09/09/2024
Fyrir hönd skipuleggjenda vill undirritaður koma fram þakklæti til allra þeirra fjölmörgu sem komu að sjávarréttahátíðinni Matey á einn eða annan hátt og þeim er einnig þakkað þeim sem aðstoðuðu en eru ekki nafngreindir sérstaklega hér. Gestum hátíðarinnar er þakkað vel fyrir komuna og þátttökuna. Ferðamálasamtök Visit Vestmannaeyjar (https://www.visitvestmannaeyjar.is/ ) halda hátíðina og eru þeim færðar sérstakar þakkir fyrir gott samstarf, og NORA fær sérstakar þakkir fyrir að styrkja hátíðina.
Gestakokkunum, Adriana Solis Cavita, Rosie May Maguire, Renata Zalles ásamt starfsfólki veitingastaðanna, GOTT , Slippurinn , Einsi Kaldi, NÆS veitingastaður, Tangans, Sælands og Kráarinnar er þakkað þeirra framlag að bjóða upp á frábærar veitingar úr sjávarfanginu í kringum Eyjar.
Ísfélag hf. , VSV, Leo Seafood og Iðunni seafood er þakkað fyrir að útvega sjávarfang hátíðarinnar ásamt og Omnom Chocolate fyrir súkkulaðið, Ölgerðin Egill Skallagrímsson fyrir vín, gos og áfengi í kokteilana.
@[100063633217782:2048:http://xn--eyjafrttir-g7a.is/], Tígullull, Eyjar.net, Sjónvarpsvísir, The Reykjavík Grapevine Veitingageirinn.is Timeout, FF7-Frásagnir og fréttir alla daga , RÚV English og mbl.is stóðu sig vel í að upplýsa fólk um það sem var að fara að gerast og í gangi og facebook hópar eins og Heimaklettur og aðrir Eyjamenn miðluðu upplýsingum um hátíðina og fyrir þetta ber að þakka.
Leturstofan sá um uppsetningu matseðla og Prentsmiðjan Eyrún um prentun þeirra.
Fulltrúar frá bresku miðlunum https://www.thecaterer.com/ og https://www.epicureanlife.co.uk/ ásamt spænska miðlinum https://www.lavanguardia.com/ og innlendu miðlunum https://grapevine.is/ og https://www.mbl.is/ sendu sitt fjölmiðlafólk á staðinn til þess að fylgjast með hátíðinni ásamt okkar frábæru staðarmiðlum sendu sitt fólk á hátíðina og verður áhugavert að sjá kynningargildi þess góða efnis sem þetta góða fólk fangaði á dögum sínum í Eyjum.
Íslandsstofa stóð fyrir komu erlendra fjölmiðlanna til Eyjanna og eru þeim færðar sérstakar þakkir fyrir og félögum í ferðamálasamtökum sem sáu um uppihald, mat, drykki og afþreyingu fyrir þetta fólk hér. Bílaleiga Akureyrar /Europcar útvegaði okkur bíl fyrir fjölmiðla og gestakokka til þess að tryggja að erlendu gestir okkar gætu komist hratt og vel á milli þess fjölbreytta sem Eyjan okkar hefur uppá að bjóða.
Ljósmyndarinn Karl Petersson tók myndir af réttum hátíðarinnar og af gestakokkunum og heimsóknum fjölmiðlafólks. Natali Osons og Slava Mart hjá SN Video Production kvikmynduðu hátíðina.
Á setningunni bauð Ölgerðin upp á gos, hvítvín og rauðvín og útvegaði Ísafold Gin í MATEY kokteilana., Ölstofa The Brothers Brewery bruggaði bjór í tilefni hátíðarinnar og bauð upp á við setningu hátíðarinnar. Brothers Brewery, VSV og Ísfélag hf voru með kynningu á afurðum sínum og gáfu gestum smakk.
Birgir Nielsen, Þórir Ólafsson og Kristinn Jónsson spiluðu ljúfa tóna á setningunni. Félagar í Litku Myndlistarfélagi héldu myndlistarsýningu í Safnahúsinu sem bar heitið ,,SJÁVARSAMFÉLAGIД .
Bæjarstjóri Vestmannaeyja, Íris Róbertsdóttir opnaði hátíðina formlega og hélt erindi ásamt Gísla Auðuns, Frosta og Konný. Sagnheimar / Safnahúsið veittu aðstöðu og starfsfólk sá um að stilla upp og sjá til þess að græja sal og allur búnaður til staðar. Björgvin Þór hjá Íslandsstofu hélt erindi um saltfiskkeppni kokkanema í Suður Evrópu og voru sigurvegar þeirrar keppni kynntir. Síðar í vikunni buðu þau upp á saltfiskveislu í Herjólfsbæ þar sem kokkanemarnir kynntu rétti sína ásamt kennurum sínum og Slippnum er þakkað fyrir aðgengi að eldhúsi fyrir kokkanemana.
Hótel Vestmannaeyjar , Westman Islands Inn og Westman Islands Villas & Apartments og Guesthouse Hamar útveguðu gestakokkum og fjölmiðlafólki gistingu og er þeim færðar sérstakar þakkir fyrir.
Um gestina þá var vel hugsað og eftirtaldir aðilar lögðu sitt af mörkum í veitingum og afþreyingu, Einsi kaldi, Slippurinn, Gott, Næs, Pítsugerðin, Grímur kokkur, Vigtin Bakhús Kráin, Odin Travel, Volcano ATV , Viking museum - Vestmannaeyjar Herjólfsbær, Ribsafari.is, SEA LIFE Trust Beluga Whale Sanctuary , Sagnheimar, byggðasafn, Eldheimar, VSV, o.fl. o.fl.
Þúsund þakkir til ykkar allra fyrir vel unnin störf og líka ykkar hinna sem ekki var minnst á.
Sérstakar þakkir eru færðar Gísla Matthíasi Auðunssyni og Berglindi Sigmarsdóttur sem voru ásamt undirrituðum í framkvæmdaráði Mateyjar.
Með vinsemd og virðingu
Frosti Gíslason, verkefnisstjóri MATEY Seafood Festival 2024