Leiðsögn -Félag leiðsögumanna

Leiðsögn -Félag leiðsögumanna LEIÐSÖGN - Stéttarfélag leiðsögumanna var stofnað árið 1972.

LEIÐSÖGN - Félag leiðsögumanna er stéttarfélag allra starfandi leiðsögumanna á Íslandi, stofnað árið 1972.

28/11/2024

KÆRA
LEIÐSÖGUFÓLK
Í upphafi vetrar er gott að senda út stutt fréttabréf
og segja frá því sem hefur verið gert í félaginu okkar
Leiðsögn og eins hvað er í undirbúningi.
Eftir að ný stjórn tók við í vor fór mikið af tímanum í
að gera nýjan kjarasamning við okkar viðsemjendur,
sem krafðist mikils undirbúnings og endurskoðunar
á fyrri samningi, og síðan kjaraviðræður þar sem
reynt var að koma okkar áherslum til skila og
skilnings. En það var erfið sókn. Skrifað var undir
nýjan kjarasamning í byrjun júlí og fylgdi hann,
eins og við mátti búast, í öllum meginatriðum
þeim samningum og launahækkunum sem búið
var að gera við stærri stéttarfélög. Barátta okkar
stóð m.a. um tapa engu af því sem þegar var í fyrri
kjarasamningi. Því miður fékkst lítið nýtt inn í
þennan kjarasamning, eins og t.d. launaleiðrétting
til samræmis við ýmsar aðrar stéttir sem við lögðum
mikla áherslu á en ekki reyndist stuðningur fyrir í
þessari samningalotu. Nú er að hefjast samtal við
SA/SAF um margar þær bókanir sem gerðar voru
og eru tilgreindar í kjarasamningnum og verður
unnið áfram við þær á komandi mánuðum.
VERKTAKAVINNA
Við kjarasamningagerðina kom ýmislegt fram
sem veldur áhyggjum. Eitt sem þar ber að nefna
er verktaka leiðsögumanna. Augljóst er að þar
eru brotalamir og margt sem má betur fara. Því
er áformað að halda námskeið fyrir verktaka þar
sem farið verður yfir allt sem viðkemur umgjörð,
vinnuformi og launum vegna verktöku, svo sem
álagsgreiðslur, tryggingar, réttindi o.s.frv. Er
áætlað að þessi námskeið verið haldin í byrjun
janúar 2025 og verða fengnir leiðbeinendur til
námskeiðahaldsins sem hafa mikla kunnáttu í
þessum málum.
UMRÆÐA UM FRAMTÍÐ LEIÐSAGNAR
Mikil umræða hefur verið meðal félagsmanna
Leiðsagnar undanfarin ár og áratugi hvort
stéttarfélagið ráði við ýmis erfið verkefni, eins og
t.d. vinnustaðaeftirlit, launaþjófnað og önnur slík
mál sem brýnt er að tekið sé á af krafti. Hafa margir
nefnt að ef til vill væri Leiðsögn betur borgið innan
vébanda stærra og öflugra stéttarfélags sem gæti
tekið fyrrgreind mál að sér. Á liðnu ári var rætt við
forsvarsmenn nokkurra þeirra félaga sem komu til
greina. Meðal annars var rætt við BHM en svarið
var: „Nám leiðsögumanna er ekki háskólanám“.
Var það niðurstaða stjórnar að það stéttarfélag sem
hentaði flestum félagsmönnum væri VR, m.a. þegar
tekið er tillit til ólíkrar menntunar leiðsögumanna.
Var ákveðið að fá forsvarsmenn VR til að kynna
starfsemi sína, sjóði og almenn réttindi og skyldur á
sérstökum félagsfundi Leiðsagnar sem haldinn var
þann 2. apríl 2024. Tókst sá fundur mjög vel og ljóst
að það var vilji innan VR að taka Leiðsögn undir
sinn væng. Einnig mátti skynja á fundinum áhuga
félagsmanna Leiðsagnar.
SAMSTARF VIÐ VR
Þessi mál voru einnig rædd á aðalfundi Leiðsagnar
þann 4. apríl 2024 og var niðurstaðan sú að stjórn var
veitt umboð til að huga að framtíð stéttarfélagsins
Leiðsagnar innan vébanda VR. Nú þegar hafa átt
sér stað viðræður við VR þar sem rætt var hvernig
staðið yrði að slíkum samruna. Hafa ber í huga
að endanleg ákvörðun er ekki í höndum stjórnar
Leiðsagnar heldur eingöngu félagsmanna og verður
hún tekin fyrir á næsta aðalfundi árið 2025. Til
undirbúnings verður haldinn sérstakur félagsfundur
um þetta mál von bráðar þar sem kynnt verður hvað
fyrir liggur ef af samruna verður. Margar spurningar
vakna eðlilega í þessu máli. Hvernig á að móta þetta
félag innan VR? Hver eru helstu hagsmunamál
leiðsögumanna og hvernig er þeirra hagsmunum
best borgið? Hvað verður um faglega hlutann?
Þetta snýr einkum að menntamálum og því hversu
nauðsynlegt er að þetta starf sé leyfisskylt. Sú vinna
er hafin og verður henni haldið áfram í vetur. Þetta
verður kynnt betur fyrir félagsmönnum síðar í vetur
og kallað eftir hugmyndum frá þeim.
Samstarfið sem við hófum við VR í sumar hefur
reynst okkar félagsfólki gríðarlega vel nú þegar.
Skrifstofan hefur alveg færst yfir til VR sem svarar
öllum fyrirspurnum félagsmanna. (Starfsmaður
Leiðsagnar á skrifstofunni á Höfða hefur nýlega látið
af störfum, en símanúmer og netföng Leiðsagnar
eru þau sömu.) Það hefur orðið algjör viðsnúningur
á úrvinnslu kjarabrotamála, margir félagsmenn
hafa fengið lausn sinna mála og það er eftir því
tekið hversu fljót og örugg öll meðhöndlun er og
hversu mörg mál hafa verið leyst á farsælan hátt.
Fjöldi eldri mála fór með okkur yfir til VR. Hægt
var að leysa úr mörgum þeirra en sum voru fyrnd
og enn önnur þar sem fólk vildi sjálft ekki fylgja
þeim eftir. En bara kjarabrotaþátturinn sýnir okkur
hversu gott og nauðsynlegt það er fyrir Leiðsögn
að vera hluti af svona sterku stéttarfélagi þar sem
hægt er að taka á málum fljótt og örugglega með
öllum sérfræðingum VR. Það eitt og sér styður svo
sannarlega þá ákvörðun að leita eftir sameiningu
við VR.
En þá á eftir að ræða og taka ákvörðun um hinn
faglega hluta félagsins. Innan þess mætti hugsa sér
ólíka þætti leiðsögustarfsins, m.a. almenna leiðsögn,
gönguleiðsögn, ökuleiðsögn, jöklaleiðsögn
o.s.fr.v. Nauðsynlegt er í öllum þessum greinum
að hin faglega sýn sé tryggð og að til grundvallar
liggi menntun sem tryggir fagmennsku innan
stéttarinnar. Ákvörðun um hvernig þetta verður
gert verður í samráði við félagsmenn, kallað verður
eftir hugmyndum frá félagsmönnum um hvernig
þessu verði best háttað og unnið úr þeim. Við erum
þess fullviss að góð lending náist á þennan hátt.
Halldór Kolbeins,
formaður stjórnar Leiðsagnar
Reykjavík nóvember 2024

Inn á síðu Leiðsagnar eru nú komið kauptaxtar og útreikningar . Þetta er gagnvirkt , getið flett upp hvaða leiðsögn , si...
19/07/2024

Inn á síðu Leiðsagnar eru nú komið kauptaxtar og útreikningar . Þetta er gagnvirkt , getið flett upp hvaða leiðsögn , sitjandi eða ökuleiðsögumaður . Árum sem samningurinn gildir og einnig hvernig orlofsprósentan er miðað við starfsaldur

Launatafla - almenn leiðsögn. Launatafla og útreikningar fyrir dags- og langferðir. Ath orlof reiknast ofan á þessar tölur. (Gildir frá 1. febrúar 2024)

Inn á síðu Leiðsagnar eru nú komnirinn  kauptaxtar og útreikningar . Þetta er gagnvirkt , getið flett upp hvaða leiðsögn...
19/07/2024

Inn á síðu Leiðsagnar eru nú komnirinn kauptaxtar og útreikningar . Þetta er gagnvirkt , getið flett upp hvaða leiðsögn , sitjandi eða ökuleiðsögumaður . Árum sem samningurinn gildir og einnig hvernig orlofsprósentan er miðað við starfsaldur

Launatafla - almenn leiðsögn. Launatafla og útreikningar fyrir dags- og langferðir. Ath orlof reiknast ofan á þessar tölur. (Gildir frá 1. febrúar 2024)

17/07/2024

17
Júlí
Kjarasamningur Leiðsagnar og SA/SAF samþykktur
Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Leiðsagnar við Samtök atvinnulífsins og Samtök ferðaþjónustunnar liggja nú fyrir.

Á kjörskrá voru 327 félagar í Leiðsögn og voru 65 sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og var kosningaþátttaka því 19,88%. Já sögðu 45 eða 69,23%, nei sögðu 19 eða 29,23% og 1 tók ekki afstöðu eða 1,54%.

Atkvæðagreiðslan var rafræn á félagavef Leiðsagnar og stóð frá þriðjudeginum 9. júlí 2024 til þriðjudagsins 16. júlí 2024.



Collective agreement between Leiðsögn and SA/SAF approved

The results of the vote on the new collective agreement between Leiðsögn, the Confederation of Icelandic Enterprise (SA), and the Icelandic Travel Industry Association (SAF) are now available.

327 members of Leiðsögn were on the electoral register, with 65 participating in the vote, resulting in a turnout of 19.88%. 45 members voted yes or 69.23%, 19 voted no or 29.23%, and 1 person abstained or 1.54%.

The vote was conducted electronically on Leiðsögn's member website from Tuesday, July 9, 2024, to Tuesday, July 16, 2024.

Kjarasamningur milli Leiðsagnar og SA/SAF kynnturKjarasamningur milli Leiðsagnar og SA/SAF kynntur Skrifað hefur verið u...
08/07/2024

Kjarasamningur milli Leiðsagnar og SA/SAF kynntur
Kjarasamningur milli Leiðsagnar og SA/SAF kynntur

Skrifað hefur verið undir kjarasamning milli Leiðsagnar og Samtaka atvinnulífsins (SA) og Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Samningurinn verður kynntur á félagsfundi Leiðsagnar á morgun, þriðjudaginn 9. júlí 2024 kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í sal VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7.

Collective Agreement between Leiðsögn and SA/SAF Presented

A collective agreement has been signed between Leiðsögn and the Confederation of Icelandic Enterprise (SA) and The Icelandic Travel Industry Association (SAF). The agreement will be presented at Leiðsögn's union meeting tomorrow, Tuesday, July 9, 2024, at 20:00. The meeting will be held in the VR hall on the 9th floor of the Commerce House, Kringlan 7.

Fjöldapóstur varðandi fundinn verður sendur út á morgun

Email regarding the meeting will be sent out tomorrow

04/07/2024

VR hefur tekið yfir þjónustu félagsfólks
VR hefur tekið yfir þjónustu við félagsfólk Leiðsagnar – félags leiðsögumanna á grundvelli samstarfssamnings félaganna. Skrifstofa Leiðsagnar er nú í höfuðstöðvum VR í Kringlunni 7 í Reykjavík en félagsfólk Leiðsagnar getur komið á skrifstofur VR til að sækja þjónustu, sjá nánar hér um staðsetningu og opnunartíma skrifstofanna.
Netfang Leiðsagnar og símanúmer verða áfram óbreytt, netfangið er [email protected] og símanúmerið 588 8670. Fyrirspurnir og önnur erindi skal sem fyrr senda á netfangið [email protected]. Umsóknir eru áfram hér á vefnum.

Samstarf Leiðsagnar og VR byggir á samningi sem undirritaður var í byrjun júní og miðar að sameiningu félaganna, að fengnu samþykki aðalfunda beggja félaga vorið 2025.

13/06/2024

Kjaradeilu Leiðsagnar vísað til ríkissáttasemjara
Kjaradeilu Leiðsagnar við Samtök atvinnulífsins / Samtök ferðaþjónustunnar var í morgun, 12. júní 2024, vísað til ríkissáttasemjara. Viðræðunefnd, sem í sitja fulltrúar Leiðsagnar og VR, telur einsýnt að ekki verði lengra komist í samningaviðræðum og að leita þurfi liðsinnis ríkissáttasemjara.

Aðkoma VR að kjaradeilu og samningaviðræðum Leiðsagnar við SA/SAF er á grundvelli samstarfssamnings félaganna sem undirritaður var fyrr í mánuðinum og miðar að sameiningu félaganna að fengnu samþykki aðalfunda næsta vor.

07/06/2024

Kæru leiðsögumenn,



Á aðalfundi Leiðsagnar þann 4. apríl 2024 var tillaga samþykkt sem veitti stjórn félagsins heimild til þess að leitast eftir mögulegu samstarfi eða samruna við önnur stéttarfélög. Sú vinna fór strax í gang og hefur þegar borið árangur. Stjórnin leitaði til nokkurra félaga en komst að þeirri niðurstöðu að hagsmunum Leiðsagnar væri best borgið sem deild innan VR stéttarfélags.



Stjórn VR brást vel við beiðni Leiðsagnar. Félögin skipuðu bæði samninganefndir sem höfðu það markmið að ræða útfærslur á mögulegri sameiningu en fyrsti fundur þeirra var um miðjan maí 2024. Viðræður fóru vel fram en samninganefndir beggja félaga gengu skipulega í verkið. Afrakstur viðræðnanna var samstarfssamningur sem bæði félögin undirrituðu og felur í sér áætlun um samruna Leiðsagnar við VR, þar sem Leiðsögn yrði deild innan síðarnefnda félagsins.



Fyrirhugaður samruni við VR getur hins vegar aðeins átt sér stað með samþykki félagsfólks Leiðsagnar. Næsti aðalfundur félagsins verður haldinn í apríl 2025 og þar þarf að samþykkja samninginn með 2/3 atkvæða svo hann öðlist lagalegt gildi.



Við sameiningu, ef af verður, mun Leiðsögn verða sjálfstæð deild innan VR stéttarfélags með vald til þess að taka ákvarðanir um hagsmuni félagsfólks. Fram að sameiningu mun VR annast rekstur skrifstofu Leiðsagnar í samræmi við samstarfssamning félaganna. Þjónusta Leiðsagnar verður með óbreyttu sniði en félagið verður áfram með starfstöð í húsnæði sínu á Stórhöfða fram að aðalfundi næsta árs.



Samstarfssamningur félaganna kveður einnig á um að VR muni koma beint að kjaraviðræðum Leiðsagnar við SA/SAF. Þær viðræður hafa sem gott sem strandað, því við stöndum fast á okkar kröfum, meðal annars um heildarendurskoðun á núverandi kjarasamningi. Það er trú beggja aðila að samvinna félaganna um kjarasamning Leiðsagnar muni skila árangri og að fljótlega verður boðað til kynningarfundar um nýjan samning.



Nánara samtal við félagsfólk um þennan samning mun eiga sér stað í haust, eftir vertíð leiðsögumanna. Þá verða haldnir félagsfundir til þess að fara betur yfir það sem hefur átt sér stað og kynna mögulegan samruna – hvaða þýðingu hann hefði og hvaða breytingar myndu fylgja. Það eru að sjálfsögðu félagar Leiðsagnar sem ákvarða hvaða vegferð verður endanlega farin.



Meðal þeirra hugmynda sem fram hafa komið er að Fagfélag leiðsögumanna verði endurreist sem hagsmunafélag með fullt sjálfstæði og að stjórn þess eigi fulltrúa í stjórn nýs deildarfélags leiðsagnar í VR, ásamt fulltrúum Félags ökuleiðsögumanna og Félags fjallaleiðsögumanna. en þetta er umræða sem við munum taka veturinn í að móta.



Með öðrum orðum, þá hefur samstarfssamningur verið undirritaður á milli Leiðsagnar og VR. Undirbúningur þessa samstarfs hefur átt sér stað undanfarnar vikur en það er auðvitað félagsfólk Leiðsagnar sem á lokaorðið í þessu máli.



Fyrir félaga Leiðsagnar og alla þá sem vinna við leiðsögn, þá yrði það gríðarlega mikilvægt að fá VR, þetta sterka stéttarfélag, sem okkar bakland. Þannig fengum við öflugan málsvara sem gæti talað fyrir okkar hönd og tekið á þeim brotalömum sem eru í vinnuumhverfi leiðsögumanna.



Dear guides,



During the general meeting of Leiðsögn on April 4th, 2024 , a proposal was approved which allows the board to explore a potential partnership with other unions . Following immediate action, the board looked into various unions and came to the conclusion that our interests are in the best hands as a special department within VR.



After a warm and positive response from the board of VR, both unions have appointed negotiation committees. The agenda was to discuss possible pathways forward in implementing a possible merge of Leiðsögn and VR . During the first meeting in mid-May, 2024, committees were focused on the job at hand, and the result was a signed partnership agreement to merge beginning in 2025, which two-thirds of Leiðsögn has voted in favor of.



If this merger moves forward, Leiðsögn would be a special and independent department of VR with the authority to decide over the interests of its members . With this signed agreement,VR will take over the office of Leiðsögn and all its services. We will keep our meeting room at Fagfélagahúsi and the board of Leiðsögn will have an office space there as well. The service for members of Leiðsögn will remain unchanged.



The partnership agreement specifies that VR will join our collective committee against SA/SAF. Those negotiations are currently at a standstill and very little communication has been excanged due to our firmness on demands . One of our conditions is that our kjarasamningur will be re-examined and re-negotiated as a whole. It is our belief that by having VR with us, we will obtain a new deal that will be acceptable .



A dialouge between members of Leiðsögn will take place later this year after the always-anticipated heavy summer work load, along with meetings including presentations of this agreement and what it would entail.



If a merger moves forward , Fagfélag leiðsögumanna will be restored as a interest association and the same would be for Félag ökuleiðsögumanna and Fjallaleiðsögumanna .These three associations would be independent and would have the right to appoint a member in board of Leiðsögn department in VR



For members of Leiðsögn and anyone who works in the guiding industry, it is an extremely strong move to have VR as an advocate and representative on our behalf to handle breaches of contracts, payment disputes and our overall well being in the Icelandic tourism world.



The board of Leiðsögn is very proud of this cooperation with VR, and with it, we see a bright future ahead.

01/05/2024

Til hamingju með daginn félagar!

1 maí er alltaf mikilvægur, í dag eins og áður þegar verkalýðsfélögin urðu að veruleika.

Ekkert hefur áunnist nema með ótrúlegri baráttu fólks hér áður fyrr sem og í dag, fyrir bættum kjörum, bættri starfsaðstöðu og virðingu.

Það er í raun ótrúlegt að á árinu 2024 séum við enn að tala um virðingu fyrir fólki, starfi þeirra og stöðu. Að enn í dag þurfi í raun að minna á að við erum öll fólk, fólk með mismunandi bakgrunn, reynslu , menntun, þjóðerni og siðvenjur.

Það að vera af öðru þjóðerni, öðru menningarsamfélagi gerir engan minna mikilvægan. Kynferði gerir engan meira mikilvægan eða minna. Að ganga menntaveginn er magnað tækifæri sem því miður ekki öllum auðnast að fá en ástæður geta verið misjafnar og margar. Sá sem ekki gengur menntaveginn er ekkert minna mikilvægur í tannhjóli atvinnulífsins. Öll erum við þátttakendur í atvinnulífinu, skiptum öll máli og leggjum okkar af mörkum, eigum skilið virðingu frá öllum, að talað sé við okkur af virðingu. Við séum samþykkt .

1.Maí er hátíðisdagur verkalýðsins, hátíðisdagur okkar allra.

Það gott að fara inn í daginn með þetta allt í huga, að muna að öll erum við jöfn, að öll skiptum við máli.

Kveðja

Stjórnin

05/04/2024

Halldór Kolbeins var kosinn formaður
Í stjórn voru kosin
Hildur Þöll
Jens Ruminy
Björn Júlíus Grímsson
Guðný Margrét Emilsdóttir á 1 ár eftir af sínum kjörtíma

Blásið er til kvennaverkfalls nk. þriðjudag, 24. október. Aðstandendur Kvennaverkfallsins í ár eru fjölmörg samtök og fé...
22/10/2023

Blásið er til kvennaverkfalls nk. þriðjudag, 24. október. Aðstandendur Kvennaverkfallsins í ár eru fjölmörg samtök og félög en óhætt er að segja að félög launafólks fari þar í broddi fylkingar, þar með talið Alþýðusamband Íslands sem Leiðsögn, félag leiðsögumanna á aðild að. Leiðsögn hvetur konur og kvár til að taka þátt hafi þær og þau tök á því. Vegleg dagskrá verður haldin við Arnarhól í miðbæ Reykjavíkur kl. 14.00 en hér neðar má sjá dagskrá víða á landsbyggðinni.

Blásið er til kvennaverkfalls nk. þriðjudag, 24. október. Aðstandendur Kvennaverkfallsins í ár eru fjölmörg samtök og félög en óhætt er að segja að fé...

Ályktun stjórnar Leiðsagnar vegna framkomu leiðsögumanns(English below)Stjórn Leiðsagnar - Félags leiðsögumanna fordæmir...
18/10/2023

Ályktun stjórnar Leiðsagnar vegna framkomu leiðsögumanns

(English below)
Stjórn Leiðsagnar - Félags leiðsögumanna fordæmir atvik það sem átti sér stað nýverið stað á Hótel Örk þar sem leiðsögukona sló ungmenni sem var hér á ferð á Íslandi ásamt hópi skólafélaga frá Bretlandi. Atvikið var tekið upp á myndband og sent á breska og innlenda fjölmiðla. Þetta ömurlega háttalag á sér enga hliðstæðu meðal leiðsögumanna hérlendis.

Í siðareglum leiðsögumanna segir: „Leiðsögumaður tekur ekki undir nokkrum kringumstæðum þátt í áreitni, einelti eða ofbeldi af neinu tagi, hvorki í orðum eða gjörðum, og er á varðbergi gagnvart slíkri háttsemi hjá öðrum.“

Augljóst er að atvik þetta stríðir alfarið gegn siðareglum félagsins og er að mati stjórnar lögreglumál fyrst og fremst.

Það von stjórnar Leiðsagnar að hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu, hérlendis sem og erlendis átti sig á að hér er um vítavert háttalag að ræða sem á engan hátt endurspeglar þá faglegu og vingjarnlegu þjónustu sem leiðsögumenn hérlendis eru þekktir fyrir.

Stjórn sendir öllum í Harris Girls Academy Bromley í New Beckenham hlýjar kveðjur og vonast til að stúlkan sem fyrir árásinni varð jafni sig fljótlega.
F.h. stjórnar Leiðsagnar
Jóna Fanney Friðriksdóttir, formaður

————-
The Board of Leiðsögn - The Guides Association in Iceland condemns the recent incident at a hotel in Iceland, where a tourist guide assaulted a minor on a school trip with a group of classmates from the UK. The incident was recorded on video and sent to the British and national media.

This wretched behavior is completely unprecedented among tourist guides in our country as well as in the Icelandic tourism industry which is known for its hospitality.

The guides' code of conduct states: "Under no circumstances does a guide engage in harassment, bullying or violence of any kind, either in words or actions, and is wary of such behavior by others."

This incident is completely against the code of ethics of the company. However, it is primarily a police matter according to the board.

The board of Leiðsögn hopes that stakeholders in the tourism industry, both in Iceland and abroad, will realize that this is reprehensible behavior that in no way reflects the professional and friendly service guides in Iceland are known for.

The board extends its heartfelt well wishes to Harris Girls' Academy Bromley in New Beckenham and hopes for the swift recovery of the assaulted girl.

*ENGLISH BELOW Stjórn Leiðsagnar - Félags leiðsögumanna fordæmir atvik það sem átti sér stað nýverið stað á Hótel Örk þar sem leiðsögukona sló&nb...

02/08/2023

Scandinavian Perspectives is a leading Quality Destination Management Company with 20 years of experience in handling incoming visitors to the Nordic countries. We are your expert on Scandinavia for tourist groups, delegations and business travel. Welcome!

Fyrirtækið Scandinavian Perspectives er að leita að leiðsögumanni til að fara með tvo aðila í prívatferð upp á Esju, þ. ...
02/08/2023

Fyrirtækið Scandinavian Perspectives er að leita að leiðsögumanni til að fara með tvo aðila í prívatferð upp á Esju, þ. 14. ágúst nk.

Engin tímamörk né tungumál komu fram í póstinum frá þeim, en ef einhver er á lausu og vill taka þetta að sér - væri gott að fá skilaboð þar um og ég læt þá viðkomandi hafa upplýsingar um tengiliðinn hjá fyrirtækinu.

Kveðja, Jóna Fanney

Scandinavian Perspectives is a leading Quality Destination Management Company with 20 years of experience in handling incoming visitors to the Nordic countries. We are your expert on Scandinavia for tourist groups, delegations and business travel. Welcome!

Áhugavert að sjá staðsetningu Íslands í samhengi við önnur lönd í Skandinavíu.
22/07/2023

Áhugavert að sjá staðsetningu Íslands í samhengi við önnur lönd í Skandinavíu.

Address

Stórhöfði 29
Reykjavík
110

Opening Hours

Monday 12:00 - 15:00
Tuesday 12:00 - 15:00
Wednesday 12:00 - 15:00
Thursday 12:00 - 15:00
Friday 00:00 - 15:00

Telephone

588-8670

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Leiðsögn -Félag leiðsögumanna posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Leiðsögn -Félag leiðsögumanna:

Share

Category