Halla og Hrannar á göngu um Kaupmannahöfn

Halla og Hrannar á göngu um Kaupmannahöfn Halla og Hrannar ganga um Kaupmannahöfn, taka myndir og segja sögur.
(9)

HÁSKÓLAFERNINGURINN ( #56) „Universitetsfirkanten“ er í Latínuhverfinu í Miðaldabænum. Hér hefur Háskólinn haft aðsetur ...
18/02/2024

HÁSKÓLAFERNINGURINN ( #56) „Universitetsfirkanten“ er í Latínuhverfinu í Miðaldabænum. Hér hefur Háskólinn haft aðsetur frá stofnun, 1479. Innan ferningsins eru sjö sögufrægar og glæstar byggingar, m.a. aðalbygging háskólans og elsta hús borgarinnar, eins eru hér magnaðir kjallarar, þrír garðar og einn glæsilegasti bókasalur sem byggður hefur verið. Skoðum ferninginn að utan sem innan og bjóðum ykkur með ...

JÓLATÍÐ Í KBH 2023 ( #55). Sjálf jólin í Kaupmannahöfn eru stutt, hefjast aðfangadag kl. 18, svo kemur jóladagur, og ann...
24/12/2023

JÓLATÍÐ Í KBH 2023 ( #55). Sjálf jólin í Kaupmannahöfn eru stutt, hefjast aðfangadag kl. 18, svo kemur jóladagur, og annan í jólum er jólatrénu hent út. Allt búið. En við ætlum ekki að fjalla um jólin hér, heldur það sem gerist í København næstu 6-7 vikur á undan. Fyrsta laugardaginn í nóvember er J-dagurinn. Þá kemur jólasveinninn með jólabjórinn og þar með hefst jólatíðin. Endalaust líf og fjör í borginni fram að jólum. Í dag er aðfangadagur og allt orðið rólegt, því er við hæfi að slaka á og rifja upp. Við fórum í smá göngu og bjóðum ykkur með ...

KRISTJÁNSHÖFN, „HÖFNIN með NÖFNIN“ ( #54), tilheyrir Innri bæ Kaupmannahafnar, 13 þúsund íbúar á nokkrum manngerðum eyju...
24/09/2023

KRISTJÁNSHÖFN, „HÖFNIN með NÖFNIN“ ( #54), tilheyrir Innri bæ Kaupmannahafnar, 13 þúsund íbúar á nokkrum manngerðum eyjum, sú elsta 400 ára gömul. Kristjánshöfn er lífleg og litrík, sagan mögnuð, aragrúi af vel varðveittum byggingum, einnig heilmargt nýtt, enda hafa breytingar fylgt tíðarandanum, og gera enn. Íbúarnir hafa húmor, því hér fær allt nafn og heitir eitthvað, útaf einhverju. Síðustu helgi gengum við um eyjarnar og spáðum í spilin og nöfnin ...

BORGUNDARHÓLMUR ( #53) er eyja í Eystrarsaltinu, sunnan við Svíþjóð. Tilheyrir þó Danmörku og hefur gert í yfir 1000 ár,...
06/08/2023

BORGUNDARHÓLMUR ( #53) er eyja í Eystrarsaltinu, sunnan við Svíþjóð. Tilheyrir þó Danmörku og hefur gert í yfir 1000 ár, með stuttum hléum þó. Þegar Svíar unnu Skán af Dönum 1656 ætluðu þeir líka að taka Borgundarhólm, en eyjarskeggar voru á öðru máli, drápu sænska foringjann og fengu að vera áfram danskir. „Sólskinseyjan“ á sér merka sögu og er falleg, landið sem bæirnir. Brugðum okkur út á haf og bjóðum ykkur með ...

HAMBORG, BERLÍN & LEIPZIG ( #52). Þrjár borgir á átta daga lestarferðalagi um Þýskaland. Að ferðast með lest er verulega...
23/07/2023

HAMBORG, BERLÍN & LEIPZIG ( #52). Þrjár borgir á átta daga lestarferðalagi um Þýskaland. Að ferðast með lest er verulega skemmtilegt, þægilegt og einfalt. Sér í lagi ef henni seinkar ekki. Auk þess einstaklega umhverfisvænt. Í Hamborg og Berlín er ætíð gamalt og nýtt að sjá og upplifa, en höfum hvorki komið til Dresden né Leipzig, hlökkum til. Forvitnileg ferð framundan, bjóðum ykkur með ...

BRÚNU VERTSHÚSIN ( #51) eða bódegurnar, eins og þau eru oft kölluð, eru sérstakar krár, knæpur, barir, pöbbar í Danmörku...
12/02/2023

BRÚNU VERTSHÚSIN ( #51) eða bódegurnar, eins og þau eru oft kölluð, eru sérstakar krár, knæpur, barir, pöbbar í Danmörku. Í raun miklu meira en „venjulegar“ krár eða knæpur. Brúnu vertshúsin eru sögulegar menningarstofnanir sem gegna mikilvægu hlutverki fyrir ákveðna hópa í þjóðfélaginu. Þau eru sameiginlegar setustofur, umburðarlynt reykmettað samfélag, félagsheimili og félagsmálastofnanir. Við ætlum í ferðalag um brúnu vertshúsin í Kaupmannahöfn og bjóðum ykkur með ...

HAMBORG ( #50) í Þýskalandi er í rúmra fjögurra klukkustunda fjarlægð frá Kaupmannahöfn, ef ferðast er með járnbrautarle...
15/01/2023

HAMBORG ( #50) í Þýskalandi er í rúmra fjögurra klukkustunda fjarlægð frá Kaupmannahöfn, ef ferðast er með járnbrautarlest, en það gerðum við einmitt síðustu daga fyrir jól á nýliðnu ári. Sérlega þægilegur og umhverfisvænn ferðamáti. Hamborg er sannkölluð stórborg, liggur við ána Elbu, á sér merkilega 1200 ára sögu, hefur brunnið oft og verið sprengd í tætlur, en ávallt risið aftur og er stöðugt í þróun. Bjóðum ykkur með í 3ja daga túr um borgina ...

HAUST Á NØRREBRO ( #49). Höfum áður gengið um Norðurbrú og eigum eftir að gera það aftur, því þar er endalaust að sjá, s...
06/11/2022

HAUST Á NØRREBRO ( #49). Höfum áður gengið um Norðurbrú og eigum eftir að gera það aftur, því þar er endalaust að sjá, skoða og uppgötva. Þetta skiptið ætlum við að halda okkur á hliðargötum; skoða veggjalist, götulist og aðra list, einnig grafir og kirkjugarð, og ekki síst njóta haustlitanna og annarra fallegra lita enda er Norðurbrú bæði margbreytileg og litrík. Bjóðum ykkur í sýndargöngutúr ... 🚶‍♀️🚶🙂

Hrannar Hólm, Halla Benediktsdóttir

TÜBINGEN ( #48) er hvorki í Kaupmannahöfn né Danmörku. Tübingen er háskólabær í suðvestur Þýskalandi. Áttum heima þar fy...
16/10/2022

TÜBINGEN ( #48) er hvorki í Kaupmannahöfn né Danmörku. Tübingen er háskólabær í suðvestur Þýskalandi. Áttum heima þar fyrir tæpum þúsund árum, frá 1986 til 1992, vorum við nám í einum elsta og frægasta háskóla Þýskalands. Lítill bær, 90 þúsund íbúar, af þeim 30 þúsund stúdentar. Kíktum á dögunum í heimsókn á gamlar heimaslóðir og bjóðum ykkur í göngu um ævintýrlega fallegu Tübingen.

SAMSØ ( #47) Um miðjan júlí fórum við í helgarferð til Samsø sem er 114 ferkílómetra eyja í Kattegat, gætum kallað hana ...
07/08/2022

SAMSØ ( #47) Um miðjan júlí fórum við í helgarferð til Samsø sem er 114 ferkílómetra eyja í Kattegat, gætum kallað hana Sámsey á íslensku. Þar búa 3.700 manns í 22 litlum landsbyggðarþorpum, en á sumrin margfaldast íbúafjöldinn, í júlí eru oft 30 þúsund ferðamenn á eyjunni, samtímis. Samsø er fræg fyrir sérstakt landslag frá síðustu ísöld, fornminjar frá víkingatíð, falleg þorp og byggingar, og kannski allra helst matvöru, ekki síst kartöflur. Sem sagt, nóg að skoða og borða ...

AMAGERBRÚ ( #46). Fyrir mánuði, á uppstigningardegi í skrýtnu veðri gengum við um Amagerbrú (Amagerbro), sem er eitt af ...
26/06/2022

AMAGERBRÚ ( #46). Fyrir mánuði, á uppstigningardegi í skrýtnu veðri gengum við um Amagerbrú (Amagerbro), sem er eitt af brúarhverfunum svokölluðu í Kaupmannahöfn. Skoðuðum hverfið og tókum myndir, en vegna anna við leik og störf hefur tekið langan tíma að smíða texta við myndirnar, en nú er allt klárt 😎 ... Amagerbrú er nyrðsti hluti eyjunnar Amager og þó lítill sé má þar finna mikið líf, margar rauðar byggingar og margt annað forvitnilegt.

PÓSTBÆRINN ( #45), Postbyen, er nýtt hverfi á Vesturbrú í Kaupmannahöfn og dregur nafn sitt af starfseminni sem hér var ...
01/05/2022

PÓSTBÆRINN ( #45), Postbyen, er nýtt hverfi á Vesturbrú í Kaupmannahöfn og dregur nafn sitt af starfseminni sem hér var áður, nefnilega póstinum. Póstmiðstöðin var hér og einnig risageymslur fyrir pakka og bréf. En tímarnir breytast og þarfirnar með. Pósthúsið fer en Póstbærinn byggður í staðinn, fyrsti hluti opnar 2023, sá síðasti 2027. Þann 16. apríl gengum við um hverfið sem er í byggingu, og eins um nágrennið sem skartar bæði merkilegum gömlum byggingum og mörgum nýjum, ekki síst hótelum. Höldum af stað ...

FRIÐRIKSHÓLMI ( #44). Sunnud. 6. mars gengum við (Halla & Hrannar) um lítið en merkilegt hverfi í Kaupmannahöfn, Frederi...
27/03/2022

FRIÐRIKSHÓLMI ( #44). Sunnud. 6. mars gengum við (Halla & Hrannar) um lítið en merkilegt hverfi í Kaupmannahöfn, Frederiksholm Kvarter. Merkilegt vegna þess að það er byggt á uppfyllingu í kjölfar árásar Svía á borgina 1659 sem sýndi fram á veikleika í vörnum borgarinnar, og einnig vegna margra stórglæsilegra bygginga sem oft er erfitt að koma auga á vegna nálægðar, maður sér varla skóginn fyrir trjánum, ef svo má segja. Við skoðum nú Friðrikshólma ...

JÓLAGANGA ( #43) Fimmtudaginn 16. desember fórum við hjónin (Halla & Hrannar) í jólagöngu um borgina. Ekki þá fyrstu og ...
19/12/2021

JÓLAGANGA ( #43) Fimmtudaginn 16. desember fórum við hjónin (Halla & Hrannar) í jólagöngu um borgina. Ekki þá fyrstu og líklegast ekki heldur þá síðustu. Tókum myndavélina með og leituðum uppi eitt og annað sem einkennir jólatímann í borginni sem hefst með komu jólabjórsins 4. nóv. og endar á jóladag. Hófum gönguna í sólskini og björtu veðri og lukum henni í niðamyrkri, um fimm klukkustundum og tíu kílómetrum síðar ...

KRISTJÁN FJÓRÐI ( #42) kóngur í 60 ár, 1588 – 1648, mótaði og gerbreytti Kaupmannahöfn, gerði hana að alvöru borg. Moldr...
10/10/2021

KRISTJÁN FJÓRÐI ( #42) kóngur í 60 ár, 1588 – 1648, mótaði og gerbreytti Kaupmannahöfn, gerði hana að alvöru borg. Moldríkur í byrjun, kláraði peninginn, þurfti að veðsetja kórónuna. Eignaðist (amk) 25 börn með (amk) 5 konum. Alltaf í stríði og tapaði öllum, nema einu. Samt er Kristján mögulega merkilegasti og vinsælasti kóngur Danmerkur. Framsýnn og stórhuga, mikinn áhuga á viðskiptum, vísindum, arkítektúr og borgarþróun. Kaupmannahöfn er heimsfræg fyrir arkítektúr, gamlan og nýjan, og Kristján lagði grunninn. Og þótt 400 ár séu liðin, eru spor Kristjáns og byggingar út um allt í borginni.

SUMAR og SÓL í Kóngsins København ( #41). Á laugardaginn fórum við í göngutúr um sólstrandaborgina Kaupmannahöfn. Eftir ...
30/07/2021

SUMAR og SÓL í Kóngsins København ( #41). Á laugardaginn fórum við í göngutúr um sólstrandaborgina Kaupmannahöfn. Eftir um 2ja mánaða nánast óslitið baðstrandaveður má víða sjá fólk í góðum gír. Gengum frá Jónshúsi niður að Nýhöfn, í gegnum Kristjánshöfn, út á Íslandsbryggju, yfir í Kjötbæinn og heim aftur í gegnum Miðaldabæinn. Tókum á leiðinni myndir af fólki í sumarskapi ... 😎

LOLLAND og FALSTER ( #40). Brugðum á dögunum landi undir fót og dekk og héldum í 3ja daga ferðalag til Lollands og Falst...
18/07/2021

LOLLAND og FALSTER ( #40). Brugðum á dögunum landi undir fót og dekk og héldum í 3ja daga ferðalag til Lollands og Falster sem eru tvær eyjur fyrir sunnan Sjáland. Eru nokkuð stórar, báðar tvær, en ekki þéttbýlar, þar búa eingöngu um 100 þúsund manns. Hins vegar er jarðvegurinn afar gjöfull og mikið ræktað af sykurrófum, hveiti, kartöflum, quinoa, byggi og ýmsu öðru. Við ókum í suður og tókum nokkrar myndir ...

KAUPMANNAHÖFN Í SEINNI HEIMSSTYRJÖLDINNI. ( #39). Að kvöldi dags 4. maí ár hvert tendra Kaupmannahafnarbúar kerti og set...
16/05/2021

KAUPMANNAHÖFN Í SEINNI HEIMSSTYRJÖLDINNI. ( #39). Að kvöldi dags 4. maí ár hvert tendra Kaupmannahafnarbúar kerti og setja í gluggana til að minnast dagsins þegar Þjóðverjar gáfust upp, árið 1945, heimsstyrjöldinni lauk, og hernáminu, og ljós tók við af myrkri. Saga hernámsins í Danmörku er merkileg, ekki síst vegna samvinnustefnunnar sem var við lýði fyrstu árin. Við fórum í göngutúr á fallegum vordegi og fetuðum í fótspor stríðsins í borginni. Ykkur er boðið með ... 🙂

STÓRI BÆNADAGURINN. ( #38) Margra alda hefð er fyrir göngutúrum á Stóra bænadeginum í Kaupmannahöfn. Áður fyrr spókaði f...
01/05/2021

STÓRI BÆNADAGURINN. ( #38) Margra alda hefð er fyrir göngutúrum á Stóra bænadeginum í Kaupmannahöfn. Áður fyrr spókaði fólk sig og sýndi nýju sumarfötin spásserandi á borgarvirkjunum sem umluktu borgina, en þau eru jú að mestu leyti horfin. Nú er bara gengið um bæinn í staðinn. Tókum nokkrar myndir í bænadagstúrnum, af því sem fyrir augu bar ...

Adresse

Øster Voldgade 12
København Ø
1350

Telefon

+4523281944

Internet side

Underretninger

Vær den første til at vide, og lad os sende dig en email, når Halla og Hrannar á göngu um Kaupmannahöfn sender nyheder og tilbud. Din e-mail-adresse vil ikke blive brugt til andre formål, og du kan til enhver tid afmelde dig.

Kontakt Virksomheden

Send en besked til Halla og Hrannar á göngu um Kaupmannahöfn:

Del

Ferðir um Kaupmannahöfn

Gönguferðir og hjólaferðir fyrir Íslendinga í Kaupmannahöfn, túrista, ferðamenn og alla aðra. Skemmtileg leiðsögn á góðu verði, allir ánægðir 🙂. Allar upplýsingar hér:

Erum á facebook: https://www.facebook.com/FerdirumKbh/

Og með heimasíðu: https://ferdirumkbh.dk

Rejsebureauer i nærheden


Andre rejsebureauer i København Ø

Vis Alle

Du vil måske også kunne lide