Við vitum öll að sólarlagið á Íslandi er engu líkt, en sólarlagið í Eyjahafinu er líka einstaklega fallegt og á hlýjum sumarkvöldum hvort sem er í Aþenu, meginlandinu eða á eyjunum er um að gera að finna sér góðan stað og njóta fegurðarinnar.
Grikklandsgaldur
www.afteryoutours.com
Kæru Grikklandsgaldursvinir
Við ákváðum að setja saman stutta ferð á uppáhalds svæðið okkar í Grikklandi sem heitir Pelion. Í apríl er allt í náttúrunni að vakna til lífsins eftir veturinn og hitinn er ca 20-22 stig á daginn, en kvöldin eru enn svöl sérstaklega uppi á fjöllum. Vorið, fjöllin, túrkisblár sjórinn og litlu sveitaþorpin búa til einstakt samspil sem Grikkir elska og hafa gaman af að kynna fyrir ferðamönnum. Apríl er samt ekki mikill ferðamannatími og allt er enn í hinum rólega takti sveitarinnar
Pelionskaginn er í um 320 km fjarlægð frá Aþenu í norðurátt. Út um allann skagann eru misléttar gönguleiðir þar sem gengið er í gegnum trjálundi, akra og á milli þorpa. Náttúrufegurðin á skaganum er stórkostleg og þar eru 68 lítil þorp sem hanga í hlíðunum, umlukin gróðri, en hvergi er langt í hvítu strendurnar við sjóinn. Sagan segir að Kentárarnir sem voru hálfir hestar og hálfir menn, hafi átt þarna heima til forna.
Þeir sem hafa áhuga á þessari ferð geta haft samband á netfanginu okkar [email protected]
Hópurinn verður ekki stærri en 14 manns og lágmarks þátttaka er 10 manns.
Athugið að flug frá Íslandi er ekki innifalið í pakkanum, en við miðum við beina flugið með Play sem þátttakendur/farþegar kaupa sjálfir.
————————————————————-
Sveitasæla og léttar göngur í Pelíon 13/04 - 21/04 2024
13. april – Koma og transfer með rútu inn í Aþenu þar sem við dveljum á vel staðsettu hóteli í miðborginni í 1 nótt. Kvöldmatur á tavernu í Plaka með grískri tónlist.
14. apríl – Eftir morgunverð höldum við af stað og keyrum í norðurátt frá Aþenu til borgarinnar Volos og síðan upp í fjall til þorpsins Portaria þar sem við dveljum í 5 nætur. Keyrslan tekur á milli 4-5 klt en stoppað verður allavega tvisvar sinnum á leiðinni. Í Portaria komum við okkur fyrir