20/11/2024
Fyrsti hópur Kolumbus Ævintýraferða til S-Afríku og Máritíus er nú kominn á 5* LUX Grand Gaube hótelið á Máritíus. Fyrri vikunni eyddi hópurinn í fjölbreyttum skoðunarferðum í og útfrá Cape Town þar sem m.a. var farið í kláfi uppá hið stórkostlega Table Mountain, farið út á Góðrarvonarhöfða og heils dags ferð um Vínlöndin þar sem þrír mismunandi vínframleiðendur voru heimsóttir og framleiðslan tekin til kostanna.
Allir sammála um frábær gæði matar hvar sem var snætt enda landið sannkallað gnægtabúr.
Eftir fjórar nætur á hinu 5* Table Mountain Hotel við V&A Waterfront var flogið norður undir landamæri Mósambík þar sem þremur dögum var eytt á Makalali Private Game Lodge á Kruger verndarsvæðinu. Hópurinn fór í fjögur safari og þökk sé frábærum leiðsögumönnum þá náðist flottur árangur og sáust m.a. fílar, gíraffar, ljón, vatnabufflar, flóðhestar, hýenur, nashyrningar, sebrahestar, antílópur, apar og krókódílar.
Frábært starfsfólk og matur og gisting á Makalali og engin spurning skv. Goða Sveinssyni fararstjóra og skipuleggjanda ferðarinnar að nota Makalali Private Game Lodge fyrir næstu hópa.
Eftir safari ferðir hópsins var flogið til Jóhannesarborgar og gist þar eina nótt áður en stefnan var tekin rúmlega 2000km leið út á Indlandshafið til paradísareyjarinnar Máritíus.
Þar slakar hópurinn nú á í fimm stjörnu dekri þar sem sólgleraugu gesta eru meira að segja pússað af starfsmönnum LUX Grand Gaube á hverjum morgni.
S*x veitingastaðir í boði, fjölbreyttir barir, lifandi tónlist og vatnasport við allra hæfi.