Vestfirðir

Vestfirðir Vestfirðir eru svo sannarlega einstakir með ótrúlegum náttúruperlum. www.vestur.is Fésbókarsíðan Vestfirðir er á ábyrgð Markaðsstofu Vestfjarða.
(41)

Hægt er að hafa samband í síma 450-3002 eða senda tölvupóst á travel@westfjords.

Þó úti blási stormur og él skal eigi örvænta, því helgin boðar mikinn fögnuð! Tvær frumsýningar eru í kortunum, annarsve...
15/11/2024

Þó úti blási stormur og él skal eigi örvænta, því helgin boðar mikinn fögnuð! Tvær frumsýningar eru í kortunum, annarsvegar á Mathildu í Bolungarvík og hinsvegar á Bláa hnettinum á Flateyri. Dagur íslenskrar tungu er á morgun og býður Gefum íslensku séns upp á dagskrá í tilefni hans. Hinn sívinsæli viðburður Opin bók verður í Edinborgarhúsinu – og meira til!
Við hvetjum ykkur til að fylgjast með viðburðadagatalinu og einnig vera dugleg við að skrá viðburði þar inn:

https://www.westfjords.is/is/upplifun/vidburdir

Þó það líti nú oft þannig út, þá er ekki alltaf eintóm blíða hér vestur á fjörðum. Stundum minnir náttúran og veðrið hre...
14/11/2024

Þó það líti nú oft þannig út, þá er ekki alltaf eintóm blíða hér vestur á fjörðum. Stundum minnir náttúran og veðrið hressilega á sig, eins og sjá má í þessu myndbandi frá Vegagerðinni.

Fordæmalausar aðstæður hafa skapast á Vestfjörðum síðustu daga þar sem mikil úrkoma hefur orsakað fjölda aurskriða sem hafa fallið úr hlíðum, meðal annars á ...

Villi Valli, einn ástsælasti tónlistarmaður okkar Vestfirðinga, er allur. Árið 2017 kom út þessi prýðisgóða heimildarmyn...
10/11/2024

Villi Valli, einn ástsælasti tónlistarmaður okkar Vestfirðinga, er allur. Árið 2017 kom út þessi prýðisgóða heimildarmynd um hann, þennan hógværa listamann sem djassaði upp líf okkar áratugum saman. Gott sjónvarp á sunnudagskvöldi.

Heimildarmynd frá 2017 um Vilberg Vilbergsson, sem er betur þekktur sem Villi Valli. Hann hefur verið kallaður krúnudjásn vestfirsks tónlistarlífs og var hann aðeins ellefu ára þegar hann lék í fyrsta sinn fyrir dansi á Flateyri. Dagskrárgerð: Snævar Sölvason og Jón Sigurpálsson....

The Pigeon International Film Festival - PIFF verður sett núna á fimmtudaginn í Ísafjarðarbíói. Við taka þá geysilega hr...
08/10/2024

The Pigeon International Film Festival - PIFF verður sett núna á fimmtudaginn í Ísafjarðarbíói. Við taka þá geysilega hressir bíódagar með afar spennandi dagskrá. Við mælum með!

Hér er dagskráin og það er frítt á allar sýningar.

Ný vestfirsk bíómynd er nú komin í öll helstu kvikmyndahús. Látið hana ekki framhjá ykkur fara!
06/09/2024

Ný vestfirsk bíómynd er nú komin í öll helstu kvikmyndahús. Látið hana ekki framhjá ykkur fara!

Öll kvöld fram að mánaðarmótum er hægt að fara í hryllilega bíóferð á Hesteyri í Jökulfjörðum og sjá kvikmyndina Ég Man ...
26/08/2024

Öll kvöld fram að mánaðarmótum er hægt að fara í hryllilega bíóferð á Hesteyri í Jökulfjörðum og sjá kvikmyndina Ég Man Þig á breiðtjaldi í gamla skólanum.

Bókið hér: https://shorturl.at/wPjN1

Þrátt fyrir að úti rigni eldi og brennisteini, þá eru börnin komin í skólann og á Ísafirði verður í hádeginu hægt að ske...
23/08/2024

Þrátt fyrir að úti rigni eldi og brennisteini, þá eru börnin komin í skólann og á Ísafirði verður í hádeginu hægt að skella sér í Edinborgarhúsið - njóta úrvals jazztónlistar og sjávarréttarsúpu. Viðburðurinn er styrktur af sumarsjóði Hafna Ísafjarðarbæjar og geta gestir notið þessa alls án endurgjalds!

Ef þið hélduð að þetta væri bara miðvikudagur til moldar og sumarfjör farið veg allrar veraldar þá örvæntið ekki því fag...
21/08/2024

Ef þið hélduð að þetta væri bara miðvikudagur til moldar og sumarfjör farið veg allrar veraldar þá örvæntið ekki því fagnaðarerindi hinnar sálarfóðrandi tónlistar er boðað - aðnjótendum að kostnaðarlausu.

Á Ísafirði verða í dag tvennir tónleikar sem styrktir eru af sumarsjóði Hafna Ísafjarðarbæjar. Klukkan 14 verður Skúli mennski með sitt gegnheila stuð í garðinum við Húsið og í framhaldi af því kl. 15 verða Hljómórar á ljúfu nótunum í Turnhúsinu.

Nú fer hin metnaðarfulla Alþjóðlega píanóhátíð á Vestfjörðum fram í þriðja sinn og verða í kvöld tónleikar í félagsheimili Patreksfjarðar kl 20, þar sem fram koma: Antoinette Perry (USA), Carl Zhang (Canada/Austria) og listrænn stjórnandi hátíðarinnar Andrew J. Yang (USA/Iceland).

Ef þið eruð að halda viðburði á Vestfjörðum. Ekki gleyma að setja þá inn á viðburðadagatalið:

https://www.westfjords.is/is/upplifun/vidburdir

Bíóveisla á Ísafirði í haust.
20/08/2024

Bíóveisla á Ísafirði í haust.

Our vision is to become a global cinematic festival celebrating the rich tapestry of world cinema. We embrace films from every corner of the globe, each a unique reflection of diverse cultures and languages. Our foremost commitment is to champion diversity, making room for a wide spectrum of cinemat...

Hlýlegasta smáhátíð landsins fer fram í Trékyllisvík um helgina.
02/08/2024

Hlýlegasta smáhátíð landsins fer fram í Trékyllisvík um helgina.

Jæja þá er sauðburði lokið, flestar kindur komnar á fjall og hægt að fara að huga að næsta stóra verkefni ☺️
Nábrókin verður að sjálfsögðu haldin hátíðleg um Verslunarmannahelgina og hægt að ganga að gleðinni vísri eins og fyrri ár 🤩
Dagskráin verður með hefðbundnu sniði og við hlökkum til að sjá sem flesta koma að njóta helgarinnar í faðmi fallegu fjallanna😍
Ef þið hafið ekki farið í Krossneslaug, séð síldarverksmiðju, gengið á Reykjaneshyrnu eða labbað berfætt í sandinum í Norðurfirði þá er þetta helgin til að upplifa einmitt það og miklu meira til 🥰🥰

Í dag eru fjögur skemmtiferðaskip á Ísafirði og það er líka nóg um að vera í bænum! Frekar en marga aðra daga á fólki ek...
26/07/2024

Í dag eru fjögur skemmtiferðaskip á Ísafirði og það er líka nóg um að vera í bænum! Frekar en marga aðra daga á fólki ekki að þurfa að leiðast neitt - hvort sem það er heimafólk eða gestir!

Fylgist með því sem um er að vera á Vestfjörðum á viðburðadagatalinu og verið endilega dugleg að skella þar inn viðburðum ef þið eruð með slíka á ykkar snærum!

https://www.westfjords.is/is/upplifun/vidburdir

Í sumar hefur Kómedíuleikhúsið sýnt einleikinn Ariasman, sem fjallar um Spánverjavígin á 17. öld. Einstök upplifun í stó...
23/07/2024

Í sumar hefur Kómedíuleikhúsið sýnt einleikinn Ariasman, sem fjallar um Spánverjavígin á 17. öld. Einstök upplifun í stórkostlegu umhverfi. Lokasýning verður 1. ágúst.

Það þarf ekki að leita langt yfir skammt að fjöri fyrir Vestfirðinga sem langar bara mest að njóta lífsins heimavið yfir...
19/07/2024

Það þarf ekki að leita langt yfir skammt að fjöri fyrir Vestfirðinga sem langar bara mest að njóta lífsins heimavið yfir hásumarið - og svo er líka nóg við að vera fyrir gestina sem sækja okkur heim.

Fylgist með viðburðadagatalinu á: https://www.westfjords.is/is/upplifun/vidburdir

Guðni Th. fór á Strandir í síðustu opinberu heimsókn sína sem forseti.
15/07/2024

Guðni Th. fór á Strandir í síðustu opinberu heimsókn sína sem forseti.

Það verða margir góðir gestir á Listahátíð Samúels í Selárdal.
14/07/2024

Það verða margir góðir gestir á Listahátíð Samúels í Selárdal.

Address

Ísafjörður
400

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Vestfirðir posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Vestfirðir:

Share


Other Ísafjörður travel agencies

Show All