðfullt út úr dyrum o...
12/03/2024

Spilabingó hjá Icelandair VITA á “Græna teppinu” mánudaginn 11. Mars. .
Það var rífandi stemming, troðfullt út úr dyrum og nánast upp í rjáfur á spilabingói hjá Icelandair VITA í gær þar sem karlar og konur voru þátttakendur og skemmtu sér á alla kanta og langt fram fyrir alla fingurgóma. Gerist ekki betra. Þannig er það nú bara.

Keila með Icelandair VITA farþegum mánudaginn 11. Mars.Það er erfitt að lýsa fjörinu í keilunni hjá okkur enda varla til...
12/03/2024

Keila með Icelandair VITA farþegum mánudaginn 11. Mars.
Það er erfitt að lýsa fjörinu í keilunni hjá okkur enda varla til lýsingarorð sem nær yfir stuðið og stemminguna sem er þar alltaf. Í gær var að venju ótrúlega gaman og allir skemmta sér hið besta og rúmlega það enda árangur allra aldeilis frábær. Þannig er það nú bara

Minigolfmót hjá Icelandair VITA 8. Mars. Ekki var nú leiðinlegt á miniholfmótinu okkar hjá Icelandair VITA í gær nema sí...
09/03/2024

Minigolfmót hjá Icelandair VITA 8. Mars.
Ekki var nú leiðinlegt á miniholfmótinu okkar hjá Icelandair VITA í gær nema síður sé. Heill hellingur af flottum þátttakendum í þrusuformi svo ekki sé fastar að orði kveðið - og þar voru nú sko aldeilis ekki slegin vindhöggin enda enduðu allar kúlur á réttum stað. Svo voru allir svo rífandi kátir, fjörugir og skemmtilegir – enda ekki annað hægt þegar lífsgleðin og kátínan er í fyrirrúmi.
Þannig er það nú bara.

Lipurt og lífsglatt fólk stútfullt af léttleika og leikni samankomið í morgunleikfiminni hennar Svönu hjá Icelandair VIT...
08/03/2024

Lipurt og lífsglatt fólk stútfullt af léttleika og leikni samankomið í morgunleikfiminni hennar Svönu hjá Icelandair VITA þó nokkuð snemma á fimmtudagsmorgni 7. Mars. Gerist ekki betra.
Þannig er það nú bara.

Miðvikudagar eru spiladagar hjá Icelandair VITA hér á Kanarí og þá er nú aldeilis líf í tuskunum. Í gær mætti aldeilis h...
07/03/2024

Miðvikudagar eru spiladagar hjá Icelandair VITA hér á Kanarí og þá er nú aldeilis líf í tuskunum. Í gær mætti aldeilis heill hellingur af konum og körlum í spilamennskuna – spilað var á 26 borðum sem þýðir náttla að það var ansi margt um manninn – 102 þátttakendur sem þýðir á mannamáli vel á annað hundruð manns - eða þannig. Bara gaman eins og alltaf í félagsvistinni og svo sjáumst við næsta miðvikudag klukkan fimmtán hundruð. Þannig er það nú bara.

Þær klikka aldrei kvöldferðirnar á “Akurinn”með Icelandair VITA  nema síður sé.Mikil gleði og gaman, góður matur, mikið ...
06/03/2024

Þær klikka aldrei kvöldferðirnar á “Akurinn”með Icelandair VITA nema síður sé.
Mikil gleði og gaman, góður matur, mikið sungið, dansur aftaná og allir léttir, kátir og glaðir eins og vera ber. Sú síðasta á þessu kjörtímabili verður farin mánudaginn 18. MARS. Allir velkomnir. Skráning hjá Kalla og Signýju fararstjórum Icelandair VITA. Þannig er það nú bara.

Dagskráin hjá Icelandair VITA á Gran Canaria í MARS 2024.  Splunkuný og sjóðandi heit dagskrá með ýmislegu og alls konar...
06/03/2024

Dagskráin hjá Icelandair VITA á Gran Canaria í MARS 2024.

Splunkuný og sjóðandi heit dagskrá með ýmislegu og alls konar hjá Icelandair VITA á Gran Canaria. Sjáumst hress og kát og allir velkomnir alltaf. Hlökkum til að hitta ykkur. Þannig er það nú bara.

Morgunleikfimi hjá Icelandair VITA 5. Mars Táp og fjör og frískir menn og konur í feikna stuði eins og alltaf og ævinleg...
06/03/2024

Morgunleikfimi hjá Icelandair VITA 5. Mars
Táp og fjör og frískir menn og konur í feikna stuði eins og alltaf og ævinlega í morguleikfiminni hjá Icelandair VITA. Já - það hressir, bætir og kætir og gefur hraustlegt og gott útlit að taka þátt í morgunleikfiminni sem við bjóðum upp á í garðinum hjá LOS TILOS alla þriðjudaga og fimmtudaga klukkan tíu árdegis. Þannig er það nú bara.

Það er ekki leiðinlegt að byrja vikuna á því að skella sér í spilabíngó hjá Icelandair VITA hér á Gran Canaria á “græna ...
06/03/2024

Það er ekki leiðinlegt að byrja vikuna á því að skella sér í spilabíngó hjá Icelandair VITA hér á Gran Canaria á “græna teppinu” eins og sjá má. Þátttakan í gær var með eindæmum góð, níutíu manns þar sem allir voru í þrusuformi og einbeitingin með spilin var engu lík. Margir duttu í lukkupottinn enda gengu vinningar dagsins allir út – og þá er nú tilganginum náð. Sjáumst svo næsta mánudag – á sama stað og sama tíma. Þannig er það nú bara.

Það voru fastir liðir í gær eins og alltaf á mánudögum – sem sagt Keila með Icelandair VITA farþegum og fleirum í Holida...
06/03/2024

Það voru fastir liðir í gær eins og alltaf á mánudögum – sem sagt Keila með Icelandair VITA farþegum og fleirum í Holiday World klukkan ellefu árdegis .
Ótrúlega gaman og frábær þátttaka þar sem fimmtíu og átta spilarar sýndu listir sínar og allir skemmtu sér hið besta enda tilþrif í hæsta gæðaflokki svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Þannig er það nú bara

Það var aldeilis líf í tuskunum í ferðinni okkar á „Akurinn“ með Icelandair VITA farþega og fleiri nú á miðvikudagskvöld...
02/03/2024

Það var aldeilis líf í tuskunum í ferðinni okkar á „Akurinn“ með Icelandair VITA farþega og fleiri nú á miðvikudagskvöldið síðasta.
Heill hellingur af góðum mat þar sem allir fengu nóg að borða, mikið sungið enda gott söngvatn í boði fyrir þá sem það vildu, heilmikið hlegið og allir í rífandi stuði.
Svo dönsuðu menn og tjúttuðu hver um annan þveran undir dillandi harmonikku og gítarspili þar sem allir fóru á kostum.
Þannig er það nú bara.

Minigolfmótið okkar hjá Icelandair VITA hér á Gran Canaria í gær þann 1. Mars var tileinkað minningu góðs vinar okkar al...
02/03/2024

Minigolfmótið okkar hjá Icelandair VITA hér á Gran Canaria í gær þann 1. Mars var tileinkað minningu góðs vinar okkar allra, Gunnars Vilmundarsonar, sem féll frá langt fyrir aldur fram í desember 2019. Gunnar var hörku golfleikari, tók þátt í mörgum mótum hér og stóð sig alltaf vel og fór oftar en ekki á “vegginn”. Hans síðasta mót var hjá okkur 23. Apríl 2019 og þótt veikindin hefðu þá sett mark sitt á Gunnar þá gerði hann sér lítið fyrir og sigraði með glæsibrag.
Sjötíu manns tóku þátt í mótinu í gær, stemmningin var frábær, allir í sínu besta skapi, fjörið í hávegum haft og allt til háborinnar fyrirmyndar – sem var alveg í anda Gunnars.
Sigurvegarar í „Minningarmótinu 2024“ voru þau Linda Baldursdóttir og Guðmundur Theodórsson og í lok mótsins voru þeim afhentir farandbikarar sem Jóna Bryndís eiginkona Gunnars gefur til minningar um hann. Keppt er um þessa bikara árlega. Þannig er það nú bara.

Magnaður hlaupársdagur 29. Febrúar bauð upp á morgunleikfimi hjá Icelandair VITA sem hófst stundvislega kl. 10:00 að ven...
29/02/2024

Magnaður hlaupársdagur 29. Febrúar bauð upp á morgunleikfimi hjá Icelandair VITA sem hófst stundvislega kl. 10:00 að venju í garðinum hjá Los Tilos.. Frábær þátttaka og frábær tilþrif hjá öllum. Þannig er það nú bara

Félagsvist hjá Icelandair VITA á Græna teppinu miðvikudaginn 28. FebrúarÞað var alveg fleytifullur salur og rúmlega það ...
29/02/2024

Félagsvist hjá Icelandair VITA á Græna teppinu miðvikudaginn 28. Febrúar
Það var alveg fleytifullur salur og rúmlega það af kátu og sprellfjörugu spilafólki á því Græna í gær. Spilað var á tuttugu og fjórum borðum og það þykir nú aldeilis bærilegt enda adeilis góð afþreying. Þannig er það nú bara.

Address

Skógarhlíð 12
Reykjavík
105

Opening Hours

Monday 09:00 - 17:00
Tuesday 09:00 - 17:00
Wednesday 09:00 - 17:00
Thursday 09:00 - 17:00
Friday 09:00 - 17:00

Telephone

+3545704444

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Kanarí með Icelandair VITA posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Kanarí með Icelandair VITA:

Share

Category