Drangey tours

Drangey tours Trips to Drangey island, sea angling, bird watching,puffin turs Drangey rís sæbrött fyrir miðjum Skagafirði. Frá henni er víðsýni mikið um byggðir fjarðarins.
(95)

Hún er að mestu úr móbergi, hrikalegt hamravígi. Er hennar fyrst getið í Grettis sögu en þar hafðist útlaginn við seinustu ár sín ásamt bróður sínum Illuga og þrælnum Glaumi og þar var hann veginn, helsjúkur, í skála sínum af Þorbirni öngli og mönnum hans. Það mun hafa verið nær veturnóttum árið 1031. Fuglalíf er fjölbreytt í Drangey þótt mest beri þar á svartfuglategundum: stuttnefju, langvíu, á

lku og lunda. Stuttnefjan og langvían verpa í bjarginu sjálfu en álkan einkum í urðum undir því. Lundinn grefur sér aftur á móti holur á brúnunum. Auk þess verpa rita og fýll í björgunum og hrafn og valur eiga sér þar einnig griðland.

Í gamalli þjóðsögu segir að tvö nátttröll hafi verið á ferð með kú sína yfir fjörðinn þegar lýsti af degi. Urðu þau og kýrin þá að steini. Er Drangey kýrin og stendur Kerling hennar sunnar. Karl var fast fyrir norðan eyna en er nú löngu fallinn. Drangey hefur um aldir verið Skagfirðingum arðsöm vorbæra. Hafa þeir á hverju vori sótt til hennar bæði egg og fugl. Sigið er eftir eggjunum í bjargið en fuglinn var einkum veiddur á fleka sem lagt var á sjóinn. Voru þeir alsettir snörum úr hrosshárum. Veiðimenn héldu lengst af til í byrgjum á fjörunni sem er við eyna sunnanverða. Þaðan réru þeir einnig til fiskjar. Var þar allt upp í 200 manna verstöð þegar flest var og fyrir kom að fuglafli fór yfir 200 þúsund í mestu aflaárunum. Flekaveiðar lögðust af 1966.

Address

Sauðárkrókur
550

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Drangey tours posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Drangey tours:

Share


Other Tours & Sightseeing in Sauðárkrókur

Show All