Djúpivogur 2011
Heima Er Best
Haustið 2011
Myndataka og Eftirvinnsla: Skúli Andrésson
Kiddi videófluga steig dans við sjálfsalann á Héraði
Kiddi vídeófluga steig dans við sjálfsalann á Héraði
Vegfarendur sem voru á leið á Borgarfjörð eystra á föstudag til að verja helginni á Bræðslunni rak í rogastans er þeir komu að Coke-sjálfsalanum á á Bóndastaðahálsi á Úthéraði. Þar spilaði hljómsveitin Héraðssandar brimbrettarokk af mikilli list og áheyrendur hlustuðu af enn meiri lyst. Og svo var óvænt uppákoma.
„Strákarnir spurðu hvort þeir mættu halda tónleika á pallinum,“ sagði Kristinn Kristmundsson, betur þekktur sem Kiddi vídeófluga. „Já, ég hélt það nú,“ heldur hann áfram. „Ég sagði þeim að ég ætti fína rafstöð og nóg af snúrum. Svo var drifið í því að grafa hana upp, skipta um olíu og strákarnir komu og prófuðu hana. Ég sagðist myndu verða með þeim og selja pylsur. Þá kom sérósk frá þeim um að ég yrði í diskógallanum. Það var ekki nema meiriháttar sjálfsagt. Og þá var auðvitað ekki annað hægt en að taka nokkur dansspor í leiðinni. Ég kom óvænt inn á sviðið, án þess nokkur maður vissi um.“
Í myndbandi frá viðburðinum sést að margt góðra manna fylgdist með, svo sem Mugison og Valgeir Guðjónsson, sem tróðu upp á Bræðslunni um helgina. Og Héraðssandar verða að teljast óvenjuleg hljómsveit – enda sjálfsalinn sem Kiddi rekur ekki augljós staðsetning fyrir tónleika af neinu tagi. Í sveitinni eru Skúli Magnússon á gítar, Óttar Brjánn Eyþórsson á gítar, Hafþór Valur Guðjónsson á trommur og Jón Hafliði Sigurjónsson á bassa.
„Ég og Óttar gítarleikari erum ekkert sérstaklega eðlilegir þegar kemur að svona spilamennsku,“ sagði Skúli eftir helgina. „Við spilum alltaf óauglýst. Og við vildum náttúrlega ekki fara út í þetta til að græða á því, miklu frekar að þetta yrði algjör steik. Þannig kviknaði hugmyndin – þá datt mér í hug þetta með sjálfsalann og Bræðsluna. Svo spiluðum við á laugardeginum undir brekkunni við gamla frystihúsið, þar sem nú er hótelið Blábjörg.“
Og hann hafði ekki hugmynd um að Kiddi myndi dansa, frekar en áhorfendurnir. „Ég bauð honum að vera með, þar sem við vorum að spila á staðnum hans, ti