Markaðsstofa Suðurlands

Markaðsstofa Suðurlands Þessi síða er ætluð fyrir ferðaþjónustuaðila á Suðurlandi til að koma á framfæri ýmis

Þessi síða er ætluð fyrir ferðaþjónustuaðila á Suðurlandi til að koma á framfæri ýmiskonar efni er varða ferðamál.

Mikið var gaman að eiga góða stund með frábæra fólkinu okkar á MANNAMÓTUM í Kórnum síðastliðinn fimmtudag! Þar fengu fer...
20/01/2025

Mikið var gaman að eiga góða stund með frábæra fólkinu okkar á MANNAMÓTUM í Kórnum síðastliðinn fimmtudag!

Þar fengu ferðaþjónustuaðilar á landsbyggðinni tækifæri til að kynna starfsemi sína og það er óhætt að segja að úrval af gistingu, mat og afþreyingu um allt land er ekkert annað en stórkostlegt.

Á ellefta hundrað gesta mættu á viðburðinn og með sýnendum er áætlað að um 1600 manns hafi verið í húsi. Enn eitt árið er slegið met í fjölda gesta og sýnendur hafa sjaldan verið fleiri en nú.

Innilegar þakkir fyrir samveruna öll sem eitt ⭐

P.S. Í fyrstu athugasemd má finna hlekk á myndaalbúm með enn fleiri myndum frá Mannamótum 2025 📸

Við minnum á Ferðaþjónustuvikuna í næstu viku!Dagskráin er heldur betur spennandi að þessu sinni og frábært að hitta fól...
08/01/2025

Við minnum á Ferðaþjónustuvikuna í næstu viku!

Dagskráin er heldur betur spennandi að þessu sinni og frábært að hitta fólk í ferðaþjónustu, mynda tengsl og fræðast um greinina ⭐️

Allt um Ferðaþjónustuvikuna í hlekk í fyrstu athugasemd 👇

Ferðamálastofa bauð Markaðsstofum landshlutanna (MAS) til árlegs jólafundar nú í desember🎄Á fundinum voru kynnt samstarf...
17/12/2024

Ferðamálastofa bauð Markaðsstofum landshlutanna (MAS) til árlegs jólafundar nú í desember🎄

Á fundinum voru kynnt samstarfsverkefni og nýir samningar um rekstur áfangastaðastofa næstu þrjú árin. Markaðsstofur landshlutanna og Ferðamálastofa eiga í öflugu samstarfi um fjölmörg verkefni sem tengjast þróun ferðaþjónustu og áfangastaða um allt land, auk þess sem samningurinn tryggir áframhaldandi samstarf við Íslandsstofu 🌱

Markaðsstofa Suðurlands fagnar þessari þróun og leggur áherslu á mikilvægi verkefna unnin í heimabyggð með aðkomu allra hagsmunaaðila 💫

Föstudaginn 13. desember bauð Ferðamálastofa forstöðumönnum Markaðsstofa landshlutanna (MAS) til árlegs jólafundar.

Við minnum á HRIKALEGA SPENNANDI morgunfund í fyrramálið, 17. desember klukkan 9-10:30, þar sem Stjörnu-Sævar leiðir okk...
16/12/2024

Við minnum á HRIKALEGA SPENNANDI morgunfund í fyrramálið, 17. desember klukkan 9-10:30, þar sem Stjörnu-Sævar leiðir okkur í allan sannleika um norðurljós, stjörnuhimininn og sólmyrkvann 2026 með hjálp nýju vefsíðunnar sinnar www.icelandatnight.is, en þar er hægt að skoða norðurljósaspá sem er uppfærð daglega 🪐

Það kostar ekkert að hlusta á fræðsluna og hægt er að staðsetja sig hvar sem er þar sem fundurinn fer fram í gegnum fjarfundarbúnað Teams!

Skráning fer fram í gegnum hlekk í fyrstu athugasemd ✏️

Það var áhugavert að fræðast um hvernig má styðja við íslenska tungu í ferðaþjónustunni á Menntamorgni Hæfnisetur ferðaþ...
13/12/2024

Það var áhugavert að fræðast um hvernig má styðja við íslenska tungu í ferðaþjónustunni á Menntamorgni Hæfnisetur ferðaþjónustunnar ✨

Hér er upptaka af fræðslunni:

Hvernig getum við stutt við íslensku í ferðaþjónustunni?Opin umræðuna og ýmsar leiðir til að efla jafnt atvinnurekendur sem starfsfólk í að nota tungumálið. ...

Allt um norðurljós, stjörnuhimininn og sólmyrkvann 2026 á rafrænum morgunfundi Markaðsstofunnar næstkomandi þriðjudag 17...
12/12/2024

Allt um norðurljós, stjörnuhimininn og sólmyrkvann 2026 á rafrænum morgunfundi Markaðsstofunnar næstkomandi þriðjudag 17. desember klukkan 9-10:30 ✨

Stjörnu-Sævar leiðir okkur í allan sannleika um fyrirbæri himinhvolfanna með hjálp nýju vefsíðunnar sinnar www.icelandatnight.is, en þar er hægt að skoða norðurljósaspá sem er uppfærð daglega 🪐

Það kostar ekkert að hlusta á fræðsluna og hægt er að staðsetja sig hvar sem er þar sem fundurinn fer fram í gegnum fjarfundarbúnað Teams!

Skráning fer fram í gegnum hlekk í fyrstu athugasemd ✏️

FERÐAÞJÓNUSTUVIKAN 2025 verður haldin í Reykjavík 14.-16. janúar. Dagarnir verða stútfullir af fróðlegri og spennandi da...
05/12/2024

FERÐAÞJÓNUSTUVIKAN 2025 verður haldin í Reykjavík 14.-16. janúar.

Dagarnir verða stútfullir af fróðlegri og spennandi dagskrá sem er ætlað að auka vitund um mikilvægi ferðaþjónustu og efla samstarf og fagmennsku í greininni.

Ferðasýningin MANNAMÓT er hluti af ferðaþjónustuvikunni og fjölmennasti viðburðurinn í íslenskri ferðaþjónustu. Þar er hægt að kynnast betur fólki í greininni og fjölmörgum fagaðilum.

Dagskrá Ferðaþjónustuvikunnar og skráningarhlekk á Mannamót má finna í fyrstu og annarri athugasemd ✨

Við minnum á Menntamorgun sem er í dag kl. 11-12. Rætt verður um leiðir til að styðja við íslenska tungu í ferðaþjónustu...
04/12/2024

Við minnum á Menntamorgun sem er í dag kl. 11-12.

Rætt verður um leiðir til að styðja við íslenska tungu í ferðaþjónustu á landinu 🇮🇸

Hvernig getum við stutt við íslensku í ferðaþjónustunni?Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og Markað...
27/11/2024

Hvernig getum við stutt við íslensku í ferðaþjónustunni?

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og Markaðsstofur landshlutanna bjóða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar í streymi miðvikudaginn 4.desember kl. 11:00-12:00.

Á fundinum verður tekið fyrir atriði sem margir innan ferðaþjónustu á Íslandi hafa velt fyrir sér: Hvernig er hægt að styðja við íslensku í ferðaþjónustunni?

Skráningarhlekkur og dagskrá hér 👇

https://haefni.is/hvernig-getum-vid-stutt-vid-islensku-i-ferdathjonustunni/?fbclid=IwY2xjawG0BaZleHRuA2FlbQIxMAABHRKjYt55TToGzbFp-lj0-i2IzeB8h9RxL4ATFM28u5Vei31J5tC4ZbAVig_aem_kjUQwqR_sHhpSkyqqp5ONA

22/11/2024

Ætlarðu ekki örugglega að vera með á MANNAMÓTUM?

Viðburðurinn, sem er haldinn af Markaðsstofum landshlutanna ár hvert, fer fram í KÓRNUM í Kópavogi fimmtudaginn 16. janúar 2025, klukkan 12-17.

Mannamót eru fjölmennasti viðburðurinn í íslenskri ferðaþjónustu þar sem sýnendur eru um 250 talsins og um 1000 gestir hafa mætt til að kynna sér starfsemi þeirra.

Skráningu lýkur þann 19. desember og verð fyrir sýnendur er 31.900 krónur + vsk.

Nánari upplýsingar um viðburðinn og skráningu á hann má finna í hlekk í fyrstu athugasemd👇

Ekki missa af frábæru námskeiði í sögutækni/storytelling með Auði Ösp á morgun! •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••H...
19/11/2024

Ekki missa af frábæru námskeiði í sögutækni/storytelling með Auði Ösp á morgun!

•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••

Hver er þín rödd?

Markaðssetning á samfélags- og vefmiðlum getur stækkað hóp viðskiptavina svo um munar ef hún vekur áhuga og nær til markhópsins.

Sögutækni - storytelling er aðferð sem snýr að því að segja sögu sína á persónulegan hátt!

Hin frábæra Auður Ösp Ólafsdóttir kennir aðferðir sögutækni miðvikudaginn 20. nóvember kl 10-12.

Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundarbúnað Teams og er sérstaklega miðað að þeim sem starfa við menningu og í matvælageira.

Námskeiðið er hluti af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands og aðgangur er ókeypis.

Skráning fer fram hér 👇

https://bit.ly/storytelling-skraning

Breytt og endurbætt útgáfa af mælaborði ferðaþjónustunnar er komin í loftið!Nú er aðgengi að gögnum enn þægilegra en áðu...
15/11/2024

Breytt og endurbætt útgáfa af mælaborði ferðaþjónustunnar er komin í loftið!

Nú er aðgengi að gögnum enn þægilegra en áður og notkunarmöguleikar fleiri ✨

Tékkið á mælaborði ferðaþjónustunnar hér 👇

https://www.maelabordferdathjonustunnar.is/

Undanfarna mánuði hefur Ferðamálastofa unnið að því að því að koma Mælaborði ferðaþjónustunnar í nýjan búning. Breytt og endurbætt útgáfa þess er nú komin í loftið og orðin aðgengileg notendum.

Leiðarljós við endurhönnun mælaborðsins var auka virði þess fyrir notendur með því að auðvelda aðgengi að gögnum og auka notkunarmöguleika. Helstu nýjungar eru:

-Samræmt útlit mælaborða
-Opnað fyrir niðurhal gagna:
-Bætt við aðlögun að skjástærð og tækjum

Sjá nánar í fyrstu athugasemd.

Samtök ferðaþjónustunnar óska eftir tilnefningum til Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar 2024 fyrir athyglisverðar nýj...
05/11/2024

Samtök ferðaþjónustunnar óska eftir tilnefningum til Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar 2024 fyrir athyglisverðar nýjungar á sviði nýsköpunar og vöruþróunar í greininni ⭐️

Hvaða fyrirtæki vinna að áhugaverðri nýsköpun í ferðaþjónustu að þínu mati?

Frestur tilnefninga er til 11. nóvember!

Starfsfólk Markaðsstofa landshlutanna kom saman á Austurlandi fyrir stuttu til að efla tengsl, skoða áfangastaði og ræða...
04/11/2024

Starfsfólk Markaðsstofa landshlutanna kom saman á Austurlandi fyrir stuttu til að efla tengsl, skoða áfangastaði og ræða sameiginleg málefni!

Ferðin var frábær í alla staði og allstaðar var tekið hlýlega á móti hópnum. Það var gaman að sjá hversu Austfirðingar eru hugmyndaríkir og framtakssamir 🤩

Hjartans þakkir fyrir okkur Austurbrú/Markaðsstofa Austurlands 🙏❤️

Frétt um ferðina má finna í fyrstu athugasemd👇

Það verður spennandi að fylgjast með sunnlenskum teymum í Startup Tourism hraðlinum hjá KLAK!
01/11/2024

Það verður spennandi að fylgjast með sunnlenskum teymum í Startup Tourism hraðlinum hjá KLAK!

Ferðaþjónusta er ein mikilvægasta atvinnugreinin á Íslandi og ljóst er að áhugi fyrir því að gera enn betur með nýsköpun að leiðarljósi er mikill. KLAK – Icelandic Startups stendur um þessar mundir fyrir viðskiptahraðli fyrir sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu og alls bárus...

VESTNORDEN ferðakaupstefnan var haldin í Færeyjum fyrir stuttu og var sú fjölmennasta til þessa!Alls sóttu yfir 400 mann...
29/10/2024

VESTNORDEN ferðakaupstefnan var haldin í Færeyjum fyrir stuttu og var sú fjölmennasta til þessa!

Alls sóttu yfir 400 manns kaupstefnuna og Markaðsstofa Suðurlands nýtti að sjálfsögðu tækifærið og kynnti landshlutann fyrir ferðasölum og blaðamönnum ⭐️

Viðburðurinn er haldin til skiptis á Íslandi, í Færeyjum og Grænlandi.

Meira um VestNorden hér 👇

https://www.south.is/is/frettir/category/2/markadsstofa-sudurlands-a-vestnorden-travel-mart

25/10/2024

Hver er þín rödd?

Markaðssetning á samfélags- og vefmiðlum getur stækkað hóp viðskiptavina svo um munar ef hún vekur áhuga og nær til markhópsins.

Sögutækni - storytelling er aðferð sem snýr að því að segja sögu sína á persónulegan hátt!

Hin frábæra Auður Ösp Ólafsdóttir kennir aðferðir sögutækni miðvikudaginn 20. nóvember kl 10-12.

Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundarbúnað Teams og er sérstaklega miðað að þeim sem starfa við menningu og í matvælageira.

Námskeiðið er hluti af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands og aðgangur er ókeypis.

Skráning fer fram hér 👇
https://bit.ly/storytelling-skraning

Þessi síða er ætluð fyrir ferðaþjónustuaðila á Suðurlandi til að koma á framfæri ýmis

Það var áhugavert að fræðast um markhópa og markaðssetningu á miðlum á Menntamorgni Hæfnisetur ferðaþjónustunnar ✨Hér er...
25/10/2024

Það var áhugavert að fræðast um markhópa og markaðssetningu á miðlum á Menntamorgni Hæfnisetur ferðaþjónustunnar ✨

Hér er upptaka af fræðslunni:

Upptaka frá Menntamorgni ferðaþjónustunnar 23. október 2024

Address

Selfoss

Opening Hours

Monday 08:00 - 16:00
Tuesday 08:00 - 16:00
Wednesday 08:00 - 16:00
Thursday 08:00 - 16:00
Friday 08:00 - 16:00

Telephone

+3545602050

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Markaðsstofa Suðurlands posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Markaðsstofa Suðurlands:

Videos

Share