Skálholt

Skálholt Skálholt er mennta- og menningarsetur Þjóðkirkjunnar. Skálholt – a thousand years of history Concerts are held on most weekends during summer.

You can find cultural events and religious services all year round in Skálholt. A history path is marked out around Skálholt, rich in history at every step, and guided tours are available for groups. We offer excellent facilities for conferences, workshops, retreats and educational and cultural tourism. The conference room seats 40 – 50 people and can be divided into three smaller rooms. Accommoda

tion: Full accommodation is provided for up to 45 people in single and double rooms with and without private bath. An adjacent camp within short walking distance (4-5 min.) can accommodate 21 people in simple housing at lower rates. Food service: The restaurant can serve 100 people. It offers, among other things, traditional Icelandic food made by recipes from the 12th century for groups. The dinners for traditional Icelandic food need to be ordered in advance. Event and tourist management Skálholt

Mannamót ferðaþjónustunnar 2025! Við kynntum Skálholt fyrir áhugasömum gestum.  😇🙏Það var jákvæður andi og bjartsýni á M...
16/01/2025

Mannamót ferðaþjónustunnar 2025! Við kynntum Skálholt fyrir áhugasömum gestum. 😇🙏

Það var jákvæður andi og bjartsýni á Mannamótum og margt spennandi í boði.✨️👌✨️

Við hlökkum til að taka á móti gestum okkar í Skálholti á árinu hvort sem fólk vill upplifa helgi Skálholtsdómkirkju, hlýða á tónleika eða kynna sér merka sögu staðarins. 🥰🤗😇

Foreldramorgnar í Skálholti miðvikudaga kl 10.00 - 11.00. Mæting í Gestastofuna. Við byrjum árið á því að bjóða foreldra...
15/01/2025

Foreldramorgnar í Skálholti miðvikudaga kl 10.00 - 11.00. Mæting í Gestastofuna.

Við byrjum árið á því að bjóða foreldra velkomna alla miðvikudaga kl 10.00 í Skálholt.

Notaleg samvera og spjall með Bergþóru Ragnarsdóttur djákna.

Alltaf heitt á könnunni og hver veit hvort það verði eitthvað heimabakað líka!

Komdu og fagnaðu þrettándamessunni með okkur sunnudaginn 5. janúar kl. 11! Birtingarhátíðin er góð leið til að kveðja jó...
03/01/2025

Komdu og fagnaðu þrettándamessunni með okkur sunnudaginn 5. janúar kl. 11! Birtingarhátíðin er góð leið til að kveðja jólin. Frekari upplýsingar hér: https://wix.to/rmBxSbG

Þrettándamessan verður haldin sunnudaginn 5. janúar kl. 11, daginn fyrir síðasta jóladaginn, jólarestina. Birtingarhátíð er efni messunnar en það dregur heiti sitt af því að þegar vitringarnir þrír komu og veittu nýfæddum Jesú lotningu. Kom þá í ljós hver var fæddur í Bet...

Verið velkomin í nýárs-jóla-messu kl. 14. Gleðilegt nýtt ár! Þökk fyrir  liðna tíð. Vekjum athygli á því að 165 ár voru ...
31/12/2024

Verið velkomin í nýárs-jóla-messu kl. 14. Gleðilegt nýtt ár! Þökk fyrir liðna tíð. Vekjum athygli á því að 165 ár voru liðin frá vígslu Þingvallakirkju núna á jóladag 2024.

Verið velkomin í nýársmessu á áttunda degi jóla kl. 14. Á jóladag 2024 voru 165 ár frá vígslu Þingvallakirkju og verður þess minnst í nýársmessunni, jólamessunni okkar í Þingvallasveit og á hinum fornhelga stað kristni og kirkju. Ester Ólafsdóttir verður organisti og sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, þjónar fyrir altari og prédikar.

30/12/2024

Vildi minna á aftansöng á Gamlársdag 2024 kl. 17, þar sem sr. Axel Á Njarðvík þjónar fyrir altari og Jón Bjarnason spilar á orgelið. Verið velkomin til kirkjunnar.

28/12/2024
Kæru sóknarbörn, við óskum ykkur gleðilegra jóla og óskum ykkur velfarnaðar á nýju ári. Með kærri þökk fyrir þátttöku í ...
28/12/2024

Kæru sóknarbörn, við óskum ykkur gleðilegra jóla og óskum ykkur velfarnaðar á nýju ári. Með kærri þökk fyrir þátttöku í viðburðum og helgihaldi á árinu sem er að líða. 🙏

Helgihald í Skálholtsprestakalli sunnudag 29. desember Kl 11 Skálholtsdómkirkja – Messa Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir þ...
28/12/2024

Helgihald í Skálholtsprestakalli sunnudag 29. desember

Kl 11 Skálholtsdómkirkja – Messa
Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir
þjónar fyrir altari
Jón Bjarnason organisti leikur á orgel

Kl 14 Úlfljótsvatnskirkja – Messa
Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir
þjónar fyrir altari
Jón Bjarnason organisti leikur á orgel

Tilkynning frá Sóknarnefnd Miðdalssóknar: Eins og öllum hér er kunnugt þá urðum við því miður að fresta messunni í Miðda...
28/12/2024

Tilkynning frá Sóknarnefnd Miðdalssóknar:

Eins og öllum hér er kunnugt þá urðum við því miður að fresta messunni í Miðdalskirkju á jóladag vegna veðurs. Nú hafa sóknarnefnd ásamt presti og organista komið sér saman um að gera aðra tilraun og stefnum við nú á að hafa messu í Miðdalskirkju, þriðjudaginn 31.12, sem sagt á gamlársdag kl. 11.00.

Spáin er góð, heiðskírt, en kalt og smá gola. Þetta verður svona jóla, áramóta hátíðamessa og vonumst við bara til að sjá ykkur þá, allir velkomnir.

Séra Kristín Þórunn Tómasdóttir leiðir samkomuna, með henni Bergþóra Ragnarsdóttir djákni og Jón Bjarnason sér um undirleik í almennum safnaðarsöng.

Sóknarnefnd Miðdalssóknar.

Messur í Skálholtsprestakalli á annan í jólum 26. desember.Annar jóladagur 26. desember Kl 13 Stóruborgarkirkja – Jólame...
26/12/2024

Messur í Skálholtsprestakalli á annan í jólum 26. desember.

Annar jóladagur 26. desember
Kl 13 Stóruborgarkirkja – Jólamessa
Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir þjónar fyrir altari
Jón Bjarnason organisti leikur á orgel

Kl 15 Bræðratungukirkja – Jólamessa og kirkjukaffi
Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir þjónar fyrir altari
Jón Bjarnason organisti leikur á orgel

MESSUFALL!! Í samráði við sóknarnefndir hafa allar messur í dag verið felldar niður vegna veðurs. Messur sem áttu að ver...
25/12/2024

MESSUFALL!!

Í samráði við sóknarnefndir hafa allar messur í dag verið felldar niður vegna veðurs.

Messur sem áttu að vera í MIðdalskirkju kl 11, Skálholtsdómkirkju kl 14 og Þingvallakirkju kl 14 falla allar niður.

Við biðjum ykkur að fara varlega í dag í því veðri sem nú geisar.

VIð óskum ykkur gleðilegra jóla.

Messufall í Þingvallakirkju jóladag 2024. Jólamessan verður haldin á nýársdag kl. 14. Guð gefi þér gleðileg jól. Sr. Kri...
24/12/2024

Messufall í Þingvallakirkju jóladag 2024. Jólamessan verður haldin á nýársdag kl. 14. Guð gefi þér gleðileg jól. Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup.

Kæru Þingvallavinir. Messufall verður á Þingvöllum, jóladag 2024, og verður jólamessan á nýársdag kl. 14. Veðurspáin er slæm til ferðalaga þótt allir spádómar hafi ræst um fæðingu Frelsarans í Betlehem á sínum tíma. Guð gefi þér gleðileg jól. Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti.

Helgihald í Skálholtsprestakalli um jól 2024 Aðfangadagur 24. desember Kl 16 Sólheimakirkja – Aftansöngur Sr. Kristín Þó...
23/12/2024

Helgihald í Skálholtsprestakalli um jól 2024

Aðfangadagur 24. desember
Kl 16 Sólheimakirkja – Aftansöngur
Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir þjónar fyrir altari
Ester Ólafsdóttir leikur á orgel

Kl 18 Skálholtsdómkirkja – Aftansöngur
Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir þjónar fyrir altari
Jón Bjarnason organisti leikur á orgel og Skálholtskórinn syngur

Kl 23.30 Skálholtsdómkirkja – Miðnæturmessa
Sr. Kristján Björnsson þjónar fyrir altari
Jón Bjarnason organisti leikur á orgel og Skálholtskórinn syngur

Upplýsingar um helgihald í Skálholtsprestakalli má nálgast á heimasíðu Skálholtsstaðar á skalholt.is

Helgihald í Skálholtsprestakalli um jól 2024. Verið hjartanlega velkomin í kirkjuna. Aðfangadagur 24. desember Kl 16 Sól...
23/12/2024

Helgihald í Skálholtsprestakalli um jól 2024. Verið hjartanlega velkomin í kirkjuna.

Aðfangadagur 24. desember
Kl 16 Sólheimakirkja – Aftansöngur
Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir þjónar fyrir altari
Ester Ólafsdóttir leikur á orgel

Kl 18 Skálholtsdómkirkja – Aftansöngur
Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir þjónar fyrir altari
Jón Bjarnason organisti leikur á orgel og Skálholtskórinn syngur

Kl 23.30 Skálholtsdómkirkja – Miðnæturmessa
Sr. Kristján Björnsson þjónar fyrir altari
Jón Bjarnason organisti leikur á orgel og Skálholtskórinn syngur

MESSUFALL - Jóladagur 25. desember
VEGNA VEÐURS VERÐUR MESSUFALL Á JÓLADAG Í SKÁLHOLTSPRESTAKALLI.
MESSUFALL - Kl 11 Miðdalskirkja – Hátíðarmessa
Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir þjónar fyrir altari
Jón Bjarnason organisti leikur á orgel

MESSUFALL - Kl 14 Skálholtsdómkirkja – Hátíðarmessa
Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir þjónar fyrir altari
Jón Bjarnason organisti leikur á orgel og Skálholtskórinn syngur

MESSUFALL - Kl 14 Þingvallakirkja – Hátíðarmessa
Sr. Kristján Björnsson þjónar fyrir altari. Ester Ólafsdóttir organisti.

Annar jóladagur 26. desember
Kl 13 Stóruborgarkirkja – Jólamessa
Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir þjónar fyrir altari
Jón Bjarnason organisti leikur á orgel

Kl 15 Bræðratungukirkja – Jólamessa og kirkjukaffi
Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir þjónar fyrir altari
Jón Bjarnason organisti leikur á orgel

Þorláksmessa er í dag 23. desember. Heilagur Þorlákur lést þennan dag árið 1193 en hann var biskup í Skálholti.  Í tilef...
23/12/2024

Þorláksmessa er í dag 23. desember. Heilagur Þorlákur lést þennan dag árið 1193 en hann var biskup í Skálholti.

Í tilefni af því var haldin sannkölluð Þorláksmessa í Skálholtsdómkirkju í gær. Eftir bæn, ritningarlestur, tónlist og predikun var gengið út í Þorláksbúð þar sem heilögu sakramenti var útdeilt. Að lokum spilaði Eyjólfur Eyjólfsson á langspil.

Yndisleg stund þar sem við minntumst heilags Þorláks.

Helgileikarnir 2024Árlegur helgileikur um fæðingu frelsarans var fluttur í Skálholtsdómkirkju annan sunnudag í aðventu. ...
10/12/2024

Helgileikarnir 2024

Árlegur helgileikur um fæðingu frelsarans var fluttur í Skálholtsdómkirkju annan sunnudag í aðventu. Viðburðurinn var vel sóttur og heppnaðist með afbrigðum vel. Bergþóra Ragnarsdóttir djákni Skálholtsprestakall hafði veg og vanda af dagskránni, ásamt dómorganistanum Jóni Bjarnasyni. "Þessi helgileikur hefur verið fluttur um áratugaskeið í Skálholti, og er ómissandi í undirbúningi jólanna fyrir margar fjölskyldur í héraðinu" segir Bergþóra í stuttu viðtali. "Það eru börn og ungmenni í Skálholtsprestakalli sem færa fæðingarfrásöguna á svið og leggja sig virkilega vel fram, með því að fara með textann skýrt og fallega og læra jólasálmana".

Í gegnum tíðina hefur helgileikurinn mótast og breyst, t.d. eru nýir sálmar teknir upp eftir því sem þurfa þykir. "Í ár sungum við í fyrsta sinn gamla Boney M smellinn Mary's Boychild sem heitir Forðum í bænum Betlehem á íslensku og er kominn í sálmabókina" segir Bergþóra. "En sagan sjálf breytist auðvitað ekki, og þarna voru helstu persónur og leikendur jólaguðspjallsins, eins og María, Jósef og Jesúbarnið, fjárhirðarnir á Betlehemsvöllum, vitringarnir þrír, englakórinn og svo flottir guðspjallamenn sem leiddu frásögnina".

Eftir helgileikinnvar boðið upp á heitt súkkulaði og þeyttan rjóma á Hótel Skálholti, ásamt heimagerðu kruðeríi.

Söfnun í Flygilsjóð Skálholtsdómkirkju er nú í fullu gangi.  Þegar hefur safnast vænn sjóður, aðallega frá Kirkjusjóð La...
07/12/2024

Söfnun í Flygilsjóð Skálholtsdómkirkju er nú í fullu gangi. Þegar hefur safnast vænn sjóður, aðallega frá Kirkjusjóð Laugarvatns en einnig með frjálsum framlögum sveitunga og tónleikagesta, og eru nú rúmar 6 milljónir í sjóðnum. Stefnt er að því að kaupa flygil í hæsta gæðaflokki í kirkjuna og því verður Steinway fyrir valinu.

Hægt er að leggja verkefninu lið með því að gefa í flygilsjóð kirkjunnar; 0133-15-001647 á kennitölu 610172-0169.

Nýverið hlaust styrkur úr Uppbyggingasjóð Suðurlands sem nýtist til að halda fjáröflunartónleika í kirkjunni þar sem allur ágóði rennur í Flygilsjóðinn. Fyrstu tónleikarnir verða miðvikudaginn 11. desember kl 20.00 þar sem fjórir uppsveitakórar sameinast í hátíðlegum jólatónleikum.

Skálholtsdómkirkja hefur nýlega hlotið gagngera yfirhalningu og er nú sem ný kirkja. Kirkjan hefur sterka stöðu sem miðstöð ýmissa viðburða á kirkjulegum vettvangi auk þess að vera vinsæl fyrir kirkjulegar athafnir og tónleika. Við kirkjuna starfa nú prestur, djákni, organisti auk vígslubiskups.
Skálholtskórinn á heimili í kirkjunni en saga kórsins er löng og starf hans hefur skapað mikla tónlistarhefð í uppsveitum Árnessýslu.

Flygilinn sem verður af Steinway tegund kostar í dag um 20 milljónir króna, með flutningi og stillingu. Enn vantar því um 13 milljónir til þess að fullfjármagna þessa framkvæmd.

Nú standa yfir strangar æfingar á helgileik í Skálholtsdómkirkju. ✨️  Börn í Skálholtsprestakalli sýna helgileikinn sem ...
06/12/2024

Nú standa yfir strangar æfingar á helgileik í Skálholtsdómkirkju. ✨️ Börn í Skálholtsprestakalli sýna helgileikinn sem Bergþóra Ragnarsdóttir stýrir. ⭐️

Börnin eru í hlutverkum engla, fjárhirða, vitringa, guðspjallamanna og auðvitað Maríu og Jósefs. Jesúbarnið sjálft er dúkka. 👶 Með því að taka þátt, læra börnin langa og flókna texta og kynnast um leið sögunni um fæðingu Jesú. ✨️⭐️✨️

Helgileikurinn verður fluttur á sunnudaginn 8. desember kl 11.00.

Verið öll velkomin! 🙏

Address

Skálholt
Selfoss
806

Opening Hours

Monday 09:00 - 18:00
Tuesday 09:00 - 18:00
Wednesday 09:00 - 18:00
Thursday 09:00 - 18:00
Friday 09:00 - 18:00
Saturday 09:00 - 18:00
Sunday 09:00 - 18:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Skálholt posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Skálholt:

Videos

Share