21/06/2024
🥾Gönguvikan hefst á morgun 🎉
Eru þið klár í gleðina? Fjölbreyttar göngur og fjör í boði. Eitthvað fyrir alla 💜
Kynntu þér dagskrána í ár í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan👇
https://bit.ly/gonguvikan2024
Laugardagur 22. júní
Kl. 10:00
Göngu- og bátsferð á Barðsneshorn 🥾🥾
Mæting við Safnahúsið (rautt hús) í miðbæ Neskaupstaðar, þaðan flytur bátur fólk að Barðsnesi.
1. Gengið frá Barðsnesbænum og út með Rauðubjörgum og yfir á Mónes. Steingervinga í fjörunni leitað. Gengið út á Barðsneshorn og þaðan inn á Barðsnes. U.þ.b. 15 km.
Leiðsögumaður Sævar Guðjónsson. Minnum á að mikilvægt er að skrá sig í gönguna.
s. 698 6980.
2. Gengið frá Barðsnesbænum og út í Mónesskarð. Þaðan að Rauðubjörgum og inn að Barðsnesi aftur. Rólegheita ganga.
Fararstjóri Sigurborg Hákonardóttir, s. 893 1583.
3. Gengið frá Barðsnesi upp í Síðuskarð og þaðan á fjallið Sandfell. Ef tími er til verður
gengið út Brúnina út að Skollaskarði. Glæsilegt útsýni er á þessari leið. Fararstjóri Kristinn Þorsteinsson, s. 864 7694.
Báturinn tekin til baka um kl. 18:00.
Verð kr. 7.000 / 3.000 kr. fyrir 16 ára og yngri (bátsferð innifalin í verðinu og verða börn að vera í fylgd með fullorðnum).
Nauðsynlegt er að skrá sig í þessa ferðir hjá Sævari Guðjónssyni, s. 698 6980 eða [email protected], fyrir kl. 12.00 föstudaginn 21. júní.
Kl. 21:00
Kvöldvaka í Randulffs-sjóhúsi Eskifirði
Lifandi tónlist.
Frítt inn í boði Egersund Ísland.