Á slaginu þegar klukkan á Havnarkirkju í Þórshöfn slær þrjú er lagt af stað í göngu um Reyn, Tinganes og Vágsbotn undir leiðsögn fararstjóra okkar
Síðari ferð Ferðaskrifstofu eldri borgara til GRÆNLANDS, nánar tiltekið Narsarsuaq hófst s.l. laugardag 19. ágúst og var fullbókað í þá ferð eins og þá fyrri í júní s.l. Friðrik Brekkan sem er fararstjóri hópsins er alvanur leiðsögn á þessum slóðum. Meginþorri hópsins samanstóð af stórfjölskyldu frá Norðurlandi þar sem einn fjölskyldumeðlimurinn fagnar 90 ára afmæli á Grænlandi þessa dagana. Með í för var einnig ungur kvikmyndatökumaður, Stefán Atli sem tók þessar yfirlitsmyndir við Eiríksfjörð og Garða (Igaligu).
Ferðaskrifstofan hyggur á frekari ferðir til Grænlands á næsta ári.
BRIGHTON, Kantaraborg og suðausturströnd Englands
Væntanlega verða berin bústin og þrúgurnar þrýstnar og suðurströndin skarti sínu skærasta þegar við höldum þangað í september.
Í fyrra seldust þessar ferðir strax upp.
Íslensk og ensk fararstjórn alla ferðina.
Nánari upplýsingar og bókun hér;
https://fseb.is/ferdir/brighton-sudur-england-3/