Kolumbus - Ævintýraferðir

Kolumbus - Ævintýraferðir Kolumbus Ævintýrarferðir er ferðaskrifstofa í eigu Niko Travel Group ehf.

og hefur það að markmiði sínu að bjóða uppá einstakar ferðalausnir til áfangastaða sem fólk hefur almennt ekki heimsótt 🧳⛰️

Með jólahátíðina handan við hornið viljum við hjá Kolumbus senda þér hlýjar og innilegar jólakveðjur.💛 Árið hefur verið ...
24/12/2024

Með jólahátíðina handan við hornið viljum við hjá Kolumbus senda þér hlýjar og innilegar jólakveðjur.💛 Árið hefur verið viðburðaríkt og fullt af ævintýrum, og erum við óendanlega þakklát fyrir traustið og samveruna með viðskiptavinum okkar. ✈️

Við óskum þér gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Megi jólin fylla heimili þitt með hlýju og kærleika, og árið 2025 færa þér ný tækifæri og eftirminnilegar stundir.

Kærar kveðjur,
Kolumbus ✨🌟

Nú er lokið aðventuferð Kólumbus til Rómar. Í hópnum voru 48 farþegar og tókst ferðin með afbrigðum vel. Helstu kennilei...
13/12/2024

Nú er lokið aðventuferð Kólumbus til Rómar. Í hópnum voru 48 farþegar og tókst ferðin með afbrigðum vel. Helstu kennileiti borgarinnar voru sótt heim eins og Kólóseum, Rómversku torgin og Vatíkanið. En einnig fór hópurinn saman út að borða, heimsótti verslunarhverfin og lenti í mörgum ævintýrum. Meðal annar var farið í páfamessu við Spænsku tröppurnar 8. desember þar sem Fransiskus páfi blessaði hópinn, eins og sjá má af meðfylgjandi mynd sem sr.Þórhallur fararstjóri tók. Síðan var farið í "messukaffi" í El Greco og út að borða jólamat saman. Stemningin var engu lík, ný vináttubönd urðu til og allir kvöddu Róm í skýjunum og jólaskapi.

‼️Síðustu sæti‼️Nepal og Bútan 9. - 20. apríl 2025🇳🇵🇧🇹Stórbrotin náttúra, hrífandi menning og heilög vé í Himalæjafjöllu...
05/12/2024

‼️Síðustu sæti‼️
Nepal og Bútan 9. - 20. apríl 2025🇳🇵🇧🇹
Stórbrotin náttúra, hrífandi menning og heilög vé í Himalæjafjöllum🗻 Ekki missa af þessari ferð!

Söguferð um Róm 18. - 23. maí með Sr. Þórhalli Heimissyni ✨Einstök ferð sem þú vilt ekki missa af!
04/12/2024

Söguferð um Róm 18. - 23. maí með Sr. Þórhalli Heimissyni ✨
Einstök ferð sem þú vilt ekki missa af!

Fyrsti hópur Kolumbus Ævintýraferða til S-Afríku og Máritíus er nú kominn á 5* LUX Grand Gaube hótelið á Máritíus. Fyrri...
20/11/2024

Fyrsti hópur Kolumbus Ævintýraferða til S-Afríku og Máritíus er nú kominn á 5* LUX Grand Gaube hótelið á Máritíus. Fyrri vikunni eyddi hópurinn í fjölbreyttum skoðunarferðum í og útfrá Cape Town þar sem m.a. var farið í kláfi uppá hið stórkostlega Table Mountain, farið út á Góðrarvonarhöfða og heils dags ferð um Vínlöndin þar sem þrír mismunandi vínframleiðendur voru heimsóttir og framleiðslan tekin til kostanna.
Allir sammála um frábær gæði matar hvar sem var snætt enda landið sannkallað gnægtabúr.
Eftir fjórar nætur á hinu 5* Table Mountain Hotel við V&A Waterfront var flogið norður undir landamæri Mósambík þar sem þremur dögum var eytt á Makalali Private Game Lodge á Kruger verndarsvæðinu. Hópurinn fór í fjögur safari og þökk sé frábærum leiðsögumönnum þá náðist flottur árangur og sáust m.a. fílar, gíraffar, ljón, vatnabufflar, flóðhestar, hýenur, nashyrningar, sebrahestar, antílópur, apar og krókódílar.
Frábært starfsfólk og matur og gisting á Makalali og engin spurning skv. Goða Sveinssyni fararstjóra og skipuleggjanda ferðarinnar að nota Makalali Private Game Lodge fyrir næstu hópa.

Eftir safari ferðir hópsins var flogið til Jóhannesarborgar og gist þar eina nótt áður en stefnan var tekin rúmlega 2000km leið út á Indlandshafið til paradísareyjarinnar Máritíus.
Þar slakar hópurinn nú á í fimm stjörnu dekri þar sem sólgleraugu gesta eru meira að segja pússað af starfsmönnum LUX Grand Gaube á hverjum morgni.
S*x veitingastaðir í boði, fjölbreyttir barir, lifandi tónlist og vatnasport við allra hæfi.

Nepal og Bútan 9. - 20. apríl 2025🇳🇵🇧🇹Stórbrotin náttúra, hrífandi menning og heilög vé í Himalæjafjöllum🗻  Ekki missa a...
19/11/2024

Nepal og Bútan 9. - 20. apríl 2025🇳🇵🇧🇹
Stórbrotin náttúra, hrífandi menning og heilög vé í Himalæjafjöllum🗻 Ekki missa af þessari ferð!

Kólumbus Ævintýraferðir bjóða afar áhugaverða ferð til Nepal og Bútan. Enginn vafi liggur á að marga hefur dreymt um að ferðast til þessara landa en Bútan er lítið konungsríki með takmarkanir á ferðamannafjölda á ári hverju og því ekki auðvelt að ferðast þangað. Sr. ....

Þá er lokið þriðju af fjórðu Rómarferðum ársins á vegum ferðaskrifstofunnar Kólumbusar. Í ferðinni voru að þessu sinni 4...
13/11/2024

Þá er lokið þriðju af fjórðu Rómarferðum ársins á vegum ferðaskrifstofunnar Kólumbusar. Í ferðinni voru að þessu sinni 46 farþegar og heimsóttu þeir Kólóseum, rómversku torgin, Vatikansafnið, Péturskirkjuna og Gyðingahverfið og marga fleiri fræga staði borgarinnar eilífu. Veðrið var hið besta, sól og kringum 20 stiga hiti alla dagana. Hópurinn fór saman út að borða tvö kvöld og myndaðist frábær stemmning og vinátta eins og venjulega í Rómarferðunum enda Róm engu lík. Myndin er tekin af hópnum með leiðsögumanni ferðarinnar á toppi keisarahallarinnar gömlu í veðurblíðunni.

Seiðandi ævintýri í ægifögru umhverfi í Perú 5. maí - 21. maí ✨ Heimsókn til Perú er ógleymanleg ferð inn í stórbrotinn ...
05/11/2024

Seiðandi ævintýri í ægifögru umhverfi í Perú 5. maí - 21. maí ✨
Heimsókn til Perú er ógleymanleg ferð inn í stórbrotinn heim Andesfjalla og til móts við dulúðuga en tilkomumikla fortíð Inkaveldisins.

Ekki missa af þessari dásamlegu ferð!

Upplifðu menningu, mat og vín í einkasiglingu Kolumbus Ævintýraferða á Douro ánni um Portúgal og til Spánar 🛳️🇪🇸🇵🇹
29/10/2024

Upplifðu menningu, mat og vín í einkasiglingu Kolumbus Ævintýraferða á Douro ánni um Portúgal og til Spánar 🛳️🇪🇸🇵🇹

Ekki missa af þessari dásamlegu ferð!

Fyrsti hópur Kolumbus Ævintýraferða nú í Istanbúl. Allt búið að ganga vel í þessari ævinrýralegu lúxusferð þar sem þau g...
16/10/2024

Fyrsti hópur Kolumbus Ævintýraferða nú í Istanbúl. Allt búið að ganga vel í þessari ævinrýralegu lúxusferð þar sem þau gistu á Swissotel og allir með útsýni á Bosphorussund.
Stórkostlegar moskur, hallir, bazarar og kvöldverðarsigling á einkasnekkju á Bosphorussundi. Í kvöld verður svo skvett úr klaufunum á Nomads skemmti- og veitingastaðnum á Sofitel við Taksim torg.

06/10/2024
Um þessar mundir er 50 manna hópur à vegum ferðaskrifstofunnar Kólumbusar staddur í Napólí á Ítalíu í 8 daga heimsókn. F...
02/10/2024

Um þessar mundir er 50 manna hópur à vegum ferðaskrifstofunnar Kólumbusar staddur í Napólí á Ítalíu í 8 daga heimsókn. Ferðin hefur í fáum orðum sagt gengið frábærlega. Veðrið leikur við ferðalöngunum, sólin skín og hitinn er í kringum 24 stigin. Farið hefur verið í gönguferðir um gömlu borgina sem er engu lík með öll sín þröngu og ævintýralegu stræti, fornu kirkjur, dýrlinga og litlu búðir og veitingahús. Ferðahópurinn sótti heim hina fornu rústaborg Pompey og síðan var gengið á eldfjallið Vesúvíus. Útsýnið var ægifagurt úr 1200 metra hæð og upplifunin ólýsanleg að horfa ofan í gíginn. Nú bíða siglingar til Kaprí og á hina gullfallegu Amalfíströnd.
Mest hefur maturinn í Napólí komið ferðalöngum á óvart en hér er “allt gott í fáum orðum sagt” eins og einn í hópnum komst að orði. Ekki er verra hversu skemmtilegur hópurinn er og hér hafa myndast ný vináttubönd og gömul styrkst.

🌏 Uppgötvaðu fegurð Nepal og Bútan! 🏔️Enginn vafi liggur á að marga hefur dreymt um að ferðast til þessara landa en Búta...
19/09/2024

🌏 Uppgötvaðu fegurð Nepal og Bútan! 🏔️
Enginn vafi liggur á að marga hefur dreymt um að ferðast til þessara landa en Bútan er lítið konungsríki með takmarkanir á ferðamannafjölda á ári hverju og því ekki auðvelt að ferðast þangað.
Sr. Þórhallur Heimisson hefur ferðast með hópa íslendinga til Nepal og Bútan sem gerir þessa ferð enn áhugaverðari. Um stórkostlega upplifun er að ræða mitt í fjallasölum Himalæja fjallgarðsins þar sem hæsti tindur heims, Everest trónir yfir öðrum í 8.849 m hæð yfir sjávarmáli. Við bjóðum aðeins 31 sæti í þessa ferð og því er ekki úr vegi að skrá sig sem fyrst!

Kynntu þér ferðina 👉 https://bitly.cx/IloR9

🌏 Uppgötvaðu fegurð Nepal og Bútan! 🏔️Ert þú tilbúin/n fyrir ævintýri lífsins? Komdu með í ógleymanlegt ferðalag til hin...
14/09/2024

🌏 Uppgötvaðu fegurð Nepal og Bútan! 🏔️

Ert þú tilbúin/n fyrir ævintýri lífsins? Komdu með í ógleymanlegt ferðalag til hinna heillandi landa Nepals og Bútans, þar sem heillandi landslag og rík menning bíða eftir þér!

✨ Nepal: Land Ævintýra og Friðar

Nepal er stórfenglegt land staðsett í hjarta Himalayafjalla, þekkt fyrir áhugavert landslag, náttúrufegurð og ríka menningu. Í Nepal eru átta af hæstu tindum heims, þar á meðal Everest. Höfuðborg Nepal Katmandú er full af lífi og sögu, með fornum musterum, heilögum stöðum og fjörugum mörkuðum. Nepal er sannarlega með eitthvað fyrir alla!

✨ Bútan: Land menningar

Bútan, þekkt sem Druk Yul eða Land Þrumudrauma, er lítið konungsríki staðsett á milli Indlands og Kína. Það er frægt fyrir stórkostlegt landslag, rík hefðir og skuldbindingu við að varðveita sína einstöku menningu. Bútan er eina þjóðin í heiminum sem mælir framfarir sínar með hamingju þjóðarinnar, þar sem velvild íbúa og umhverfið eru sett í forgang. Gestir geta skoðað stórbrotin klaustur sem hanga á klettum, eins og táknrænt Tígrishreiðrið, og orðið vitni að líflegum hátíðum sem fagna menningu Butans. Með fallegu náttúru sinni og andlegu ró mun Bútan veita ógleymanlega upplifun.

🧳 Af hverju að velja okkur? Kólumbus hefur það að markmiði sínu að bjóða uppá einstakar ferðalausnir. Við erum staðráðin í að veita þér persónulega upplifun og ógleymanlegar minningar.

Vínbúgarðar, villidýrasafari og paradísareyjan Máritíus  🏝 Örfá sæti laus! Kolumbus ævintýraferðir bjóða í fyrsta skipti...
05/09/2024

Vínbúgarðar, villidýrasafari og paradísareyjan Máritíus 🏝 Örfá sæti laus!
Kolumbus ævintýraferðir bjóða í fyrsta skipti upp á einstaka ævintýraferð um Suður-Afríku og til Máritíus í Indlandshafi! Ferð sem þú mátt ekki missa af!

Við hefjum ferðina með flugi í gegnum London til Höfðaborgar, Cape Town, í Suður-Afríku þar sem við gistum á W&A Waterfront í fjórar nætur. Þarna upplifum við töfra Höfðaborgar, stórkostlega náttúrufegurð, skoðum Góðrarvonarhöfða og Table Mountain, förum í siglingu og ...

Address

Austurvegur 6
Selfoss

Telephone

+3547839300

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Kolumbus - Ævintýraferðir posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Category