Vakinn gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar

Vakinn gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar Markmiðið með VAKANUM er að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund í ferðaþjónustu á Ísla VAKINN er gæða-og umhverfisvottun ferðaþjónustunnar.

Markmiðið með Vakanum er að efla gæði og öryggi í ferðaþjónustu á Íslandi ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja.

Alltaf fagnaðarefni þegar fjölgar í Vakanum. :) Við óskum Farfuglum innilega til hamingju með frábæran árangur.
28/02/2024

Alltaf fagnaðarefni þegar fjölgar í Vakanum. :) Við óskum Farfuglum innilega til hamingju með frábæran árangur.

Tjaldsvæðið í Laugardal hlaut nýverið gæða- og umhverfisvottun Vakans. Það er Bandalag íslenskra farfugla, nú Farfuglar ses / HI Iceland, sem rekur tjaldsv

Sky Lagoon Iceland er nýjasti meðlimur í Vakanum og sannarlega ánægjulegt að fá þetta öfluga fyrirtæki til liðs við okku...
12/02/2024

Sky Lagoon Iceland er nýjasti meðlimur í Vakanum og sannarlega ánægjulegt að fá þetta öfluga fyrirtæki til liðs við okkur. Sky Lagoon hlaut vottun fyrir alla sína starfsemi, þ.m.t. veitingastaðinn Sky Café en auk þess fékk Sky Lagoon bronsvottun í umhverfishluta Vakans. :)

Sky Lagoon hlaut nýlega gæða- og umhverfisvottun Vakans. Baðlónið, sem staðsett er á ysta odda Kársness í Kópavogi, hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á

Hér er í boði einstakt tækifæri fyrir fyrirtæki sem eru að velta fyrir sér vottun Vakans en þátttaka í verkefninu felur ...
15/09/2023

Hér er í boði einstakt tækifæri fyrir fyrirtæki sem eru að velta fyrir sér vottun Vakans en þátttaka í verkefninu felur m.a. i sér möguleika á styrkjum til að kaupa ráðgjöf og fara í gegnum vottun :)

Stefna Íslands er að vera leiðandi í sjálfbærri þróun þegar kemur að ferðaþjónustu – Til að svo megi vera þurfa fyrirtækin að fá tíma og rými til að taka u

Ný útgáfa gæða- og umhverfisviðmiða fyrir gistingu komin vefinn.
27/06/2023

Ný útgáfa gæða- og umhverfisviðmiða fyrir gistingu komin vefinn.

Ný og endurbætt útgáfa gæða- og umhverfisviðmiða Vakans, fyrir gistingu, hefur nú tekið gildi. Er þetta fjórða útgáfa viðmiðanna. 

28/03/2023

Fyrirtækið Háfjall ehf. / Stepman hlaut nýlega gæða- og umhverfisvottun Vakans en það er lítið fjölskyldufyrirtæki á Hornafirði í eigu hjónanna Stephan Mantler og Ingu Stumpf. Stepman býður upp á ferðir á jökla og fjöll í nágrenni Hornafjarðar. Mikil áhersla er lögð á persónulega þjónustu við viðskiptavini, gæði, náttúruvernd og miðlun þekkingar í ferðum.

Stephan og Inga tóku ákvörðun um að innleiða Vakann til þess að tryggja og þróa gæði og öryggi í afþreyingaferðunum. „Það var stórt skref og frekar mikil vinna fyrir tveggja manna fyrirtæki en gekk mjög vel með aðstoð Vottunarstofunnar Túns.“
Í náinni framtíð stendur hugur hjónanna til þess að ná enn lengra á sviði umhverfismála og stefna að silfur- eða gullvottun.
Auk afþreyingarinnar reka hjónin bændagistingu undir nafni Dynjanda þar sem boðið er upp á gistingu í þremur tveggja manna herbergjum og hafa þau hug á að sækjast eftir vottun fyrir gistinguna. Á Dynjanda er ennfremur stunduð hrossarækt og þar eru líka kindur og hænur.
Við á Ferðamálastofu óskum Stephan og Ingu innilega til hamingju með vottunina og bjóðum þau velkomin í hóp Vakafyrirtækja.

Markmiðið með VAKANUM er að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund í ferðaþjónustu á Ísla

Að bæta aðgengi fyrir fatlaða er góð fjárfesting til framtíðar. Kynntu þér málið!
15/03/2023

Að bæta aðgengi fyrir fatlaða er góð fjárfesting til framtíðar. Kynntu þér málið!

Næsta fjarkynning fyrir ferðaþjónustuaðila á hinu nýja verkfæri, Gott aðgengi í ferðaþjónustu, verður núna á fimmtudagin, 16. mars, kl. 10:00. Um er að ræða 40 mínútur kynningu þar sem fyrirtæki fá leiðbeiningar um verkefnið, hvernig hægt er að bæta aðgengi fyrir fatlaða með markvissum hætti og hvað þarf að gera. Skráning er hér að neðan:
https://www.ferdamalastofa.is/is/gott-adgengi-fjarkynningar

Verkefnið er sjálfsmat sem byggir á trausti og vilja ferðaþjónustuaðila til að sýna ábyrgð í verki til að þjóna þessum markhópi sem best. Verkefninu er ætlað að hjálpa fyrirtækjum að sýna með áþreifanlegum hætti að þeim er umhugað um alla gesti og gera sitt besta til að taka vel á móti þeim.

Fyrirtækið Lotus Car Rental hefur nýverið hlotið gæða- og umhverfisvottun Vakans. Bílaleigan, sem er með höfuðstöðvar í ...
28/02/2023

Fyrirtækið Lotus Car Rental hefur nýverið hlotið gæða- og umhverfisvottun Vakans. Bílaleigan, sem er með höfuðstöðvar í Reykjanesbæ, var stofnuð árið 2014 og hefur vaxið og dafnað með árunum. Félagið er með um 900 bíla í flota sínum og eru yfir 25% af þeim rafmagns- og tengiltvinnbílar.

Að sögn Sigurbergs Magnússonar hjá Lotus Car Rental hefur fyrirtækið ávallt sett viðskiptavini sína í forgang og er mikil áhersla lögð á framúrskarandi þjónustu og gott starfsumhverfi fyrir starfsmenn. Félagið hefur lagt aukna áherslu á umhverfismál undanfarin ár og stuðning við nærumhverfi. Lögð er mikil áhersla á að fræða ferðamenn um þær umferðareglur sem gilda hér á landi, virðingu við náttúruna og hvað beri að varast við akstur hér á landi.
Félagið leggur einnig mikið upp úr öryggismálum og hafa allir starfsmenn félagsins hlotið kennslu í skyndihjálp og brunavörnum. Lögð er áhersla á að allir starfsmenn sem starfa við bílaþrif og á verkstæði noti viðeigandi öryggisbúnað og að öll tæki sem notuð eru séu örugg og reglulega yfirfarinn.

Félagið ákvað að sækjast eftir vottun Vakans til staðfestingar á þeirri vinnu sem félagið hefur unnið á undanförnum árum í umhverfis- og gæðamálum. Innleiðing gæða- og umhverfisstaðla Vakans hjálpaði félaginu að betrumbæta verkferla og innleiða nýja verkferla í gæða- og umhverfismálum. Einnig bindur félagið vonir við að vottun Vakans muni hjálpa til við að viðhalda því góða orðspori sem félagið hefur áunnið sér í gegnum tíðina.

Ferðamálastofa óskar eigendum og starfsfólki innilega til hamingju með glæsilegan árangur.

Hvetjum alla til að kynna sér Gott aðgengi.
11/11/2022

Hvetjum alla til að kynna sér Gott aðgengi.

Í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Sjálfsbjörgu og ÖBÍ réttindasamtök hefur Ferðamálastofa sett af stað fræðslu-og hvatningarverkefni undir nafninu Gott aðgengi. Með verkefninu vilja samstarfsaðilar bregðast við því sem lengi hefur verið kallað eftir, en það er...

Til hamingju Hey Ísland - Ferðaþjónusta bænda😊
21/10/2022

Til hamingju Hey Ísland - Ferðaþjónusta bænda😊

Ferðaþjónusta bænda hefur fengið vottun Vakans síðan árið 2015 og nú höfum við staðist Vaka úttekt ársins 2022 🎉

Aukin áhersla á sjálfbærni getur fært fyrirtækjum margvísleg tækifæri og ávinning, bæði ímyndarlegan og fjárhagslegan. V...
03/06/2022

Aukin áhersla á sjálfbærni getur fært fyrirtækjum margvísleg tækifæri og ávinning, bæði ímyndarlegan og fjárhagslegan. Vakinn býður ferðaþjónustufyrirtækjum upp á gagnlegt verkfæri til að vinna með í átt að aukinni sjálfbærni. Um er að ræða gátlista sem ber nafnið Á leið til sjálfbærrar ferðaþjónustu og inniheldur rúmlega 100 hugmyndir um aðgerðir sem fyrirtæki geta gripið til á þessari vegferð. Við hvetjum alla til að nýta sér gátlistann sem hefur nýverið verið endurskoðaður.

Um allan heim er áhersla á sjálfbærni í ferðaþjónustu stöðugt vaxandi og viðskiptavinir kjósa í auknum mæli að eiga viðskipti við fyrirtæki sem sýna ábyrgð

Nýja útgáfa viðmiðanna er nú líka kominn á vef Vakans á ensku :)
31/01/2022

Nýja útgáfa viðmiðanna er nú líka kominn á vef Vakans á ensku :)

A new and improved edition of the quality and environmental criteria, for tourism other than accommodation, has been published.

Nú ættu öll ferðaþjónustufyrirtæki sem eru skráð í gagnagrunn Ferðamálastofu að vera búin að fá sendan hlekk á sjálfsmat...
28/01/2022

Nú ættu öll ferðaþjónustufyrirtæki sem eru skráð í gagnagrunn Ferðamálastofu að vera búin að fá sendan hlekk á sjálfsmat til að taka þátt í verkefninu Hreint og öruggt / Clean & Safe árið 2022.

Fyrir rúmu ári síðan fór Ferðamálastofa af stað með verkefnið Hreint og öruggt / Clean&Safe. Verkefninu er ætlað að hjálpa ferðaþjónustuaðilum að taka á ör

Til hamingju   Glass Lodge
24/11/2021

Til hamingju Glass Lodge

Gististaðurinn Panorama Glass Lodge fékk í vikunni gæðavottun Vakans ásamt bronsmerki í umhverfishlutanum.

Vakinn er á Vestnorden😊
05/10/2021

Vakinn er á Vestnorden😊

Vakinn er gæða- og umhverfisvottun fyrir íslenska ferðaþjónustu. Verkefninu er stýrt af Ferðamálastofu. Þau fyrirtæki sem taka þátt fá óháðan þriðja aðila til að skoða og taka út starfsemi og þjónustu fyrirtækisins, fá staðfestingu á því sem vel er gert og tækifæri t...

Address

Reykjavík
101

Telephone

5355500

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Vakinn gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Vakinn gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar:

Videos

Share