Norðurland

Norðurland Norðurland er stór og hrífandi landshluti og þar má finna allt sem gerir Ísland að eftirsóttum stað. www.nordurland.is
(16)

Norðurland er stór og hrífandi landshluti og þar má finna allt sem gerir Ísland að eftirsóttum stað: Menningu og blómlegt mannlíf, óendanlega möguleika til útivistar og afþreyingar, stórbrotna náttúru til sjávar og sveita og fleiri náttúruperlur en víðast er að finna.

Á vorin bræðir sólin snjóinn og landið klæðist grænum sumarskrúða sínum. Þá er tími útiveru, ferðalaga og endurnæringar. Sumir sk

reppa í gönguferðir, sund eða golf. Aðrir velja veiðar, útreiðartúra eða ævintýralegar siglingar á sjó, ám eða vötnum. Um allt Norðurland geta ferðamenn fundið eitthvað við sitt hæfi. Boðið er upp á ferðir milli bæja, út í eyjar og inn á hálendið til að skoða fjöll, hveri, fossa, jökulár, eldgíga, sérkennilegt landslag og aðrar jarðmyndanir sem móðir náttúra hefur skapað. Ferðir um hálendið eru ógleymanlegar ævintýraferðir. Haustið býður upp á fallega liti og veturnir hafa líka sinn sjarma. Þá eru vetraríþróttir alls ráðandi, norðurljós iða á köldum himni og jafnvel myrkrið getur veitt mönnum innblástur og andagift.

Norðlensku skíðasvæðin taka vel á móti öllum vetrarferðalöngum. Hefur þú prófað þau öll? Stefndu norður í vetrarfríinu o...
06/02/2024

Norðlensku skíðasvæðin taka vel á móti öllum vetrarferðalöngum. Hefur þú prófað þau öll?

Stefndu norður í vetrarfríinu og upplifðu ævintýri í brekkunum.

10/01/2024

Stefndu norður í vetur og upplifðu náttúruna, fjöllin og bæina í vetrarbúningi. Norðurland tekur vel á móti þér!

Hefur þú komið á nyrsta odda landsins á Melrakkasléttu? Kíkt á hið magnaða Heimsskautsgerði eða farið á útsýnispallinn v...
24/07/2023

Hefur þú komið á nyrsta odda landsins á Melrakkasléttu? Kíkt á hið magnaða Heimsskautsgerði eða farið á útsýnispallinn við Stórakarl á Langanesi? Væri ekki tilvalið að kíkja þangað á ferðalagi um Norðurland?

Skoðaðu tillögur að ferðalögum á nordurland.is til að fá innblástur fyrir þína ferð um Norðurland.

Sjá: https://www.northiceland.is/ferdatillogur

Húsavík er stundum kölluð hvala-höfuðborg Íslands, enda er þar fjölbreytt úrval hvalaskoðunarferða og sérstakt safn tile...
23/07/2023

Húsavík er stundum kölluð hvala-höfuðborg Íslands, enda er þar fjölbreytt úrval hvalaskoðunarferða og sérstakt safn tileinkað hvölum. Þegar sólin brýst út er veðrið oft einna best í Ásbyrgi og þar stutt frá er að finna aflmesta foss Evrópu, Dettifoss.

Skoðaðu tillögur að ferðalögum á nordurland.is til að fá innblástur fyrir þína ferð um Norðurland.

Sjá: https://www.northiceland.is/ferdatillogur

Náttúruperlurnar í Mývatnssveit eru fjölmargar og þar mætti staldra heillengi við til að skoða þær vel. Í nágrenninu eru...
22/07/2023

Náttúruperlurnar í Mývatnssveit eru fjölmargar og þar mætti staldra heillengi við til að skoða þær vel. Í nágrenninu eru tveir af fegurstu fossum landsins, Goðafoss og Aldeyjarfos. Hefur þú séð þá báða?

Skoðaðu tillögur að ferðalögum á nordurland.is til að fá innblástur fyrir þína ferð um Norðurland.

Sjá: https://www.northiceland.is/ferdatillogur

Stefndu í sveitina og skoðaðu þig um í Eyjafjarðarsveit og Eyjafirði. Frábær matur, söfn, setur og auðvitað Jólagarðurin...
21/07/2023

Stefndu í sveitina og skoðaðu þig um í Eyjafjarðarsveit og Eyjafirði. Frábær matur, söfn, setur og auðvitað Jólagarðurinn. Á leiðinni áfram til Grenivíkur má kynna sér söguna í Laufási og njóta útsýnisins yfir allan Eyjafjörð.

Skoðaðu tillögur að ferðalögum á nordurland.is til að fá innblástur fyrir þína ferð um Norðurland.
Sjá: https://www.northiceland.is/ferdatillogur

Upplifðu kyrrðina í Kjarnaskógi, fjölbreytta flóru í Lystigarðinum og slakaðu svo á í sundi. Hvað finnst þér skemmtilega...
20/07/2023

Upplifðu kyrrðina í Kjarnaskógi, fjölbreytta flóru í Lystigarðinum og slakaðu svo á í sundi. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á Akureyri?

Skoðaðu tillögur að ferðalögum á nordurland.is til að fá innblástur fyrir þína ferð um Norðurland.

Sjá: https://www.northiceland.is/ferdatillogur

Hefur þú skoðað teikningarnar og tröllin á húsveggjum á Ólafsfirði? Farðu yfir heimskautsbaug í Grímsey, njóttu náttúrun...
18/07/2023

Hefur þú skoðað teikningarnar og tröllin á húsveggjum á Ólafsfirði? Farðu yfir heimskautsbaug í Grímsey, njóttu náttúrunnar í Eyjafirði og skelltu þér í heitan pott í fjörunni.

Skoðaðu tillögur að ferðalögum á nordurland.is til að fá innblástur fyrir þína ferð um Norðurland.

Sjá: https://www.northiceland.is/ferdatillogur

Vissir þú að í Skagafirði eru tvær af bestu ám landsins, ef ekki Evrópu, til að fara í flúðasiglingu? Hlýjaðu þér eftir ...
17/07/2023

Vissir þú að í Skagafirði eru tvær af bestu ám landsins, ef ekki Evrópu, til að fara í flúðasiglingu? Hlýjaðu þér eftir siglinguna í sundlauginni á Hofsósi eða skelltu þér á hestbak.

Skoðaðu tillögur að ferðalögum á nordurland.is til að fá innblástur fyrir þína ferð um Norðurland.

Sjá: https://www.northiceland.is/ferdatillogur

Hefur þú reynt að telja Vatnsdalshóla, kíkt á skessuna í Kolugljúfri eða farið að Þingeyrarkirkju? Skoðaðu tillögur að f...
16/07/2023

Hefur þú reynt að telja Vatnsdalshóla, kíkt á skessuna í Kolugljúfri eða farið að Þingeyrarkirkju? Skoðaðu tillögur að ferðalögum á nordurland.is til að fá innblástur fyrir þína ferð um Norðurland.

Sjá: https://www.northiceland.is/ferdatillogur

Hefur þú ferðast um Vatnsnes, skoðað selina þar, Hvítserk og Hvammstanga? Skoðaðu tillögur að ferðalögum á nordurland.is...
14/07/2023

Hefur þú ferðast um Vatnsnes, skoðað selina þar, Hvítserk og Hvammstanga? Skoðaðu tillögur að ferðalögum á nordurland.is til að fá innblástur fyrir þína ferð um Norðurland.

Sjá: https://www.northiceland.is/ferdatillogur

Stefndu norður í sumar, á fallega fjallstoppa. Víða á Norðurlandi eru merktar gönguleiðir og útsýnið svíkur aldrei.
19/06/2023

Stefndu norður í sumar, á fallega fjallstoppa. Víða á Norðurlandi eru merktar gönguleiðir og útsýnið svíkur aldrei.

Á Demantshringnum eru 5 lykil áfangastaðir, en þeir eru hinn sögufrægi og myndræni Goðafoss, náttúruperlan Mývatn þar se...
15/06/2023

Á Demantshringnum eru 5 lykil áfangastaðir, en þeir eru hinn sögufrægi og myndræni Goðafoss, náttúruperlan Mývatn þar sem grænu og bláu litirnir ljá staðnum yfirbragð annars heims, hin ógurlega hvíta orka Dettifoss sem er aflmesti foss í Evrópu, náttúruundrið Ásbyrgi sem er í laginu eins og hálfmáni og Húsavík, sem er hvalaskoðunarhöfuðborg landsins hvaðan stutt er út á blátt og opið hafið.

Upplifðu náttúruna, mannlífið og góða veðrið á Norðurlandi í sumar. Hvort sem þú vilt uppgötva nýja staði eða stefnir á ...
13/06/2023

Upplifðu náttúruna, mannlífið og góða veðrið á Norðurlandi í sumar. Hvort sem þú vilt uppgötva nýja staði eða stefnir á kunnulegar slóðir, þá er frábært tækifæri til að upplifa alvöru íslenska sumarstemmningu fyrir fyrir norðan.

Stefndu norður í sumar til að upplifa magnaða náttúru. Veist þú hvað staðirnir á myndunum heita?
09/06/2023

Stefndu norður í sumar til að upplifa magnaða náttúru. Veist þú hvað staðirnir á myndunum heita?

19/01/2023

Stefndu norður í skíðafrí, skíðasvæðin taka vel á móti þér og bjóða upp á fjölbreytt úrval af skíðaleiðum fyrir skíðafólk á öllum getustigum.

Hlíðarfjall hefur verið í fremstu röð skíðasvæða á Íslandi í 60 ár. Á skíðasvæðinu eru 8 mismunandi lyftur og fjölbreyttar og skemmtilegar skíðabrekkur með frábæru útsýni yfir Eyjafjörð. Stökkpallar og brautir eru fyrir snjóbrettafólk og aðstaða fyrir gönguskíðafólk er góð. Gönguskíðabrautir allt frá 1,2 – 10 km eru lagðar þegar veður og aðstæður leyfa og eru yfirleitt troðnar einni klst. fyrir auglýstan opnunartíma. Hluti af gönguskíðabrautinni, 3,5 km, er upplýstur á hverjum degi til kl. 22:00. Það ættu allir að geta fundið brekkur við sitt hæfi. Snjóframleiðslukerfi er í Hlíðarfjalli sem tryggir gott færi allan veturinn.

Skíða- og snjóbrettaskóli Hlíðarfjalls er fyrir börn á aldrinum 5-15 ára. Einnig eru námskeið í boði fyrir fullorðna svo og einkakennsla fyrir alla aldurshópa.

Veitingasala er á tveimur stöðum í Hlíðarfjalli, í skíðahótelinu sjálfu og Strýtuskála.

Í Hlíðarfjalli er starfrækt skíða- og snjóbrettaleiga þar sem hægt er að leigja allan búnað.

https://www.northiceland.is/is/upplifun/skidi

Norðurland er stór og hrífandi landshluti og þar má finna allt sem gerir Ísland að eftirsóttum stað.

17/01/2023

Stefndu norður í skíðafrí, skíðasvæðin taka vel á móti þér og bjóða upp á fjölbreytt úrval af skíðaleiðum fyrir skíðafólk á öllum getustigum.

Skíðasvæðið á Dalvík er tilvalið fyrir alla fjölskylduna og býður upp á fjölbreyttar brekkur með tveimur skíðalyftum, en á svæðinu er 1.200 metra löng upplýst brekka. Á skíðasvæðinu er snjóframleiðslukerfi sem gerir skíðasvæðið enn tryggara með snjó en áður. Þegar aðstæður leyfa er troðin göngubraut rétt við skíðasvæðið. Skíðaleiga er á staðnum.

Það er tilvalið að koma til Dalvíkurbyggðar og upplifa kyrrð og ró í faðmi fjallanna.

https://www.northiceland.is/is/upplifun/skidi

Norðurland er stór og hrífandi landshluti og þar má finna allt sem gerir Ísland að eftirsóttum stað.

15/01/2023

Stefndu norður í skíðafrí, skíðasvæðin taka vel á móti þér og bjóða upp á fjölbreytt úrval af skíðaleiðum fyrir skíðafólk á öllum getustigum.

Skíðasvæðið í Skarðsdal má telja með skemmtilegustu skíðasvæðum landsins en þar eru þrjár lyftur og nýlegur skíðaskáli þar sem aðstaða fyrir gesti er öll til fyrirmyndar.

https://www.northiceland.is/is/upplifun/skidi

Norðurland er stór og hrífandi landshluti og þar má finna allt sem gerir Ísland að eftirsóttum stað.

13/01/2023

Stefndu norður í skíðafrí, skíðasvæðin taka vel á móti þér og bjóða upp á fjölbreytt úrval af skíðaleiðum fyrir skíðafólk á öllum getustigum.

Skíðasvæðið í Tindastóli hentar sérlega vel fyrir alla fjölskylduna. Þar er að finna tvær lyftur ásamt töfrateppi. Neðri lyfta fer í 900 metra hæð (440 metra yfir sjávarmáli) og eru 2 brautir norðan og vestan megin. Efri lyftan byrjar þar sem fyrri endar, er 1045 metrar á hæð og fer alveg upp á topp Tindastóls þar sem lofhæðin er 903 metrar yfir sjávarmáli og útsýnið einstakt. Stökkpallar og brautir eru fyrir snjóbrettafólk í Tindastóli. Töfrateppið er frábært fyrir byrjendur og lengra komna og er braut í kringum það líka. Göngubraut er troðin alla daga sem opið er á svæðinu. Troðinn er 4-7 km hringur í fjölbreyttu landslagi, en einnig er hægt að fara styttri hring á tiltölulega sléttu svæði. Nokkrar leiðir eru einnig fyrir snjóþotur og slöngur.

Hægt er að leigja allan skíðabúnað í Tindastóli.

https://www.northiceland.is/is/upplifun/skidi

Norðurland er stór og hrífandi landshluti og þar má finna allt sem gerir Ísland að eftirsóttum stað.

Address

Akureyri

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Norðurland posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Norðurland:

Share

Nearby travel agencies


Other Akureyri travel agencies

Show All