Írlandsferðir - Ireland Iceland Travel

Írlandsferðir - Ireland Iceland Travel Ferðaþjónusta og viðburðaumsjón. Írlandsferðir býður upp á klæðskerasniðna þjónustu

11/04/2020

Einn af uppáhaldsstöðunum mínum er Murcia Héraðið á Spáni. Þangað hef ég s.l. ár farið með minni hópa í t.d. hjólaferðir, vínsmökkun, heimsótt náttúruböðin í los baños de mula og hina helgu borg Caravaca De La Cruz. Fáir eru ferðalangarnir í þessu héraði og heimamenn algjörlega einstakir. Gestrisni sem ég hef aldrei upplifað annars staðar. Spánn berst með kjafti og klóm við Covid veiruna og ég vil senda þeim hlýja strauma um leið og ég óska ykkur öllum Gleðilegra páska! Við erum þrátt fyrir að hafa þurft að fresta ferðum sumarsins, full af elju og spenningi með nokkrar ferðir í haust sem við vonum að verði gefið grænt ljós á að fara í.

Myndbandið er tekið á einu af okkar uppáhalds Boutique hótelum sem liggur við rætur Sierra Espuña þjóðgarðsins. Þarna höfum við átt dásamlegar stundir og hlökkum til framtíðarinnar og fleiri heimsókna.

Bestu kveðjur til ykkar allra og gleðilega páska!

- Kristín.

Það eru skrýtnir tímar og flestar borgir heimins eru nokkuð auðar þessa dagana. Mannfólkið er inni í húsunum sínum og þa...
10/04/2020

Það eru skrýtnir tímar og flestar borgir heimins eru nokkuð auðar þessa dagana. Mannfólkið er inni í húsunum sínum og það gefur dýraríkinu ákeðið frelsi. Þessi mynd var tekin í gærkvöld og sýnir lítinn borgarref við Ha'Penny brúnna sem svo margir af okkar viðskiptavinum þekkja frá Dublinarferðunum okkar. Daglega fara um 25000 manns þessa brú og hún iðar af lífi, kvöld sem daga. En ekki nú, Skolli hefur yfirtekið hana.

48 ár í dag frá fjöldamorðunum í Bogside Hverfinu í Derry, þar sem 13 óbreyttir borgarar voru drepnir. Sá fjórtándi lést...
30/01/2020

48 ár í dag frá fjöldamorðunum í Bogside Hverfinu í Derry, þar sem 13 óbreyttir borgarar voru drepnir. Sá fjórtándi lést af sárum sínum nokkrum dögum síðar.

Ennþá má greina hversu ótryggt ástandið á Norður Írlandi í raun og veru er, þegar við erum á ferð með hópa um svæðið. Meðal myndanna er t.a.m. "Friðarveggurinn" í Belfast sem enn þann dag í dag skilur að hverfi Kaþólskra og Mótmælenda. Hægt er að loka hverfunum alveg með stórum hliðum og gerir lögreglan það gjarnan.

18/01/2020

Við elskum að ganga með viðskiptavini okkar frá bænum Bray yfir til Graystones. Hér er skemmtilegt myndband sem sýnir hluta af leiðinni sem tekur um 1,5 tíma. Rúsínan í pylsuendanum er svo að koma við á The Happy Pear veitingastaðnum í Graystone og fá sér bita.

Írarnir kunna að segja hlutina :D
25/10/2019

Írarnir kunna að segja hlutina :D

24/10/2019
24/10/2019

Þessa dagana erum við að byrja að taka við bókunum fyrir hópa sem heimsækja vilja Írland 2020. Í gegnum árin höfum við þjónustað fjölmarga kóra, starfsmannahópa, vinahópa, fjölskyldur, saumaklúbba og félagasamtök sem heimsótt hafa eyjuna grænu heim.

Ef þú eða þinn hópur hyggur á ferð, endilega hafið samband við okkur. Við tökum vel á móti ykkur og sérsníðum allar okkar ferðir að hverjum og einum hóp.

Velkomin til Írlands!

Falleg mynd af Dublin!
21/09/2019

Falleg mynd af Dublin!

Wow this is one of our favourite drone shots of Dublin!
Excellent capture by over on Insta👌👏 Don't forget to tag us or use our hashtag to be featured on our Facebook, Twitter and Instagram accounts 😃

Í kvöld erum við þess heiðurs aðnjótandi að fá að skipuleggja veislu á dásamlega fallegum stað á Írlandi. Veðrið leikur ...
06/07/2019

Í kvöld erum við þess heiðurs aðnjótandi að fá að skipuleggja veislu á dásamlega fallegum stað á Írlandi. Veðrið leikur við okkur og allt er tilbúið til að taka á móti hópnum.

Okkur hjá Ireland Iceland Travel, þykir alltaf gaman að koma í heimsókn í "James Joyce Tower and Museum", þar sem Joyce ...
05/07/2019

Okkur hjá Ireland Iceland Travel, þykir alltaf gaman að koma í heimsókn í "James Joyce Tower and Museum", þar sem Joyce skrifaði fyrstu kaflana í Ódysseif, sem þýddur var á ógleymanlegan hátt af Sigurði A Magnússyni.

Við heimsóttum turninn á dögunum með hóp góðra íslendinga og fengum frábæra leiðsögn um króka og kima þessa merka safns.
Svo rákumst við einnig á þessar myndir þar sem stórstjarnan Marilyn Monroe les Ódysseif eftir James Joyce á Long Island í Bandaríkjunum árið 1955.

„Samkvæmt öruggum heimildum er [myndin] tekin á leikvelli á Long Island um miðbik sjötta áratugar síðustu aldar af Eve Arnold. Ljósmyndarinn og leikkonan hittust til að taka fremur dæmigerðar myndir af þeirri síðarnefndu. Á meðan myndasmiðurinn tók sér hlé til að skipta um filmu í vélinni greip Marilyn niður í Ulysses eftir James Joyce, sem hún var með í handtöskunni (betra kvenfólk er oftar en ekki með bækur í dömuveskinu), og var svo niðursokkin að Eve Arnold notaði tækifærið og smellti af.“

Mynd af Monroe: Eve Arnold.

Við erum á ferð um Norður Írland með 50 manna fjölskyldu sem ákvað að halda upp á 80 ára afmæli ættmóðurinnar á Írlandi....
05/07/2019

Við erum á ferð um Norður Írland með 50 manna fjölskyldu sem ákvað að halda upp á 80 ára afmæli ættmóðurinnar á Írlandi. Í dag skoða þau Belfast og á morgun á sjálfan afmælisdaginn sláum við upp veislu. Hér skemmta kynslóðir sér saman og Ireland Iceland Travel sér um allt utanumhald.

Til að toppa daginn hittum við Kristófer frá Hólmavík sem starfar sem þjónn á Europa Hotel. Allir glaðir 🙏

16/05/2019

Það er fagurt kvöld í Dún Laoghaire við Dyflinarflóa. Við erum hér á ferð með Mánakórinn og njótum líðandi stundar.

Það hryggir okkur verulega að WOW hverfi af markaði sem valkostur í flugi. Ireland Iceland Travel varð til vegna þess að...
28/03/2019

Það hryggir okkur verulega að WOW hverfi af markaði sem valkostur í flugi.
Ireland Iceland Travel varð til vegna þess að WOW hóf flug til Dublin vorið 2015. Allt í einu voru vikulega um 500 gestir í Dublin og einsettum við okkur að kynna hið sanna Írland fyrir þeim.
Við áttum gott samstarf alla tíð við WOW og fengum fyrstu árin okkar pláss til að skrifa greinar um Írland í "inflight magasínið" þeirra. Það var gríðarleg hjálp fyrir okkar litla fyrirtæki og varð til þess að fleiri fóru að hafa samband vegna hópabókana fyrir Írland.

Við hófum svo einnig samstarf við Icelandair þegar þeir hófu að fljúga á Dublin á ný árið 2017. Þetta árið hafa allir okkar hópar kosið að bóka sig í flug með Icelandair.

Hugur okkar er hjá starfsfólki WOW.
Ireland Iceland Travel þakkar þeim kærlega fyrir allt samstarfið og óskar þeim alls hins besta i framtíðinni.

Rétt í þessu birtist tilkynning á heimasíðu WOW air um að flugfélagið hætti starfsemi. Fréttin er í vinnslu.

23/03/2019

Hefur þig lengi dreymt um að heimsækja Írland heim? Því ekki að láta það rætast árið 2019. Við eigum enn örfá g*t í dagskránni okkar til að taka á móti þér og þínum hóp.
Hafðu samband og stillum saman strengi. Þú sérð ekki eftir því.

Írland er MAGNAÐ! Komdu!!!

Ó hvað okkur hlakkar til að fara með hópana okkar í ferðir um Norður Írland í sumar!
23/02/2019

Ó hvað okkur hlakkar til að fara með hópana okkar í ferðir um Norður Írland í sumar!

Are We There Yet? The real Northern Ireland is the raucous, storied land of ‘Derry Girls’ Van Morrison, and the best, most friendly, greatest-craic people you can find

Við erum í óða önn að leggja lokahönd á ferð til Derry á Norður Írlandi. Haldið þið ekki að við undirbúninginn að þá höf...
01/02/2019

Við erum í óða önn að leggja lokahönd á ferð til Derry á Norður Írlandi. Haldið þið ekki að við undirbúninginn að þá höfum við rekist á Norður Írska bændablaðið. þar sem að fjárbóndinn Eoin Kelly er að leita að kvonfangi.
Nú er lag stelpur!

En svo við gefum Eoin (Owen) orðið, þá segir hann: "I've had a bit of craic, but it's time to settle down and get a grip" sem þýðist hér úr beinharðri írsku "Hann er búinn að eiga stuðstundir, en nú er tími til að festa rætur"

Hann vill konu sem er óhrædd við að dýfa höndum í mykju og jörð og að launum, þá kaupir hann glæný vaðstígvél.

Kostaboð!

Sheep farmer Eoin Kelly, from Derry, is among rural singletons hoping to find love on the new series of BBC Two's Love in the Countryside.

23/01/2019

Við erum að kanna áhugann á því að skoða leyndardóma Mongólíu með íslenskum fararstjórum sem þekkja landið. Og ekki bara það, því í samstarfi við Nordic Trailblazers Academy, þá yrði hluti af ferðinni einnig farinn undir merkjum "Voluntourism" eða sjálfboðaliða-ferðamennsku. Þúsundir einstaklinga og barna búa í holræsakerfi borgarinnar. Við ætlum að slást í för með viðurkenndum samtökum sem vinna að því að betrum bæta kjör þessa fólks. En umfram allt ætlum við að kynnast menningu, landi og því dásamlega fólki sem í landinu býr.

Ef þetta er eitthvað sem gæti hugnast þér, gefðu okkur eitt "hæ" hér að neðan eða sendu okkur skilaboð.

Bestu kveðjur!

10/01/2019
Fyrir ykkur kæru viðskiptavinir sem hafið farið með okkur til Derry á Norður Írlandi. Þá hafið þið mögulega gaman að nýj...
08/01/2019

Fyrir ykkur kæru viðskiptavinir sem hafið farið með okkur til Derry á Norður Írlandi. Þá hafið þið mögulega gaman að nýju Netflix seríunni "Derry Girls".

06/01/2019

Komdu með til Írlands!
-Við sérhæfum okkur í að leiða hópa um eyjuna grænu.

06/01/2019

Norður Írland og Írland - Píslarvottar, Uppreisn og Friður - Júlí 2019

06/01/2019

Komdu með Sólu og Kristínu í ógleymanlega og einstaklega fræðandi ferð, þar sem þú kynnist hinni sársaukafullu sjálfstæðisbaráttu íra en ekki síst nýtur glaðlyndi og gestrisni þjóðarinnar. Skráning í fullum gangi.

Enn eru nokkur sæti laus í þessa ótrúlega áhugaverðu ferð um Dublin og Norður Írland!!
06/01/2019

Enn eru nokkur sæti laus í þessa ótrúlega áhugaverðu ferð um Dublin og Norður Írland!!

V iltu koma í ferð og kynnast hinni stórbrotnu og sársaukafullu sjálfstæðisbaráttu íra með tveimur Írlands-nördum sem báðar eru helteknar af átakasögu Írlands? Við erum Kristín Einars og Sólveig Jónsdóttir og þann 10 júlí 2019, ætlum við að hittast í Dublin þar sem við...

Ireland will be the first country in the world to completely divest from fossil fuels 🇮🇪
04/01/2019

Ireland will be the first country in the world to completely divest from fossil fuels 🇮🇪

01/01/2019

Guinness í Dublin bragðast einfaldlega betur! Sérstaklega á Nýársdag.

Ireland Iceland Travel sendir þér og þínum hugheilar jólakveðjur með þökkum fyrir góð kynni á árinu sem er að líða. Noll...
24/12/2018

Ireland Iceland Travel sendir þér og þínum hugheilar jólakveðjur með þökkum fyrir góð kynni á árinu sem er að líða.

Nollaig Shona agus Athbhliain faoi Mhaise Duit!

11/12/2018

Býður upp á innihaldsríkar ferðir um Evrópu með íslenskri fararstjórn

Ótrúlega spennandi ferð í uppsiglingu. Dublin og Norður Írland í júlí 2019.Fararstjórar: Sólveig Jónsdóttir og Kristín E...
10/12/2018

Ótrúlega spennandi ferð í uppsiglingu. Dublin og Norður Írland í júlí 2019.

Fararstjórar: Sólveig Jónsdóttir og Kristín Einarsdóttir.

V iltu koma í ferð og kynnast hinni stórbrotnu og sársaukafullu sjálfstæðisbaráttu íra með tveimur Írlands-nördum sem báðar eru helteknar af átakasögu Írlands? Við erum Kristín Einars og Sólveig Jónsdóttir og þann 10 júlí 2019, ætlum við að hittast í Dublin þar sem við...

Address

George´s Street Lower
Dublin

Opening Hours

Monday 9am - 5pm
Tuesday 9am - 5pm
Wednesday 9am - 5pm
Thursday 9am - 5pm
Friday 9am - 5pm

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Írlandsferðir - Ireland Iceland Travel posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Videos

Share

Category

Ireland Iceland Travel

Ireland Iceland Travel var stofnað í Dublin árið 2015 af Kristínu Einarsdóttur, sem búsett var í borginni um árabil og fékk brennandi áhuga á að kynna hið raunverulega Írland fyrir íslendingum. Fljótlega vatt starfsemi fyrirtækisins upp á sig og í dag einskorðast ferðir okkar og viðburðir sannarlega ekki við Írland, heldur erum við með ferðir um heim allan.

Styrkleiki Ireland Iceland Travel liggur í öflugri liðsheild og hæfileikum fagfólks á hverju sviði. Saman vinnum við að því markmiði að vanda til verka og vinna vel, bæði af elju og áhuga og höfum gaman af. Við erum í dag kröftugur hópur einstaklinga með fagmennskuna að leiðarljósi og við einsetjum okkur að gera sérhvert verkefni eftirminnilegt og hnökralaust frá upphafi til enda.

Stór hluti viðskiptavina okkar eru hópar, svo sem kórar, fyrirtæki og vinahópar sem efla vilja liðsheild og ferðast saman. Einnig höfum við gert mikið af því að skipuleggja afmæli, ráðstefnur og aðra viðburði.

Hafið samband til að fá tilboð fyrir þig og þinn hóp.



You may also like