11/09/2024
Í finnska ferðablaðinu Matka-lehti birtist nýverið stór grein um Vestmannaeyjar sem blaðamaðurinn Mika Remes skrifaði. Í greininni fjallar hann um sögu Vestmannaeyja, afþreyinguna, matarmenninguna og margt fleira en hann heimsótti fjölda staða og þar á meðal Ribsafari, Einsi Kaldi, Golfklúbbur Vestmannaeyja, Hótel Vestmannaeyjar, Eldheimar og Ölstofa The Brothers Brewery.
Virkilega gaman að fá svona stóra og flotta umfjöllun um fallegu eyjuna okkar og allt sem hún hefur upp á að bjóða ♥️