15/11/2024
Þó úti blási stormur og él skal eigi örvænta, því helgin boðar mikinn fögnuð! Tvær frumsýningar eru í kortunum, annarsvegar á Mathildu í Bolungarvík og hinsvegar á Bláa hnettinum á Flateyri. Dagur íslenskrar tungu er á morgun og býður Gefum íslensku séns upp á dagskrá í tilefni hans. Hinn sívinsæli viðburður Opin bók verður í Edinborgarhúsinu – og meira til!
Við hvetjum ykkur til að fylgjast með viðburðadagatalinu og einnig vera dugleg við að skrá viðburði þar inn:
https://www.westfjords.is/is/upplifun/vidburdir