Grikklandsgaldur

Grikklandsgaldur Grikklandsgaldur er síða á íslensku á vegum ferðaskrifstofunnar AfterYou Grikkland er eins og allir vita sögufrægt land og Aþena er vagga vestrænnar menningar.
(25)

Ég heiti Þóra Björk Valsteinsdóttir, er sagnfræðingur og bý í Grikklandi. Ég hef verið leiðsögumaður og fararstjóri í tæp 30 ár fyrir grískar, enskar og íslenskar ferðaskrifstofur. Í dag fer ég í ferðir út um allan heim fyrir Bændaferðir og ferðaskrifstofuna Vita. Ég er gift Makis Tsoukalas sem er forstjóri á ferðaskrifstofu í Aþenu. Hugmyndin um Facebook síðu og Blogg hefur verið lengi í bígerð o

g tilgangurinn er sá að gefa Íslendingum tækifæri á að kynnast Grikklandi betur og bjóða upp á ferðir um meginlandið og eyjarnar. Fegurð lands og eyja er stórfengleg og í Grikklandi eru yfir 300 sólardagar á ári. Við tökum að okkur stóra og litla hópa, félög, klúbba og einstaklinga. Hafðu samband á netfanginu á síðunni ef þig dreymir í bláu og hvítu!

Grikkland…svo fjölbreytt og fallegt!Nú er auðvelt að fljúga í beinu flugi til Aþenu tvisvar í viku með Play fram í lok o...
17/05/2024

Grikkland…svo fjölbreytt og fallegt!
Nú er auðvelt að fljúga í beinu flugi til Aþenu tvisvar í viku með Play fram í lok október. Aþena, meginlandið og eyjarnar bíða eftir ykkur með þúsunda ára sögu, fallegar strendur, sjarmerandi bæi, góðan mat og sól og sumar ☀️🌸🇬🇷💙
Við hjá Afteryoutours (Grikklandsgaldri) getum skipulagt og hannað fyrir ykkur ferðir hvert sem er í þessu fallega landi.

Páskarnir eru 5 vikum seinna í Grikklandi í ár og páskasunnudagur er 5. maí. Gleðilega páska 🐣🥰🌺
03/05/2024

Páskarnir eru 5 vikum seinna í Grikklandi í ár og páskasunnudagur er 5. maí. Gleðilega páska 🐣🥰🌺

Náttúran skartar sínu fegursta á vorin og litagleðin er allt um kring. Umhverfið angar af lavender, kamomillu, villimynt...
13/04/2024

Náttúran skartar sínu fegursta á vorin og litagleðin er allt um kring. Umhverfið angar af lavender, kamomillu, villimyntu og timían.
Í ár var enginn vetur og vorið er hlýtt. Á hverjum degi er sól og sumarylur í kringum 25 stig.
Grikkland skartar sínu fegursta í apríl og maí og flugfélagið Play flýgur til Aþenu tvisvar sinnum í viku.
Dásamlegir vordagar bíða þeirra sem skella sér til Grikklands.
Við erum hér til að aðstoða ykkur hvort sem um er að ræða eyjaferð, borgarferð, meginlandsferð eða bara göngutúr um Aþenu og Akrópólis, matarsmökkun, vínsmökkun og sitthvað fleira.

Grikklandsgaldur

Flugfélagið Play flýgur 2svar sinnum í viku til Aþenu í allt sumar og út október 😊💙🇬🇷💙
12/04/2024

Flugfélagið Play flýgur 2svar sinnum í viku til Aþenu í allt sumar og út október 😊💙🇬🇷💙

Gönguferð með hundinn (í pössun) í hverfinu mínu og hæðunum í kring. Náttúran skartar sínu fegursta á vorin og litagleði...
06/04/2024

Gönguferð með hundinn (í pössun) í hverfinu mínu og hæðunum í kring. Náttúran skartar sínu fegursta á vorin og litagleðin er allt um kring. Umhverfið angar af lavender, kamomillu, villimyntu og timían.
Í ár var enginn vetur og vorið er hlýtt. Á hverjum degi er sól og sumarylur í kringum 25 stig.
Grikkland skartar sínu fegursta í apríl og maí og flugfélagið Play flýgur til Aþenu tvisvar sinnum í viku.
Dásamlegir vordagar bíða þeirra sem skella sér til Grikklands.
Við erum hér til að aðstoða ykkur hvort sem um er að ræða eyjaferð, borgarferð, meginlandsferð eða bara göngutúr um Aþenu og Akrópólis, matarsmökkun, vínsmökkun og sitthvað fleira.

Grikklandsgaldur

AfterYou er ferðaskrifstofa í eigu grísk-íslenskrar fjöldkyldu sem sérhæfir sig í að hanna ferðir um meginland Grikkland...
04/04/2024

AfterYou er ferðaskrifstofa í eigu grísk-íslenskrar fjöldkyldu sem sérhæfir sig í að hanna ferðir um meginland Grikklands og eyjarnar. Ást okkar á Grikklandi og hin djúpu tengsl sem við höfum við þetta fallega land endurspeglast í hverri ferðadagskrá sem við búum til með persónulegri alúð fyrir viðskiptavini okkar hvort sem þeir eru einir á ferð eða í hópferð.

Við erum Makis, Þóra, Konstantinos og Kristina.

Makis og Þóra hafa langa reynslu af ferðalögum og ferðaþjónustu. Makis hefur starfað í ferðabransanum í yfir 4 áratugi og Þóra, íslensk eiginkona hans, er sagnfræðingur sem hefur leitt ferðalanga um Grikkland og um víða veröld eftir að hún settist að i Grikklandi árið 1982.

Konstantinos lærði verkfræði og einkaþjálfun og Kristina sem var Evrópumeistari og heimsmeistari í sundknattleik er nýútskrifuð sem leikskólakennari. Þar sem þau eru börn foreldra sinna og ólust upp á heimili sem snérist um ferðaþjónustu, fengu þau ferðabakteríuna og vilja nú koma með ferskar og nýjar hugmyndir inn í hina rafrænu þjónustu AfterYou.

Nafn ferðaskrifstofunnar okkar segir allt sem segja þarf. Viðskiptavinir okkar eru alltaf númer eitt, við komum AfterYou!


Grikklandsgaldur

Gleðilega páska kæru Grikklandsgaldursvinir.Þessi mynd er tekin í Ríó de Janeiro, en við hjá Grikklandsgaldri/www.aftery...
31/03/2024

Gleðilega páska kæru Grikklandsgaldursvinir.
Þessi mynd er tekin í Ríó de Janeiro, en við hjá Grikklandsgaldri/www.afteryoutours.com bíðum eftir ykkur í sólinni í Grikklandi 😊🐥

Ferðir til Grikklands! 💙🇬🇷💙2024Bara 2 sæti eftir í Grikklandsævintýri 07/06 - 22/06is Nýdottin inn ferð hjá Icelandair V...
08/03/2024

Ferðir til Grikklands! 💙🇬🇷💙2024

Bara 2 sæti eftir í Grikklandsævintýri 07/06 - 22/06is

Nýdottin inn ferð hjá Icelandair Vita er Þessalóníki/Istanbúl 05/10 - 19/10.
Dásamleg ferð til Norður Grikklands þar sem við skoðum þennan höfuðstað norðursins, fetum í spor Páls postula í Filippoi og Kavala, heimsækjum fjallið Olympos og klettana í Meteora og förum í heitu böðin í Pozar.
Og ekki er Istanbúl síðri með Agia Sofia kirkjunni (Ægisif) Bláu moskunni, Bosporus sundinu, Grand bazar, tyrknesku böðunum, gamla bænum og öllu því iðandi lífi sem þar er að finna. is

Og ekki gleyma að flugfélagið Play er með beint flug til Aþenu frá 23/03 til 26/10.
Við erum lítið fjölskyldufyrirtæki sem tökum á móti ferðamönnum og skipuleggjum og sérhönnum ferðir á meginlandið og eyjarnar fyrir einstaklinga og hópa. Hugmyndir að ferðunum sem við bjóðum upp á getið þið skoðað á www.afteryoutours.com

Við vitum öll að sólarlagið á Íslandi er engu líkt, en sólarlagið í Eyjahafinu er líka einstaklega fallegt og á hlýjum s...
11/02/2024

Við vitum öll að sólarlagið á Íslandi er engu líkt, en sólarlagið í Eyjahafinu er líka einstaklega fallegt og á hlýjum sumarkvöldum hvort sem er í Aþenu, meginlandinu eða á eyjunum er um að gera að finna sér góðan stað og njóta fegurðarinnar.
Grikklandsgaldur
www.afteryoutours.com

10/02/2024
Kæru Grikklandsgaldursvinir Við ákváðum að setja saman stutta ferð á uppáhalds svæðið okkar í Grikklandi sem heitir Peli...
02/02/2024

Kæru Grikklandsgaldursvinir

Við ákváðum að setja saman stutta ferð á uppáhalds svæðið okkar í Grikklandi sem heitir Pelion. Í apríl er allt í náttúrunni að vakna til lífsins eftir veturinn og hitinn er ca 20-22 stig á daginn, en kvöldin eru enn svöl sérstaklega uppi á fjöllum. Vorið, fjöllin, túrkisblár sjórinn og litlu sveitaþorpin búa til einstakt samspil sem Grikkir elska og hafa gaman af að kynna fyrir ferðamönnum. Apríl er samt ekki mikill ferðamannatími og allt er enn í hinum rólega takti sveitarinnar

Pelionskaginn er í um 320 km fjarlægð frá Aþenu í norðurátt. Út um allann skagann eru misléttar gönguleiðir þar sem gengið er í gegnum trjálundi, akra og á milli þorpa. Náttúrufegurðin á skaganum er stórkostleg og þar eru 68 lítil þorp sem hanga í hlíðunum, umlukin gróðri, en hvergi er langt í hvítu strendurnar við sjóinn. Sagan segir að Kentárarnir sem voru hálfir hestar og hálfir menn, hafi átt þarna heima til forna.

Þeir sem hafa áhuga á þessari ferð geta haft samband á netfanginu okkar [email protected]

Hópurinn verður ekki stærri en 14 manns og lágmarks þátttaka er 10 manns.

Athugið að flug frá Íslandi er ekki innifalið í pakkanum, en við miðum við beina flugið með Play sem þátttakendur/farþegar kaupa sjálfir.

Endilega deilið! 🥰
————————————————————-

Sveitasæla og léttar göngur í Pelíon 13/04 - 21/04 2024

13. april – Koma og transfer með rútu inn í Aþenu þar sem við dveljum á vel staðsettu hóteli í miðborginni í 1 nótt. Kvöldmatur á tavernu í Plaka með grískri tónlist.

14. apríl – Eftir morgunverð höldum við af stað og keyrum í norðurátt frá Aþenu til borgarinnar Volos og síðan upp í fjall til þorpsins Portaria þar sem við dveljum í 5 nætur. Keyrslan tekur á milli 4-5 klt en stoppað verður allavega tvisvar sinnum á leiðinni. Í Portaria komum við okkur fyrir á hótelinu og förum svo og fáum okkur kvöldmat á fallegum veitingastað í þorpinu.

15. apríl – Eftir morgunverð höldum við af stað í 15 km göngu frá Portaria, bænum sem við dveljum upp í fjallið Sarakinos og á milli þorpanna Stagiates, Agios Onoufrios og Makrynitsa. Í þorpinu Makrynitsa stoppum við til að fá okkur hádegismat og göngum svo þaðan yfir í þorpið okkar. Eftirmiðdagur og kvöldið frjálst.

16. apríl – Í dag keyrum við til þorpsins Tsagarada þar sem er ótrúlega stórt eikartré, eitt af þeim stærstu og elstu í Grikklandi. Þaðan höldum við til fallegu strandarinnar í Mylopotamos þar sem við getum tekið sundsprett í ótrúlega hreinum sjó og fallegu umhverfi. Við höldum áfram til litlu strandarinnar í Damouchari, en þar var bryggjusenan í myndinni Mamma Mia kvikmynduð. Áfram höldum við til strandbæjarins Agios Jannis þar sem við borðum hádegismat. Við komum til baka í eftirmiðdaginn og kvöldið er frjálst.

17. apríl – Við byrjum á því að keyra með rútu til þorpsins Pinakates og þaðan göngum við á milli þorpanna Vysitsa og Milies. Frá þorpinu Milies göngum við í gegnum ólífulundi niður að sjávarþorpinu Kala Nera þar sem rútan bíður eftir okkur og keyrir okkur til Volos þar sem við borðum gómsætt fiskmeti í hádeginu. Eftr matinn röltum við aðeins um Volos og förum svo í rútunni til Portaria og heimsækjum sveitabæ þar sem við förum á matreiðslunámskeið og lærum ýmislegt varðandi kryddjurtir og heilnæmar jurtir sem vaxa villt í fjöllunum í Pelion. Eftir að hafa matreidd grasapítu, kúrbítsbollur og tsatsiki jógúrtsósu setjums viðtil borðhalds og borðum það sem við matreiddum.

18. apríl – Snemma dags keyrum við að höfn þaðan sem við siglum með báti yfir til eyjunnar Skiathos. Skiathos er eyja í svokölluðum Skrefeyjaklasa í Norður Eyjahafinu, en Skrefeyjarnar samanstanda af 4 eyjum, Skiaþos, Skopelos, Alonissos og Skyros. Eyjan er paradís á jörð, gróðursæl, með fallegar gullnar strendur sem liggja við kristalstært og túrkísblátt haf. Þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna á síðustu áratugum, hefur eyjan haldist óspillt og myndræn með yfir 60 fallegum og tandurhreinum ströndum.
Bærinn á Skiaþos er nýr bær byggður ofan á öðrum fornum á fyrri hluta 19. aldar. Hann byggðist í kringum hina náttúrulegu höfn sem í dag fyllist af seglbátum og snekkjum á sumrin. Bærinn er líflegur á daginn því þar er að finna fjölda verslana og kaffihúsa og á kvöldin fyllast veitingastaðir og næturklúbbar af ferðamönnum og heimamönnum sem eru til í tjúttið.
Ferðamannatímabilið verður ekki byrjað á Skiaþos í apríl og við munum sjá eyjuna og bæinn eins og íbúarnir sjá hana ¾ hluta af árinu.

19. apríl – Eftir morgunverð höldum við til Aþenu og verðum komið þangað í eftirmiðdaginn. Kvöldið fjálst.

20. apríl – Frjáls dagur í Aþenu eða valkvæð ferð um borgina og uppá Akrópólis.

21. apríl – Transfer út á flugvöll og brottför.

Ferðin kostar 1745€ á mann og í henni er innifalið:

# gisting í 8 nætur í tveggja manna herbergi með morgunverði
# flugvallartransfer
# rútuferðir samkvæmt ferðalýsingu
# hádegismatur/kvöldmatur þar sem það er tekið fram í ferðalýsingu
# matreiðslunámskeið
# sigling til eyjunnar Skiathos
# innlendur göngufararstjóri
# íslensk fararstjórn

Hinir stórkostlegu litir Jónahafsins 💙🇬🇷💙
29/01/2024

Hinir stórkostlegu litir Jónahafsins 💙🇬🇷💙

The insane colors of the Ionian sea 🇬🇷

Þann 23. mars byrjar flugfélagið Play aftur að fljúga tvisvar sinnum í viku í beinu flugi frá Keflavík til Aþenu. Grípið...
19/01/2024

Þann 23. mars byrjar flugfélagið Play aftur að fljúga tvisvar sinnum í viku í beinu flugi frá Keflavík til Aþenu. Grípið tækifærið og heimsækið þetta fallega og fjölbreytta land. 💙🇬🇷💙
Við hjá Grikklandsgaldri - Afteryoutours erum Grikklandsmegin og sérsníðum meginlandsferðir/eyjahopp/fræðsluferðir/vinnuferðir/vinkonuferðir fyrir hópa og einstaklinga.
Grikklandsgaldur
𝗔𝗳𝘁𝗲𝗿𝗬𝗼𝘂.𝗧𝗼𝘂𝗿𝘀

02/01/2024

Gleðilegt nýtt ár!

Kæru GrikklandsgaldursvinirVið óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Megi nýja árið færa ykkur gleði og gó...
24/12/2023

Kæru Grikklandsgaldursvinir
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Megi nýja árið færa ykkur gleði og góðar stundir 🎄✨
Þóra, Makis, Valli og Kristín

Góðir jólagestir! 🎄
23/12/2023

Góðir jólagestir! 🎄

Grikkland! 💙🇬🇷💙Mjög áhugaverð lesning
21/12/2023

Grikkland! 💙🇬🇷💙
Mjög áhugaverð lesning

15/10/2023

🔹Go where you feel alive.
Greece is your destination.🔹
🎯 𝗔𝘀𝗸 𝗳𝗼𝗿 𝗺𝗼𝗿𝗲 𝗶𝗻𝗳𝗼𝗿𝗺𝗮𝘁𝗶𝗼𝗻:
𝟲𝟵𝟳𝟰𝟬𝟱𝟮𝟴𝟬𝟭 🖱 𝗲𝗺𝗮𝗶𝗹 - 𝗮𝗳𝘁𝗲𝗿𝘆𝗼𝘂𝘁𝗼𝘂𝗿𝘀@𝗴𝗺𝗮𝗶𝗹.𝗰𝗼𝗺
𝗶𝗻𝘀𝘁𝗮𝗴𝗿𝗮𝗺 𝗮𝗳𝘁𝗲𝗿.𝘆𝗼𝘂

Address

Makrynitsas 7
Athens
16672

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Grikklandsgaldur posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Grikklandsgaldur:

Videos

Share

Category


Other Travel Companies in Athens

Show All