Fjarðabyggð - Auglýsingar Og Viðburðir

Fjarðabyggð - Auglýsingar Og Viðburðir Þessi síða er til að halda utan um viðburði, tilboð og öllu er í boði í bæjarfélaginu.

Þessi síða er ekki á ábyrgð eða rekin af Fjarðabyggð.

Ábyrgðarmaður er Kristinn Þór Jónasson (þó ég taki eins litla ábyrgð og mögulega er hægt :) )

30/06/2024
gönguviku kvöldvaka î kvöld
22/06/2024

gönguviku kvöldvaka î kvöld

21/06/2024

🥾Gönguvikan hefst á morgun 🎉

Eru þið klár í gleðina? Fjölbreyttar göngur og fjör í boði. Eitthvað fyrir alla 💜

Kynntu þér dagskrána í ár í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan👇
https://bit.ly/gonguvikan2024

Laugardagur 22. júní

Kl. 10:00
Göngu- og bátsferð á Barðsneshorn 🥾🥾
Mæting við Safnahúsið (rautt hús) í miðbæ Neskaupstaðar, þaðan flytur bátur fólk að Barðsnesi.

1. Gengið frá Barðsnesbænum og út með Rauðubjörgum og yfir á Mónes. Steingervinga í fjörunni leitað. Gengið út á Barðsneshorn og þaðan inn á Barðsnes. U.þ.b. 15 km.

Leiðsögumaður Sævar Guðjónsson. Minnum á að mikilvægt er að skrá sig í gönguna.
s. 698 6980.

2. Gengið frá Barðsnesbænum og út í Mónesskarð. Þaðan að Rauðubjörgum og inn að Barðsnesi aftur. Rólegheita ganga.
Fararstjóri Sigurborg Hákonardóttir, s. 893 1583.

3. Gengið frá Barðsnesi upp í Síðuskarð og þaðan á fjallið Sandfell. Ef tími er til verður
gengið út Brúnina út að Skollaskarði. Glæsilegt útsýni er á þessari leið. Fararstjóri Kristinn Þorsteinsson, s. 864 7694.

Báturinn tekin til baka um kl. 18:00.
Verð kr. 7.000 / 3.000 kr. fyrir 16 ára og yngri (bátsferð innifalin í verðinu og verða börn að vera í fylgd með fullorðnum).

Nauðsynlegt er að skrá sig í þessa ferðir hjá Sævari Guðjónssyni, s. 698 6980 eða [email protected], fyrir kl. 12.00 föstudaginn 21. júní.

Kl. 21:00
Kvöldvaka í Randulffs-sjóhúsi Eskifirði
Lifandi tónlist.
Frítt inn í boði Egersund Ísland.

Til hamingju með daginn Egersund 👍
21/06/2024

Til hamingju með daginn Egersund 👍

07/06/2024
03/06/2024
18/05/2024

Búið að hnýta lausa enda, spottinn þarf að slitna úr þessu en það gerist af og til. Smá lagfæringar á tímasetningum.

08/05/2024
03/05/2024

Vonandi eru fleiri orðnir spenntir fyrir leiknum á morgun, en við viljum vekja athygli á breyttu skipulagi í kringum höllina okkar fögru.

Nú verður sá gállinn á að gestir leggi austanmegin við höllina, þar sem nýr aðalinngangur hefur verið búinn til.

Hoppukastalafjörið hefst klukkan 12:30 og leikurinn gegn Þrótti Vogum hefst 14:00.

Hlökkum til að sjá ykkur öll ❤️🤍❤️

24/04/2024
06/04/2024

Gefin hefur verið út gul viðvörun vegna hríðarveðurs sem spáð er á Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum frá því í kvöld og út morgundaginn.

30/03/2024

kl 20:00 byrjar þessi snilld á Mjôeyri, látið sjá ykkur 👍

vel gert Steinninn nytjamarkaður👍
13/03/2024

vel gert Steinninn nytjamarkaður👍

09/03/2024
09/03/2024

Afhending örmerkjalesara.

Föstudaginn 16. febrúar vildi svo óheppilega til í Neskaupstað að köttur hljóp í veg fyrir bíl og lenti undir honum. Kötturinn hljóp svo á brott skamman spöl og lagðist svo fyrir í snjóruðningi sem var í vegakantinum. Hann hafði greinilega ætlað að taka sprettinn yfir götuna en misst spyrnuna í hálkunni í vegakantinum.

Bílstjórinn stöðvaði bílinn og fór á eftir kettinum ásamt vitni að atvikinu. Farið var með köttinn inn í byggingu sem þarna var til að hlúa að honum. Kötturinn var með ól en enga nafnplötu með upplýsingum um hvernig ætti að finna eigandann. Farið var á netið að leita að upplýsingum um hvað bæri að gera þegar svona kæmi upp á. Ekki fannst neitt um það á þessum tímapunkti. Hringt var í Mast að leita ráða en starfsmenn voru fjarri og ekki hægt að fá þær upplýsingar sem þurfti. Starfsmaður Fjarðabyggðar sem er með örmerkjalesara var ekki á svæðinu. Í millitíðinni bað Mast lögregluna í Fjarðabyggð að fara á vettvang og kom þá í ljós að lögreglan var ekki með örmerkjalesara. Í millitíðinni var þegar í ferli að hringja í nokkra aðila sem bjuggu í hverfinu en enginn kannaðist við köttinn. Eftir um þrjár klukkustundir fannst eigandinn sem fór með köttinn til dýralæknis. Best hefði verið að koma kettinum undir læknishendur strax í byrjun því hver mínúta skiptir máli. Lögregluþjónninn á vettvangi sagði að lengi hafi verið reynt að fá lesara til að hafa í bílum lögreglunnar þar sem þau fást oft við óhöpp teng dýrum. Það varð kveikja að lausn í þeim málum þar sem einn af aðstandendum nytjamarkaðarins lenti einmitt í þessu atviki. Í framhaldi var tekin ákvörðun að kaupa tvo örmerkjalesara til að gefa lögreglunni.

Dýralæknafélag Íslands heldur úti vefsíðunni dyraaudkenni . is þar sem hægt er að setja inn númer til að finna eigendur skráðra gæludýra. Vefsíðan er meðal annars fjármögnuð með því að selja örmerkjalesara.

Á myndinni er Guðbjörg hjá lögreglunni í Fjarðabyggð að veita viðtöku á tveimur örflögulesurum. Hún var sú sem kom á vettvang og á kveikjuna að þessari styrkúthlutun. 💡🚔

08/03/2024

Bjór frá Beljandi Brugghús verður á boðstólum á Randulffssjóhús Eskifirði alla helgina ásamt harðfiski frá Goðaborg. Austurland Freeride Festival

Address

Hafnargata 2
Reyðarfjörður
730

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Fjarðabyggð - Auglýsingar Og Viðburðir posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Videos

Share


Other Reyðarfjörður travel agencies

Show All

You may also like