Hyggur þinn hópur á ferð til Írlands 2020?
Þessa dagana erum við að byrja að taka við bókunum fyrir hópa sem heimsækja vilja Írland 2020. Í gegnum árin höfum við þjónustað fjölmarga kóra, starfsmannahópa, vinahópa, fjölskyldur, saumaklúbba og félagasamtök sem heimsótt hafa eyjuna grænu heim.
Ef þú eða þinn hópur hyggur á ferð, endilega hafið samband við okkur. Við tökum vel á móti ykkur og sérsníðum allar okkar ferðir að hverjum og einum hóp.
Velkomin til Írlands!
Kemur þú með til Írlands 2019?
Norður Írland og Írland - Píslarvottar, Uppreisn og Friður - Júlí 2019
Komdu með Sólu og Kristínu í ógleymanlega og einstaklega fræðandi ferð, þar sem þú kynnist hinni sársaukafullu sjálfstæðisbaráttu íra en ekki síst nýtur glaðlyndi og gestrisni þjóðarinnar. Skráning í fullum gangi.
Norður Írland og Írland - Píslarvottar, Uppreisn og Friður - Júlí 2019
Kemur þú með á pöbbarölt í Dublin árið 2019?
Guinness í Dublin bragðast einfaldlega betur! Sérstaklega á Nýársdag.
Nýlega fórum við með íslenskan hóp í ákaflega skemmtilega ferð um Vesturströnd Írlands og hluta af Norður Írlandi. Við gerðum okkur far um að aka í gegnum lítil þorp þar sem ferðamenn eru fágætir og tíminn að mörgu leiti hefur staðið kyrr. Írland er land svo nálægt okkur Íslendingum en þó að mörgu leiti framandi, þar sem stutt er síðan að þessi litlu þorp og íbúar þess voru hluti af óeirðarsögu sem sett hefur mark sitt á allt líf á þessum slóðum.
Á næstunni eru fyrirhugaðar nokkrar ferðir um Norður Írland hjá okkur og það er ekki of seint fyrir þig og þinn hóp að hafa samband við okkur vegna ferða fyrir 2019. Við erum að raða niður vori og sumri þessa dagana.
Fheiceann tú! (Sjáumst!)
Fallega Írland
Nokkrar stemmningsmyndir frá fallega Írlandi. Við elskum Írland, alltaf svo notaleg stemmning og ákveðin hlýleiki sem einkennir landið. Eruð þið ekki sammála?
KAUPMANNAHÖFN - BERLIN HJÓLAFERÐ Í JÚLÍ 2018
Við erum ótrúlega spennt fyrir nýju hjólaferðinni okkar sem við sitjum og vinnum hörðum höndum að því að skipuleggja, bóka gististaði og munum kynna verð og nánari lýsingar á næstu dögum. Við verðum með þaulreynda íslenska fararstjóra og þetta verður bara svo gott!
#BIKEWAYBERLINCPH
Tvær Evrópskar stórborgir sem iða af menningu og lífi, sveitasæla og smábæir. Hjólaleiðin milli Kaupmannahafnar og Berlínar "Berlin–Copenhagen Cycle Route" (þýska: Radfernweg Berlin-Kopenhagen) er 630 km (390 mi) og stutt sjóleið yfir Eystrasaltið. Hjólaleiðin tengir saman höfuðstaði Þýskalands og Danmerkur, þrjú falleg héröð og gnótt vingjarnlegra heimamanna. Leiðin býður upp á ótal möguleika til að skoða náttúruna sem fyrir augu ber, synda, smakka og i það heila njóta lífsins og óvæntra ævintýra frá Kaupmannahöfn, Austur Danmerkur, Mecklenburg, Brandenburg og til Berlínar. Þýska leiðin, milli Berlinar og Rostock er uþb 370 km (230 mi). Danski hlutinn milli, Gedser og Kaupmannahafnar er uþb. 260 km (160 mi). Milli Rostock og Gedser, er ferja.
Þessi þekkta hjólaleið er hluti af hinni 6,000 km (3,700 mi) EuroVelo 7 hjólaleið sem liggur frá nyrsta hluta Noregs til eyjunar Möltu í Miðjarðarhafinu. Leiðin er einnig hluti af þýsku hjólatengingunni D-Route 11, sem liggur frá Bavarian Ölpunum að Eystrasalti.
Berlínar - Kaupmannahafnar hjólaleiðin er aðgengileg og hentug fyrir nánast alla. Leiðin er malbikuð nánast alla leið og í einstaka tilvikum, þá er leiðin einnig á bílvegum, þó svo að stærsti hluti hennar séu hjólastígar sem geta þá legið meðfram akstursleiðum bifreiða.
Við erum þó þegar farin að taka á móti pöntunum í ferðina, því það er takmarkaður fjöldi sem kemst með.
Ef þú eða þinn hópur hefur áhuga á að koma með, sendu okkur línu
[email protected]
Stemningsmyndir frá Murcia héraði á Suður Spáni. Við erum ákaflega spenntar fyrir Gyðjuferðinni okkar sem verður 4-11. apríl. Gist verður á dásamlegu Eco Hóteli í litla fjallaþorpinu Berro, auk þess sem ein nótt verður i miðaldarklaustri í hinni helgu borg Caravaca de la Cruz. Yoga, hugleiðsla, sköpun, náttúruböð, nærandi og heilnæmur matur, samvera, innri friður og ró. Skráning og nánari upplýsingar fást hjá Kristínu: [email protected]
10 Daga Kórferð um Írland.
Síðan við stofnuðum Ireland Iceland Travel, höfum við unnið með fjölmörgum kórum, skipulagt söngferðalög og notið þess að sýna þeim fallega Írland. Freyjukórinn í Borgarnesi var t.a.m. einn þeirra kóra sem sóttu Írland heim og við vorum svo heppin að fá að sjá um umsýslu og skipulag þeirrar ferðar.
Freyjukorinn syngur i Glendalough dómkirkjunni i rigningunni i dag. Töfrastund og gæsahúð ❤️🇮🇸🇮🇪 Áfram Island!!
Freyjukorinn tók lagið i dómkirkjunni i Glendalough
Freyjukorinn syngur i Dómkirkjunni i Glendalough #irelandicelandtravel
Svona geta kvöldin verið gleðileg i Dublin
Karlakorinn Drifandi
Karlakórinn Drífandi frá Egilstöðum fór í ferð með okkur hjá Ireland Iceland Travel og tók lagið í Dómkirkjurústunum í Glendalough fyrir gesti og gangandi.
Ireland Iceland Travel
Það er von á skemmtilegum hópum til okkar á næstu vikum og mánuðum. Írland er land sem aldrei hættir að koma á óvart! Hafðu samband ef þú vilt að við setjum saman skemmtilega ferð fyrir hópinn þinn.
í dag 16 júní er mikið um að vera í Dublin. Árlega er þessi dagur haldin hátíðarlegur til að minnast og fagna lífi og tilveru Írska skáldsins James Joyce og skáldsögu hans Ódysseif, er gerist um gervalla Dyflinarborg 16. júní 1904. Nafn dagsins "Bloomsday" kemur frá aðalsögupersónu bókarinnar Leopold Bloom. Í dag klæða menn og konur sig upp í fatnað frá þessu tímabili og feta í fótspor aðal sögupersónanna. Við hjá Írlandsferðum tökum að sjálfsögðu fullan þátt í hátíðarhöldunum. #Bloomsday2015 #LoveDublin #IrelandIcelandTravel