20/01/2025
Mikið var gaman að eiga góða stund með frábæra fólkinu okkar á MANNAMÓTUM í Kórnum síðastliðinn fimmtudag!
Þar fengu ferðaþjónustuaðilar á landsbyggðinni tækifæri til að kynna starfsemi sína og það er óhætt að segja að úrval af gistingu, mat og afþreyingu um allt land er ekkert annað en stórkostlegt.
Á ellefta hundrað gesta mættu á viðburðinn og með sýnendum er áætlað að um 1600 manns hafi verið í húsi. Enn eitt árið er slegið met í fjölda gesta og sýnendur hafa sjaldan verið fleiri en nú.
Innilegar þakkir fyrir samveruna öll sem eitt ⭐
P.S. Í fyrstu athugasemd má finna hlekk á myndaalbúm með enn fleiri myndum frá Mannamótum 2025 📸