Klettaklifur í Kulusuk, börnin eru áhugasöm og ansi fljót að læra réttu handtökin. Undanfarin sumur hafa Fjallaleiðsögumenn staðið fyrir klettaklifurs námskeiðum fyrir börnin í Kulusuk og Tasiilaq á Austurstönd Grænlands.
Belti, línur, hjálmar, túttur, slingar, karabínur, grígrí....þetta er hluti af þeim útbúnað sem þarf í árleg námskeið í klettaklifri sem Íslenskir Fjallaleiðsögumenn halda fyrir börnin í Kulusuk og Tasiilaq.
Í dag er alþjóða fjalladagurinn. En hann var ákveðinn af Sameinuðuþjóðunum 2003 til þess að auka vitund á mikilvægi fjallanna og fólksins sem þar býr.
#fjallaleiðsögumenn #framandislóðir #grunnbúðireverest
#MountainsMatter
Gönguskíðagengið býður öllu áhugafólki um útivist og gönguskíði til kynningarfundar þriðjudaginn 4 des. Þar munu Einar Torfi og Helgi Egilsson göngustjórar gengisins kynna dagskrá vetrarins og sýnar myndir úr ferðum fyrri ára sem og ferðum yfir Grænlandsjökul og að Suðurskautinu. Kynningin hefst klukkan 20.00, heitt súkkulaði og smákökur í boði.
Öllum áhugasömum er boðið í útivist klukkan 18.00 en Einar Torfi mun leiða hópinn í göngu eða á skíði ef einhvern snjó verður að finna í nágrenninu. Mæting á Stórhöfða 33.
Takið daginn frá!
Ama Dablan er einn af hinum stórfenglegu Himalaya tindum sem gleður augað í göngunni í grunnbúðir Everest. #fjallaleiðsögumenn #framandislóðir #grunnbúðireverest #ísbirnirebc
Jórdanía, á laugardaginn leggjum við af stað í ævintýalega gönguferð til fornu borgarinar Petru @fjallaleidsogumenn #ástríðaogfagmennska #petra #jordan #ævintýraferð
Suður Ameríka með sína heillandi menningu. Leifur Örn er með sérhóp i spennadi ferð um Ekvador og tók þessar myndir i höfuborginni Quido i dag.
Grænland með Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum
Við vorum að fá í hendurnar stórkostlegt myndband um ferðirnar okkar á Grænlandi (www.greenland.is). Við erum ótrúlega ánægð með útkomuna og viljum því endilega deila þessu myndbandi með ykkur. Fyrir þá sem ekki vita þá höfum við boðið uppá magnaðar gönguferðir, leiðangra, menninga- og dagsferðir til Grænlands í yfir 20 ár. Við vonum að þið njótið og ef þið hafið einhvertíman tækifæri til þess að skella ykkur til Grænlands þá hvetjum við ykkur eindregið til þess að stökkva á það því menning og náttúra þessa lands hættir aldrei að koma manni á óvart.
Myndir og Video fræ æfingu Fjallafólks (17/1/2012). Óþarflega pixlað af facebook en gefur smá hugmynd um æfingarnar hjá fjallgönguhópunum.